Leiðtogi Kúrda telur að forsætisráðherra Íraks þurfi að víkja, annars klofni landið alveg örugglega

Það var síðast 2006 sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom við í Erbil, höfuðborg sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak, það var þá annar forseti - Bush og fröken Rice. Nú er það Obama sem er forseti, og John Kerry fyrrum forsetaframbjóðandi sem er utanríkisráðherra. Tilgangur viðkomu Kerry, að beita Kúrda þrýstingi - um að taka þátt í myndun "breiðfylkingarstjórnar" í stað stjórnar Malikis.

Sem margir vilja meina að eigi verulega sök á því hvernig hefur farið á undanförnu - er ISIS tóku Súnní svæðin í Írak í leiftursókn.

US troop deployment to Iraq is not intervention

Kurdish Leader Warns Kerry of Challenges of ‘New’ Iraq

 

Greinilega er Massoud Barzani ekki hávaxinn

http://thenypost.files.wordpress.com/2014/06/mideast_iraq_kerry1.jpg

Yfirlísing Barzani við upphaf fundarins var áhugaverð:

""We are facing a new reality and a new Iraq," ... he blamed prime minister Nouri al-Maliki's "wrong policies" for the violence and called for him to quit, saying it was "very difficult" to imagine Iraq staying together."

Forvitnileg mynd af höfuðborg Kúrda - Erbil. Sjá má gamla Erbil innan forna virkismúrsins!

http://dablog.ulcc.ac.uk/wp-content/uploads/2011/10/erbilcitadel.jpg

Þetta er eiginlega þ.s. maður sér mjög víða, kvartanir yfir stjórn Maliki - - sem hafi skv. mörgum talsmönnum, skapað reiði og úlfúð meðal annarra hópa.

Vinsæll stjórnmálamaður Súnníta í Írak, sem neyddist til að leggja á flótta til Erbil - undan öryggissveitum stjórnarinnar - - fer ekki fögrum orðum um stjórnarhætti Malikis.

Iraq’s Sunni could defeat Isis if Maliki steps down, says ex-minister

Rafi al-Issawi - “Only the Sunnis can defeat Isis,” - “We will kick them (Isis) out if we see our rights implemented,” - "He argued that Isis was moving so easily through Sunni provinces because Mr Maliki had failed to listen to popular demands, such as releasing thousands of political prisoners, recruiting Sunni into the army and reforming the law banning members of the Ba'ath party of ousted dictator Saddam Hussein."- “To change the mood, we need to implement the needs of the Sunni provinces and then we will be capable of defeating Isis – it will be difficult but possible,” - "Mr Issawi said Iraq should be run along a federal system, in which Sunni provinces had more autonomy over their own affairs, as the Kurds now enjoy."

Issawi virðist þeirrar skoðunar - eindregið. Að forsenda þess að unnt sé að sameina "hófsöm" öfl innan Íraks - - sé að, Nuri Kamal al-Maliki, víki.

Barzani virðist einnig eindregið sömu skoðunar.

Það er góð spurning hvort Maliki muni víkja, langt í frá víst, en hann hefur verið forsætisráðherra nú síðan 2006, eða 7 ár. Flokkurinn hans, Dawa, virðist hafa stuðning töluverðs hluta íraskra Shíta. Enda verið þessi ár - stærsti einstaki þingflokkurinn. Og er enn.

Ástæða fyrir vinsældum hans, er líklega ekki síst forsagan - þ.e. hann var foringi skæruliðahóps sem barðist gegn Saddam Hussain, var um hríð í útlegð frá Írak - vegna dauðadóms.

Deilan um bannið við því að þeir sem hafa flokksskýrteini í Bath flokknum gegni opinberu embætti, sé erfið - - ekki síst vegna þess (sem er ofur eðlilegt) hve margir Shítar hata allt þ.s. tengist stjórn Saddam Hussain.

Og ég reikna með því sem gamall forsprakki andstæðinga Saddams, sé Maliki einn af þeim - - sem tortryggir frá mjög djúpum rótum hvern þann sem hefur með nokkrum hinum minnsta hætti tengst Bath flokknum, er var stjórnarflokkur Íraks í tíð Saddam Hussain.

Vandinn við þá afstöðu er sá, að stjórn Saddams var "totalitarian" þ.e. flokkskírteini var forsenda þess að gegna opinberu embætti af nokkru tagi, það hafi þurft að vera meðlimur í Bath til að vera í opinberu starfi, t.d. lögreglumaður, starfsmaður vatnsveitu, rafmagnsveitu, hermaður o.s.frv.

Þannig að alger útilokun - - sé ópraktísk.

Þá sé verið að útiloka fullt af hæfu fólki - - af ástæðulausu. 

Og eðlilega sárni því.

Þetta virðist íröskum Súnnítum vera form af misrétti.

Til samanburðar, hafa Þýsk stjórnvöld - - ekki hreinsað út alla þá, sem einhvertíma störfuðu fyrir Stasi. Leynilögreglu og leyniþjónustu A-Þýskalands.

Menn voru rannsakaðir, og ath - hvort þeir hefðu framið þ.s. síðar teljast glæpir. En það hefur ekki verið amast við því, að margir þeir sem voru lágt settir, gegni margvíslegum venjulegum opinberum störfum víða um Þýskaland.

  • Það sjálfsagt skýri erfið samskipti hersins við íbúa í N-Írak. Ef þeir voru eingöngu skipaðir Shítum, hafandi í huga að það er ekki lengra síðan en 2008 að bundinn var endir á borgarastríð, þ.s. fjöldi Súnníta var hrakinn á flótta, fjöldi Súnníta og Shíta var drepinn í gagnkvæmum morðárásum.
  • Þegar sárin eru þetta fersk - er ekki undarlegt, að Súnnítar upplifi Shíta her, sem óvinveitt hersetulið.

Iraq re-enlists troops who fled -- um er að ræða hermenn írakshers er flúðu frá Mosul.

“It wasn’t just militants who attacked us, it was the people of Mosul themselves,” says Hassan, a 28-year old soldier. “I’m coming for those terrorists, I’ll get revenge on Mosul for my dead brothers.”

"“We had no relationship with locals. How could we? Those people pelted us with rocks. They’ve always been terrorists,” says Mohammed, a bulky, tattooed man who, like all the soldiers, refused to give his full name."

Þessi ummæli hermannanna, virðast sýna að "illviljinn" var gagnkvæmur.

Íbúar Mosul hötuðu þá - - og þeir fyrirlitu íbúa Mosul.

Borist hafa einnig fréttir af því, að a.m.k. hluti íbúa Mosul - hafi tekið innreið sveita ISIS fagnandi.

Vandinn á móti er ekki síst hvað gerðist eftir svokallað "Fyrra Persaflóastríð." Þ.e. stríðið sem Kanar kölluðu "Operation Desert Storm" 1990-1991, sem hófst með yfirtöku Saddam Hussain á Kúvæt með hernaðarinnrás. Í febrúar 1991 eftir margra mánaða undirbúning hófst árás Bandar. og var búin á ca. 100 klst. Þegar búið var að mala heri Saddam Hussain í Kúvæt í mélinu smærra.

En Íraskir Shítar sem töldu innrás Bandar. yfirvofandi inn í Írak - - gerðu víðtæka uppreisn gegn Saddam Hussain. Sem hann síðar meir eftir að ljóst var, að Bandaríkin ætluðu ekki í það skiptið að senda herinn til að steypa stjórnvöldum í Írak, barði niður með blóði.

Margar sögur fara af mannfalli í því - - en tölur upp á 100þ. heyrast gjarnan. Jafnvel enn hærri tölur.

Svo til að bæta gráu ofan á svart, koma hjaðningavígin, eftir innrás Bandar. 2003 þegar borgarastríð milli Shíta og Súnníta geisaði a.m.k. 2005 til 2007. Með mjög miklu mannfalli beggja hópa.

  • Allt er þetta svo ferskt enn - - að sennilega mundi "dýrlingur" eiga erfitt með að stýra þessu landi.

Það sé allt þetta hatur, sem nú gjósi upp að nýju af fullum þunga, í kjölfar innrásar ISIS.

Sem mjög sennilega geri það að nær ómögulegum hlut.

Að sameina þetta land!

 

Niðurstaða

Ég virkilega held að uppbrot Íraks sé besta lausnin. Það sé of mikið hatur milli hópanna. Of mikil tortryggni. Það sem má þó ekki gerast nú - - er innrás ISIS í héröð Shíta.

En þá gæti virkilega e-h sambærilegt gerst og varð í Rúvanda, þ.e. fjöldamorð á stórum skala.

Þannig að mikilvægt sé að lágmarki, að forða - - innrás trúaröfgamanna Súnníta í héröð þ.s. meirihluti íbúa séu Shítar.

Það sé kannski sem megináherslan þurfi að vera, á að forða stórfelldum mannlegum harmleik.

Síðan þurfi að finna leið til friðar milli íbúanna, sitt í hvoru lagi. Eins og að á endanum, var saminn friður fyrir rest í fyrrum Júgóslavíu. Eftir að töluvert mikið blóð hafði runnið.

Í dag eru þau lönd til muna stöðugri einingar. Það gæti vel hugsanlega það sama gerst í Írak. Að sérstakt ríki Súnníta. Sérstakt ríki Shíta. Og sérstakt ríki Kúrda. Einnig verði að einingum sem verði stöðugar, þ.e. engin þörf verði fyrir ógnarstjórn til að halda saman.

 

Kv.


Bloggfærslur 24. júní 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 280
  • Frá upphafi: 847502

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 277
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband