Heimurinn virðist stefna í nýtt Kalt-stríð

Ég er ekki að tala um milli Rússlands og Vesturlanda, heldur milli Vesturlanda og Kína. Rússland í dag sé alltof hlutfallslega veikt - til að vera í framtíðinni í hlutverki meginandstæðings Vesturlanda. Það geti einungis beitt sér í bandalagi við annað eða önnur lönd, ef þ.e. rétt að Rússland er að halla sér að Kína. Þá er það hugsanleg vísbending þess, að Rússland ætli að standa við hlið Kína - í framtíðar Köldu-stríði Vesturvelda og Kína.

Ég tel þó að sá valkostur muni hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Rússland, Kína sé í reynd enginn vinur Rússlands, og Rússland hafi í fortíðinni gert á hlut Kínverja, þó það séu meir en 100 ár síðan þá sé líklegt að þær gömlu syndir séu alls ekki gleymdar:

Að halla sér að Kína getur verið leikur að eldinum fyrir Rússland

  • En það sé í valdi Rússa að velja þá vegferð sér til tjóns. 

Kína sé þegar langt komið með að hirða af Rússlandi auðlyndir Mið-Asíu:

Ég tel þrátt fyrir allt að vesturlönd og Rússland, ættu eigin hagsmuna vegna að vera bandamenn

Sem hlýtur að vera nokkurt efnahagstjón fyrir Rússland - - þ.e. því áhugavert svo meir sé ekki sagt, ef Rússland ætlar að halla sér Austur. Í átt til 10-falt fjölmennari þjóðar, meðan að gríðarleg svæði í Rússlandi, sérstaklega þau nærri Kína, eru mjög strjálbýl.

  • Það sem mestu máli skiptir auðvitað, en miðað við vaxandi veldi Kína eru tilburðir Rússa stormur í tebolla, eru tilburðir Kínverja til eflingar síns veldis - - og þeir eru töluverðir.

Það muna væntanlega einhverjir enn eftir spennunni sem upp kom seint á sl. ári og við upphaf þessa, er Kína setti upp svokallað "flugöryggissvæði" sem innihélt eyjar sem Japan telur sig eiga, og hefur engan áhuga á að afhenda til Kína - - deilan um þær eyjar hefur verið í stöðugri stigmögnun undanfarin ár milli Kína og Japans, bæði lönd komin í hraða uppbyggingu flota á hafsvæðinu við strendur Kína og Japans. Ég hef aftur á móti sett upp kenningu um það hvað "kannski stendur til af hálfu Kína."

  • En ef Kína ætlar að verða raunverulegt heimsveldi, þarf Kína einnig að verða flotaveldi. 
  • En eins og nú háttar, þá ráða Bandar. yfir heimshöfunum í krafti yfirburða á hafinu.
  • En þeir yfirburðir takmarka mjög getu Kína, til að mæta Bandaríkjunum í einhverri alvarlegri deilu. Þ.s. Bandar. geta "tæknilega" skellt á hafnbanni án þess að Kína geti nokkuð um það gert.
  • Eina leiðin er að Kína sjálft verði það öflugt flotaveldi, að þetta komi ekki til greina, og þá þarf Kína að opna leið inn á Kyrrahaf fyrir kínv. flotann - - um það er ég viss, snýst deila Kína um tilteknar eyjar við Japan, að opna nægilega víða siglingaleið út á Kyrrahaf fyrir kínv. flotann.
  • Á hinn bóginn, er önnur eyja sem væri skilvirkari eign frá því sjónarmiði, þess vegna hef ég sett það fram sem tilgátu að Kína sé í reynd að undirbúa hernám Tævan: Hvað ef hið raunverulega skotmark Kína er Tævan?    

Síðan eru það deilur Kína og þjóða í SA-Asíu um svokallað S-Kínahaf. En undanfarið hefur verið vaxandi spenna í samskiptum Kína og - - Víetnam annarsvegar og hinsvegar Filippseyja.

Hafa verið fjölmennar mótmælaaðgerðir á götum borga í þeim löndum, gegn því sem í fjölmiðlum í þeim löndum, er nefndur yfirgangur Kínverja.

Þessi deila hefur verið töluvert hávær á þessu ári, þó hún hafi ekki farið mjög hátt í evr. fjölmiðlum.

  • Það virðist blasa við, að þarna eru Kínverjar að dreyma um auðlyndir, en t.d. er ein deilan um olíuborpall sem Kína hefur sett upp, í andstöðu við þessar tvær þjóðir.
  • Síðan virðist Kina vera að "smíða stærri eyju" með því að sameina nokkur sker í svokölluðum "Spratley" eyjum - - það þykir ekki góð latína í þessum löndum heldur.
  1. Þetta auðvitað skapar möguleika fyrir Bandar. vaxandi deilur Kína við nágrannalönd Sunnan við Kína. 
  2. Það væri óneitanlega sérstakt, ef Víetnam endar sem - - bandamaður Bandaríkjanna. En það virðist ekki endilega óhugsandi. Eins og staðan er í dag, og upplifun Víetnama af vaxandi ógn frá Kína.
  • Á sama tíma hafa samskipti þeirra og Bandar. stórbatnað.

Ég tók um daginn eftir áhugaverðri tilvitnun í rússneska fjölmiðilinn Russia Today:

China plans investment bank to break World Bank dominance

BRICS agree to capitalize development bank at $100bn

Fann einnig grein á vef Financial Times:

China expands plans for World Bank rival

Í grein FT er umfjöllunin með töluvert öðrum dúr, en þar kemur m.a. fram að Japan og Bandar. eigi sambærilegan fjárfestingarbanka sem beini sjónum að Asíu, sem hafi höfuðstöðvar í Manila á Filippseyjum, er hafi 165 milljarða USD "capital." 

Það er mjög greinilegt að þetta er hluti af áformum Kína - að efla sýn áhrif. Ef þ.e. eins og fram kemur á RT að Kína ætlar að eiga 41% fjármagns, þá auðvitað er slík stofnun undir fullri stjórn Kína.

Tja, eins og að ADB eða Asian Development Bank hefur 67 þjóðir að meðlimum, er undir sameiginlegri stjórn Bandar. og Japans. 

Ef marka má umfjöllunina á FT, þá hefur Kína undirritað - "memorandum of understanding" við 10 þjóðir.

Rétt að fólk hafi í huga, að "memorandum" er ekki skuldbindandi. Heldur rammasamningur, sem síðan stendur kannski til að semja um nánar, og getur orðið að bindandi samningi síðar.

Umfjöllun RT er þar nokkuð villandi, því þar kemur ekki fram, að einungis er um rammasamning að ræða. Sem ekki bindur aðila. Að auki sé bersýnilega þessari stofnun ætlað að keppa við "ADB" en ekki "Worldbank."

  • Þetta sýnir samt sem áður, að Kína er með þessu, að færa samkeppni sína við bandamenn Bandar. á nýtt stig.
  • En slík lánastofnun að sjálfsögðu, skapar áhrif í þeim löndum, lánsfé stendur til boða.

Á sama tíma, er Indland sem virðist eitt af þeim löndum er rituðu undir þann "rammasamning" eða "memorandum of understanding" að efla eins og Japan, sinn eigin flota og flugher - - sem viðbragð við uppbyggingu Kína á flotastöðvum í nágrannalöndum Indlands þ.e. Pakistan og Mianmar.

Það sýnir ef til vill, hve flókin samskipti þjóða eru orðin.

 

Hverjir eru líklegir bandamenn Kína?

Kannski Rússland - líklega Mið-Asíulýðveldin sem þegar eru farin að selja olíu og gas til Kína. Fyrir Sunnan Kína virðist Mianmar mjög öruggur bandamaður miðað við ítök Kina í því landi, Tæland gæti lent Kína megin grunar mig, alveg pottþétt Laos.

Síðan er möguleiki á einhverjum bandamönnum í Afríku, kannski í S-Ameríku þá þau lönd er áður hölluðu sér að Sovétríkjunum.

  • En ég er ekki að sjá neitt gríðarlega mörg lönd vera líkleg í beint hagsmunabandalag. 

En þ.e. algerlega öruggt að Indland verður ekki bandamaður - - það sennilega endurtaki stöðu sína í Kalda-stríðinu að vera í forsvari svokallaðra "Non-Aligned" landa. Brasilía virðist mjög líklegt "Non-Aligned" sama um S-Afríku, sennilega flest lönd Afríku og S-Ameríku.

Fyrir utan að Chile og sennilega Kólumbía halli sér að Bandar. Að sjálfsögðu hafa Bandar. sína hefðbundnu bandamenn, sem þau þegar hafa.

----------------------------------------

Miðað við þessa stöðu - - er Kína alls ekki í aðstöðu til þess "nærri strax" að leggja beint til atlögu við Bandaríkin og bandalagsríki þeirra.

  • Þannig að við erum ekki sennilega að tala um, að Kalda-stríð 2 sé að hefjast á þessum áratug.
  • Sennilega vart ekki fyrr en undir lok þess næsta.

Það muni taka Kína lengri tíma að byggja upp flota sinn á S-Kínahafi.

Að mörgu leiti finnst mér núverandi árum, svipa til áranna fyrir - - Fyrra Stríð.

En þá er ég að tala um það tímabil, þegar kapphlaup Þýskalands Villa keisara og Bretlands hófst upp úr 1896.

Frá 1896 til 1914 liðu 18 ár.

Kalda-stríð 2 hefst örugglega ekki mikið fyrr en að 18 árum liðnum. En þess á milli, er sennilegt að eins og var á tímabilinu fyrir "Fyrra Stríð" verði stöðug en þó ekki mjög hröð, uppbygging spennu.

Við séum í dag ca. að sjá "ráspólinn" þegar - - spennan er farin að verða sýnileg almenningi.

En töluvert vatn eigi enn eftir að renna, áður en átökin verða "alvarleg."

  1. Nema að einhver 3-atburðarás, trufli.
  2. Það er hugsanlegt að hröð upphleðsla spennu í Mið-Austurlöndum, geti truflað.

En hafa ber í huga - - að Kína er ákaflega háð olíu frá Persaflóa.

  • Það er ekki loku fyrir skotið, að Kína komi óvænt inn - - en mér skilst að Kína sé stærsti einstaki fjárfestirinn í Írak. Í fréttum hefur komið fram að um 10þ. Kínverjar starfi í Írak, við olíu- og gasvinnslu.
  • Það gæti reynst óvæntur vinkill, í rás atburða í Mið-Austurlöndum, hagsmunir Kína.

Hvað gæti Kína gert sem væri mest "disruptive" fyrir hagsmuni Vesturvelda?

  1. Sennilega væri það tilboð til Írans, um bandalag.
  2. En Íran er bandamaður ríkisstj. Malikis í Írak.
  3. Tilboð um aðstoð, fjárfestingar, kaup á olíu með gjaldmiðli Kína - - gæti virkilega flækt stöðuna í Mið-Austurlöndum fyrir Vesturlönd svo um munaði.

Ég er búinn að velta því fyrir mér um nokkurt skeið - - einmitt þessum möguleika.

Það getur verið að Kína sé alveg sama þó Íran verði kjarnorkuveldi. Og Kína gæti vel verið sama um það, þó Íran sé óvinur Saudi Arabíu og Arabafurstadæma við Persaflóa.

Það sem skipti máli væri að tryggja sér olíuna í Íran og í Írak. Sem bæði tvö eru gríðarlega olíurík.

Hafandi í huga að Vesturveldi eru í samningum við Íran - er þó ekki víst að Íranar mundi samþykkja slíkan samning endilega undir eins. Þ.s. Íranar eru séðir, mundu þeir sennilega sjá sér leik á borði, að benda Vesturveldum á slíkt tilboð og láta á það reyna - - hvort Vesturveldi eða Kína bjóða betur.

 

Niðurstaða

Ég held að heimurinn sé á leið inn í nýtt tímabil vaxandi spennu og átaka. Það sé margt að gerjast í heiminum, vegna þeirrar stóru breytingar sem fylgir vaxandi veldi Kína sérstaklega. En einnig má ekki gleyma því að fj. annarra ríkja mun skipta meira máli en áður, sérstaklega í Afríku. En sú álfa var eiginlega í hlutverki leiksopps í Kaldastríðinu. En í framtíðinni, er vel hugsanlegt að nokkur Afríkuríki muni skipta máli sem sjálfstæðir gerendur. Þó þau verði ekki endilega stórveldi.

Sama í S-Ameríku þ.s. Brasilía er vaxandi efnahagsveldi. Sama um Chila og Kólumbíu. 

-----------------------------

Þetta getur þítt að "staðan" í Kaldastríði 2 verði flóknari. T.d. að svokölluð "Non Aligned" lönd muni skipta meira máli en áður. Að blokkirnar tvær sem kljást verði ekki eins einráðar og þær tvær blokkir er áttust við í Kaldastríðinu voru.

Kaldastríð 2 verði ekki endilega nákvæmt afrit af Kaldastríðinu.

  • Þessa stundina er þó sennilega mikilvægast að fylgjast með rás atburða í Mið-Austurlöndum.
  • En margir ræða þetta þannig að einungis skipti máli hagsmunir Rússa og Bandar., en þá gleyma menn því, að áhrif Kína á einmitt því svæði eru í hröðum vexti.
  • Að Kína er orðið mjög stór viðskiptaaðili landanna við Persaflóa. Langsamlega stærsti einstaki viðskiptaaðili Íraks sem og fjárfestir, kínv. verktakafyrirtæki og olíufélög, séu nú langsamlega umsvifamest aðila frá einstökum ríkjum þar í landi.

Inngrip Kína í mál þar gætu því hugsanlega orðið hin óvænta frétt ársins.

 

Kv.


Bloggfærslur 29. júní 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 277
  • Frá upphafi: 847499

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 274
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband