Drama og nokkurt blóðbað í Ísrael

Vegna þess að Úkraínudeilan og síðan stríðið í Írak - hefur fangað athygli heimspressunnar. Hefur mál sem líklega annars hefði verið forsíðufrétt, fengið mun minni athygli en það hefur átt skilið. En þ.e. leit Ísraela af 3-tíndum unglingum. Það virðist að "lík" þeirra séu fundin.

Israel finds bodies of three missing teenagers in West Bank

Three Bodies Found Believed to Be Missing Israelis

Hamas accused after bodies of missing Israeli teens found

An Israeli woman holds a sign with images of three missing Israeli teenagers, at a rally in Rabin Square in the coastal city of Tel Aviv June 29, 2014. REUTERS/Baz Ratner

Ég held að svona morð séu ekki baráttu Palestínumanna til framdráttar

Áhugaverð eru mismundandi viðbrögð Fatah hreyfingarinnar og Hamas, en starfsmenn Heimastjórnarinnar tóku þátt í leitaraðgerðum. Meðan að Hamas hreyfingin gagnrýndi þá "þjónkun" við "hersetuliðið" - og fagnaði aðgerð þeirra er höfðu framið verknaðinn.

Skv. fréttum, hafa heimili þeirra, sem Ísraelar telja bera ábyrgð á verknaðinum, verið "jöfnuð við jörðu." En þetta virðist orðin að dæmigerðri refsiaðgerð Ísraela - að refsa þannig fjölskyldum og ættmennum þeirra, sem gera á hlut Ísraela.

Leitaraðgerð hefur þá fengið annan fókus, nú er leitað að þeim einstaklingum - dyrum og dyngjum um Vesturbakkann. Þúsundir hermanna taki þátt í þeirri aðgerð, eins og að þúsundir leituðu að unglingunum.

Það virðist stefna í harða refsiaðgerð af hálfu Ísraela á Hamas - - spurning hvað þeir ganga langt.

En Ísraelar hefna alltaf í töluverðu margfeldi, jafnvel - háu margfeldi.

Þegar hafa 6 Palestínumenn látið lífið í aðgerð hers Ísraela, það má fastlega reikna með því - að nokkrir bætist við þann hóp, og mjög - mjög líklega, þeir sem Ísraelar telja hafa framið verknaðinn.

Að sjálfsögðu skil ég hatur það er býr undir yfirborðinu meðal Palestínumanna - - þ.e. örugglega það hatur, sem fær fólk til slíks verknaðar.

Þó sá verknaður sé augljóslega án nokkurs nytsams tilgangs fyrir Palestínumenn sjálfa.

Því miður verður að segja að Ísraelar hafa allt málið í hendi sér, og virðist fjarska ólíklegt að þeir "heimili" sjálfstætt ríki Palestínumanna - - segjum að líkurnar virðist lítt betri á slíku ríki en því að Kína heimili "Frjáls Tíbet."

  • Það áhugaverða í þessu, er að ringulreiðin og spennan í Mið-Austurlöndum, þá vísa ég til styrjaldanna í Sýrlandi og Írak, tilkoma hins nýja "kalífístan" - eftir að ISIS hreyfingin lýsti sitt ríki stofnað; er líkleg til að hjálpa Ísraelum.
  • Þ.s. að heimurinn er annars vegar síður tilbúinn til að beita Ísrael þrýstingi, Ísrael verður allt í einu að eyju af tiltölulegum stöðugleika, í ástandi er virðist nálgast sífellt "allsherjar Shita-Súnní Íslam" stríð.
  • Svo er það hitt, að athygli umheimsins er mun síður á málefnum Palestínu, meðan að mun hættulegra "fyrir heiminn" ástand er í gerjun í Mið-Austurlöndum.

Sjálfsagt halda einhverjir samsæriskenningasmiðir því fram að - - þetta sé sönnun þess að Ísrael hafi með einhverjum dularfullum hætti komið þessu ástandi í kring.

En ég er handviss um eitt, að þó máttug - sé Mossad ekki þetta máttug. Þarna græði einfaldlega Ísraelar á því að ástandið sé að fara í hund og kött alls staðar í kringum Ísrael.

Þannig að deilan í landinu helga - - hverfi úr fókus umheimsins. Stundum lenda menn í því, að atburðir þróast með hagstæðum hætti, alfarið án þess að þú hafir átt nokkurn hinn minnsta þátt í þróun þeirrar atburðarásar.

Ég á ekki von á því að herferð Ísraela inn á svæði Palestínumanna, leiði til nokkurra breytinga. En sennilega nota Ísraelar tækifærið til að - vega einhvern slatta af Hamas liðum.

Þannig verði það, að mannfall Hamas verði sjálfsagt e-h í kringum 20:1.

 

Niðurstaða

Hin stóra átakabylgja í Mið-Austurlöndum er líklega slæm fyrir Palestínumenn. Því að hún mun sennilega leiða til þess. Að heimurinn mun miklu síður veita meðferð Ísraela á þeim athygli. Þannig að á meðan Mið-Austurlönd eru skekin af meiriháttar átökum, sem flest bendir til að séu að hefjast fyrir alvöru. Þá muni tiltölulega fáir veita því athygli - hvað gengur á innan landamæra Ísraels.

Fyrir bragðið muni Ísraelar komast upp með meir - en líklega annars. Geta gengið harðar fram en sennilega þeir annars mundu. Þetta tímabil átaka í Mið-Austurlöndum, verði því líklega afar slæmur tími fyrir Palestínumenn - sem líklega verði undirokaðir sem aldrei fyrr. Var það þó ærið fyrir.

Því miður sé ég ekki nokkra von til þess, að heimurinn geri nokkuð í málinu, meðan allt leikur á reiði skjálfi í Mið-Austurlöndum milli fylkinga Múslima, og olíusvæðin sjálf eru hugsanlega í umtalsverðri hættu.

 

Kv.


Þá hefur Kalífistan verið stofnað af ISIS

Fyrir þá sem vita ekki hvað titillinn "Kalífi" merkir þá er það sambærilegt við titilinn "Páfi." Með öðrum orðum þá ætlast sá sem tekur sé Kalífa titil til þess, að allir Múslimar hvar sem er í heiminum samþykki viðkomandi sem sinn trúarleiðtoga. Það hafa ekki verið sérstaklega mörg Kalífadæmi í sögu Íslam.

  1. Fyrsta múslimaríkið á 7. öld að sjálfsögðu, þangað til að ættmönnum Múhameðs var steypt af stóli, þá varð sennilega fyrsta borgarastríðið meðal Múslima, og þeir klofnuðu í fylkingar Shíta og Súnníta.
  2. Umayyad kalífarnir á 8. öld tóku síðan við keflinu, fyrir meirihluta Súnníta, og stækkuðu yfirráðasvæði Íslam mikið, í þeirra tíð náði Íslam t.d. til Spánar.
  3. Það var Kalífadæmi í borginni Kordóba á Spáni á 10.-11. öld. Merkilegt hve múslimaríkið þar reis hátt á sínum hátindi, að taka sér titil - trúarleiðtoga allra Múslima.
  4. Það var annað Kalífadæmi í Bagdad frá 9. öld, var því samtíða kalífadæminu í Kordóba á 10. og 11. öld.
  5. Þriðja Kalífadæmið spratt upp einnig samhliða í N-Afríku núverandi Alsír og Marokkó, á 10. öld og 11. Þetta hefur bersýnilega verið umbrotatími í Íslam.
  6. Í Mamluk ríkinu í Egyptalandi, spratt upp Kalífadæmi á 14. öld. Var þá um hríða eina kalífadæmið eftir að Mongólar lögðu Bagdad í rúst drápu flesta borgarbúa á 13. öld. á 16. öld tók Tyrkjaveldi yfir eftir að hafa gersigrað Mamluk herinn.
  7. Tyrkjaveldi lagðist síðan af eftir endanlegan ósigur 1918, en þeir tóku sér Kalífa titil frá 15. öld síðan er Tyrkjaveldi eða Ósmanaveldið lagðist af, hefur enginn borið titilinn Kalif í Íslam. 

After Iraq gains, Qaeda offshoot claims Islamic "caliphate"

Isis declares establishment of a sovereign state

ISIS Declares New Islamist Caliphate

 

Að taka sér titilinn "Kalífi" er afskaplega stór yfirlýsing af hálfu, Abu Bakr al-Baghdadi

Skv. yfirlísingu samtakanna, heita samtökin nú "Islamic State" eða "íslamískt ríki" með öðrum orðum "IS" eða "IR." Abu Bakr al-Baghdadi segist því vera trúarleiðtogi allra baráttusamtaka Íslamista í heiminum, og skorar á alla foringja þeirra - að bugta sig fyrir honum.

Skv. talsmanni samtakanna - "It is incumbent upon all Muslims to pledge allegiance to (him) and support him...The legality of all emirates, groups, states, and organizations, becomes null by the expansion of the khalifah’s authority and arrival of its troops to their areas,"

Með öðrum orðum, við erum komnir til að taka yfir, hver sá sem berst við okkur - - er genginn af trúnni. Því réttdræpur heiðingi - mætti útleggja þetta.

Skv. þessu takmarkast "claim" samtakanna ekki lengur við "botn Miðjarðarhafs" heldur - - öll svæði byggð Múslimum.

Skv. samtökunum, eru "Shítar" réttdræpir skurðgoðadýrkendur. 

  • Gagnvart hópum Íslamista heiminn vítt, er þeim þar með gefnir þeir kostir að vera "með" eða "móti." Vinur eða óvinur.
  1. Það sem er samt sem áður áhugaverðast - - að ef þ.e. satt að Saudar og Flóa Arabar hafa fjármagnað þessi samtök að a.m.k. einhverjum verulegum hluta.
  2. Þá er "al Baghdadi" líklega nú, kominn út fyrir handritið.

Þeir séu því ef til vill, að upplifa það sama og Bandaríkin upplifðu, eftir að þau studdu hættulega Íslamista í Afganistan, - - al Qaeda samtökin urðu til undir handarjaðri þeirra; síðan snerust þau samtök eins og þekkt er, gegn Bandar. með eftirminnilegum hætti - sem fólk sá þann fræga dag 9/11, eins og sá dagur er alltaf kallaður í Bandar.

Það að Bandar. líklega fjármögnuðu þau samtök framanaf, meðan þau þóttu nytsöm baráttusamtök gegn herjum Sovétríkjanna í Afganistan - - hafa margir ranglega talið sönnun þess að Bandar. beiti "al Qaeda" fyrir eigin vagn enn þann dag í dag, en samsæriskenningasmiðir gjarnan neita að trúa því, að "dýrið" hafi hlaupið frá tjóðri sínu - og bitið höndina sem upphaflega fæddi það og klæddi.

En svoleiðis lagað hefur áður gerst í mannkynsögunni, og nú geta Saudar og Flóa Arabar verið að upplifa það sama, að "dýrið sem þeir öldu" sé nú búið að "sleppa beislinu" og "ætli héðan í frá að beita sér burtséð frá þeirra vilja."

  • Helsta vonin gegn ISIS er einmitt - - hve öfgafull stefna þeirra er.
  • Að mögulegt sé að fá íbúa þeirra svæða er þeir hafa tekið yfir, til að snúast gegn þeim.
  • Og sameinast tilraun til að leggja þá hreyfingu að velli.

Það er í þessu samhengi, sem hugmynd ríkisstjórnar Obama skal hugsuð, að skapa ríkisstjórn í Írak - með mun víðari skírskotun.

Það þarf ekki að vera að slík tilraun sé fyrirfram dæmd vonlaus, því að það getur mjög vel verið, að afskaplega einstrengingsleg túlkun "IS" á "Sharia" leiði til þess - - að íbúarnir finnist þeir komnir úr öskunni í eldinn.

En til þess að það sé e-h möguleiki á að slíkt virki, þurfi að mæta margvíslegum kröfum íbúanna og umkvörtunum - - sannfæra íbúana um að betri valkostur sé í boði.

  • Það sé sennilegt að fókusinn í Írak næstu dagana verði einmitt á þann möguleika, að mynda stjórn er geti höfðað til íbúanna allra, á breytingar sem sníði af galla sem af mörgum er talið að ISIS samtökin nú "IS" hafi getað fært sér í nyt.
  • Og ekki síst, að Súnnítar fái verulega sjálfstjórn í Írak, eigið lögreglulið.

Ef það tekst ekki að mynda slíka stjórn - - gæti þetta ríki náð að festa rætur.

 

Niðurstaða

Spurning hvort þetta Kalífistan festir rætur? En ef Abu Bakr al-Baghdadi með stefnu sinni, fælir of mikið frá. Þá er alveg hugsanlegt að þetta ríki verði mjög skammlíft. En liðsmenn hans munu þurfa að stjórna stórum landsvæðum. Láta grunnkerfi virka. Halda uppi lögum og reglu. Flestir íbúanna eru ekki endilega hallir undir þeirra öfgaskoðanir. Það getur reynt á það - - hvort þeir laða fleiri að en þeir fæla frá. Eða hvort því er öfugt farið.

Ef stefna hans skv. yfirlýsingu að hann sé "kalíf" fælir frá mikilvæga stuðningsaðila, þá reynir einnig á það - - hve vel þeim gengur að nota þær auðlyndir sem þeir hafa nýverið náð á sitt vald. Til að fjármagna áfram sína baráttu, afla vopna, laða að sér nægilega marga liðsmenn til að verja sín svæði.

Hann virðist fókusa á það kalífadæmi sem rekið var frá Bagdad á 8. öld fram á 13. öld. Og réð yfir stórum hluta Mið-Austurlanda. Mér virðist líklegt að Peshmerga Kúrda séu nægilega sterkir til að verjast honum og liðsmönnum hans. Sennilega er Jórdanía það einnig, með góðan her og öflugt skipulag.

En ef hann fókusar á Írak og Sýrland, dreifir ekki kröftunum of vítt, gæti verið erfitt að losna við hann. En ef hann ræðst á of marga í einu, þá getur farið fyrir honum, eins og öðrum er risu hátt og síðan ofrisu, að síðan verði fallið hratt.

--------------------------- 

Ps: Eitt áhugavert atriði - - eru kaup ríkisstjórnar Malikis á rússneskum SU-25 Frogfoot árásarvélum. Skv. frétt eru rússn. sérfræðingar þegar komnir til Baghdad að aðstoða við að gera vélarnar bardagahæfar:  Iraq Says Russian Experts Have Arrived to Help Prepare Jets for Fighting

Áhugaverður vinkill, að Rússar sendi með "hasti" árásarvélar til Íraks.

 

Kv.


Bloggfærslur 30. júní 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 847497

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 272
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband