Það getur verið að Ísrael muni fljótlega - lísa yfir sigri og hætta átökum á Gaza

Eins og ég hef áður bent á, þá vill Ísrael ekki "stjórna Gazasvæðinu" - "því það mundi þíða endalausa hersetu og því endalaust mannfall, auk þess að vera ákaflega kostnaðarsamt." Ísrael vilji "veikja Hamas" en ekki alfarið "leggja Hamas í rúst." En í áhugaverðri kaldhæðni "þá er skárri kostur fyrir Ísrael að Hamas sé áfram til staðar." Ástæðan er sú, að menn óttast "hvað annað en Hamas mundi upp rísa." Þannig séð, án þess að "ætla gera Ísrael greiða" þá haldi Hamas - "hugsanlega verri hreyfingum niðri."

Hamas viðhaldi "eigin lögum og reglu." Og umberi ekki, að svæði á Gaza falli í hendur aðila, sem lúti ekki þeirra skipunum. Sem leiði það fram, að Hamas haldi frá hugsanlega "róttækari hreyfingum t.d. ISIS."

Palestinians stand atop the wreckage of a house which witnesses said was destroyed by an Israeli air strike in Rafah, in the southern Gaza Strip, August 2, 2014. REUTERS/Ibraheem Abu Mustafa

" Palestinians stand atop the wreckage of a house which witnesses said was destroyed by an Israeli air strike in Rafah, in the southern Gaza Strip, August 2, 2014."

Ég hef ekki mikið á að byggja þegar ég álykta þetta, nema áhugaverðri yfirlýsingu, og auðvitað því að Ísrael er þegar búið að valda Hamas miklu tjóni, og þarf á einhverjum tímapunkti að hætta að veikja Hamas frekar!

Israel Airstrikes Against Gaza Destroy Mosques, Government Buildings

Hamas defends Gaza ambush, blamed for ending ceasefire

Hamas Says It Isn’t Holding Missing Israeli Officer

  • ""Our understanding is that our objectives, most importantly the destruction of the tunnels, are close to completion," a military spokesman, Lieutenant-Colonel Peter Lerner, said."

Hamas neitar því, að vita um afdrif ísraelsk hermanns, sem hvarf í átökum á föstudag. Miðað við yfirlýsingar Hamas, virðist að Hamas hafi komið hersveitum fyrir í göngum hér og þar um Gaza, sem síðan gera leifturárásir - þegar ísraelskir herflokkar koma nærri, þeirra felustað.

Hamas heldur því fram, að þeir hafi misst samskipti við þann herflokk, sem hafi gert slíka leifturárás á föstudag, telja að sá herflokkur hafi látið lífið - í gagnárásum Ísraela á því svæði.

Hermaðurinn sem þeir hafi hugsanlega náð, hafi þá einnig látið lífið. 

Þetta er auðvitað atriði, sem engin leið er fyrir utanaðkomandi að sannreyna.

  • En ef Ísraelar hafa náð verulegum árangri í því að leggja gangakerfi Hamas í rúst.
  • Getur verið, að einstök göng, séu nú einangruð.
  • Og þar með, hópar hermanna á vegum Hamas, séu þá einnig - einangraðir á sínum felustöðum, neðanjarðar.
  • Það getur því vel verið, að Hamas sjálft, viti ekki á þessari stundu, afdrif þess herflokks sem framkvæmdi þá leifturárás á föstudag, sem Ísraelar líta á sem vopnahlésrof.

Það getur verið þó að herflokkurinn hafi ekki allur farist, en hafi ekki getað náð samskiptum við höfuðstöðvar. Meðan Ísraelar voru fyrir ofan þá.

Eða Hamas lýgur! Sem einnig getur mjög vel verið, en að ná Ísraelskum hermanni, hefur í fortíðinni komið sé mjög vel fyrir Hamas. Síðast fékk Hamas, 4.000 Hamas liða leysta úr fangelsi, fyrir einn slíkan gísl. Samningar tóku nokkur ár, en skiluðu þessum árangri fyrir rest.

  • En hingað til, hefur Ísrael séð það sem sinn hag, að eyðileggja ekki Hamas, fullkomlega.
  1. Svo ef þ.e. rétt, að ísraelski herinn sé nokkurn veginn við það að klára sitt "verkefni."
  2. Þá sé einnig rökrétt, meðan að Ísrael vill ekki stjórna sjálft Gaza, að Ísrael setji punkt við sín átök við Hamas, fljótlega á næstunni. Jafnvel þessa helgi.

Þetta er ástand sem með vissum hætti, Ísrael sjálft hefur valið sér. En til þess að framkalla annað ástand. Getur Ísrael tæknilega samið við "Heimastjórn Palestínumanna" um yfirtöku þeirra á Gaza. Með aðstoð ísraelska hersins. Það þíddi "borgarastríð meðal Palestínumanna." Sem að sjálfsögðu kemur ekki til greina af hálfu Fatah hreyfingarinnar sem er kjarni Heimastjórnarinnar. Nema gegn mjög stórri eftirgjöf af hálfu Ísraela. T.d. að fjarlæga að verulegu leiti landnemabyggðir á Vesturbakka.

Ísrael virðist ekki tilbúið að taka í lurginn á eigin - öfgamönnum í hreyfingu svokallaðra landnema.

Sem halda áfram, að beita pólit. áhrifum sínum, til að reisa sífellt flr. landnemabyggðir. 

Og þannig gera palestínskt ríki að sífellt "fjarlægari draumi."

Með vissum hætti, er stuðningur nokkurs fjölda Palestínumanna við Hamas, vísbending um þeirra örvæntingu, eftir því sem draumurinn um eigið ríki - fjarlægist stöðugt. Eins og hlutir hafa æxlast, þá má segja að Ísrael sé að kjósa sér sjálft það ástand - - að búa við Hamas á Gaza.

Sem þíðir þessi endurteknu stríð með hléum við Hamas, og þann möguleika að eldflaugum rigni yfir byggðir Ísraela.

 

Niðurstaða

Miðað við yfirlýsingar talsmanns "IDF" eða herafla Ísraels þess efnis, að verkefninu sé ca. lokið. Þá grunar mig að fljótlega muni Ísrael lýsa yfir sigri yfir Hamas. Og semja um "enn eitt varanlegt vopnahlé." Sem að sjálfsögðu verði ekki varanlegra en fyrri vopnahlé við Hamas, en muni þó standa yfir í nokkurn tíma, kannski 2-3 ár. Síðan á eftir að koma í ljós hvort að Hamas hefur þennan hermann eða ekki. En einn möguleiki er sá, að þeir sem hafa hermanninn, séu í felum í einhverju neðanjarðar fylgsni. Og geti ekki haft samband við höfuðstöðvar, þessa stundina. En ef her Ísraels yfirgefur svæðið, muni þeir koma fram í dagsljósið og þá kannski kemur í ljós - að Hamas hefur þennan blessaða hermann eftir allt saman.

Síðast er Hamas náði hermanni, náðu þeir að fá 4.000 Hamas liða í skiptum úr ísraelskum fangelsum.

Ef það mundi takast aftur - - væri Hamas sennilega sigurvegari í augum eigin liðsmanna.

Þeir hafa að auki drepið e-h í kringum 60 ísraelska hermenn. 

Ef Hamas hafði einhvern trúverðugleika skort í augum róttæklinga, geti Hamas bent á "þennan árangur." Þannig geti hugsanlega báðir aðilar, skilgreint sig "sigurvegara."

Hamas mun þó áfram reyna að fá fram eftirgjöf á "viðskiptabanninu við Gaza svæði" í samningum um frið, ef Hamas hefur þennan hermann - - þá kannski verði honum beitt í samningum um það atriði. En vísbendingar eru um það, að Hamas skorti fé til að greiða starfsfólki laun. Eftir að stjórnarbylting varð í Egyptalandi, hafa herforingjarnir þar, lokað á Hamas Egyptalandsmegin. Þá hafi smygl í gegnum Egyptaland hætt, Hamas hafi skattlagt það flæði - sem hafi verið utanríkisverslun Gaza. Valdataka herforingjanna í Egyptalandi, hafi verið verulegt áfall fyrir Hamas.

Auðvitað hefur almenningur liðið mikið á meðan. Mannfall almennings geti nálgast 2.000. Það er þó ekki að sjá, að Hamas sé meir annt um eigin óbreytta borgara, en her Ísraels. En það eru vísbendingar þess efnis, að Hamas hafi stundað það - að skjóta sprengjum frá byggingum þ.s. óbreyttir borgarar fela sig. Til að fá fram blaðafregnir í helstu fjölmiðlum, um enn eitt "fjöldamorð Ísraela."

  • Liður í áróðursstríði Hamas, að beita þannig - eigin borgurum fyrir sig með grimmilegum hætti.

Það getur auðvitað verið, að stríðið haldi áfram í nokkra daga til viðbótar. Meðan samningamenn ræða, um skilmála svokallaðs "varanlegs friðar." En endalok átakanna séu þó sennilega í nánd.

 

Kv.


Bloggfærslur 2. ágúst 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 248
  • Frá upphafi: 847362

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 245
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband