NATO getur ekki varið Eystrasaltlöndin

Þetta kemur fram í áhugaverðum pistli í Der Spiegel, eins og Rússar tala gjarnan eins og að NATO sé stórfelld ógn við Rússland, þá virðist staðreyndin vera sú. Að þegar löndum í NATO fjölgaði, með aðild nokkurra fyrrum A-tjalds landa, auk Eystrasaltlandanna er áður voru hluti af Sovétríkjunum. Þá hafi ekki átt stað nein umtalsverð tilraun til þess að samræma varnarviðbúnað NATO, loforði NATO þess efnis - að árás á einn sé árás á alla. Lítið hafi verið um uppbyggingu NATO í nýju aðildarlöndunum. Og það hafi aldrei farið fram nokkur "stór heræfing" í þeim, þ.s. æfð eru viðbrögð við hugsanlegri árás. Þegar að auki bætist við "mikill niðurskurður útgjalda til varnarmála" í Evrópu síðan 2008, í kjölfar þess að kreppa hófst í Evrópu. Þá sé raunverulega langt í land með það, að NATO geti staðið við loforðið gagnvart nýju aðildarlöndunum, "að árás á einn sé árás á alla."

Der Spiegel - NATO Appears Toothless in Ukraine Crisis

http://www.mappery.com/maps/Major-Defense-Industries-in-Baltic-States-Map.mediumthumb.jpg

Rússland virðist hafa getu til að framkvæma - snögga fjölmenna leifturárás

Rússland hefur allra síðustu ár, bætt mjög mikið þjálfun rússneska hersins, og ástundað þ.s. ekki hefur nú í meir en áratug verið ástundað innan NATO, þ.e. fjölmennar heræfingar þ.s. æfð eru hugsanleg átök.

T.d. hafi Rússland framkvæmt sameiginlegar æfingar með her Hvíta Rússlands með samtals 60þ.hermönnum 2013, NATO hafi síðast viðhaft æfingu á 6.000 manna liðsafla sama ár í Eystrasaltlöndunum.

Það hafi verið svar NATO við æfingu Rússa, þ.e. 1/10 af liðsafla.

Sannarlega ræður NATO yfir betri vopnum, en ef 60þ.manna liðsafli Rússa réðist inn í Eystrasaltlöndin, sé ekki til staðar í Evrópu á vegum NATO, liðsafli sem geti brugðist við og varið þau lönd - gegn það fjölmennri innrás.

Flest bendir til þess að Rússar geti hvatt slíkt lið saman á nokkrum vikum.

Jafnvel þó 6.000 manna liðsafli hefði betri vopn, er ekki munurinn slíkur að það bæti upp á 10 faldan liðsmun.

  • NATO hefði 2-valkosti, að lísa tafarlaust yfir stríði, þá öll löndin samtímis, og þá mundi kannski koma í ljós hvort pólski herinn er nægilega öflugur, til að "verja Pólland."
  • En það gæti tekið meir en heilt ár fyrir NATO, að safna saman nægilegum liðsstyrk, til að fást við slíka árás. Margt getur gerst á einu ári.
  • Eða að NATO mundi sennilega leysast upp, ef ekki er staðið við "ákvæði 5" í NATO sáttmálanum.

----------------------------------

Maður auðvitað - - veltir fyrir sér, hvað Pútín ætlar sér með þann aukna herviðbúnað, tækin sem rússneski herinn hefur hafa ekki róttækt breyst, en Pútín virðist í seinni tíð hafa endurreist getu rússneska hersins til að "beita sér."

Það væri rökrétt, ef hann ætti von á fjölmennri innrás - einhvers staðar frá.

Eða, ef hann sjálfur hefur það í hyggju, að beita því herliði - til innrásar í eitthvert land.

Auðvitað er þriðji möguleikinn til staðar, að hann ætli að beita lönd þrýstingi og hótunum, út á það að hann geti augljóslega "lagt þau að velli" hvenær sem honum þóknast.

  • Þ.e. nefnilega áhugavert, að Pútín hefur leitað inn á mið sem nefnast "þjóðernis-fasismi" - umræðan í rússneskum fjölmiðlum er alveg ótrúleg, þeir hafa ekki verið verri hvað þetta varðar síðan "Kalda Stríðið" var í hámarki, þ.e. "skipulagðar áróðursherferðir" á vegum rússn.stjv. þ.s. þjóðin er æst upp í "þjóðernisæsing."
  • Stundum hafa slíkar æsingar, verið "undirbúningur einmitt fyrir stríð."  

"Ultimately" - ef þú ætlar að þjappa þjóðinni saman að baki þér í nafni þjóðernis-ofsa, þá er stríð hið klassíska hámark slíks ferlis.

----------------------------------

Viðbrögð stjórnmála í Evrópu virðast lítil, litlar líkur á "auknum vígbúnaði."

Það er því alveg rétt, að margt minnir þetta tímabil í dag, okkur á ástandið eftir 1933 - þegar nasistar höfðu hafið vígbúnað.

Það er áhugavert, að á sínum tíma - - beittu nasistar miskunnarlaust áróðurstækni, til að "bæla niður varnarvilja" nágranna þjóða, með því að titla allan viðbótar varnarvígbúnað, "stríðsæsingar" eða "tilburði til að skapa ógn." Og áhugavert er, að innan þeirra þjóða - voru öfl sem stóðu með "nasistum" og töluðu gegn tilraunum til þess að efla varnir.

Þegar til innrásar kom 1940, var varnarvígbúnaður víða í Evrópu - - mun lélegri en hann hefði getað verið. Nasistar eins og er þekkt, sópuðu borðið með hraði sumarið 1940.

Þá voru þýsku vopnin í reynd ekkert betri - - sigurinn vannst út á snjalla beitingu herforingja Hitlers á þýskum liðsafla, og auðvitað hinu klassíska - að koma andstæðingnum á óvart.

  • Lítil trú virðist á því að það sé raunhæfur möguleiki, að Pútín "ráðist á Eystrasaltlöndin" til þess að "NATO leysist upp."

Rússneski herinn að sjálfsögðu mundi aldrei komast lengra en til Þýskalands, ef pólski herinn ekki reynist nægilega sterkur til að verja Pólland. Þá sannarlega er þýski herinn nægilega sterkur til að verja Þýskaland.

Þ.e. áhugavert að rifja upp - - árás Argentínu á Falklandseyjar, í tíð Möggu Thatcher. Þá kom þetta öllum í opna skjöldu, en á sama tíma vanmat hershöfðingjastjórnin sem þá sat í Buenos Aires, þann möguleika að Bretar hefðu styrk til að taka eyjarnar til baka.

  • Sú innrás var sannarlega "þjóðernis-popúlísk" aðgerð af hálfu hershöfðingjastjórnarinnar, tja - - Pútín er vinsæll akkúrat núna, sannarlega. En þ.e. hafin kreppa í Rússlandi, á sl. ársfjórðungi mældist samdráttur. Það í fyrsta sinn í mörg ár.

Þ.e. ekki alfarið óhugsandi að Pútín mundi komast upp með "hernám" Eystrasaltlandanna og þeirra "annexation" í Rússland að nýju.

Þá auðvitað næðu vinsældir Pútíns meðal rússn.þjóðarinnar enn hærri hæðum. Að sjálfsögðu þó, mundi slík aðgerð leiða til algerra "sambandsslita" milli Evrópu og Rússlands, sem og við Bandaríkin. Fullur fjandskapur væri upp frá því - - jafnvel þó að Evrópa mundi ekki þora í stríð.

 

Niðurstaða

Ég hef sjálfur ekki haft trú á því að Pútín væri líklegur til að spila einhvern Hitler í nútíma Evrópu. En á sama tíma, verður því ekki neitað - - að ef hann vill. Þá getur hann spilað slíkan Hitler. Og það mundi taka NATO löndin töluverðan tíma, að safna kröftum og liðsafla innan Evrópu, til andsvars sem eitthvað mundi muna um. Mikið getur gerst á einu ári, en Pútín líklega hefði a.m.k. heilt ár sem nánast frýtt spil, meðan að liðsafli sá sem er til staðar "væri í nauðvörn" hvar sem verjanlega varnarlínu væri að finna.

  • Kannski getum við hérlendis prísað okkur sæl, að hafa ekki bara NATO aðild, heldur einnig varnarsamning við Bandaríkin sjálf. Ef NATO flosnar upp, þá er hann samt til staðar.

 

Kv.


Bloggfærslur 22. maí 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 249
  • Frá upphafi: 847363

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 246
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband