Berum saman stríðið í Tétníu 1990-2000, og stríðið í Úkraínu

Vegna athugasemda sem ég hef fengið, sérstaklega þess efnis - að stjórnvöld í Úkraínu séu að fremja "þjóðarmorð" auk ábendinga um töluverðan flótta almennra borgara af bardagasvæðum. Hef ég ákveðið að rifja upp stríðið í Tétníu, Pútín var 1999-2000 forsætisráðherra Yeltzin var þá heilsuveill Pútín sennilega þegar með mikil völd. En Tétnía hafði verið "de facto" sjálfstæð frá 1996 - 1999 eða 4 ár, eða síðan friður var saminn 1995 eftir hið Fyrra Tétníu stríð. Seinna Tétníu stríðið varð mjög vinsælt af rússn. almenningi, líklegt er að mannskæð hryðjuverk um svipað leiti sem múslímskum hryðjuverkamönnum frá Kákasus svæðinu var kennt um, hafi haft mikið að gera með það - að skapa víðtækan stuðning við hernaðaraðgerðir gegn Téténum; er af flestum talið að vinsældir þær sem Pútín græddi af tengslum sínum við það stríð - hafi stuðlað mjög að valdatöku hans 2000.

  1. Þ.s. enginn hafði viðurkennt sjálfstæði Tétníu, má segja að um "innanlandsstríð" hafi verið að ræða, og að Pútín hafi ekkert annað gert en að "kveða niður með valdi ólöglega uppreisn" þrátt fyrir "friðarsamning" þann sem áður var gerður. En hann má segja að hafi falið í sér vissa viðurkenningu rússn. stjv. á Tétníu. Á hinn bóginn, hófust átök í Dagestan, sem er við hlið Tétníu fyrr það ár, og voru þau rakin til téténskra skæruliða er höfðu gert innrás í það hérað. Það má með vissum hætti segja, að þau átök hafi gefið Pútín - sem var nærri því að ná völdum, átyllu. 
  2. Þ.s. er áhugavert er hin óskaplega harka sem rússn. herinn beitti, á móti þá vörðust Téténar mjög hart, það tók fjölmennan rússn. her meira en ár að sigrast á skæruher Maskadov forseta Téténa. Höfuðborgin Grosny var sögð 2003 af starfsmönnum SÞ, sú borg í heiminum sem hefði orðið fyrir mestri eyðuleggingu í heiminum. En orrustan um hana stóð í nærri því ár. Rússar beittu óspart sprengjuárásum með Su-24 og Su-25 vélum, sem og stórskotahríð. Síðan í seinni hlutanum var barist hús úr húsi, skriðdrekum óspart beitt.
  3. Um fjórðungur Téténsku þjóðarinnar - flúði til nágranna héraða Rússlands. Þ.e. rúmlega 300þ.

Hér er áhugavert Youtube myndband, er sýnir myndir frá Grosny:

Annað áhugavert - í þetta sinn á vef Military.com: Grosny mop up og enn annað einnig Military.com Battle for Grosny. Sérstaklega seinna Videóið inniheldur dramatískar senur.

Svo aftur, áhugavert Youtube vídeó, bersýnilega tekið af myndatökumanni er hafði góðfúslegt leyfi rússn. herflokksins, til að taka myndir - meðan hermennirnir bregða sér á leik. Takið eftir Grosný borg þegar við og við sjást myndir af eyðileggingu hennar:

Þetta Vídeó er áhugavert, en þar má sjá áhugaverða umfjöllun, um Grosny nútímans - en borgin hefur verið endurreist undir einræðisstjórn Kadyrov feðga. Stjórnarhættir Akhmad og síðan sonar hans Ramzan Kadyrov eftir að faðir hans lét lífið í sprengjutilræði 2004, hafa þótt mjög grimmir:

Áhugavert er að Tétnía var "hersetin" til 2009 - er öryggisástandi var aflýst loks formlega. En það tók töluverðan tíma að brjóta endanlega niður andstöðu skæruhreyfingar Téténa.

  • Heildar mannfall er ekki þekkt nákvæmlega, en áætlað 80þ. í seinna stríðinu: Second Chechen War.
  • Mannfall í fyrra Téténíu stríðinu, 1994-1996, er einnig áætlað 80þ. 
  • Það þíðir að heildarmannfall, í átökum innan Tétníu hafi verið sennilega a.m.k. 160.000. Höfum í huga, miðað við að íbúafj. Tétníu hafi verið áætlaður ca. milljón fyrir stríð, nálgast mannfall um 20% þjóðar. Alltaf spurning hvenær menn beita hugtakinu þjóðarmorð.


Þegar menn halda því fram að "þjóðarmorð" sé í gangi í A-Úkraínu.

Væri ágætt að menn mundu rifja upp stríðið í Tétníu, einmitt undir stjórn Pútíns.

  1. Þó svo að Téténar séu ekki Rússar, ef þ.e. svo að Tétnía var "hérað í uppreisn" - "þrátt fyrir eigin sjálfstæðisyfirlýsingu" - og ef "það telst svo að Pútín hafi verið í fullum rétti að kveða þá uppreisn niður af mikilli grimmd."
  2. Þá að sjálfsögðu gildir það sama um stjórnvöld í Kíev - - að ekki er smærri réttur þeirra. Til að brjóta niður uppreisn í tveim héröðum innan þess lands, þó svo að í það sinn, séu það ekki Téténar í uppreisn heldur rússn.mælandi Úkraínumenn, í vopnaðri uppreisn gegn stjórnvöldum í Kíev.

Hingað til hefur beiting stjórnarhers Úkraínu á vopnum og sprengjum, langt í frá verið á þeim skala - sem beiting rússneska hersins var undir stjórn Pútín, gegn Téténum 1999 og 2000.

Höldum til haga, að aðgerðir gegn Téténum héldu í reynd áfram - í mörg ár á eftir, ekki var formlegum friði lýst yfir, fyrr en 2009.

Ekki má heldur gleyma að Pútín kom á ógnarstjórn Khadyrov feðga.

 

Niðurstaða

Ég krefst þess að sjálfsögðu að menn séu samkvæmir sjálfum sér.

Ef þ.e. rétt að aðgerðir úkraínskra stjórnvalda séu ólöglegar - eins og fullyrt er af sumum netverjum. Að þær aðgerðir séu einnig þjóðarmorð.

Þá bendi ég þeim sem standa þannig þétt við bakið á rússn. uppreisnarmönnum í A-Úkraínu, að rifja upp aðgerðir Pútíns gegn Téténum árin 1999-2000. Og síðan skærustríðið sem stóð til 2009.

Í Tétníu létu lífið um 20% þjóðarinnar. Sem er afskaplega hátt hlutfall - - ég held að það sé hærra hlutfall, en létu lífið af þýsku þjóðinni í Seinni Heimsstyrjöld. Til að nefna annan samanburð.

Það bendir á að herför Rússa hafi verið ákaflega blóðug svo meir sé ekki sagt.

Ef það er þjóðarmorð í Úkraínu - - þá voru aðgerðir Pútíns það svo sannarlega gegn Téténum.

Ef á hinn bóginn, herför Pútíns var ekki þjóðarmorð - þá að sjálfsögðu er herför Kíev stjórnarinnar það ekki.

Og ef herför Pútíns var ekki ólögleg, þá er herför stjórnarinnar í Kév það að sjálfsögðu ekki heldur. 

Ég bendi fólki auk þess, sem ásakar úkraínsk stjórnvöld um nasisma, að hafa í huga að um 20% Téténa létu lífið - - það er virkilega mjög mikið. Hvað er þá Pútín?

 

Kv.


Bloggfærslur 2. júlí 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 269
  • Sl. viku: 354
  • Frá upphafi: 846995

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 336
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband