Bandaríski herinn mun hverfa frá Afganistan - mun Kína eiga Afganistan í framtíðinni?

Niðurstaðan er auðvitað pólitísk ákvörðun, en bandaríska hernum eru gefin 2-viðbótar ár, þ.e. í stað þess sem margir töluðu um, brotthvarf fyrir lok þessa árs er formlega ákvörðun Obama, um brotthvarf fyrir árslok 2016. Þá verði samt skildir eftir 10 þúsund liðsmenn. Svo þ.e. auðvitað spurning "hvað akkúrat menn eiga við með - brotthvarfi."

  • Herinn hefur skv. því ekki fengið því ráðið, að ekki yrði sett upp tiltekin dagsetning, að "brotthvarf" væri fyrirhugað en háð skilgreindum "lágmarks árangri" eða "mission related goals."
  • Það má reikna með því, að sú niðurstaða verði gagnrýnd - - að þeir sem gagnrýna Obama fyrir að vera "soft" í utanríkismálum, muni líta á þá ákvörðun sem enn eina sönnun þess.

Ákvörðunin þíðir, að Obama getur sagt að hann hafi staðið við sitt loforð, að kveðja liðið heim áður en hann hættir sem forseti. Að auki, má gagnrýna á móti þá kröfu að viðveran sé "mission related" að það sé engin leið að áætla með vissu, hvenær sá árangur mundi nást - jafnvel ekki unnt að fullyrða að það sé yfirleitt mögulegt að ná þeim árangri. Það sé þannig séð, ekki endilega sanngjarnt að ætla bandarískum almenningi, að halda uppi stríði í Afganistan - - án endapunkts í tíma.

Gagnrýnendur fá þá það í sárabót, að 10þ. verða eftir - sem þíðir væntanlega að svokallaðar "anti terrorist operations" halda áfram. Bandar. muni áfram þjálfa her Afganistan stjórnar og líklega sjá stjórnarhernum fyrir vopnum. En bandar. her líklega hætti þeim aðgerðum, verja og tryggja öryggi heilu héraðanna innan Afganistan - gegn Talibönum. Stjórnarherinn sjái um það eftir 2016.

Obama plans to end U.S. troop presence in Afghanistan by 2016

US to withdraw from Afghanistan by 2016

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/Afghanistan-physical-map.gif

Kína mun líklega eiga Afganistan í Framtíðinni

Þar hafa fundist gríðarlega auðugar námur, sjá: U.S. Identifies Vast Mineral Riches in Afghanistan.

Vandinn er sá að það er óskaplega dýrt einnig að nýta þær: Doubt Cast on Afghan Mining.

Kínverskir aðilar hafa samt sem áður útvegað sér námuréttindi, gert samning við stjórnvöld Afganistan um lagningu járnbrautar frá Afganistan í gegnum Pakistan til sjávar:

China could prove ultimate winner in Afghanistan

Chinese Engineers Arrive in Afghanistan to Plan Railway

China builds a plan to defend Afghan resource projects

http://southasiamonitor.org/samfolder/cms/sites/default/files/news%20thumb%20images/Regional%20Map_0.jpg

"Already the biggest foreign investor in the port city of Gwadar, China reportedly plans to establish a naval base there. Gwadar, Balochistan's winter capital, is strategically located close to the Strait of Hormuz." - "Last year, the Afghan authorities and the State-owned Metallurgical Corp of China (MCC) signed a $7 billion (Dh25.7 bn) deal to build a rail line from the border with Pakistan up through Kabul and the Aynak copper deposit south of Kabul and then up to the Uzbek border."

------------------------------------

Ég held það sé alveg augljóst að einungis Kína mun nýta þessar auðlyndir.

Kostnaðurinn er einfaldlega langt yfir þeim mörkum, að einka-aðili geti í reynd nýtt þetta tækifæri. En kínversk fyrirtæki þó þau heiti einkafyrirtæki, eru alltaf með kínv.stjv. með sér í fylgd - sérstaklega á það pottþétt við fyrirtæki sem einbeita sér að nýtingu, mikilvægra auðlynda.

Pakistan hefur nú nokkuð lengi verið, bandamaður Kína - þó þeir hafi einnig verið með bandalag við Bandaríkin, sem sýnir sennilega hvernig Pakistan leitast við að spila með stöðu sína. Þar á meðal, hefur Kína þróað með Pakistan hvort tveggja nýlega herflugvél, sem Pakistan hefur tekið í notkun og einnig núverandi megin skriðdreka hers Pakistan, útgáfa af Kína einnig notar.

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/Pakistan-physical-map.gif

Kína hefur verið skilst mér að setja einnig umtalsvert fjármagn í framkvæmdir í hafnarborgum í Pakistan, á kortinu að ofan sést borgin Gwadar - sem sagt er frá í tilvitnun að ofan, að Kína sé með mikið umstang í - sé hentug vegna staðsetningar.

Sú borg eins og sést er ekki fjarri landamærunum við Íran.

Þ.e. einmitt hlutur sem ég hef heyrt, að Kínverja dreymi um samgönguleið milli Kína og Pakistan, væntanlega hugsað fyrir flutninga á olíu og gasi - sem skip mund landa í pakistanskri hafnarborg. Kannski Gwadar borg.

Þannig að framkvæmdir á vegum Kína í Afganistan passa ekki endilega illa inn í það samhengi.

  • Kína ræður í dag yfir gríðarlega öflugum verktakafyrirtækjum, sem líklega ráða ágætlega við það óskaplega verkefni, að búa til þær stóru brýr og allan þann fjölda jarðganga, sem mundi þurfa til að "nýta auðæfi Afganistan."
  • Og Kínastjórn er örugglega til í að "prenta öll þau júön" sem þarf, til að fjármagna það verk.

Fyrir vestrænar ríkisstjórnir getur það verkefni, sennilega ekki haft nokkurn efnahagslegan tilgang, þ.s. kostnaðurinn sé - - alltof mikill.

En Kína sé ekki einungis að meta slíkt verk, frá "kostnaðar hagkvæmnis mati" heldur einnig frá þörfum ríkisins - - sem hefur áhuga á að tryggja sér auðlyndir, sem eru strategískt mikilvægar. 

Svo að Kína hafi þær bjargir til umráða, sem geri því kleyft - - að verða raunverulegt "challenge" við núverandi heimsveldi, Bandaríkin.

  • Fyrir Afgani líklega þíðir það að verða "kínversk nýlenda."

 

Niðurstaða

Ég held að Afganistan muni á næstu árum, færast yfir á kínverskt yfirráðasvæði. Kína mun sennilega múta fylkingum innan Afganistan, til að halda þeim góðum. Þetta getur að mörgu leiti orðið svipað hjá Kína, og þegar Bretland á 19. öld hafði samskipti við "lókal" höfðingja t.d. í Afríku, meðan þeir voru þægir tryggðu Bretar að þeir og þeirra fjölskyldur hefðu það gott og að auki fengu þeir áfram "að nafni til" að vera stjórnendur sinna svæða.

Kínverjum muni verða sama hvort að lýðræði í Afganistan deyi drottni sínum - eða ekki. Meginmálið verði að tryggja, að námusvæðin séu örugg. Að járnbrautirnar sem Kínverjarnir muni reisa, verði ekki sprengdar. Kínverjar geti vel verið til í að tryggja öruggt flæði á mútufé.

Kaupi hefðbundna héraðshöfðingja í Afganistan, og ættbálkahöfðingja. Kínverjar verði líklega nervösir með það, að koma fyrir fjölmennu herliði í því landi. Eftir að hafa orðið vitni að óförum 3-ja heimsvelda á undan þ.e. Bretlandi fyrir 100 árum, Sovétríkjunum á 9. áratug 20. aldar, og Bandaríkjunum í seinni tíð.

Kína hafi langtímaáætlun fyrir bandalag sitt við Pakistan, það bandalag sé einmitt ein lykilástæða þess, að Indland hefur verið í hraðri "vopnavæðingu" þ.e. eflingu flughers, flota og landhers - á allra síðustu árum. Spenna á Indlandshafi sé því líkleg að aukast, sérstaklega ef Kína kemur sér upp flotastöðvum í Pakistan - - eins og margir telja líklegt. Afganistan smelli inn í þessa heildarmynd.

  • Áframhaldandi viðvera Bandaríkjanna á svæðinu, sé ef til vill ekki síst - - til þess að þeir hafi "assets" á staðnum, til að fylgjast með því sem líklega verða hratt vaxandi umsvif Kína.

 

Kv. 


Bloggfærslur 28. maí 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 260
  • Frá upphafi: 847374

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 257
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband