Stjórnvöld Úkraínu virðast ekki beint góð í því að "stilla til friðar" þegar landið færist nær ástandi borgarastríðs

Eins og hefur komið fram í fréttum, urðu nokkrar múgæsingar í hafnarborg Úkraínu við Svartahaf - Odessa. Þegar þúsundir söfnuðust saman við aðallögreglustöð borgarinnar, kröfu hópsins að 67 rússneskumælandi einstaklingum er voru meðal þeirra sem voru handteknir í kjölfar óeirðanna sl. föstudag yrði sleppt, var fyrst hafnað af yfirvöldum á staðnum. En eftir að hópurinn réðst að stöðinni, leitaði inngöngu, braut glugga - - var þeim sleppt, að sögn yfirvalda.

Á meðan aðgerðum stóð sönglaði hópurinn - "Russians won't abandon their own!" - "Russia! Russia!" - "we will not forgive!""

Ef ríkisstjórnin hefði haft "lágmarks skynsemi" þá hefðu múgæsingarnar sl. föstudag "strax verið fordæmdar" - rannsókn hafin, að handtaka einhvern fjölda þeirra sem tók þátt í látunum var ekki undarlegt "strangt til tekið" - en yfirlýsingar stjórnvalda um helgina hafa ekki beint verið þess eðlis, að skapa traust á því að þeir "handteknu" fengu réttláta málsmeðferð.

Ukraine Violence Spreads as Government's Grip on East Loosens Further

Pro-Russians storm Odessa police station, PM slams local police

Ukraine struggles to maintain order

 

Nefnum dæmi:

  1. "Ukraine’s Interior Ministry said that a preliminary investigation found that the fire may have been caused by Molotov cocktails thrown from above by pro-Russian activists." - reynt að halda því fram að rússn.mælandi hópurinn sem leitaði skjóls í tiltekinni byggingu, hafi sjálfur kveikt í. Þetta var sagt á laugardag.
  2. Settur forsætisráðherra Úkraínu fór til Odessa á Sunnudag og sagði eftirfarandi sbr: "Ukrainian Prime Minister Arseniy Yatsenyuk on Sunday blamed the country's security services for failing to stop Friday's violence in Odessa. He said there would be a "full, comprehensive and independent investigation," and that all those who helped instigate the violence would be tracked down." - - En hann sagði einnig eftirfarandi “If the law enforcement system in Odessa worked . . . and protected people, then all of these terrorist organisations would be disposed,” - akkúrat hann og hans ráðherrar kalla andstæðinga aldrei neitt annað en "hryðjuverkamenn" og þeirra athafnir neitt annað en hryðjuverk, þá er rannsóknin á óeirðunum orðin rannsókn á hryðjuverkum, síðan sagði hann að auki -  “all instigators, all organisers and all those that under Russian leadership began a deadly attack on Ukraine and Odessa” - með öðrum orðum að "óeirðirnar hafi verið þáttur í hinni rússnesku árás á landið sem ríkisstjórnin segir vera í gangi."

Svona orðalag er ekki beint til þess að skapa tiltrú á því að rannsókn verði óhlutdræg. Þegar að því er virðist að ráðherra telur sig vita fyrirfram - hvað var í gangi.

 

Vandinn virðist m.a. að aðilarnir sem takast á innan Úkraínu séu orðnir blindaðir af eigin áróðri

Stjórnvöld sjá allt sem gerist - í formi aðgerða þess hluta rússneskumælandi íbúa sem er virkur í andstöðu gegn henni, hvort sem það eru mótmæli eða óeirðir eða róttækari aðgerðir svo sem að setja upp vegatálma eða storma opinberar byggingar, sem hluti af rússnesku plotti til að "grafa undan miðstjórninni í landinu."

Allir þeir sem taka þátt í slíkum aðgerðum, virðast fá titilinn - hryðjuverkamenn.

Andstæðingar ríkisstjórnarinnar eru á sinn hátt að mörgu leiti eins slæmir, en hún virðist gjarnan kölluð "junta" sem er enskur frasi sem gjarnan er notaður utan um valdaklíkur herforingjastjórna, síðast þegar ég vissi þá varð ekki "valdarán hersins" eða "coup d'état" í landinu og landinu er ekki stýrt af fámennri herforingjaklíku. 

Síðan þegar rætt er um þá sem styðja stjórnina eða vinna fyrir hana, þá eru þeir nánast alltaf titlaðir "nasistar" - - það áhugaverða er, að þessu er að því er virðist útbreitt trúað af hópum róttækra andstæðinga, að stjórnarliðar séu nasistar

  • Stjórnarsinnar sjá andstæðinga sína sem hryðjuverkamenn eða einhverskonar 5-herdeildir á vegum Rússa.
  • Rússneskumælandi andstæðingar, sjá stjórnina sjálfa sem "junta" - byltingin er titluð "coupe" einnig eins og um herforingjabyltingu hefði verið að ræða - og stjórnarsinnar, nasistar.

Þessi gagnkvæma "andstyggilega" orðaræða er að sjálfsögðu að eitra öll samskipti á báða bóga.

Magna upp tortryggni - - og eins og ég benti á að ofan, hvernig ráðherrar landsins tala sjálfir, eflir þá tortryggni sem er til staðar, og stöðugt að hlaðast upp. Jafnvel þegar forsætisráðherrann fór sérstaklega til Odessa, til að "gera tilraun til að lægja öldur" - með því að:

  1. Fyrirskipa opinbera rannsókn.
  2. Lögreglustjóri borgarinnar hefur verið rekinn.

Þá eyðileggur hann þá tilraun til sátta, í eigin orðaræðu.

Það má meira að segja vera að hann trúi því "heiðarlega" að andstæðingarnir séu hryðjuverkamenn, en þá á hann ekkert erindi að vera forsætisráðherra landsins. Ef hann er þetta "ofstækisfullur" sjálfur.

---------------------------------

  • Það er einmitt vandamálið, að "ofstækið er gagnkvæmt."
  • Og að auki, ofstæki beggja fylkinga elur á frekara ofstæki, magnar það hjá báðum.

 

Niðurstaða

Ég er reyndar algerleg viss um, að flugumenn Rússa eru á svæðinu. Og eru líklega að ástunda að grafa undan stjórninni í Kíev. Samt sem áður, gengur ekki sú umræða sem stjórnvöld stunda. Að titla andstæðinga sína hryðjuverkamenn og sjá allt sem gerist sem rússneskt plott.

Málið er, að þó líklega sé sannarlega til staðar rússn. plott, er örugglega ekki nærri allt sem er í gangi, hluti af því. Heldur sé raunverulega um að ræða töluverða andstöðu gegn stjórninni meðal íbúa, sem eru rússneskumælandi.

Að titla alla sem hryðjuverkamenn og/eða erlenda flugumenn - einungis magnar þá reiði sem býr í þeim andstöðuhópum. Gerir þá ákveðnari í því að berjast gegn stjórninni. Magnar þeirra tortryggni.

Þó svo að andstæðingar stundi fyrir sitt leiti afskaplega "andstyggilega" orðaræðu, þá er það ekki næg afsökun fyrir stjórnina - - að vera sjálf "jafn slæm" hvað þann þátt varðar.

Eins og málin birtast, þá talar stjórnin eins og að þeir sem sitja á valdastólum, séu sjálfir a.m.k. ekki minni róttæklingar eða öfgamenn, og þeir andstæðingar sem geta ekki talað um stjórnarsinna með öðrum hætti en sem nasista eða stjórnina sem "junta" eða byltinguna sem "coupe."

Þá verður þetta að baráttu - - tveggja öfgafylkinga um völdin í landinu.

Þegar enginn virðist vera að leita eftir því að lægja öldur, þá sé vart um annað að ræða en að vandinn haldi áfram að stigmagnast alla leið upp í borgarastríð.

-------------------------------------------------

Rakst á þessa áhugaverðu grein um "kinverskt megapródjekt" í Nígaragúa, áhugavert:

China's 'ordinary' billionaire behind grand Nicaragua canal plan 

 

Kv.


Bloggfærslur 4. maí 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 264
  • Frá upphafi: 847378

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 261
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband