Stuðningsmenn sjálfsákvörðunarréttar þjóða ættu að fagna ákvörðun Úkraínu, Georgíu og Moldavíu

Í seinni tíð hefur verið sérkennileg togstreita í gangi um þjóðir sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum milli Evrópusambandsins og Rússlands. Pútín hefur á sama tíma verið að leitast við að byggja upp - sitt eigið tollabandalag undir stjórn Rússlands. En hefur orðið lítt ágengt þ.e. einungis fengið 2-meðlimaríki. Af öllum þeim fyrrum Sovétlýðveldum er fengu sjálfstæði við hrun "USSR" hefur hann einungis fengið 2 til að undirrita sáttmála við Moskvu.

  • Til þess að fá Lukashenko í Hvíta Rússlandi til að undirrita, þurfti Kreml að beita hann miklum þrýstingi.
  • Armenía var einnig beitt þrístingi og hótunum.

Þetta er nefnilega áhugavert ástand - - að hingað til hefur ekki eitt einasta fyrrum Sovétlýðveldi, eða fyrrum aðildarland A-blokkarinnar; af fyrra bragði óskað eftir slíkum nánum viðskiptatengslum við Rússland.

Einungis 2-hafa fengist til þess, vegna þess að þau höfðu ekki aðra valkosti, voru beitt þrýstingi og hótunum, með öðrum orðum, þetta var ekki frjálst val hjá þeim.

Á sama tíma, hafa nú öll fyrrum aðildarríki A-blokkarinnar, er ekki voru Sovétlýðveldi - - gengið í ESB. Öll sömu ríki hafa einnig gengið í NATO.

Ath. - í öllum tilvikum, fóru þau lönd fram á aðild að NATO - og sífellt nánari viðskiptatengsl við ESB og síðan fulla aðild.

Ukraine Signs Trade Agreement With European Union

 

Þetta er ekki áróður - - heldur ískaldar staðreyndir

Það er áhugavert að veita athygli áróðri rússneskra fjölmiðla - og Rússlandsvina, sem bera blak af Rússum og styðja þeirra sjónarmið. En þetta umtal, að NATO hafi verið að marsera upp að landamærum Rússlands, er afskaplega villandi - - en í öllum tilvikum:

  1. Óskuðu nýju NATO löndin eftir aðild.
  2. Ekkert þeirra fékk aðild, fyrr en þau höfðu tekið upp fullt lýðræðisfyrirkomulag.
  3. Að auki, hefur ekki verið sett upp nein herstöð í nýju aðildarlandi, sem sú þjóð óskaði ekki eftir.

Ég að sjálfsögðu blæs á þá mótbáru að NATO hafi lofað Rússum, að NATO yrði ekki stækkað í A-átt. En það sýni eiginlega einmitt í hnotskurn hroka Rússa og virðingarleysi þeirra gagnvart vilja annarra þjóða, þ.e. þeir vildu með öðrum orðum "takmarka sjálfákvörðunarrétt" fyrrum A-tjalda þjóða.

Rússar þurfa eiginlega frekar að beina þeirri spurningu að sjálfum sér - - af hverju vildu allar þessar þjóðir ganga í NATO, og það við fyrsta tækifæri sem þær þjóðir fengu?

Af hverju síðan, eru nýju NATO löndin, einna bestu stuðningsmenn Bandar. innan NATO? Og einna helstu gagnrýnendur Rússa meðal NATO meðlima?

--------------------------------

  • Skv. prinsippinu um sjálfsákvörðunarrétt þjóða er það algerlega klárt.
  • Að Rússum einfaldlega kemur ekki við, hvort þjóð A eða B, vill ganga í NATO eða ekki.

Sama prinsipp að sjálfsögðu gildir um hugsanlega viðskiptasamninga við ESB.

Um það hvort þær sömu þjóðir dreymir um hugsanlega ESB aðild síðar meir.

 

Rússar þurfa einnig að spyrja sig fleiri spurninga

T.d. - af hverju fá þeir enga þjóð sem áður var hluti af "USSR" til að undirrita samninga við Moskvu um tollabandalag - - af fúsum og frjálsum vilja? 

Þegar Rússar sneru upp á handlegginn á Viktor Yanukovych, er hann var við það að ljúka samningum við ESB um fríverslun, sami samningurinn og Poroshenko var að undirrita.

Þá gengu þeir afskaplega langt, það voru mjög harðar viðskiptaþvinganir, settir á tímabundnir refsitollar - beitt heilbrigðiseftirliti Rússlands sem stöðvaði innflutning á einstökum vörum vegna heilbrigðisástæðna, beitt að auki hótunum vegna gaskaupa og gasverðs, ekki síst hótað að gjaldfella skuldir Úkraínu við Rússland.

Þetta er þ.s. margir á Vesturlöndum tóku ekki fullt tillit til, er Viktor Yanukovych var gagnrýndur, að hann tók ekki þá ákvörðun - - sem fullkomlega frjáls maður. Heldur undir afarkostum Pútíns, að hætta við þá samninga á 11-stundu.

Eins og þekkt er, reis þá upp fjölmenn mótmælahreyfing - - og fyrir rest var stjórn hans steypt, hann flúði í útlegð. Og nú hefur sami samningurinn verið undirritaður - - Pútín sennilega finnst hann upplifa "Groundhog Day."

  1. Það ætti hverjum og einum að vera ljóst, sem er ekki illa haldinn skorti á sjálfsgagnrýni.
  2. Að ef enginn vill vinna með þér, nema að þú þvingir viðkomandi.
  3. Þá er líklega e-h að þinni framkomu.

Staðinn fyrir að skilja, að það eru þeir sjálfir, sem eru að hrekja þessar þjóðir frá sér - - þá er dreift einhverri samsærisdellu í fjölmiðlum, þ.s. allt er skýrt með að sjálfsögðu "Vestrænu samsæri."

Þessar þjóðir eru sem sagt, ekki að taka "frjálsa ákvörðun" heldur hafi vestrænir fjölmiðlar matað lýðinn á lygum um Rússland og þá framtíð sem þær þjóðir eiga framundan, í samstarfi við Vestrænar þjóðir.

Þeim sé síðan stjórnað, af keyptum aftaníossum Vesturvelda.

 

Vandamál Rússa er einmitt framkoma þeirra gagnvart öðrum þjóðum

Rússar eiga orð um fyrrum Sovétlýðveldi, sem hefur verið þítt á ensku sem "near abroad." Sem þíða má á íslensku sem "bakgarð Rússlands."

Þá skilst samhengið, því að Rússar hafa litið á þetta svæði, akkúrat sömu augum og Bandaríkin áður litu Mið-Ameríku.

Að sjálfsögðu leiddi það til þess að Bandar. voru ekki sérlega vinsæl í Mið-Ameríku meðal íbúanna þar, og sama að sjálfsögðu gildir um fyrrum Sovétríkin.

Að reynsla þeirra sem þar bjuggu af því að lifa með Rússlandi, hroka Rússa gagnvart þeim þjóðum, sem sé sá sami og Kanar áður buðu Mið-Ameríkuríkjum. Er einmitt þ.s. hefur leitt fram þá niðurstöðu er ég bendi á að ofan.

Sem er þá, að flestar þessara þjóða, leita logandi ljósi að einhverjum öðrum en Rússum, til að eiga viðskipti við. Og til að tryggja öryggi sitt.

  • Framkoma Pútíns gagnvart Úkraínu - - þíðir að sjálfsögðu að Úkraínumenn verða hér eftir, fremur óvinveittir Rússum. Þ.e. eigin uppskera Pútíns.
  • Moldavíumenn hafa að sjálfsögðu veitt þessu athygli, þeir sjálfir urðu fyrir nokkrum árum fyrir sumu leiti sambærilegri framkomu, er Rússar bjuggu til "Trans Dnéstríu" á landamærum ´Moldavíu og Úkraínu. Með stuðningi rússn. hersveita frá herstöð á því svæði. Að sjálfsögðu hefur enginn samþykkt sjálfstæði þeirrar landræmu. Þar er nokkur iðnaður, meðan að nær enginn er í Moldavíu sem er talið fátækasta land Evrópu. Þrátt fyrir þrýsting og hótanir - - já einmitt eina ferðina enn beita Rússar hótunum, ákveða Moldavíumenn að hefja náin viðskipti við Evrópu.
Það er einmitt hrokinn sem Rússar beita sína fyrrum landa, er þessi lönd voru öll saman í "USSR" sem sannfærir þá fyrrum landa, að leita í faðminn á "Vesturlöndum."

 

Niðurstaða

Ég hef að sjálfsögðu ekki verið þekktur sem aðdáandi ESB nr. 1.

Á hinn bóginn er ég mjög ákveðið stuðningsmaður "sjálfsákvörðunarréttar þjóða."

Það var einmitt á grundvelli þess réttar, að Ísland og Íslendingar tóku afdrifaríka ákvörðun 1944, um fullt sjálfstæði. Þá voru raddir þess efnis, að það væri dónaskapur af okkar hálfu, að taka slíka ákvörðun einhliða meðan Danir væri hersetnir.

  • Þeir sem styðja - - rétt stórþjóðanna til að ráða yfir þeim smærri. Þeir eru gjarnan mjög uppteknir af einmitt hagsmunum stærri þjóðarinnar, hennar tilfinningum og hagsmunum.

En ég segi á móti, að annaðhvort styðja menn það prinsipp að hver þjóð skuli ráða sér sjálf, eða ekki.

Ef niðurstaðan er sú, að hver þjóð skuli sjálf ákveða sína framtíð. Þá auðvitað þíðir það, að það er réttur hverrar þjóðar að taka ákvörðun hverja þá sem sú þjóð vill um sína framtíð. Og komi þá engri 3-þjóð eða fyrrum herraþjóð þeirrar þjóðar það nokkuð við hvað sú þjóð ákveði að gera.

Það er mitt svar við mótmælum Rússa - gagnvart meintri útþenslustefnu NATO. Og mótmælum þeirra gagnvart frjálsum ákvörðunum fyrrum aðildarríkja "USSR" að ganga Vesturlöndum á hönd.

En ég hef að sjálfsögðu ekkert við það að athuga - - ef þjóðir fullkomlega sjálfviljugar ákveða að semja um fríverslun við ESB, og tel að mótmæli Rússa séu einmitt dæmi um þeirra hroka gagnvart smærri og veikari þjóðum. 

Sama gildir að sjálfsögðu um hugsanlega NATO aðild. Og aðild að ESB - - að Rússum komi þetta ekkert við.

Ef fyrrum Sovétlýðveldi virkilega vill stefna í slíkar áttir - - er það mál þeirrar þjóðar, og hennar réttur.

Það komi ekki neitt við afstöðu minni til ESB aðildar Íslands, hvort að ég styð rétt þjóða til að nýta sinn sjálfsákvörðunarrétt.

 

Kv.


Virðist stefna í allsherjar stríð í Mið-Austurlöndum

Eins og ég hef bent á, þá tel ég vera í gangi stríð milli Saudi Arabíu og bandamanna við Persaflóa, og Írans - sem hafi stóran hluta Mið-Austurlanda - - > sem skákborð. Eins og flestir ættu að vita, hófst borgarastríð í Sýrlandi 2011. Íran hefur kosið að styðja við ríkisstjórn Alavíta í Sýrlandi. Meðan að Saudi Arabía og bandamenn við Persaflóa hafa stutt uppreisnarmenn, því miður virðist að Saudar og bandamenn hafi fókusað sinn stuðning á Súnný Íslamistahreyfingar.

Graphic: Iraqi fault lines.

Nouri al-Maliki welcomes Syria air strikes against rebels in Iraq

"Nouri al-Maliki said in an interview with the BBC’s Arabic language channel that Syrian aircraft had bombed the forces of the Islamic State of Iraq and the Levant (known as Isis) earlier this week along Iraq’s border with Syria at the city of Qaim." - "“There was no co-ordination but we welcome this operation,” Mr Maliki said."

Iran Secretly Sending Drones and Supplies Into Iraq, U.S. Officials Say

"Iranian transport planes have been making twice-daily flights to Baghdad with military equipment and supplies, 70 tons per flight, for the Iraqi forces." - "“It’s a substantial amount,” said a senior American official, who spoke on the condition of anonymity because he was discussing classified reports. “It’s not necessarily heavy weaponry, but it is not just light arms and ammunition.”"

"While Iran has not sent large numbers of troops into Iraq, as many as 10 divisions of Iranian and Quds Force troops are massed on the Iran-Iraq border, ready to come to Mr. Maliki’s aid if the Iraqi capital is imperiled or Shiite shrines in cities like Samarra are seriously threatened..."

---------------------------------------

Eins og þessar fréttir sýna - - er þetta eitt stríð

Íran er bersýnilega að undirbúa sig fyrir, stórt inngrip í átökin í Írak. Það að flugher stjórnar Alavíta í Sýrlandi - - sjá kort "Alavítistan."  Hafi nú gert sprengjuárásir á stöðvar ISIS í Írak, er athyglisverð þróun. En á ekki endilega að koma á óvart.

Aðstoð flughers Alavíta, er þá bein aðstoð við bandamann Írana í Írak, þ.e. stjórn Malikis. Og örugglega ekki tilviljun, að slíkar loftárásir eru framkvæmdar. 

Enda stendur og fellur stjórn Alavíta á stuðningi Írans, og bandamanna Írans - ekki síst í Hesbollah samtökunum í Líbanon. Einnig nýtur hún stuðnings Rússlands - - en sá stuðningur skiptir minna máli.

Nema að því leiti, að Rússar hafa "blokkerað" Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna. En þeir hafa ekki sent neina hermenn á svæðið, það hafa Íranar séð um - þ.e. nánar tiltekið. Bandamenn Írana eins og Hesbollah, einnig hafa Shítar frá Írak barist í Sýrlandi, með her Alavíta.

Vestræn lönd eiga að sjálfsögðu ekki - - senda hermenn í þetta stríð.

En það má fastlega reikna með því, að innkoma "Byltingavarðar Írans" - þ.e. sveita á hans vegum, í stríðið í Írak. Muni magna frekar átökin í Mið-Austurlöndum.

En hingað til, hafa Íranar sjálfir - - ekki barist með beinum hætti. En með innkomu Byltingavarðarins íranska, sveita á hans vegum - - verða Íranar orðnir beinir stríðsþátttakendur.

Þ.e. stríðið er þá ekki lengur - - proxy.

 

Átök Írana og Saudi Araba - - eru ekki ný af nálinni

Þetta kemur kannski einhverjum á óvart, en samfellt leynistríð milli flóa Araba ásamt Saudi Arabíu, og Írans, hefur staðið yfir síðan a.m.k. 1980. En september það ár, gerði Saddam Hussain innrás í Íran - en Íranar höfðu nokkrum mánuðum áður steypt Resa Palavi keisara Írans af stóli. Saddam sennilega sá sér leik á borði, hélt að hann gæti hrifsað af Íran - nokkur olíuauðug héröð. En síðan tók við ákaflega blóðugt stríð - lauslega áætlað mannfall yfir milljón. Því lauk um mitt ár 1988.

Málið er að Saudi Arabía, flóa Arabar, studdu með gríðarlegum fjárframlögum - - Saddam Hussain. Það gerðu reyndar fleiri, Bandaríkin einnig. En sem kannski vekur undrun einhvers, einnig Sovétríkin.

  • Ég held það sé óhætt að segja, að samfellt síðan - - hafi svarinn fjandskapur verið milli Saudi Arabíu, flóa Araba - - og Írans.
  • Hafa báðir aðilar gert ítrekaðar tilraunir, til að efna til uppþota - uppreisna, í löndum hvors annars. Þ.e. ekki langt síðan, að íranskt studdur hópur á landamærum Saudi Arabíu í Suðri, var með skæruhernað í fjallendi þar. Stríð sem herafli Saudi Arabíu náði að kveða niður.
  1. En átökin hafa sannarlega farið á nýtt og miklu hættulegra stig. eftir að átökin í Sýrlandi hófust 2011.
  2. Og nú með því, að Írak verður hluti af þeirri átakasyrpu, þá stigmagnast þetta stríð, aftur.


Miðað við hina löngu átakasögu er erfitt að trúa öðru en að Saudar og flóa Arabar styðji ISIS

Það sé einfaldlega of hentugt sem liður í þeim átökum, að ISIS skuli hafa gert innrás í Írak. Eins og fram kemur í grein "Der Spiegel" bendir mjög margt til þess, að kjarni "ISIS" sé skipulagður af fyrrum herforingjum úr her, Saddam Hussain.

Þ.s. her Saddam Hussain, var áður studdur af Saudum og flóa Aröbum. Er ekki ósennilegt að persónulegar tengingar hafi viðhaldist. Það vekur einnig athygli, hve öflugt og gott skipulag "ISIS" hefur, sé eiginlega - - skipulagt sem her. Frekar en sem hryðjuverkahópur.

Það fittar eiginlega við það, ef hreyfingin er skipulögð af fyrrum herforingjum úr her Saddam Hussain. Þá einmitt kunna þeir að skipuleggja her, að auki kunna þeir að skipuleggja stríð, tja - - sbr. reynslu þeirra af löngu stríði við Íran.

  • Punkturinn er, að innrás ISIS er þegar farin að veikja hernaðarstöðuna innan Sýrlands, þ.s. hópar íraska Shíta er voru að berjast þar, eru að streyma heim til að berjast þar í staðinn.
  • Síðan mun Íran þurfa, að dreifa kröftunum milli þess að halda stjórn Shíta í Bagdad á floti, og þess að halda stjórn Alavíta í gangi.

Sem einnig veikir hernaðarstöðu Írans í Sýrlandi.

Að sjálfsögðu, vill enginn viðurkenna opinberlega að styðja "ISIS" þ.s. aðferðir "ISIS" eru vægt sagt óskaplega grimmar.

Á hinn bóginn, rímar það ekki endilega illa við það að "ISIS" sé skipulagt af fyrrum herforingjum úr her Saddam Hussain, enda var stjórn Saddam - - einstaklega grimm.

 

Niðurstaða

Stríðið milli Írans og Araba við Persaflóa, virðist í hættulegri stigmögnun. Þegar af því verður, að íranskur her fer að berjast í Írak. Þá hættir stríðið að vera "proxy." Hættan virðist augljós, að bein stríðsþátttaka Írans. Magni frekar en orðið er, upp spennuna við - Persaflóa. Beint stríð milli flóa Araba, Saudi Arabíu - - og Írans. Gæti skapað nýja heimskreppu - - en það virðist næsta öruggt. Að mjög dugleg verðsprenging á olíu mundi verða. Ef átökin þróast yfir í algert stríð milli Araba og Shíta.

Það er langt í frá fjarstæðukennd þróun úr því sem komið er.

 

Kv.


Bloggfærslur 27. júní 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 285
  • Frá upphafi: 847507

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 282
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband