Margir í dag vilja endurvekja hugmyndir Joe Biden frá 2006 um aðskilnað í Írak

Þetta var hugmynd sem Joe Biden setti fram í NyTimes árið 2006 í grein, sem hann skrifaði ásamt Leslie Gelb hjá "Council of Foreign Relations." Áhugavert að Anthony Blinken nú aðstoðar öryggisráðgjafi Obama, aðstoðaði Biden og Gelb í því að móta þær hugmyndir - sem þeir félagar settu fram í blaðagreininni.

Þessar hugmyndir gengu það langt, að verða að "samþykktri ályktun" meirihluta Öldungadeildar Bandar.þings, samþykkt 75-23. Áhugavert að einn af þeim Öldungadeildarþingmönnum er greiddu atkvæði á móti, var Obama sjálfur.

Prospect of ‘soft partition’ of Iraq rears its head again

“You give them control over the fabric of their daily lives. You separate the parties. You give them breathing room. Let them control their local police, their education, their religion, their marriage,” (Joe Biden) told the Senate in 2007. “That’s the only possibility.”

Hugmyndir Leslie Gelb og Joe Biden, voru ekki um - fullan aðskilnað.

Heldur "heimastjórn" með miklu sjálfforræði - til staðar væri enn "alríkisstjórn" með mjög takmörkuð völd. Og her.

  • Spurning hvort að þessar hugmyndir gangi í endurnýjun lífdaga, nú þegar aftur eins og 2006 þ.e. skollið á stríð í Írak?
  • Aftur eins og þá, virðast Súnnítar hafa risið upp gegn stjórninni í Bagdad.
  • Einungis eftir samkomulag við Súnníta, náði yfirmaður bandar. hers í Írak að brjóta á bak aftur sveitir tengdar "al Qaeda" 2007-2008. Á tímabili kennt við svokallaða "surge." 
  • Þá tóku Súnní "militias" þátt í bardögum með bandar. hersveitum, þegar áður þær höfðu barist við bandar. hersveitir - og sameiginlega náðist að lama "al Qaeda" innan Íraks, um tíma.

Það sem í dag kallast "ISIS" er sú hreyfing, sem spratt upp úr þeirri hreyfingu, sem á þeim árum tengdist "al Qaeda."

Eftir að stríðið í Sýrlandi hófst 2011. Hefur sú hreyfing byggst upp að nýju innan Sýrlands, og nú gert innrás í Súnní svæðin í Írak. 

Það virðist erfitt að sjá hvernig ISIS hefur getað tekið þau svæði svo snögglega yfir, nema að ISIS hafi fengið til liðs við innrásina, töluverðan fjölda íraskra Súnníta. Orðrómur sterkur, um að fj. fyrrum hermanna í her Saddam Hussain, sé nú í liði ISIS í Írak.

Þannig að um sé að ræða stórum hluta - uppreisn minnihluta Súnníta gegn stjórnvöldum í Bagdad.

 

Það er mjög mikill þrýstingur á að mynduð sé "ný ríkisstjórn í Írak" sem hafi víðari skírskotun, en ríkisstjórn Maliki - hefur haft

Æðsti klerkur Shíta í Írak "al Sistani" hefur kallað eftir slíkri stjórn:

Top Shiite Cleric in Iraq Urges Inclusive Government

Það virðist að bandar. stjv. - - geri slíka stjórnarmyndun. Að skilyrði þess, að þau beiti sér í Írak.

Þá er verið að ræða "loftárásir."

----------------------------------

Margir vilja kenna Nouri Maliki um þá uppreisn sem nú er í gangi, að stefna hans hafi valdið reiði meðal Súnníta - sem í vaxandi mæli hafi litið á hersveitir Írakshers sem "hernámssveitir."

Mjög áhugaverð ummæli hermanna, í tali við fréttamann - - virðast að einhverju verulegu leiti sýna fram á þetta sé rétt, að íbúarnir í N-Írak hafi snúist gegn öryggissveitum stjórnvalda.

Iraq re-enlists troops who fled -- um er að ræða hermenn írakshers er flúðu frá Mosul.

“It wasn’t just militants who attacked us, it was the people of Mosul themselves,” says Hassan, a 28-year old soldier. “I’m coming for those terrorists, I’ll get revenge on Mosul for my dead brothers.”

"“We had no relationship with locals. How could we? Those people pelted us with rocks. They’ve always been terrorists,” says Mohammed, a bulky, tattooed man who, like all the soldiers, refused to give his full name."

Þessi ummæli hermannanna, virðast sýna að "illviljinn" var gagnkvæmur.

Íbúar Mosul hötuðu þá - - og þeir fyrirlitu íbúa Mosul.

Borist hafa einnig fréttir af því, að a.m.k. hluti íbúa Mosul - hafi tekið innreið sveita ISIS fagnandi.

----------------------------------

Í ljósi endurvakins gagnkvæms haturs - - mun bersýnilega vera mjög erfitt, að leita að nýju sátta.

  • Það gæti hjálpað - - ef í boði verður "stórfellt aukið sjálfræði."
  • T.d. í samræmi við hugmyndir Gelb og Biden frá 2006.
  • Sem gangi þó skemur fullu sjálfstæði.

 

Kort sýnir svæði byggð Kúrdum í Mið-Austurlöndum


Sjálfstætt Kúrdistan virðist raunhæfur möguleiki

Fram hefur komið í fréttum, að í kjölfar hruns íraska hersins í N-Írak. Hafi sveitir Kúrda, Peshmerga, verið fljótar til - að taka sér stöðu á öllum svæðum sem byggð eru Kúrdum í Írak.

Í dag sé það svo, að sveitir Kúrda ráði alfarið svæðum Kúrda, íraski herinn sé t.d. ekki lengur - að sjá um landamæraeftirlit á landamærum Kúrdahéraðanna við Íran og Sýrland. Heldur sé svo að nú sjái sveitir Kúrda alfarið einar um varnir sinna svæða.

Sveitir Kúrda hafi m.a. tekið sér varnarstöðu, á svæðum þ.s. er "blönduð" byggð Kúrda og annarra, á svæðum sem áður "voru umdeild" og stjv. Íraks höfðu fram að þeim tíma - "ekki samþykkt" að tilheyrðu "sjálfstjórnarsvæði" Kúrda. 

  • Þannig hafi yfirráðasvæði, Peshmerga, stækkað um 1/3.

Kurds' Takeover of Iraqi City of Kirkuk Strengthens Their Hand

In Chaos, Iraq’s Kurds See a Chance to Gain Ground

Eitt sem er áhugavert við sjálfstjórnarsvæði Kúrda - er, að "þar var ekkert stríð" þegar borgaraátök blossuðu upp í Írak, eftir innrás Bandar. 2003.

Heldur hefur verið samfelld "uppbygging" á svæðum Kúrda, alveg síðan þá - - kvá efnahagsleg velmegun vera nú mest, á svæðum Kúrda.

Öryggi sé þar gott, sveitir Kúrda haldi uppi friði og öryggi innan sinna svæða. Hafi tekist það í gegnum öll þau átök er urðu í Írak eftir 2003.

  • Sjálfstjórnarsvæði Kúrda hafi nú nánast allt sem til þurfi, til að verða sjálfstætt.
  1. Þ.e. full yfirráð yfir eigin landsvæði.
  2. Full yfirráð yfir landamærum.
  3. Og með töku Kirkuk, ráða Kúrda nú yfir - olíusvæðinu í grennd við þá borg.
  • Rétt að benda á, að Kúrdar innan Sýrlands, einnig eru "de facto" sjálfráða, þeir ráði sjálfir yfir sínu svæði. Og nú þegar íraskir Kúrdar ráða landamærastöðvunum akkúrat hinum megin landamæra við Írak. Þá blasi við - að sýrl. Kúrdar verði með.

Ef Kúrdar ætla að verða "fullvalda" þurfa þeir - - samkomulag við Tyrki.

Það þarf ekki að vera, að slíkt samkomulag sé ómögulegt.

--------------------------------------------

  1. "Even before this crisis, the Kurds, with their own security forces, diplomats and a booming economy, were steadily moving toward independence by securing deals with Turkey and international companies to pump oil out of the region, without the approval of Baghdad. Baghdad and the United States regarded those deals as illegal, contending that any oil within Iraq belongs to the nation, not to a part of it."
  2. "But the Kurds pushed on anyway, and two tanker ships filled with Kurdish oil are sailing around the Mediterranean Sea, having left in recent weeks from a port in Turkey, but with nowhere to dock because of threats of legal action by Washington and Baghdad."
  3. "Before the seizure of Mosul, preventing that oil from hitting international markets had been a centerpiece of Washington’s Iraq policy for the past two years, and American officials had believed that the sale of Kurdish oil, without Baghdad getting its cut, was a greater threat to the cohesion of Iraq than surging militants in Syria who had their sights set on bringing the fight to this country."

--------------------------------------------

Maður veltir fyrir sér - hvaða leik Tyrkir eru að leika.

En ef tyrknesk orkufyrirtæki hafa þegar samninga við Kúrda - um olíuvinnslu. Má vera að það séu til staðar þreifingar milli Kúrda og Tyrkja - um framtíðar samskipti.

En með þessu eru Tyrkir að aðstoða Kúrdana, við það að "efla sinn efnahag" sem er augljós liður, í átt að sjálfstæði. Þar með, er eins og að "Tyrkir" séu að grafa undan "einingu Íraks." Og hafi verið að því um "nokkurn tíma."

En opinber stefna Tyrklands hefur fram að þessu verið andstæð sjálfstæðu Kúrdistan.

  • En ef Kúrdar verða í kjölfarið mjög tengdir inn í Tyrkneska hagkerfið.

Má ímynda sér - að sjálfstætt Kúrdistan, gæti orðið að einhverju leiti "hlið" að auknum áhrifum Tyrklands á Mið-Austurlandasvæðinu.

Hvað sem öllu tautar og raular, þá er staða Kúrda bersýnilega mjög breitt, eftir atburðarás sl. tveggja vikna. Og eins og fulltrúi Kúrda sagði, verði ekki farið til baka til ástandsins í Írak, sem byggt var upp eftir 2003. Það fyrirkomulag sé gengið sér til húðar.

 

Niðurstaða

Það er sjálfsagt enn tæknilega mögulegt að halda í eitthvert grunn form af einingu Íraks. Hugmyndir Bidens og Gelb, gætu orðið að uppskrift fyrir framtíð Íraks. Sem mjög laustengt samband þriggja þjóða. Þ.s. landinu væri skipt í 3-sjálfstjórnarsvæði. Með alríkisstjórn er hefði mjög takmörkuð völd.

Til þess að svo geti orðið, þarf líklega á næstu dögum að mynda þá breiðfylkingarstjórn. Sem nú er þrýst á að verði mynduð.

Síðan þarf einhvern veginn, að endurtaka þ.s. tókst 2007, að sannfæra Súnní "militias" um að skipta um lit, þ.e. fá þær til að snúast gegn ISIS. Það getir verið hægar sagt en gert, svo sannarlega.

Síðan mundi þurfa að sigrast á sveitum ISIS. Til þess að slík áætlun, um jafnvel svo takmarkað "sameiginleg ríki" - geti náð fram.

  • Heilt yfir grunar mig, að meiri líkur en minni, séu á fullri skiptingu Íraks.
  • Að ekki einu sinni slíkar hugmyndir - nái fram.

Eitt sé öruggt, að það fyrirkomulag sem var til staðar, þangað verði ekki snúið aftur. En ef hugmyndir Biden og Gelb hefðu verið framkv. segjum eftir 2008 þegar borgarastríðinu í Írak var lokið.

Þá sennilega værum við ekki í dag, að ræða um nýtt borgarastríð.

Hugmyndir Biden og Gel hafi verið framsýnar. En það sé líklega svo, að ástandið í Írak sé orðið of langt gengið, til þess að þær hugmyndir - eigi raunhæfan möguleika. Fullur aðskilnaður sé mun líklegri útkoma, sennilega. Sem segir ekki að það sé ekki "tilraunarinnar virði" að kanna undirtektir.

 

Kv.


Bloggfærslur 21. júní 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 50
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 323
  • Frá upphafi: 847545

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 319
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband