Sagan endurtekur sig, Pútín vs. Mússólíní?

Mér finnst ákaflega áhugavert að gera samanburð, ekki á Pútín og Hitler eins og er dálítið vinsælt, heldur Pútín og Mússólíní. Í því samhengi rifja ég upp svokallað, Abyssiníu stríð!

Hvað var: Abyssinía? 

Þetta var það sem landið Eþíópía var nefnd fyrir Seinna Stríð. Ég kann ekki nákvæm deili á því, af hverju landið hét þá Abyssinía.

En þ.e. ágætt að muna, að Tæland hét áður, Síam. Hafði það nafn alveg fram yfir Seinna Stríð, gekk einnig í gegnum nafnbreytingu.

 

Sagan endurtekur sig

Þegar Mussólíní fyrirskipar innrás í Abyssiníu sem hófst í Október 1935, var heimurinn í viðjum "heimskreppunnar miklu."

Abyssinía var meðlimur af "Þjóðabandalaginu eða League of Nations" - Þjóðabandalagið var nokkurn veginn sama hugmynd, og Sameinuðu Þjóðirnar.

Ítalía var einnig meðlimur af Þjóðabandalaginu. Alveg eins og er í dag, skv. reglum SÞ í samræmi við sáttmála sem aðildarþjóðir hafa undirritað, var meðlimaþjóðum Þjóðabandalagsins - bannað að ráðast hver á aðra, eða, bannað að leggja aðra aðildarþjóð undir sig og hernema, einnig var skv. reglum Þjóðabandalagsins eins og er í dag skv. reglum SÞ, einstökum aðildarþjóðum - - > Bannað að stela landi af aðildarþjóð, og færa inn fyrir sín landamæri.

Þjóðabandalagið snerist sem sagt um hástemmda drauma um varanlegan frið, og friðsamlegt samstarf þjóða. Hugmyndir sem í dag eru kjarni hugmyndafræðinnar að baki SÞ.

  • Þegar Ítalía réðst á Abyssiníu, þá eðlilega fór keisari landsins, Haile Selassie, fram á fordæmingu alþjóða samfélagsins, sem hann fékk greiðlega - - og mikill meirihluti meðlimaríkja Þjóðabandalagsins fordæmdi aðgerðir Mússólínís.
  • Á sama tíma fór hann fram á stuðning aðildarþjóða Þjóðabandalagsins, en þá þynntist heldur betur í aðgerðum:
  1. Vestur Evrópa, Bandaríkin, og nokkur fjöldi ríkja t.d. í S-Ameríku, fordæmdi aðgerðir Ítalíu.
  2. Meirihluti aðildarþjóða Þjóðabandalagsins, kom sér saman um, refsiaðgerðir.
  • En Haile Selassie, fékk engar vopnasendingar.
  • Hann fékk heldur engar hersveitir - til stuðnings.
  • Ítalíu var heldur ekki hótað neinum afarkostum, umfram efnahagslegar refsiaðgerðir.

Herför herja Ítalíu lyktaði síðan með fullum sigri maí 1936, og hernámi Abyssiníu. Í kjölfarið, náðu vinsældir Mússólíni - - hámarki. Hann virtist mönnum vera maðurinn sem gat. Meðan að V-Evrópa og N-Evrópa, gátu ekki gert annað en, horft á.

Í kjölfarið varð töluvert aukning í vinsældum fasistaflokka víða um Evrópu.

En refsiaðgerðirnar, bitu samt sem áður - þó það tæki tíma.

Afleiðing Abyssiníu stríðsins, virðast hafa verið: A)Efnahagur Ítalíu beið töluverðan hnekki af refsiaðgerðunum, þó það tæki tíma að koma fram. B)Samskipti Ítalíu og Vesturvelda, versnuðu í kjölfarið og bötnuðu síðan ekki aftur, það greri ekki um. C)Mússólíni gat ekki bakkað með málið, með fjandskap Vesturvelda og refsiaðgerðir, þá smám saman hallaði hann sér í vaxandi mæli, að hinu nýja rísandi veldi: Adolf Hitlers!

Eins og er þekkt, þá kom Mússólíní ekki vel út úr því samstarfi.

Á endanum tapaði hann líftórunni, og auðvitað völdum.

 

Það er einmitt áhugavert, að taka eftir því að Pútín virðist vera að íhuga í fullri alvöru, að halla sér að Kína

Það er spurning hvort að það virkilega höfðar til Pútíns, að vera - - varahjól undir vagni Kínverja?

Tja, að einhverju leiti sambærilegt við það, er Mússólíni varð varahjól undir vagni Hitlers.

Russian companies prepare to pay for trade in renminbi

Þetta er áhugaverð "speglun á sögunni" - - að sjálfsögðu er endurtekningin ekki nákvæmlega eins.

T.d. á 4. áratugnum, voru það Japanir sem nöguðu svæði af Kína sbr: Mukden Incident.

Því má mörgu leiti líkja við yfirtöku Rússa á Krímskaga. Og eins og yfirtaka Krímskaga snerist að flestum líkindum um "auðlyndir" - - snerist sannarlega yfirtaka Japans á Mansjúríu um auðlyndir þess svæðis.

Sjá hvernig Rússar græða auðlyndir á yfirtöku Krímskaga: Yfirtaka Rússlands á Krímskaga, getur hafa snúist um olíu

En þ.e. áhugavert, að Pútín virðist vera að halla sér að - - öðru einsflokks ríki.

Ekki ósvipað því, að Mússólíni, undir þrýstingi reiðra vesturvelda og refsiaðgerða þeirra, í kjölfarið fór í vaxandi mæli að halla sér að Þýskalandi, sem þá var þegar undir stjórn Nasista.

  • Það má þannig séð segja, að "sagan rímar" eins og Steinbeck sagði að hún gerði.

Endurtekur sig með tilbrigðum.

---------------------------------

Eins og ég hef bent á, þá getur Rússland verið að taka mjög umtalsverða áhættu af bandalagi við Kína: Að halla sér að Kína getur verið leikur að eldinum fyrir Rússland

Alveg eins og með bandalag Mússólíní og Hitlers, væri bandalag Rússlands og Kína. Langt, langt frá að vera bandalag jafningja - Kína yrði algerlega drottnandi aðili í slíku samstarfi, tel ég. Og líklega mundi slíkt samstarf enda illa fyrir Rússland, tel ég, munum að samstarfið endaði illa fyrir Mússólíní.

Að auki er rétt að muna, að Kína er þegar farið að með sínum hætti að naga undan Rússlandi, og ég á fastlega von á að Kínverjar muni áfram naga undan Rússlandi: Ég tel þrátt fyrir allt að vesturlönd og Rússland, ættu eigin hagsmuna vegna að vera bandamenn

Mín rökstudda skoðun er sú - - að Rússland geri mjög alvarleg mistök, að hefja samstarf við Kína.

En Kína með 10-faldan fólksfjölda, sögulega með harma að hefna gegn Rússlandi, sem Kínverjar hafa pottþétt ekki gleymt - - er ég algerlega viss um, að er til mikilla muna hættulegri bandamaður fyrir Rússland, en hugsanlega Vesturveldi mundu verða - ef Rússland mundi þess í stað gerast bandamaður þeirra.

Það auðvitað þíddi - - enda á stórveldis drauma Rússlands. En, bandalag við Kína, þíðir það einnig.

 

Niðurstaða

Ég árétta að auki, að hugsanlegt bandalag Kína og Rússlands, mundi líklega ekki leiða til beinna stríðsátaka við Vesturveldi. Þar koma til kjarnavopn. Tilvist þeirra.

Á hinn bóginn, er vitað að Kína ætlar að með einhverjum hætti, umbreyta valdahlutföllum á Jörðinni. Hingað til hafa slíkar breytingar ávalt leitt til átaka.

Á sama tíma, er Rússland eins og var með Ítalíu, miklu mun veikara land en hugsanlegt bandalagsríki. Og í báðum tilvikum, er hugsanlegur bandamaður - - a.m.k. eins "ruthless."

Eins og ég rökstyð á færslum hlekkjað á að ofan, tel ég að Rússland muni fara mjög illa - í slíku bandalagi. Það gæti orðið einhvers konar "sjálfsmorð" fyrir Rússland.

Kínverjar hafi í reynd, mun minni samúð með Rússum og rússneskri menningu, en þjóðir þær sem nefnast "Vesturveldi." Það að Kína er 10-falt fjölmennara. Ætti að fylla Rússa verulegum beyg.

Sennilega er einmitt Kína, eina landið í heiminum sem virkilega getur gleypt Rússland, og melt svo á eftir án þess að verða af - bumbult. En þau lönd sem hingað til hafa ráðist á Rússland, hafa jafnaði verið fámennari og smærri. Því hafa Rússar sigrað fyrir rest.

Þeir hafa hingað til ekki prófað - - að taka áhættu á samstarfi við miklu mun fjölmennara land.

Vesturveldi hafa ekki hundruð milljónir af "surplus population."

Yfirtaka Kína yrði þó sennilega ekki með innrás, heldur eins og ég útskýri - í gegnum "efnahagslega drottnun." Og spillingu þá sem ríkir innan embættiskerfis Rússlands.

---------------------------------------

Set inn áhugaverðan hlekk: Ukraine: Human Rights Watch Letter to Acting President Turchynov and President-Elect Poroshenko

 

 

Kv.


Vaxtakrafa Ítalíu, Spánar og Frakklands, hefur ekki verið lægri í "aldir"

Financial Times vakti athygli á þessu: European yields hit multi-century lows. Ég fann annan hlekk þ.s. sjá má sömu myndir: Three charts that show these are extraordinary times.

 

Við lifum á óvenjulegum tímum

Sannfærður evrusinni, mundi halda því fram að þessi kort séu sönnun þess að evruaðild leiði til aukins trausts. En höfum í huga að öll þessi lönd eru í efnahagsvanda. 

Martin Wolf "....according to the OECD, by 2015 Spanish gross public debt will be 109 per cent of gross domestic product; Irish, 133 per cent; Portuguese, 141 per cent; Italian, 147 per cent; and Greek, 189 per cent. Even if bond yields remain at low levels and these countries run balanced primary budgets (before interest payments) indefinitely, nominal GDP must grow at close to 3 per cent a year (in the case of Greece, far more) merely to keep the public debt ratio stable."

Þ.e. þ.s. er áhugavert, að skuldastaða ríkjanna fer stöðugt hækkandi. Eins og Martin Wolf bendir á, þarf hagvöxt ca. 3% til að skuldir landa er skulda rúm. 100% hækki ekki - þ.e. til þess að nokkur von sé til að lækka þær.

Frakkland skuldar ekki 100% enn, en skuldar samt ekki miklu minna. Rétt innan við 90%. 

Í öllum þessu löndum er hagvöxtur rétt við kyrrstöðu, þ.e. hann er jákvæður en einungis rétt svo - fyrir utan að Grikkland er enn í kreppu, en vonast að það komist yfir í plús á þessu ári.

Í Frakklandi, Spáni og Ítalíu - - er hagvöxtur rétt mælanlegur. Einna bestur á Spáni. En Frakkland og Ítalía virðast nær stöðnunarástandi.

Þetta þíðir auðvitað að skuldirnar eru ekki greiddar niður, heldur hækka stöðugt ár frá ári. Miðað við venjuleg skilyrði, ætti það að leiða til "minnkandi trausts."

Frakkland:

Ítalía:

Spánn:

Þá er það spurning - - hvað kallar fram þessi óvenjulegu vaxtakjör?

Það virðist flest benda til þess að á ferðinni sé trú markaðarins á Seðlabanka Evrópu, að hann muni fyrir rest - tryggja ódýra fjármögnun ríkissjóða aðildarlanda, alveg sama hve háar skuldirnar verða.

"ECB" sannarlega tæknilega getur það.

Ég er aftur á móti ekki 100% viss að hann raunverulega muni - - en markaðurinn virðist sannfærður.

  • En kostnaðurinn óhjákvæmilega kemur fram einhvers staðar, jafnvel þó að ekki yrði verðbólga í löndum í vanda - ef prentunaraðgerð er framkvæmd, getur það leitt til verðbólgu í löndum þ.s. aðstæður eru betri.
  • Til þess að viðhalda svo lágum kjörum, hlýtur markaðurinn að vera að veðja á svokallað "QE" þ.e. að "ECB" fari að kaupa fyrir prentað fé.

Ef markaðurinn tapar því veðmáli - - þá gætu margir endað með stórfellt fjárhagslegt tap.

En í minni síðustu færslu, benti ég á það - - að í sinni síðustu vaxtaákvörðun, tók Seðlabanki Evrópu ekki ákvörðun um prentun eins og markaðurinn virðist hafa reiknað með:  Getur evrukrísan vaknað á næstunni?

Veikleikinn er þá sá, að ef lág vaxtakjör "byggjast á trú markaðarins á framtíðar prentun ECB" þá er sá möguleiki til staðar, að þau kjör geti snögglega breyst til hins mun verra - - ef sú trú bilar.

Að rás atburða leiði til þess að sú trú verði fyrir hnekki.

En ég sé í reynd fátt annað sem geti staðið að baki þessari óvenjulegu vaxtakröfu, en trú á framtíðar prentun "ECB."

En annað af tvennu:

  1. njóta þessi lönd meir trausts en nokkru sinni áður, eða,
  2. eitthvað óvenjulegt annað er í gangi sem skýrir málið.

Það óvenjulega annað sé Seðlabanki Evrópu eða með öðrum orðum, væntingar um aðgerðir Seðlabanka Evrópu, væntingar þess efnis að "ECB" muni tryggja að þeir sem kaupa ríkisbréf, tapi ekki á því.

 

Niðurstaða

Það er sannarlega áhugavert að vaxtakjör Frakklands, Ítalíu og Spánar séu þau lægstu sem mælst hafa sennilega síðan farið var að selja ríkisbréf á fjármálamörkuðum. En slíkir markaðir geta vart hafa verið til lengur en frá og með 18. öld. Svo með öðrum orðum, þetta séu sennilega lægstu vaxtakjör sem þessi lönd njóta í allri sinni sögu. 

Valkostirnir virðast vera, að þessi lönd hafi aldrei notið meir trausts, eða að einhver stór utanliggjandi þáttur kalli fram "óvenjulegt" markaðsástand.

Í ljósi þess að þessi lönd eru öll í efnahagsvanda, og samtímis skuldakreppu - sem auk þess ágerist stöðugt. Virðist erfitt að rökstyðja að þau njóti í reynd meir trausts en nokkru sinni fyrr.

Þannig að sennilegar virðist, að um ráði að "þessi lönd séu það stór" til þess að það sé mögulegt að heimila þeim að sökkva. Þau verði að standa uppi - - eða að samstarfið um evru sennilega rofnar.

Veðmál markaðarins sé þá, að það sé ekki hægt að tapa á að kaupa ríkisbréf þessara landa, því að "ECB" muni alveg sama hvað gerist, velja að vera til áfram,  því tryggja þessum löndum kjör sem þau mundi aldrei geta fengið við eðlilegar markaðs aðstæður.

Höfum í huga - - að þessi regla heldur þá "bara fyrir lönd" sem eru of stór til þess að þau megi verða gjaldþrota. Reglan að ef ég fell, þá verður tjónið fyrir aðra svo mikið.

Ég held að t.d. Kýpur falli ekki í þann hóp, líklega ekki heldur Ísland ef það væri í evru. Þannig að rök þess efnis, að Ísland væri með sambærilegum hætti, varið falli - eiga líklega ekki við.

Á hinn bóginn, er ekki víst að aðildarlönd sbr. Þýskaland, leyfi þá verðbólgu sem mun af verða fyrir rest t.d. innan Þýskalands, ef "ECB" raunverulega mundi fara í þá prentunaraðgerð. Svo spurningin er kannski ekki hvort "ECB" vill prenta, heldur hvort að hann fái það. Hvort að lykilríki innan sambandsins, standi með evrunni í gegnum þykkt og þunnt. Það getur einungis tíminn leitt í ljós.

 

Kv.


Bloggfærslur 9. júní 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 287
  • Frá upphafi: 847509

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 284
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband