Herforingjar í her Íraks, virðast hafa selt borgina Mosul - í hendur ISIS

Þetta er haft eftir foringja í hersveitum Kúrda, peshmerga, og að auki kemur svipuð frásögn fram í máli flóttamanna frá Mósúl - - þetta getur verið sönn kenning, því það skýrir - af hverju herinn í grennd við Mósúl, yfirgefur stöðvar sínar. Að borgin falli í hendur ISIS liða, nær bardagalaust.

Að auki getur það skýrt af hverju, það voru síðan engar varnir á svæðum, sem ISIS síðan hefur tekið, að það hafi stafað af því að hluti af hernum, hafi einfaldlega gengið ISIS á hönd.

Hin gríðarlega snögga framrás, hafi verið möguleg - - vegna þess að "ISIS" hafi verið fyrirfram búin að semja við herforingja í Íraksher, um uppgjöf þeirra svæða - hafi verið búin að semja um yfirtöku svæðanna einnig við "local" súnnía.

Þannig að yfirtaka "ISIS" sé einnig að verulegu leiti, uppreisn íraskra súnníta gegn stjórninni í Bagdad.

Residents tell of army’s betrayal in face of Isis advance in Iraq

  1. “The only shocking part is how quickly their army collapsed,” said Haydar Sadiq, a peshmerga lieutenant. “I stopped one officer who drove through our checkpoint on a flatbed truck with 15 men. I asked him why he left, why he and his men didn’t have their weapons."
  2. “He told me: ‘This is all the army I have left. The head of military missions in Mosul has told the army to flee. Mosul has been sold to Isis.’”
  • "But most locals and peshmerga forces say the real reason for the militants’ success was a combination of resentful Sunnis joining the Isis fighters, and the inexplicable withdrawal of military leaders."
  • "At a crowded peshmerga checkpoint on the hot, dry plains headed toward Erbil,... - “The number of Isis fighters that came in were in the hundreds, but they were joined by many more people in black masks,” said Mohammed, a sweet vendor. “Many people were just happy to take up arms with them. This was the beginning of a Sunni revolution.”"
  • "“It’s obvious that the top officers in the army made a deal with the terrorists. Whether it was out of money or conviction, I don’t know. But they’re working to divide this territory,” said Ayyad al-Ghareeb, another young man waiting at the peshmerga checkpoint."
  • "“People threw them chocolates,” said one woman in a white veil, heading into the Kurdistan region. Like many fleeing on Friday, she said she was not fleeing because of the militants, but because she feared that Mr Maliki would launch air strikes."

Það er mjög áhugaverð - frásögn konunnar, því ef hún er sönn - að súnní hluti íbúa Mósúl, hafi tekið "ISIS" liðum með kostum og kynjum. Þá virðist það hugsanlega staðfest, að "ISIS" hafi tekist það "snilldarbragð" að notfæra sér óánægju súnníta í N-Írak, með shia islam stjórnina í Bagdad.

Það er því ákaflega skiljanlegt - - af hverju Obama forseti, þverneitar að senda "hermenn" til Íraks. En ef íbúar N-Íraks styðja yfirtöku ISIS. Þá þíðir sá stuðningur það, að þeir íbúar séu líklegir til að berjast við hlið "ISIS" liða, ef utanaðkomandi aðilar t.d. Bandaríkjamenn. Gera tilraun til að halda innreið inn á súnní hluta Íraks.

  • Frásagnir sjónarvotta virðast staðfesta það, að yfirtaka "ISIS" hafi verið þaulskipulögð, og hafi stuðning íbúa þeirra svæða sem "ISIS" liðar hafa fram að þessu tekið yfir. 

Annað mun auðvitað gilda, ef "ISIS" liðar gera tilraun til atlögu að Bagdad, þ.s. meirihluti íbúa er shia íslam. Afstaða "ISIS" til shíta virðist afskaplega "grimm" þ.e. "villutrú" nær því ekki alveg.

 

Þetta áhugaverða kort á vef Reuters sýnir aðgreiningu hópanna innan Íraks!

Sigh

 

Helstu trúarleiðtogar shíta í Írak, hafa beðið sitt fólk um að rísa upp og grípa til vopna

Iraq's top Shi'ite cleric issues call to fight jihadist rebels

Afstaða beggja fylkinga til hinnar er áhugaverð - - en skv. "al Sistani" æðsta klerki í Írak.

  • "Those killed fighting ISIL militants would be martyrs, he said as the faithful chanted in acknowledgement."

Sem sagt, að þeir sem taka þátt í baráttu shíta gegn "ISIS" muni verða píslarvottar, þ.e. fara beint til himna.

Og hver er afstaða "ISIS" liða á móti? Iraq’s implosion reflects Syria’s lost national narrative

  • "Isis has tweeted ahead to Baghdad, a mostly Shia city since the Sunni-Shia fighting after the 2003 invasion, that it is coming. One sulphurous statement from these...extreme monotheists...urged their fighters on to southern Shia shrine cities such as Najaf, “the den of polytheism”."

Ef þeir kalla shíta "skurðgoðadýrkendur" þá þíðir það á mannamáli, að "ISIS" telur alla shíta réttdræpa. Og örugglega álíta þeir alla þá sem falla í valinn í baráttu við skurðgoðadýrkendur - - einnig vera, píslarvotta.

  1. Það sem þetta sennilega þíðir, er að þegar "ISIS" liðar og íraskir shítar fara að berjast - verði alls, alls engin miskunn auðsýnd af báðum aðilum.
  2. Þ.s. báðir munu líta á hinn aðilann, sem birtingarmynd þess dekksta vonda.

Þetta getur því orðið töluvert hressilegt blóðbað, því af hálfu beggja aðila - geti ekki verið um nokkra uppgjöf að ræða, á svæðum þ.s. bardagar fara fram. Uppgjöf verði sama og dauði.

Friður sé einungis mögulegur, ef báðar fylkingar samþykkja - - fullkominn aðskilnað.

 

Niðurstaða

Írak getur verið á leið inn í "neðsta helvíti" á næstunni, þegar ljótustu form átaka tveggja samfélagshópa, koma fram. Með gagnkvæmum hryðjuverkum og fjöldamorðum.

Eitt sem er íhugunarvert - er fjármögnun "ISIS." En grunur hefur lengi verið uppi, að Persaflóa arabar, hafi fjármagnað þau samtök. 

Þannig séð, má alveg sjá út úr því, gróða fyrir baráttu flóa arabanna við Íran - að fjármagna yfirtöku "ISIS" á verulegum svæðum innan Íraks, þannig að "flóa araba" peningar hafi fjármagnað mútur til íaskra herforingja.

En milli "flóa arabanna" og Írana - hefur verið samfellt síðan 1979 "kalt stríð" þ.s. báðir aðilar hafa gert sitt besta, til að gera hinum óleik. Í seinni tíð, hefur þetta stríð verið að hitna, sérstaklega í kjölfar átakanna í Sýrlandi. Þ.s. flóa arabarnir hafa fjármagnað mikið til uppreisn súnní íslam meirihluta íbúa Sýrlands, gegn stjórn "Alavíta" sem eru shíta sértrúarhópur sem Íran hefur því stutt.

Punkturinn er sá - - að með því að búa til "nýtt stríð innan Íraks" og þannig sennilega neyða Íran, til þess að "beina kröftum af því stríði nær eigin heimavelli" dreifast líklega kraftar Írana - - þannig að þeir geti síður beitt sér að átökunum í Sýrlandi.

Þetta sé þannig séð, krókur Persaflóa Arapa á móti bragði - í þeim vaxandi trúarátökum fylkinga súnní og shia sem hafa verið að stig magnast seinni misseri. Flóa Araparnir vonist til þess, að með því að veikja stöðu Írana, geti þeir á móti styrkt stöðu uppreisnarinnar innan Sýrlands. Þannig séu átökin innan Sýrlands og innan Íraks, orðin hluti af heildarátökum milli forysturíkja araba og Írana.

  • Obama virðist hafa skilið hættuna, á því að allsherjar Mið-Austurlanda stríð, skelli á milli súnníta og shíta - - sbr. tilraun Bandaríkja til þess að "semja beint við Íran."

Ég stórfellt efa, að leikurinn sem "flóa Arabarnir" spila - sé með samþykki Bandaríkjanna. En torvelt er að sjá, hvernig Vesturlönd geta grætt á slíkum hildarleik.

Er mundi án efa, valda nýrri "heimskreppu" ef sá hefst. 

Það sé með þá hættu í huga, sem Obama - hafnar því að senda her inn í Írak. Og hefur hafið tilraunir til beinna samninga við Íran.

 

Kv.


Stefnir óðfluga í orustu um Bagdad - klofnar Írak í þrennt?

Ég ætla að leyfa mér að efast um það, að ISIS nái Bagdad. En leiðtogi ISIS hreyfingarinnar, Abu Bakr al-Baghdadi, hvatti fylgismenn sína til þess að ráðast fram gegn borginni, og taka hana. Á sama tíma berast fréttir af því, að frjálsir borgarar - væntanlega shia múslimar - séu að vopnast, og taka sér varnarstöðu nærri borginni. Skv. því stefnir í blóðbað.

  • Skv. áhugaverðri frétt, hefur Íran ákveðið að senda hersveitir til Íraks, hluta af svokölluðum "byltingaverði" til þess að berjast við ISIS: Iraq Girds to Defend Capital Baghdad

Einn af æðstu herforingjum Írana, hefur verið í Bagdad í þessari viku - líkur á að hann sé að skipuleggja varnir borgarinnar, skv. fréttinni mun a.m.k. hluti írönsku sveitanna taka þátt í vörnum Bagdad.

  • Enn frekar kemur fram í fréttum, að al Maliki forsætisráðherra Íraks - - hafi formlega beðið Obama um aðstoð. Beiðnin virðist um "loftárásir" á liðssveitir ISIS.

Skv. fréttum hafa bandarísk stjórnvöld ekki enn formlega svarað þeirri beiðni, en þó sagt að það geti komið til greina, að beita bandaríska flughernum - - en í sama svari, var sagt að það komi ekki til álita að senda hersveitir til landsins.

Obama warns of U.S. action as jihadists push on Baghdad

  1. Eitt áhugavert sem fram kemur í fréttum dagins - - sem getur skýrt hina leiftursnöggu sókn ISIS.
  2. Er að fyrrum liðsmenn hers Saddam Hussain, hafi gengið í sveitir ISIS.

Ef þetta er rétt, þá getum við verið að tala um umtalsverðan fjölda einstaklinga með herþjálfun, sem þá hafa bæst í þeirra raðir. Það gæti skýrt það, af hverju ISIS hefur snögglega öðlast þann styrk, að sækja svo hratt fram sem ISIS hefur gert í þessari viku.

En ef þ.e. rétt, þá sé það líklega einnig vísbending þess, að íraskir súnní múslímar margir hverjir, hafi ákveðið að styðja yfirtöku ISIS á þeirra svæðum.

  1. Það gæti einnig hluta skýrt það að fjöldi hermanna í her Íraks, hafi gufað upp yfirgefið stöðvar sínar.
  2. Að herinn sé að klofna eftir "sectarian lines" þ.e. súnníta hluti hans, hafi yfirgefið stöðvar sínar - - jafnvel að þeir hafi gengið í raðir ISIS.

 

Þetta áhugaverða kort frá Wallstreet Journal, sýnir yfirráðasvæði ISIS:

Grænt litaða svæðið nær yfir hluta af Sýrlandi og hluta af Írak.

Kúrdahéröðin eru svæðin í jaðrinum Austan og norðan við græna svæðið.

 

Yfirvöld í Kúrdahéröðunum ákváðu, að hersveitir kúrda "Peshmerga" mundu taka yfir varnir borgarinnar, Kirkuk

"The whole of Kirkuk has fallen into the hands of peshmerga," said peshmerga spokesman Jabbar Yawar. "No Iraqi army remains in Kirkuk now."

 [image]

"Kurdish peshmerga forces deployed troops and armored vehicles on the outskirts of the multi-ethnic city of Kirkuk, Iraq, to defend the disputed oil-hub from Sunni Muslim insurgents."

Mér sýnist þetta vera - - T54 skriðdrekar. Greinilega að Peshmerga ræður yfir slíkum tækjum.

  • Það er sennilega enginn vafi á að Peshmerga getur varist ISIS. En fyrir ca. áratug, var styrkur Peshmerga áætlaður af Bandaríkjamönnum, um 70þ.

Það að Kúrdar ráði nú "olíuborginni" Kirkuk - - styrkir Kúrda stöðu þeirra ákaflega.

Freysting virðist augljóst fyrir hendi fyrir stjórnendur Kúrda, þegar héröðin vestan megin við Kúrdahéröðin, virðast nú öll undir stjórn ISIS - - flóttamenn þeir sem flúðu frá borgum sem ISIS liðar hafa tekið, ásamt hermönnum sem kusu að flýja sókn ISIS í stað þess að berjast - - virðast hafa leitað til Kúrda héraðanna.

Nú þegar Kúrdar ráða olíuborginni Kirkuk, þá blasir við að grundvöllur fyrir "sjálfstætt Kúrdistan er kominn."

Að auki blasir við, að þeir slái saman með sýrlenskum Kúrdum, sem einnig "de facto" ráða sér sjálfir.

 

Hvað verður þá eftir af Írak?

Það getur stefnt í að Írak verði að shia islam þjóðríki - - þ.e. að "kúrdahéröðin" klofni frá, og einnig súnní íslam héröðin. Eftir er þá suður hluti landsins, og sennilega Bagdad er þá verður áfram höfuðborg.

Það verða þá 3-olíuríki:

  1. Það er olía nærri Persaflóa í shia héröðum Íraks. Þannig að shia islam þjóðríki, verður olíuríki.
  2. Eftir að hafa náð Kirkuk, þá ráða Kúrdar einnig yfir olíu.
  3. Og það gera einnig sveitir ISIS. Sem þá væntanlega mynda kalífa ríki á svæðum súnní múslima. Að frádregnum Kúrdum.

Ríki ISIS muni ná yfir hluta af Írak og Sýrlandi - sjá kort af ofan.

En það geri sennilega einnig ríki Kúrda, en það virðist mér sjálfsagt að íraskir Kúrdar bjóði bræðrum sínum í Sýrlandi, að vera með.

  • Ríki Alavíta í Sýrlandi, verður þá einnig - verulega minnkað.

 

Niðurstaða

Ef þ.e. rétt að þúsundir fyrrum liðsmanna hers Saddam Hussain hafi gengið í raðir ISIS. Auk þess að ISIS hefur tekið mikið magn hergagna af her Íraks. 

Þá líklega dugar ekkert minna til - en fjölmenn innrás til þess að binda enda á yfirtöku ISIS á stórum landsvæðum í Írak. 

Þ.s. Obama virðist ekki áhugasamur um það að blanda sér mikið í þetta stríð - fremur en hann hefur haft áhuga á að blanda sér að ráði í stríðið í Sýrlandi.

  • Þá sé það einna helst spurningin um það hve mikið lið Íran sendir til Íraks.
  • En sennilega mun Íran, leggja áherslu á að verja shia islam meirihluta svæðin.

Ekki á að taka aftur súnní meirihluta héröðin.

Svo að þá virðist mér blasa við - svo fremi sem "al Bagdadi" fremur engin stór axarsköft, þá sé hreyfing hans ISIS með góða möguleika á því, að halda þeim landsvæðum sem ISIS hefur tekið undanfarna daga. Og þar með uppfylla drauminn, um stofnun súnní íslamista ríkis.

-------------------------------

Það virðist ákaflega sennilegt að fljótlega í kjölfar á formlegri stofnun ríkis súnní íslam íslamista í hluta af Írak og hluta af Sýrlandi, þá muni Kúrdar sem búa í Írak og Sýrlandi - - einnig stofna sitt ríki.

Það veit enginn hvað ríki ISIS mun heita. En aftur á móti er ekkert leyndarmál, að ríki Kúrda mun þá sennilega heita, Kúrdistan.

Það getur orðið áhugavert að sjá, hvort að shia íslam þjóðríkið sem restin af Írak þá verður, mun ákveða að halda - Írak nafninu. En þeir geta allt eins ákveðið, að stofna formlega þjóðríki undir nýju nafni. Þannig að Írak væri formlega lagt niður.

  • Þ.e. síðan spurning hvað gerist í Sýrlandi, en ef ástandið verður stöðugt innan Íraks þ.e. ISIS telji sig öruggt með þau svæði sem eru nú fallin undir stjórn ISIS liða, þá er ekki loku fyrir skotið - að ISIS muni færa liðssveitir til Sýrlands, til þess að sækja þar frekar fram, til að stækka frekar yfirráðasvæði ISIS þar. 

Það gæti því verið töluvert drama í framhaldinu, þó svo að hóparnir innan Íraks - sættist á um að skilja að skiptum. Það gæti þítt, að yfirráðasvæði stjórnar Alavíta í Sýrlandi, muni skreppa frekar saman í framtíðinni.

Sem gæti leitt til þess að íslamista ríki ISIS verði töluvert öflugt ríki.

Hvaða afleiðingar stofnun ISIS á ríki róttækra súnní íslamista í Mið-Austurlöndum mun hafa fyrir heiminn, mun koma í ljós fyrir rest.

  • Þ.e. a.m.k. hugsanlegt, að það verði gróðrarstía fyrir hryðjuverkaöfl heiminn vítt.

 

Kv.


Bloggfærslur 13. júní 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 23
  • Sl. sólarhring: 272
  • Sl. viku: 496
  • Frá upphafi: 847768

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 481
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband