Aðgerðir Mario Draghi líklega duga ekki til að afnema óttann við verðhjöðnun á evrusvæði

Á fimmtudag kynnti Seðlabanki Evrópu pakka af aðgerðum - Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 5 June 2014 - þ.e. lækkun stýrivaxta úr 0,25% í 0,15%. Eitt og sér skiptir vaxtalækkun um 0,1% afar litlu máli.

En fyrir utan þetta, þá hefur "ECB" lækkað vexti á innlánsreikningum sínum, þ.s. viðskiptabankar mega varðveita fé - - í: - 0,1%. Sem sannarlega er áhugaverð aðgerð.

Hugmyndin virðist vera, að með því að láta banka "borga fyrir að varðveita fé á bókum sínum innan Seðlabanka Evrópu" - að þá muni það hvetja viðskiptabankana til þess að "auka útlán."

  • Þ.e. útlán verði hagstæðari kostur - - en að varðveita stórfé hjá "ECB."

Síðan í 3-lagi. Þá hefur "ECB" kynnt til sögunnar svokölluð "TLTRO" lán upp á 400ma.€ til 4. ára. Sem bönkum á að standa til boða. Tveir slíkir pakkar verði boðnir á þessu ári. Einn á næsta ári. Og sá 4. 2016.

Það sem gerir þessi lán að "TLTRO" í stað "LTRO" er að þau teljast nú "Targeted." Þ.e. sett eru margvísleg skilyrði fyrir lánveitingunni - um það í hvaða hluti má nýta það fé. T.d. bannað að kaupa ríkisbréf fyrir það fé - - mmm, einnig bannað að veita húsnæðislán.

Með öðrum orðum, vonir virðast bornar við það, að þessi lán verði vinsæl, og muni skapa aukningu á framboði á lánum til "smærri til miðlungs-stórra fyrirtækja."

 

Það er bersýnilegt að andstaða við - beina prentun er enn öflug

Það áhugaverða er, að Seðlabanki Danmerkur - - beitti neikvæðum vöxtum með sumu leiti svipuðum hætti og "ECB" ætlar nú að gera. Skv. þeim greiningum sem nú liggja fyrir, þá hjálpuðu "neikvæðu" vextirnir við það verkefni - - að draga úr aðstreymi peninga til Danmerkur. Sem þá voru gjarnan varðveittir á gjaldeyrisreikningum í Seðlabanka Danmerkur. Sem hjálpaði við það, að halda "tengingu krónunnar við evruna" sem var þá í hættu á að falla - - með þeim hætti að krónan mundi hækka yfir sett vikmörk.

  • "ECB" aftur á móti virðist hafa annan tilgang í forgrunni, þ.e. að letja viðskiptabanka innan Evrópu, við það að varðveita fé á reikningum þeirra í "ECB."

Ég efa að þessi aðgerð, hafi e-h umtalverð áhrif á gengi evrunnar, þ.s. ekki sé um glímu við aðstreymisfé að ræða - - > þannig að áhrif hennar til aukningar á verðbólgu verði sennilega "afar lítil" og líklega að meira að segja þau áhrif, muni ekki endast lengi.

Og ég er langt í frá sannfærður um, að bankarnir kjósi að auka útlán. En viðskiptabankarnir geta allt eins kosið að "kaupa meir af ríkisbréfum." Fyrir það fé sem þeir í dag varðveita á reikningum í "ECB."

  • Þ.e. þó spurning um áhrif þessara "TLTRO" lána. "LTRO" lánin sem áður voru veitt, höfðu nær engin áhrif til aukningar á útlánum til atvinnulífs. En það virðist t.d. síðar að þegar boðið var upp á "LTRO" hafi það fé megni til farið í kaup á ríkisbréfum.
  • Reyndar grunar marga, að nánast hafi verið samkomulag milli aðila að hafa það þannig, þ.s. að í kjölfar þeirra kaupa bankanna á ríkisbréfum fyrir "LTRO" fé "ECB" lækkaði verulega vaxtakrafa á ríkisbréf landa í S-Evrópu.

Það getur alveg verið að "TLTRO" lánin, muni framkalla útlánaaukningu til atvinnulífs í S-Evrópu.

Sem mundi ef af verður, sennilega minnka "verðhjöðnunartilhneigingar" í löndum S-Evrópu.

Þ.s. að skortur á lánsfé, er líklega stór þáttur þar um. En að sjálfsögðu ekki öll skýring þess.

Að auki gæti það bætt eitthvað við hagvöxt á því svæði, dregið út atvinnuleysi.


Þrátt fyrir þessa aðgerð, er "ECB" enn með stífustu stefnuna af stóru seðlabönkunum

Það kemur til af því, að hinir stóru seðlabankarnir eru enn staddir í "bullandi peningaprentun."

En bilið á milli "ECB" og hinna hefur aðeins minnkað, þ.e. - - lítið eitt.

Sem þíðir sennilega að evran lækkar "smávægilega" með afskaplega óverulegum áhrifum á verðbólgu innan evrusvæðis. Skv. nýjustu mælingum er hún 0,5%.

Mér finnst sennilegt að sveiflan á evrunni verði það lítil, að það dugi ekki til að hífa meðalverðbólgu á evrusvæði upp í 1%. Hún muni haldast neðan við 1% sennilega áfram.

  • Nema að áhrif "TLTRO" lánanna verði mikil.

Það auðvitað kemur ekki í ljós fyrr en síðar.

En ef áhrif þeirra reynast óveruleg, t.d. vegna lítillar eftirspurnar banka eftir þeim lánum, en virkni þeirrar aðgerðar er alveg háð því, að bankarnir sækist eftir því fé?

Þá mundi ég halda, að verðbólga verði aftur komin í ca. 0,5% áður en þetta ár er á enda.

Og menn aftur farnir að ræða um hættuna á verðhjöðnun af sömu ákefð og í seinni tíð.

  • Á hinn bóginn, sagði "Draghi" að ef aðgerðir skili ekki þeim áhrifum sem vonast er eftir, sé það alveg opið í stöðunni - - að bæta t.d. við "TLTRO" lánapökkum. 

Auðvitað mundi það ekki virka ef eftirspurn bankanna væri "lítil."

  • Tæknilega væri unnt að "auka mínusinn" á innlánsreikningum "ECB."

En það gæti verið gagnslítið, ef bankarnir væru einna helst að kaupa ríkisbréf. Kannski þá einungis hvatning fyrir þá til að bæta þar í.

 

Niðurstaða

Það á auðvitað eftir að koma í ljós hve stór áhrif aðgerða "ECB" verða. En mig grunar að áhrif þeirra á gengi evru verði lítil. En einna helst hefur t.d. Mario Draghi kennt hágengi evru fyrir hina últra lágu verðbólgu. Ef gengi evrunnar lækkar einungis óverulega, eins og mig grunar - þá verði áhrif til aukningar verðbólgu einnig afar lítil.

Það getur verið meginspurningin um áhrif "TLTRO" pakkanna. Með því að skilyrða notkun á því lánsfé, þá hyggst "ECB" fá evr. viðskiptabanka til að auka framboð á lánsfé til fyrirtækja.

Veikleiki þeirrar aðgerðar er sá, að skilvirkni hennar er alfarið háður "eftirspurn" viðskiptabanka eftir þeim lánum - - það getur alveg verið. Að notkunarskilyrði "ECB" á það fé, dragi úr áhuga viðskiptabanka á þeim lánum. 

Og áhrif "TLTRO" fyrir bragðið verði lítil.

Ef það verður svo, þá dugar aðgerð "ECB" líklega ekki til að kveða niður verðhjöðnunaróttann.

-----------------------------------------------

Ps: Skv. fyrstu fréttum morgunsins, hefur gengi evru hækkað á mörkuðum. Það bendir til þess að markaðurinn hafi átt von á stærri aðgerðum af hálfu "ECB" - sé að endurprísa evruna miðað við nýjar upplísingar. Ef hækkun hennar helst, mun verðbólga sennilega lækka frekar í nk. mánuði.

Þetta getur bent til þess að þ.s. ég sagði um líkur þess að áhrif aðgerðanna á gengið verði litlar - sér rétt:

Euro withstands ECB’s easing onslaught

Kv.


Aðstoðarmaður forseta Úkraínu tjáir ótta úkraínskra stjórnvalda varðandi markmið Pútíns

Sá þetta í áhugaverðri fréttaskýringu Der Spiegel. Frásögnin er að sjálfsögðu, á ábyrgð þess einstaklings, sem gegnir stöðu aðstoðarmanns nýkjörins forseta Úkraínu. Í máli hans kemur m.a. fram að úkraínsk stjv. áætla fjölda vopnaðra uppreisnarmanna - um 12.000 í Donetsk héraði, og um 5000 í Luhansk héraði. Skv. frásögn hans, séu uppreisnarmenn nú "betur vopnum búnir en stjórnarherinn" og að auki "fjölmennari." Þess vegna séu þeir að vinna jafnt og stöðugt á.

The Fight for Ukraine's East Gets Bloodier

http://www.ezilon.com/maps/images/europe/political-map-of-Ukraine.gif

Yuri Lutsenko - "Putin doesn't want the Donbass region. He has other goals. First, he wants to sow anarchy in the region because it is extremely important for our economy and without it, the Ukrainians will never get back on their feet," - And secondly, he wants the separatists to gain so much independence that they will be able to veto any decision coming from Kiev. That would paralyze the state and would mean it was de facto governed from Moscow." - "We have no choice. If we abandon Donetsk, Putin will soon be in Odessa. He is in the process of establishing a cordon sanitaire around Russia. And Ukraine is now, just as Poland once was, a buffer to Europe. It is not a local war, it is a European war."

  • Ég hef einnig séð þá kenningu - að Pútín vilji mynda land-tengingu milli Rússlands og Krímskaga.

Meginspurningin er eiginlega - hvort þ.e. ekki þegar orðið nánast þýðingarlaust fyrir stjórnarherinn, að berjast í Luhansk og Donetsk?

Donetsk virðist nú vera nær algerlega á valdi uppreisnarmanna, meðan að harðir bardagar hafa undanfarið verið milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna í Luhansk.

Skv. nýlegum fréttum, féllu tvær varðstöðvar við landamærin gagnvart Rússlandi, þannig að stjv. í Kíev, geta nú enn síður - temprað flæði á milli Rússlands og héraðanna í Úkraínu "í uppreisn."

Rebels in Eastern Ukraine Capture Government Posts

Mér virðist það geta haft augljósa kosti - að hörfa frá Luhansk og Donetsk, þó það þíði - sennilega. Varanlegan missi fyrir Úkraínu á þeim tveim héröðum, þ.s. iðnaður er hvað mest þróaður.

Mér skilst að við það tapi Úkraína um 40% af gjaldeyristekjum - - ca. svipað og ef Ísland mundi einn góðan veðurdag, vakna upp við það að miðin í kringum Ísland væru steindauð.

Við það er ríkissjóður Úkraínu augljóslega "gjaldþrota" gagnvart erlendum skuldum.

  • Eins og sést á "kortinu að ofan" þá eru Luhansk og Donetsk - - einu héröðin þ.s. rússn.mælandi eru í meirihluta.
  • Það er eiginlega punkturinn við það að hörfa þaðan, því að í öðrum héröðum - ætti stjórnarherinn að njóta mun betri stuðnings íbúa. Þ.s. í þeim öllum eru úkraínskumælandi ívið flr.
  • Og því eiga töluvert betri möguleika á að halda velli í bardögum, en nú í héröðunum tveim með rússn.mælandi meirihluta - þ.e. úkraínski stjórnarherinn sennilega fær þar lítinn stuðning frá íbúum.

Lutsenko sennilega túlkar ótta úkraínskra þjóðernissinna - þegar hann dregur upp sína "dóminó kenningu."

En á hinn bóginn, ef uppreisnarmenn í Luhansk og Donetsk, mundu ætla að "sækja inn í héröðin fyrir SV-í átt til Odessa.

Þá ætti stjórnarherinn, að geta virkjað íbúameirihlutann - með sér. Til að aðstoða við það verk að verja þau héröð.

Ég er því ekki alveg eins viss að "dómínó kenningin" sé rétt. En ég sé enga ástæðu til að efast um, að Úkraínumennirnir trúa þeirri kenningu.

  1. Enn eru átökin milli stjórnarhersins, og sveita vopnaðra uppreisnarmanna í Luhansk og Donetsk.
  2. En í ímyndaðri sviðsmynd, að uppreisnin gerði tilraun til þess að "leita inn í héröð þ.s. rússn.mælandi eru fjölmennir - en þó í minnihluta."
  3. Þá tel ég að stríðið mundi umhverfast yfir í - - borgarastríð.

Það er alltaf spurning um það - - hve mikla áhættu á átökum menn vilja taka.

Þ.e. ekki endilega öruggt, að Pútín hafi áhuga á að færa átökin yfir á það stig, þ.s. borgarastríð mundi sennilega skapa mikinn flóttamannavanda. Og sá mundi örugglega töluvert bitna á Rússlandi.

  • En án Luhansk og Donetsk, er Úkraína mun - - veikara land efnahagslega.
  • Svo er rétt að muna, að innan þeirra héraða, er iðnstarfsemi enn þann dag í dag mikið til gíruð á að framleiða fyrir Rússland, t.d. enn eru verksmiðjur þar sem framleiða varning sem er mikilvægur fyrir Rússland. T.d. Antonov risaflutningavélar.

Það er því ástæða að ætla að Rússland vilji fá að nýju - "Donbass" svæðið.

Svo fremi að Pútín geti hindrað að Úkraína gangi í NATO - eða þ.s. eftir er af henni. Þá væri Úkraína veiklað land efnahagslega, gjaldþrota land - - engin ógn fyrir Rússland.

Veik Úkraína getur hentað Rússlandi ágætlega. Hún sannarlega verður efnahagslega mjög veik án sinna mest þróuðu héraða, og kolasvæðanna í "Donbass lægðinni" en kolin eru grundvöllur iðnaðarins þar.

 

Niðurstaða

Rétt er að muna að Pútín lagði ekki Georgíu undir Rússland, fyrir nokkrum árum. Heldur veikti hann Georgíu, þ.e. lamaði her landsins, og svipti það mikilvægu landsvæði. Í dag stendur Georgía mun veikari á eftir, enn þann dag í dag. Ekki líklegt til að vera ógn við Rússland.

Pútín er þegar búinn að taka Krímskaga af Úkraínu, við það færðust mjög miklar framtíðar auðlyndir yfir til Rússlands, sjá:  Yfirtaka Rússlands á Krímskaga, getur hafa snúist um olíu

Ef Luhansk og Donetsk renna inn í Rússland, fær Rússland aftur "kolalögin í Donbass" og að auki "hið mikilvæga iðnaðarsvæði í Donbass" en ekki síst, mun eignast öll hafsbotnsréttindi við Azovshaf.

Kannski er það raunverulega mótívið - - að leggja undir Rússland "auðlyndir." Eins og ég benti á í umfjölluninni minni hlekkjað á að ofan.

Rússland þurfi ekki "land-tengingu" við Krímskaga með því að ná til sín héröðum í S-Úkraínu. Það sé vel mögulegt þess í stað, að reisa langa brú yfir mjótt sund á milli Rússlands og Krímskaga þ.s. bilið er minnst - sjá kort að ofan. Hugmynd sem hefur verið nefnd sem möguleiki.

Með því að láta þau svæði vera, forðist Pútín "það borgarastríð er þá mundi skella á innan Úkraínu með tilheyrandi flóttamannavanda" og sennilega að auki "þau versnandi samskipti við Vesturlönd sem þá yrðu" -- það sé því sennilega ekki þess virði fyrir Pútín. Að gera alvarlega tilraun til að ná S-héröðunum.

Það sé sæmilega trúverðugt, að Pútín vilji Luhansk og Donetsk, og ætli síðan að láta það duga. Eftir standi til muna veikluð Úkraína, með mjög skerta framtíðar möguleika í efnahagsmálum. Líklega með varanlegum hætti mun fátækari en áður - - byrði hvað það varðar á Vesturlöndum.

  • Í leiðinni hámarki Pútín sennilega tilkostnaðinn við það fyrir Vesturlönd, að ætla að til framtíðar halda Úkraínu í einhvers konar lágmarks starfhæfu ástandi.

 

Kv.


Bloggfærslur 5. júní 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 285
  • Frá upphafi: 847507

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 282
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband