Engin eftirgjöf af hálfu deiluaðila í Úkraínu, landið virðist því á öruggri siglingu í borgarastríð

Fjöldi málsmetandi aðila í Evrópu og Bandaríkjunum, virðast telja að yfirlýsing Pútíns á fimmtudag þ.s. hann óskaði eftir því, að uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk héröðum í A-Úkraínu mundu fresta almennum atkvæðagreiðslum um sjálfstæði þeirra héraða; hafi verið kaldhæðnislegt leikrit. Eða með öðrum orðum, Pútín hafi reiknað með því að uppreisnarmenn gegn stjv. í Kíev, mundu hafna ósk hans. Hún hafi einungis verið lögð fram í áróðursskyni - til að gefa það til kynna, að hann hafi enga stjórn á rás atburða innan A-Úkraínu, að uppreisnarmenn stjórni sér sjálfir.

Ég hef í sjálfu sér ekki hugmynd hvort þetta er rétt túlkun, þó það geti verið. 

Ukraine crisis: Pro-Russia separatists defy Putin on vote

Ukraine rebels ignore Putin call to delay self-rule vote

Pro-Russian Separatists in Ukraine Reject Putin's Call to Delay Vote 

 

Úkraína er á stórhættulegum kúrs

Undanfarið hafa verið raunverulegir bardagar milli stjórnarhersins og rússn.mælandi stjórnarandstöðuhreyfinga í A-Úkraínu. Miðað við það hve vel þeim hreyfingum gengur, þ.e. þær hafa ekki verið gersigraðar með hraði heldur verjast af krafti og bersýnilega - umtalsverðri getu. Þá er líklega farið að vera rétt, að nefna þær "skæruliðahreyfingar."

En orðalagið "friðsamir mótmælendur" sem gjarnan heyrist á vefjum "stuðningsmanna" getur ekki átt við hreyfingar, sem bersýnilega eru "vel vopnaðar" og að auki eru bersýnilega "vel bardagahæfar."

Yfirlýsingar beggja aðila sýna "algeran skort á sveigjanleika."

  1. "Denis Pushilin, a leader of the self-declared separatist Donetsk People's Republic, expressed gratitude to Putin but said the "People's Council" had voted unanimously on Thursday to hold the plebiscite as planned." - ""Civil war has already begun," he told reporters. "The referendum can put a stop to it and start a political process." A man holding a Kalashnikov stood behind him."
  2. "Roman Lyagin, head of the Donetsk People's Republic's so-called electoral commission, said more than three million voting slips had been published and sent to towns across the region. The vote will take place in schools and other administrative buildings and would meet "European and international standards," he said." - ""It's important to hold the referendum on May 11, because if we'd put it off for even a week, we'd have lost the trust of ordinary people," Mr. Lyagin said."  - "Given limited resources, Mr. Lyagin said the commission was staffed by volunteers." - ""Almost all the money was spent on toner to print the ballots," he said"  - "Organizers of the independence referendum say if the vote passes they aim to create a new state called Novorossiya that would include the Donetsk and Luhansk regions."  
  3. "Acting President Oleksandr Turchynov said...the government is open to negotiations, but not with what he called terrorists." 
Miðað við þetta, er pólitíska ferlið sem Pushilin tala um - stofnun lýðveldisins "Nýtt Rússland" eða ég er nokkuð viss, að "novo" þíðir "nýtt" eða "nýja."
 
Með því að lesa hans orð í samhengi við orð kosningastjóra hans, virðist það "eðlilegur" skilningur.
-------------------------------
 
Skipaður forseti Úkraínu, Turchynov - auðsýnir í engu meiri sveigjanleika, með því að segjast gersamlega hafna öllum viðræðum við "hryðjuverkamenn."
  • En ég verð að segja, að ég sé ekki meiri skynsemi í orðalagi úkraínskra stjv. - þ.s. andstæðingar þeirra eru "uppnefndir" hryðjuverkamenn.
  • Fremur en af áráttu andstæðinga úkraínskra stjv. að nefna þau og þeirra stuðningsmenn "nasista." 
Þetta virðist vera hegðunarferli sem nefnist á ensku "demeaning" sbr. orðabók: "The adjective demeaning describes something that lowers a person's reputation or dignity." - - eða með öðrum orðum, að sverta mannorð andstæðinga sinna.
 
Þetta er auðvitað form af áróðri - þ.e. verið að varpa upp ímyndum. Sá þeim um samfélagið í landinu.
 
Vandi er sá, að þær tilraunir beggja - dýpka þá stöðugt gjána milli þjóðahópanna í landinu, magnar þannig hættu á "spontant" ofbeldisatburðum, eins og atburðinum í Odessa sl. föstudag.
 
En að auki, með því að sá þannig hatrinu sem öfgahóparnir tveir bera til hvors annars - magna þeir stöðugt hættuna á því að deilan leysist upp í víðtækt borgarastríð.  
-------------------------------
 
Augljóslega mun stjórnin í Kíev, gera sitt ítrasta til að eyðileggja hina fyrirhuguðu atkvæðagreiðslu sem andstæðingahóparnir ætla að halda, þann 11/5 nk.
 
En augljóst er mjög mikil óvissa um það, hve víðtæk þátttaka mun verða - hafandi í huga að uppreisnarmenn ráða ekki alls staðar innan sinna héraða, það eru vegatálmar víða sem haldið er uppi af stjórnarhernum.
 
Og að sjálfsögðu, mun enginn óháður eftirlitsaðili vera til staðar, til að staðfesta að atkvæðagreiðsla fari virkilega fram skv. lýðræðislegum leikreglum - né með talningu.
  •  Líkur virðast miklar á "lítilli þátttöku" að líklega muni "mjög áhugasamir kjósendur mæta," aðrir sitja heima.
  • T.d. gæti verið mikill meirihluti atkvæða, en þátttaka t.d. ekki nema 20%.
Það yrði afskaplega ótrúlegt, ef uppreisnarmenn skella fram tölum sambærilegar við þær sem haldið er fram að séu réttar frá atkvæðagreiðslunni á Krímskaga þ.e. 83% þátttaka og 91%.
 
Það yrði afskaplega erfitt að sjá að slík þátttaka væri möguleg. 

-------------------------------

Á hinn bóginn efa ég að þessi atkvæðagreiðsla í Luhansk og Donetsk, leysi nokkurn hlut - eða eins og fulltrúi uppreisnarmanna hélt fram "mundi draga úr líkum á borgarastríði."

Þvert á móti, mundi líklega niðurstaðan verða sú - að ef eitthvað, mundu átök halda áfram að harðna í kjölfarið.

Stjórnvöld mundu gera sitt besta, til að sigrast á þessu nýja "uppreisnarlýðveldi" eins og þau mundu líta á málið - - tja ekki ósvipað, og Bandaríkin beittu hörku gegn eigin uppreisnarmönnum í sínu borgarastríði eftir að nokkur fylki lýstu yfir stofnun nýs sambandsríkis svokallaðra Suðurríkja

 

Niðurstaða

Það er reyndar áhugavert að bera þetta saman við upphaf borgarastríðsins í Bandaríkjunum. Þá auðvitað snerust deilurnar um allt aðra hluti. En þar var afstaða aðila þannig, að gjáin í afstöðu á endanum reyndist óbrúanleg. Stríðið braust út af mikilli hörku í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingar hinna svokölluðu S-ríkja.

Ég er nokkuð viss að í stað þess sem að herra Lyagin virðist halda, að atkvæðagreiðsla uppreisnarmanna sé einhvers konar "lausn" - án hennar verði borgarastríð. Þá geti það þvert á móti verið sennilegar, að atkvæðagreiðslan marki hið eiginlega upphaf þess.

Þegar deilan braust út yfir í þ.s. mætti kalla alvöru bardaga, með miklu mun meira mannfalli en áður. Þannig muni mál sennilega standa, þar til annar eða báðir aðilar eru "úrvinda."

Sem getur samt þítt nokkurra ára langt borgarastríð - kannski mannfall upp á nokkur hundruð þúsund. Og milljónir flóttamanna.

---------------------

Það var kannski síðasti fræðilegi möguleikinn, til að hindra borgarastríðið, ef báðar fylkingar hefðu verið til í að bakka samtímis, þ.e. uppreisnarmenn að fresta atkvæðagreiðslunni og stjv. til í að hefja formlegar viðræður í kjölfar gagnkvæmrar yfirlýsingar síðan um vopnahlé.

En þessi niðurstaða er bersýnilega úti - svo þ.e. þá líklega borgarastríð. 

 

Kv. 


Bloggfærslur 8. maí 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 258
  • Frá upphafi: 847372

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 255
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband