Obama virðist vera að undirbúa loftárásir á stöðvar ISIS

Það hafa borist fréttir af því að Obama hafi ákveðið að senda 300 hernaðarráðgjafa til Íraks. Líklegt virðist að þarna verði á ferðinni - meðlimir sérsveita Bandar.hers. En eitt vandamál við það, að hefja loftárásir. Að til þess að hámarka líkur á því að "rétt skotmörk" séu sprengd. Þarf flugherinn að hafa sem nákvæmastar upplýsingar um væntanleg skotmörk.

Öruggasta leiðin sé að - hafa eigið fólk á staðnum.

Obama says U.S. military plans for Iraq strictly limited

United States to Send Military Advisers to Iraq

Obama to send 300 ‘military advisers’ to Iraq

Mig grunar að Obama sé í Íak málinu að endurtaka leikinn frá Sýrlandi - - þ.e. að gera eins lítið og hann framast getur, þegar innanlands pólitísk staða í Bandar. er höfð í huga.

Ég held að það sé einmitt - - snjallast fyrir Washington að gera sem allra, allra minnst

  1. Ég tel rétt að líta á átökin í Írak nú, og átökin í Sýrlandi - - sem eitt stríð.
  2. Eins og flestir ættu að vita, þá er Sýrlandsstríðið sennilega "proxy war" milli Írans og bandalags Saudi Arabíu og Persaflóa Araba furstadæma.
  3. Í seinni tíð, með aðstoð Hesbolla, sem er bandamaður Írans, hefur stjórn Alavíta í Sýrlandi - vegnað betur í borgarastríðinu. Og unnið töluvert af sigrum.
  4. Á sama tíma hafa verið vaxandi brögð á því, að Shítar sem vilja berjast, leiti til Sýrlands - til að styðja Assad stjórnina.
Það virðist mér blasa við, að augljós krókur á móti bragði, sé að - - víkka út stríðið til Íraks.
  1. Þá þurfa írösku Shítarnir, að berjast heima fyrir - og geta þá ekki lengur beitt sér í Sýrlandi.
  2. Að auki, séu líkur á að Íran, neyðist til að - aðstoða ríkisstjórn Íraks. Því hún muni ekki geta hugsað sér nýtt Súnní arabísk stórveldi rísi upp að nýju innan Íraks.
  • Þetta allt geti veikt getu Írana til að styðja við Assad stjórnina.

Höfum í huga að Saudi Arabía og Araba furstadæmin meðfram Persaflóa, eru öll - - einræðisríki. Og að auki, langflest þeirra með íslamískan bías.

Þau séu ekki líkleg að styðja lýðræðislegar hreyfingar - svo það sé á hreinu. Það virðist töluvert líklegt, miðað við það - "hve innrás ISIS í Írak getur veikt stöðu Írans í Sýrlandi." Að ISIS sé sennilega -eins og margir halda fram- í reynd fjárhagslega studd af bandalagi Flóa Araba.

Að ISIS sé líkt og Hesbolla er í Líbanon fyrir Íran, bardagasveitir fjármagnaðar og mikið til stýrt til verka af bandalagi Flóa Araba.

  • "Proxy" átökin milli Írans og bandamanna, og Bandalags Flóa Araba - séu að víkka út.

-------------------------------------

  1. Punkturinn fyrir Bandaríkin, ef við íhugum hvað rétt sé fyrir þau að gera, sé líklega að best sé að halda sig við - - þegar markaða stefnu.
  2. Munum að Íran og Rússland, eru þátttakendur í þessum átökum, í gegnum stuðning sinn við Sýrland. En ef eins og virðist líklegt, að geta Írans til að styðja við Assad - veikist. Þá má reikna með því, að Rússland muni þurfa sjálft - - að beita sér í auknum mæli.
  3. Höfum í huga sbr. hugtakið um "opportunity cost" að ekki er unnt að nota sömu "bjargirnar" tvisvar - - þannig að ef Rússland þarf að veita Assad liðsstyrk. Þá er það liðsstyrkur, sem Rússland getur þá ekki nýtt annars staðar.
  • Það gæti hugsanlega gerst, að Rússland og Íran, keppinautar Bandar. um áhrif innan Mið-Austurlanda, að þeirra geta til að hafa áhrif innan Mið-Austurlanda. Veikist, ef ISIS heldur áfram að eflast. Þannig að bæði Rússland og Ían, þurfi að beita sí vaxandi kröftum í baráttu við þau samtök.

Með vissum hætti, getur það endurspeglað áhrif sem Bandar. urðu fyrir eftir að Bush réðist inn í Írak. En þá notfærði sér Rússland það, að megnið af hreyfanlegu liði Bandar. var upptekið í Írak. Til þess, að jafna reikninga við bandamanna Bandar. á Kákasus svæðinu, þ.e. Georgíu.

Ég er þess fullviss, ef Bandar. hefðu ekki verið búin að ráðast inn í Írak, sem þíddi að hreyfanlegar liðssveitir Bandar.hers hefðu ekki verið uppteknar - - heldur hægt að senda hvert sem er. Að þá hefði Rússland ekki þorað að beita sér gegn Georgíu.

Þetta er nefnilega raunverulegt vandamál - - að geta ekki notað sömu bjargirnar tvisvar.

-------------------------------------

Höfum auk þessa í huga, að innan Írak hafa Kúrdar verið helstu bandamenn Bandaríkjanna, síðan Bandar. réðust þar inn síðast. Mér virðist líklegt, að Kúrdar mundu áfram fylgja sömu stefnu - ef þeir stofna sjálfstætt Kúrdistan í héröðum Kúrda innan Sýrlands og Íraks.

  • Þannig að Bandaríkin mundu þá græða - traustan bandamann.

Það sé rjóminn ofan á kökuna.

 

Niðurstaða

Ég held að það geti verið rökrétt fyrir Bandaríkin. Að veita stjórninni í Bagdad einhverja takmarkaða aðstoð. T.d. til þess að forða því að hún hrynji algerlega.

En aftur á móti, sé það rökrétt fyrir bandar.stjórn - að eftirláta Íran það verkefni. Að aðstoða írösk stjv. á jörðu niðri að öðru leiti. 

Sama stefnan og með átökin í Sýrlandi sé áfram hin rétta fyrir Bandar., að geta sem allra - allra minnst.

  • Það sem ég tel vera rétta nálgun að auki, liggi í viðræðum Bandar. og Vesturlanda við Íran.
  • Að einhverju hugsanlegu leiti, má halda því úti sem möguleika, gegn tilslökun Írana í þeim viðræðum, að Vesturveldi aðstoði írösk stjv. - eitthvað meir, en með einhverjum takmörkuðum loftárásum.
  • Á hinn bóginn, þjóni það sennilega tilgangi Vesturvelda með þær viðræður, að vaxandi veldi ISIS ógni enn frekar, stöðu Bandamanna Írans í Sýrlandi og Írak. 

Þegar samkomulag næst fyrir einhverja rest - geti Vesturveldi í sameiningu beitt Saudi Arabíu og Flóa Araba þrístingi, um að hætta stuðningi við hryðjuverkasamtök.

Þessar viðræður séu vænlegasta nálgunin, til að hindra núverandi stríð - í því að þróast í allsherjar Mið-Austurlanda stríð.

 

Kv.


Bloggfærslur 19. júní 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 182
  • Sl. sólarhring: 186
  • Sl. viku: 455
  • Frá upphafi: 847677

Annað

  • Innlit í dag: 174
  • Innlit sl. viku: 444
  • Gestir í dag: 174
  • IP-tölur í dag: 172

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband