Ég mótmæli því að lóðaúthlutun fyrir moskvu, sé gerð að bitbeini í umræðunni fyrir kosningar, til atkvæðasmölunar

Ég ætla ekki að fara neitt í felur með það, að ég tek eindregna afstöðu gegn stefnu 1. sætis á lista á vegum framboðs Framsóknarflokksins í Reykjavík. En í kjölfar þess að framboðsfrestur rann út þann 10. maí sl. Hefur andstaða við mosku í Reykjavík virst all í einu vera orðið meginmál framboðsins, í stað baráttunnar fyrir Reykjavíkurflugvelli, sem þó er mjög mikilvægt baráttumál fyrir landsmenn alla.

Þetta mál, bæði að það skuli fyrst koma fram eftir að framboðsfrestur er liðinn, og málefnið sjálft andstaða við byggingu mosku í Reykjavík, þ.s. spjótum virðist beint að viðkvæmum minnihlutahóp í samfélaginu á Íslandi; stuðar mig svakalega - gerir mér ókleyft að veita framboði Framsóknarflokksins í Reykjavík stuðning í þetta sinn.

Að auki, eins og ég skil stefnu Framsóknarflokksins, er það algerlega og gersamlega gegn stefnu flokksins, að vega gegn viðkvæmum minnihlutahóp á Íslandi - sem á það á hættu að vera lagður í einelti.

Við eigum að vernda okkar minnstu samborgara, ekki vega að þeim.

 

Sannarlega er unnt að færa málefnaleg rök fyrir því að trúfélög skuli ekki fá ókeypis lóðir

Þetta hefur verið nefnt í umræðunni, sem hefur verið fjörleg undanfarið. Ég sé í sjálfu sér ekkert athugavert við það, að sú stefna sé mörkuð - - að hætt sé að veita trúfélögum ókeypis lóðir.

  • En gott og vel, þá þarf að gæta þess - - að óeðlilegt er að breyta reglum afturvirkt.
  1. Þ.e. ef sett er ný regla, þá er réttlætis vegna, rangt að láta hana gilda um aðrar úthlutanir, en þær sem berast eftir að nýja reglan hefur tekið gildi.
  2. Sannarlega er tæknilega unnt, að lýsa allar áður fram komnar umsóknir ógildar, og heimtað að nýjar verði lagðar inn - jafnvel í tilvikum þegar umsókn hefur legið fyrir árum saman frá aðila. 
  3. Slík nálgun mundi flokkast undir - - valdníðslu.
  4. Réttlætið krefst þess, að þó svo að reglunni sé breytt, fái múslimar í Reykjavík úthlutað lóð skv. eldri reglunni, er gilti þegar umsókn þeirra barst - - í því tilviki að lagt er til ofangreind reglubreyting.

 

Hvað með að moskan sé of stór á lóðinni, eða á of áberandi stað?

Þarna er verið að koma inn á atriði, sem kveðið er á um í borgarskipulagi - nánar tiltekið skipulagi því er gildir á því tiltekna svæði.

Moska mun að sjálfsögðu falla undir það skipulag, þær reglur um umfang bygginga sem fylgja með sem kvaðir við lóðaúthlutun, en við úthlutun lóðar er tækifæri ef menn vilja að setja inn "viðbótar skilyrði."

Þau þurfa þó að vera málefnaleg, þ.e. það þurfa að vera góð rök fyrir því að setja strangari kvaðir, en skipulag svæðisins gerir ráð fyrir.

Að einhverjum finnist það ljótt, að moska sé á þessum stað - eru tilfinningarök sem í eðli sínu skv. eru ekki málefnaleg.

Ég held þvert á móti að vel hönnuð moska, geti verið ákaflega falleg bygging.

  • Mig grunar að það skíni í gegn fordómafull afstaða til mosku, þegar talað er um "bygginguna sem of áberandi" eða "of stóra."
  • Ég held að enginn mundi tala um Hallgrímskirkju í dag sem of stóra eða of áberandi, þó er hún á einna mest áberandi staðnum í borginni, og er sannarlega stór.

 

Að ýta undir fordóma

Það er þ.s. mér finnst alvarlegasti hlutinn við þetta. Mönnum verður gjarnan tíðrætt um innflytjendur sem ógn, sérstaklega er þetta mikið rætt á meginlandi Evrópu. Ísland hefur ætíð viðhaft ákaflega stranga innflytjendastefnu, þ.s. langsamlega flestir sem koma ólöglegir til Íslands - - er vísað snarlega úr landi aftur skv. 1-lands reglunni. En Ísland er ákaflega sjaldan eðli sínu skv. 1-landið sem útlendingur kemur, sá hefur 99,99% tilvika fyrst komið í annað Evr. land - sem skv. því reglukerfi sem Ísland er hluti af, heimilar Íslandi að senda viðkomandi til þess upprunalands, þ.e. þess Evr. lands sem sá eða sú kom fyrst til sem flóttamaður.

Hingað er alls ekki að streyma sá gríðarlegi straumur og til nágrannalandanna á meginlandinu. Þetta hefur verndað Ísland - - gegn þeim vandamálum sem gjarnan hafa komið upp.

  • Tek fram að þau vandamál eru ekki endilega "útlendingunum að kenna" heldur algerlega allt eins "samfélaginu sjálfu."
  • En það reynir mikið á getu samfélags til umburðalyndis, þegar fjölmennir hópar koma, sem hafa aðra siði og aðrar venjur, en sem því samfélagi finnst sjálfsagðar.
  1. Ég tel reyndar, að oftar þegar vandamál hefjast, sé það umburðarlyndi samfélagsins sem bregst, frekar en að "helvítis útlendingarnir hafi gert eitthvað af sér."
  2. En samfélagið gjarnan tekur þ.s. sönnun þess, að tortryggni hafi haft rétt á sér, ef óánægjualda brýst fram meðal samfélags útlendinga í landinu.

Fordómafullir einstaklingar, kenna gjarnan "útlendingunum" alveg sjálfvirkt um - - ef það koma upp vandamál í samskiptum.

Sem dæmi get ég nefnt óeirðir sem blossuðu upp í Svíþjóð fyrir 2-árum. Þegar ungmenni sem voru múslimar gengu berserkgang í eigin hverfum, brutu og brömluðu, kveiktu í bílum og einhverjum byggingum.

Ef aðstæður þeirra ungmenna eru skoðaðar nánar, kemur í ljós - - að flest þessi ungmenni, áttu mjög litla möguleika á að fá atvinnu. Virkilega nær enga. Framtíðin var því ekki björt. Sem að sjálfsögðu fyllti þau vonleysi og óánægju. Sem síðar braust út í óeirðum.

Að einhverju verulegu leiti stafaði það af því að þau töluðu ekki málið, en þó dugar það ekki endilega til - að vernda þig fyrir fordómum, að vera altalandi á málið.

  1. Ég t.d. heyrði um daginn í þætti í útvarpinu á RÚV. Viðtal við pólska stelpu, sem sagði farir sínar ekki sléttar af af íslensku samfélagi.
  2. Samt hafði hún "aðlagast" þ.e. er fædd hér, með samt alfarið pólskt nafn, er því Íslendingur þó hún eigi pólska foreldra, talar íslensku eins vel og hver annar barnfæddur og uppalinn hér.
  3. En þó átti hún í vandræðum með vinnu - - vegna fordóma. Hún sagði, að eina leiðin fyrir sig, væri að mæta sjálf á staðinn, því það væri eins og að menn gerðu ráð fyrir því, að hún talaði bara pólsku.
  4. Að auki hefði hún oft rætt við íslendinga, sem taka henni vel meðan þeir vita ekki ætterni hennar, en að hennar sögn merkilega margir síður vel, þegar þeir vita af því.

Hópar múslima eiga að sjálfsögðu - - mun meir á hættu að verða fyrir barðinu á "fordómum ísl. samfélags." Þ.s. þeir eru mun meir ólíkir okkur, en stúlka sem talar málið reiprennandi en hefur pólskt fornafn og eftirnafn.

Þ.e. því afskaplega alvarlegt að vera að ífa þá samfélagsfordóma upp. Ljótur leikur!

 

Niðurstaða

Við eigum að vernda okkar minnstu samborgara - - ekki ráðast gegn þeirra hagsmunum. En samfélög útlendinga hér, eru einmitt að mörgu leiti okkar minnstu borgarar. 

  1. Þeir fá almennt lægri laun.
  2. Eiga erfiðar með að útvega sér vinnu.
  3. Fá síður atvinnu við hæfi.
  4. Sæta gjarnan fordómum nærsamfélagsins, vegna þess að þeir hafa skrítna siði og venjur, og gjarnan bætist við, ef þeir tala bjagaða íslensku. 
  • Þeir eru því fátækari en meðaltal íbúa á Íslandi.

Tek fram, að þetta er ekki sérkenni á Íslandi. Útlendingar í öllum samfélögum eiga erfitt uppdráttar, eða erfiðar uppdráttar.

En það brennur á, alveg eins og það brennur á að vinna gegn fordómum gegn hommum og lesbíum, eða berjast fyrir réttindum kvenna, að berjast gegn fordómum gagnvart nýbúum innan okkar samfélags.

  • Ef Framsóknarflokkurinn væri að leita sér að verðugu verkefni, þá í stað þess að "efla fordóma gegn tilteknum hóp útlendinga innan okkar samfélags" ætti hann að - - standa fyrir verndun slíkra hópa innan samfélagsins hér.
  • Ég er að tala um, að taka að sér - - réttindabaráttu fyrir þessa hópa.
  • Bendi á að um 10þ. pólverjar eru hér. Og samanlag nokkur þúsund aðrir.
  • Þetta er dálaglegur kjósendahópur, þegar allt er talið.

Það mundu fáir gagnrýna það, ef Framsóknarflokkurinn mundi taka að sér, að auðvelda nýbúum það að búa á landinu, aðstoða þá í hvívetna við það verkefni að finna sér hlutverk innan okkar samfélags, höfum í huga að "aðlögun á ekki að vera einhliða" þ.e. að útlendingar taki upp okkar siði - - í þeirri afstöðu felast einmitt rammir fordómar. Því það felur í sér skort "okkar" á umburðarlyndi. Heldur "gagnkvæmri aðlögun" þ.s. þeir læra á okkar samfélag, og við lærum að lifa með þeim og umbera þau atriði sem gera "þau" öðruvísi.

Barátta gegn fordómum - - er eilífðarmál.

Þ.s. aldrei má, er að styðja við slíka fordóma. 

Það mega Framsóknarmenn aldrei gera.

 

Kv.


Nýr hópur vopnaðra uppreisnarmanna virðist hafa óvænt tekið völdin í Donetsk borg

Heimspressan varð óvænt vitni að áhugaverðum atburði í Donetsk borg, er þar varð skyndileg valdataka bersýnilega þrautskipulags hóps er tók yfir stjórnarbyggingar, og hreinsaði þær af þeim uppreisnarmönnum er höfðu haldið þeim byggingum síðan í mars.

Pro-Russia Militia Occupies Symbol of Uprising

Paramilitaries seize Donetsk rebels’ HQ

Ukraine separatists down army helicopter, 14 killed

 

Það sem marga blaðamenn er urðu vitni að atburðinum grunar, er að "hernaðararmur uppreisnarinnar" hafi tekið völdin

Blaðamenn fengu að skoða sig um í aðalbyggingunni, þar sem þeim var sýnt hvernig hópurinn sem hafði hafst við í henni undanfarna mánuði hafði gengið um. Lístu þeir vopnuðu menn yfir hneykslan.

"Members of the Vostok battalion depicted the takeover as an emergency measure after a sharp rise in separatist looting and crime, as well as disorder within the leadership." - "“We had such a beautiful city . . .  what the hell is this?” said one armed member of the Vostok battalion, as bulldozers began dismantling the barricades beside him." - "Vostok members said some of the separatists had looted an entire hypermarket... the spoils of which – coffee, hot dogs, Snickers, cigarettes – were scattered liberally throughout the building." - "“The people who were representing our republic were not respectable,” Adik, another member of the battalion, said."

Ekki er vitað hverjir akkúrat standa að baki "Vostok" - liðssveitinni. Eins og þessir vopnuðu aðilar virðast kalla sig. En þetta gæti þítt, að uppreisnin sé að verða betur skipulögð.

En hugsanlega einnig, að harkan muni aukast frekar en hitt.

Áhugavert er að þessi valdataka gerist - - daginn eftir að orustu milli uppreisnarmanna og stjórnarhers Úkraínu lauk, þ.s. talið er að allt að 50 uppreisnarmenn hafi látið lífið.

  • það getur vel verið - - að mannfallið hafi "raskað valdajafnvægi" milli mismunandi hópa uppreisnarmanna.

Eftir þann atburð, standi allt í einu þessi "Vostok" hópur sterkar að vígi, sem þeir hafi ákveðið að notfæra sér, með því að "framkvæma" þessa yfirtöku.

  • Ekki er vitað hver staða sjálfskipaðs leiðtoga svæðisins er eftir þennan atburð, en Denis Pushilin viðurkenndi að 33 af þeim 50 er féllu, hafi verið "Rússar:"Those who are volunteers from Russia will be taken to Russia today." - - En röð líkkista sást í Kalinin borg sem beið eftir flutning út á næsta flugvöll. Skv. presti á staðnum - "Yes. They're going to Russia,."

Eitt virðist samt ljóst, að þessi "Vostok" hópur - - tilheyrir ekki samtökum Pushilin.

Spurning hvort að þetta "Donetsk People Republic" fái nýtt nafn á næstu dögum?

 

Niðurstaða

Hugsanlega er bylting að verða innan uppreisnarinnar í A-Úkraínu. Markmið þess hóps er virðist hafa tekið yfir í Donetsk borg. Virðast þá vera svipuð, þ.e. "uppreisn gegn stjórnvöldum í Kíev."

Þ.e. áhugavert að það er nú staðfest, að "rússneskir" borgarar taka beinan þátt í átökum. Síðan bar sig á tal vopnaður einstaklingur við blaðamenn, og sá sagðist vera frá Abkasíu. Í öðrum fjölmiðlum, hefur komið fram að auk þessa er á svæðinu einhver hópur frá Téténíu. 

Þ.e. því eins og að í gangi sé streymi öfgamanna sem hafi áhuga á að berjast. Þannig séð, líkist sú þróun því - hvernig uppreisnin gegn Assad í Sýrlandi. Hefur smám saman að verulegu leiti verið tekin yfir af utanaðkomandi róttæklingum. 

Haft var a.m.k. eftir Abkasanum: "The number of fighters is increasing and I think that the closer the Ukrainian army gets, the more fighters there will be because, you know, mobilisation has been called,..."

Ef er að marka hann, hefur verið kallað eftir hverjum þeim sem vill hætta lífi sínu, að berjast innan Úkraínu. Spurning hvort svipað er að gerast í A-Úkraínu. Að utanaðkomandi aðilar séu að taka smám saman uppreisnina yfir.

 

Kv.


Bloggfærslur 30. maí 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 264
  • Frá upphafi: 847378

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 261
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband