ISIS samtökin virðast hafa stöðvað sókn átt til Bagdad, a.m.k. í bili

Það eru deildar meiningar um það hvað akkúrat gerðist á laugardag. En Íranar gáfu það út, að þeir hefðu gert gagnárás á sóknarvæng ISIS. Og hrakið liðsmenn þeirra samtaka nokkurn spöl lengra frá Bagdad, náð til baka nokkrum bægjum í grenn við höfuðborg Íraks. Nokkrir heimsfjölmiðlar gáfu út frétt, á grundvelli þeirrar skýringar - íranskra yfirvalda.

Á hinn bóginn "finnst mér mest trúverðug" túlkun NyTimes:

Iraq Rebels Stall North of Baghdad as Residents Brace for a Siege

En þ.e. ekki endilega ótrúverðugt að stjórnvöld í Íran - haldi fram einhverum sigri á þessum punkti. Jafnvel þó það sé gegn raunveruleika rásar atburða. Þ.s. stjórnvöld í Bagdad eftir áföll vikunnar, eiga sjálfsagt í einhverjum erfiðleikum með það, að hughreysta eigið fólk - einnig til að stappa stáli í eigin liðsmenn. Að ISIS samtökin séu langt í frá "ósigranleg."

  • En skv. upplýsingum NyTimes, sé ekkert sem þeirra fréttamenn á staðnum hafi getað fundið, sem bendi til þess að slík gagnárás raunverulega hafi átt sér stað. 
  • Líklegra sé að ISIS hafi einfaldlega, stöðvað frekari framrás liðssveita sinna - enda sé þeim örugglega kunnugt um þá söfnun liðs af hálfu stjórnvalda Íraks sem sé í gangi, til varnar höfuðborginni.

Það sé rökrétt við slíkar aðstæður, þegar þeir standa frammi fyrir fjölmenni til varnar, út frá hernaðartaktík, að stöðva þá frekari framrás - - þangað til að samtökin hafa náð að safna fjölmennara liði til árásar, þar sem fjölmenni er til varnar. 

Fréttaskýring íranskra stjórnvalda sé þá smávegis "propaganda" til að stappa stáli í eigið fólk, efla baráttuanda sinna liðsmanna, fyrir þau átök sem eru framundan - - þannig séð því "réttlætanleg lygi."

Sjá aðrar fréttir:

Iraq slows rebel advance, U.S. sends carrier to Gulf

Iraqi Military Makes Gains North of Baghdad in Conflict With ISIS

Iraqi government counter offensive halts Sunni insurgents

Getur einhver nefnt gilda ástæðu þess - - að Írak skuli ekki skiptast í sundur í 3 ríki?

Bendi fólki á að Sýrland og Írak voru búin til eftir samkomulag milli nýlenduveldanna, Bretlands og Frakklands, um "skiptingu Mið-austurlanda" þeirra á milli.

Landamæri ákveðin, algerlega án nokkurs tillits til íbúa eða skiptingar íbúa. 

Sennilega er stærsta óréttlætið, að fjölmenn þjóð þ.e. Kúrdar - fengu ekki sitt ríki. Heldur var svæðum þeirra skipt milli þriggja landa.

  • Það áhugaverða er, að aðstæður í Sýrlandi og Írak, gefa tækifæri til að enda það tiltekna óréttlæti, að Kúrdar hafa ekki sitt eigið þjóðríki.
  • Þ.s. svæði Kúrda í báðum löndum, eru "de facto" með fullt sjálfforræði - eina sem vantar er yfirlýsing um sjálfstæði, rökrétt að Kúrdasvæðin í báðum löndum "sameinist."
  • Myndi sjálfstætt Kúrdistan.

Síðan hefur það atvikast í Sýrlandi, að tiltölulega fámennur hópur, "Alavítar" - einoka stjórn landsins. Og viðhafa ógnarstjórn - til að halda meirihlutanum niðri. En "Alavítar" eru innan við 5% íbúa landsins.

Slíkt fyrirkomulag, getur ekki skoðast sem "réttlátt." Ekki furðulegt að meirihlutinn, hafi á endanum risið upp, gegn ógnarstjórn minnihlutans.

Innan Íraks, hefur stjórn einokuð af meirihluta Shíta ráðið landinu, eftir að minnihluti Súnníta tapaði völdum, er ógnarstjórn Saddam Hussain, var steypt í kjölfar innrásar Bandaríkjahers - - rás atburða sl. viku virðist sterkt benda til þess. Að fjöldi súnníta hafi fagnað yfirtöku "ISIS" á þeirra svæðum, en "ISIS" eru súnnísk öfgatrúarhreyfing. Að auki bendir margt til þess, að fjöldi fyrrum hermanna, líklega súnnítar, hafi gengið í lið með hersveitum "ISIS." Að auki, hafa fréttir borist af því, að fyrrum liðsmaður Bath flokks Saddam Hussain, hafi verið skipaður "governor" Ninawa héraðs, sem "ISIS" hertók á þriðjudag. Með öðrum orðum, er vísbending þess - - að súnníta hluti íbúa Íraks, hafi ákveðið að samþykkja yfirtöku ISIS á þeirra svæðum. Sem ef út í þ.e. farið - er þeirra réttur.

  1. Punkturinn er, að flest bendi til þess að hóparnir þ.e. Kúrdar, shítar og súnní Arabar - - vilji lifa "sitt í hvoru lagi."
  2. Og er þá eitthvað, virkilega er það eitthvað, sem er athugavert við það - að það verði niðurstaðan?
  • Mér virðist einfaldlega að það mundi vera - réttlát útkoma.

Þá myndast 3-þjóðríki, tvö þeirra þá "overlappa" landamæri Íraks og Sýrlands, þ.e. ná yfir svæði beggja megin landamæranna, þ.e. ríki Kúrda annars vegar og hins vegar hið nýja trúarríki Súnníta.

 

Niðurstaða

Það virðist hætta á töluverðu blóðbaði á næstunni, ef ISIS lætur verða af atlögu gegn Bagdad. En segjum svo, að ekki verði af þeirri atlögu. Að fylkingar sættist á "vopnahlé." Og núverandi yfirráðasvæði - verði ný landamæri.

Þá erum við að tala um 3-ríki öll með hreint ágætan tilverugrundvöll.

Þ.e. öll 3-ráða þá yfir olíusvæðum. Og munu því geta haft tekjur af olíusölu.

  • Ríki Alavíta minnkar þá verulega, verður þá sennilega eingöngu svæði við ströndina og síðan kringum höfuðborgina og næsta nágrenni, og landamærin við Líbanon - sem Alavítar haldi með aðstoð Hesbollah, flokks herskárra líbanskra shíta.

Ég hef heyrt nokkuð af skrítnum samsæriskenningum, þess efnis - að baki þessu standi eitthvert samsæri Bandar. jafnvel Ísraels einnig. En það tel ég ákaflega hæpið.

Líklegast sé málið akkúrat eins og það virðist - þ.e. íbúarnir vilji ekki lengur lifa saman.

Lái þeim það hver sem vill. 

En réttlætið hlýtur að vera það, að vilji þeirra til þess að lifa í sitt hvoru lagi nái fram að ganga.

Eða, hvaða ástæðu getur einhver nefnt til þess, að það sé yfirmáta nauðsynlegt að hindra þann vilja í því að ná fram?

 

Kv.


Bloggfærslur 15. júní 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 277
  • Frá upphafi: 847499

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 274
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband