Líbýa að verða að nýrri Sómalíu?

Líbýa hefur ekki beint verið efst á baugi í heimspressunni síðan Gaddhafi var steypt af stóli. En landið hefur nú í hátt á aðra viku verið í sinni verstu krísu, tja síðan átökin við Gaddhafi stóðu yfir. Núverandi bylgja hófst þegar dularfullur fyrrum hershöfðingi, Khalifa Hifter, hóf þ.s. hann kallaði herferð gegn íslamistum, með aðstoð "militia" sem hann kallar, "þjóðarher Líbýu" eða "Libyan National Army."

Khalifa Hifter, the ex-general leading a revolt in Libya, spent years in exile in Northern Virginia

Hifter virðist hafa átt nokkuð litríka æfi, þ.e. sem ungur liðsmaður hers Líbýu, tók hann virðist þátt í byltingunni er kom Gaddhafi til valda, komst síðar meir alla leið upp í tign hershöfðingja í her hans, gerðist síðar uppreisnarmaður gegn honum, orðrómur sterkur að hann hafi a.m.k. um tíma verið á launum frá CIA, enn síðar dúkkaði hann upp í Bandaríkjunum - er þar einhver ár, og að lokum er uppreisnin gegn Gaddhafi hefst, dúkkar hann að nýju upp í Líbýu, gerist einn af herforingjum uppreisnarinnar; en nú í dag er hann búinn að safna að því er virðist í kringum sig nokkrum hópi vopnaðra liðsveita "militias" sem innihalda einstaklinga "frústreraðir" á ástandinu í landinu.

http://www.stripes.com/polopoly_fs/1.284201.1400633641!/image/image.jpg_gen/derivatives/landscape_804/image.jpg Vandamál Líbýu virðist vera ástand er stendur afskaplega nærri stjórnleysi

En ein mikilvæg ástæða núverandi "flare-up" gæti þó legið í því, að um nokkurra mánaða skeið virðist vopnuð liðssveit hafa haldið aðal olíuútflutningshöfn landsins í herkví, að mestu stöðvað útflutning olíu. Þar með "þurrkað út að mestu peningalind" ríkisstjórnarinnar.

Það hafi verið mikilvægt atriði, því að stjórnin hafi viðhaft þá taktík, að "múta" sjálfstæðum hersveitum "militias" sem séu út um allt á víð á strái, vel yfir 100 talsins. Sem hafi skapað öryggisástand sem væri mjög vinsamlegt að túlka sem "ótryggt."

Libyan oil at heart of conflict with roots in country’s east

Sá hópur er hafi tekið olíuna þannig séð "trausta taki" standi fyrir hópa af fólki, er telji sig ekki hafa hingað til - séð nægilega mikið af olíutekjum landsins. Má því líkja aðferð hópsins við "gíslatöku" þ.e. "taka olíuna í gíslingu" og síðan að heimta "ransom" eða lausnargjald.

Og skv. fréttinni að ofan, virðist ríkisstj. á endanum hafa samið - - sem geti hugsanlega haft áhugaverðar afleiðingar. Ef flr. "militias" renna á þá lykt, að taka olíuna með þeim hætti í gíslingu. Þetta sýni vel hve ákaflega veik stjórnin sé.

Ríkisstjórn Bandaríkjanna sé orðin afar áhyggjufull, og hefur skipað öllum bandar. borgurum að hafa sig á brott: State Dept. Urges All Americans To Leave, US Sends Ship With 1,000 Marines For Evacuation

"The security situation in Libya remains unpredictable and unstable,”... “The Libyan government has not been able to adequately build its military and police forces and improve security following the 2011 revolution." ... "Many military-grade weapons remain in the hands of private individuals, including anti-aircraft weapons that may be used against civilian aviation. Crime levels remain high in many parts of the country."

Standoff virðist ríkja í Tripoli milli sveita Hifter og margvíslegra íslamista sveita, er styðja núverandi þing. Áhugaverða, að einstakir þingmenn séu gjarnan einnig - - með eigin "militia."

Libya's parliament approves new government

Libyan premier wins congress backing after ex-general's threats

Libya standoff emerges as premier refuses to yield to successor

Minnir mann dálítið á Ísland á tímum "goðaveldisins" þegar höfðingjarnir mættu á Þingvelli árlega, í föruneyti með sínum liðsmönnum. Nema í dag, bera menn hríðskotariffla - RPG og jafnvel enn þyngri vopn.

  1. Ríkisstjórnuninni né þinginu virðist ekki hafa tekist síðan 2011 að semja nýja stjórnarskrá. 
  2. Né hafi tekist að endurreisa þjóðarher, sem geti tryggt öryggi innan landsins.

Í staðinn af veikum mætti, múti ríkisstjórnin foringjum hersveita, og nokkur fj. þeirra stærstu og öflugustu, hafi fengið "semi official status" þ.e. teljist formlega á vegum stjv. - - en þó í reynd áfram undir stjórn sinna foringja, ekki nema þegar það hentar hagsmunum viðkomandi foringja, sé farið eftir tilmælum stjórnarinnar.

Við þetta bætist, að það hafi verið töluvert um morð á áhrifamönnum, sérstaklega þeim sem áður störfuðu í tengslum við stjórn Gaddhafi - - menn eins og Hifter, augljóslega mundu sjá þau morð sem ógn. Þau rakin til hinna og þessara íslamista hreyfinga. 

  • Ég skil vel af hverju Bandar. hvetja sitt fólk að fara, en ástandið virðist sannarlega rétt lýst sem hættulegu, þ.e. þúsundir harðvopnaðra manna í mismunandi liðssveitum, með mismundandi markmið og stefnur, ögrandi hverjum öðrum.
  • Vopnuð átök virðast liggja í loftinu, en Hifter hefur skv. áður fram komnum fréttum, heimtað að þingið leysi sig upp, sagt að það hafi tapað öllum trúverðugleika, á meðan sé valdaströggl í gangi innan þes, milli einstaklinga er hafi stuðning mismunandi vopnaðra fylkinga íslamista.


Niðurstaða

Niðurstaðan af því að Evrópuríki, með Frakkland og Ítalíu í broddi fylkingar. Ákváðu að styðja við vopnaða uppreisn gegn Muammar Gaddhafi 2011. Getur verið að Evrópa upplifi það ástand að hafa land í algerri upplausn rétt handan við Miðjarðarhaf. Ástandsins í Líbýu gætir örugglega í straumi margvíslegra bátskrifla og kæna yfir Miðjarðarhaf - margir líklega drukkna á leiðinni.

En ef hinn dularfulli Hifter væri með nægilega öflugar liðssveitir, væri hann líklega þegar að ráðast að andstæðingum sínum. Þess í stað sé "stand-off" sem geti hvenær sem er að því er virðist, leist upp í átök. Þau átök gætu orðið endalok tilraunarinnar til að halda uppi einhvers konar ríkisstjórn fyrir landið. En án þess að nokkur ein fylking rísi upp sem - yfirgnæfandi sterk.

Útkoma upplausn.

 

Kv.


Bloggfærslur 29. maí 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 271
  • Frá upphafi: 847385

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 268
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband