Gagnbylting í uppsiglingu í Líbýu?

Á sunnudag blossuðu upp átök í Líbýu - sem virðast vera alveg ný þróun. En liðssveitir stjórn herforingja sem nefnist Khalifa Heftar, var einn af herforingjum Líbýuhers, en síðar hluti af uppreisninni í landinu gegn honum. Réðust fram á sunnudag, tóku um skamma hríð þinghúsið í Tripoli og gerðu árás í borginni Bengasi.

Hann segist ætla að berjast við hreyfingar íslamista - sem hafa verið mjög fyrirferðamiklar, eftir fall og síðan morðið á Muammar Ghadhafi.

Vandinn í landinu virðist vera, að þær hreyfingar fara sínu fram, afleiðing kaos og lögleysa.

Það er alveg hugsanlegt, að margir íbúar landsins séu nú orðnir þreyttir á því ástandi, og séu til í að fá "nýjan einræðisherra." En ég velti því fyrir mér, hvort sá ágæti maður, hafi uppi drauma um slíka framtíð.

Svo er spurning hvort einhver er að fjármagna hann, en það virðist að hann ætli að fara fyrir - - and íslamískri byltingu. Eiginlega nokkurs konar, gagnbyltingu.

  • Fréttir virðast sýna, að hóparnir séu að safna liði, og stefna því til Tripoli.

Ex-General Claims Responsibility for Libyan Parliament Attack

Libyan special forces commander says his forces join renegade general

Libya orders Islamist militias to oppose rogue general

Libya evacuation decision 'minute by minute,' U.S. official says

Libya power struggle: brink of civil war?

Libya chaos deepens as militias line up with rival army leaders

http://www.vidiani.com/maps/maps_of_africa/maps_of_libya/detailed_administrative_and_relief_map_of_libya.jpg

Eins og ég skil þetta, þá eru leifarnar af her Líbýu að rísa upp, og hugmyndin virðist vera að steypa íslamistunum.

Á sama tíma. eru þeir að safna liði og stefna því til Tripoli.

Ef þetta er rétt skilið, gæti stefnt í veruleg átök í höfuðborginni - - jafnvel nýtt borgarastríð.

Það er alveg hugsanlegt að a.m.k. hluti af íbúum landsins, muni rísa upp með "hernum" til að losa sig við "warlordana" sem hafa viðhaldið kaosinu síðan Gaddhafi var steypt og síðan myrtur.

Þó svo að í landinu sé "kjörin stjórn" virðist hún "stjórna afskaplega litlu" og margskonar hreyfingar undir þessum "warlord" eða hinum, stjórn stórum svæðum. Skv. síðustu fréttum, hefur olíuvinnslan skroppið saman niður undi 300þ.föt/dag, mikill munur á því sem áður var - - 1.400þ.föt./dag. 

Efnahagur landsins sé því í reynd hruninn - - í því samhengi, gæti það vel gerst að fjölmargir rísi nú upp með herforingjunum, sem eftir eru af gamla hernum.

 

Niðurstaða

Það er eiginlega ekki mikið unnt að segja um málið. Ástandið er svo afskaplega óljóst. Miðað við óljósar fréttir, ber  Khalifa Heftar herforingi ábyrgð á árás á þinghúsið í Tripoli á sunnudag, og árás sem gerð var á íslamista í borginni Bengasi. Miðað við yfirlýsingar sem hafa borist, þ.s. nokkrir foringjar í því sem eftir er af gamla stjórnarhernum, hafa líst yfir stuðningi við Heftar. Þá hljómar þetta sem upphaf hugsanlegra einhverrar stórrar sennu.

Sérstaklega þegar á sama tíma, virðist að íslamistarnir séu einnig á sama tíma að safna liði, og senda það til Tripoli.

Sumir nefna samanburð við atburði sem gerðust í Egyptalandi, það má vera að það sé eitthvað líkt með atburðarás sem virðist vera hefjast í Líbýu og rás atburða þar. Á hinn bóginn, sennilega eru leifarnar af her Gaddhafi ekki það sterkar, að sigur þeirra sé "öruggur."

Þess í stað gæti þetta verið upphaf á nýju borgarastríði.

 

Kv.


Yfirtaka Rússlands á Krímskaga, getur hafa snúist um olíu

NYTimes vakti athygli á þessu í áhugaverðri umfjöllun: In Taking Crimea, Putin Gains a Sea of Fuel Reserves. Ég ákvað síðan að leita frekari upplýsinga - - eftir netleit. Þá blasir það við að "nágrannalönd Rússlands" gera sér miklar vonir um olíu undir botni Svartahafs. Það er lönd eins og Tyrkland, Búlgaría og Rúmenía, en ekki síst áður en Rússar tóku Krímskaga, Úkraína. En með yfirtöku Krímskaga, séu þær vonir Úkraínu að nær engu orðnar. En skv. samkomulagi sem nú er í gildi meðal þjóða heims, geta strandríki - - fengið nýtingarréttindi á svæðum á hafsbotni og undir, allt að 230 mílum frá ströndum viðkomandi lands. Sem þá þíðir, að með töku Krímskaga, náði Rússland einnig til sín "gríðarlega miklum hafsbotnsréttindum við Svartahaf." Sem hafi ekki farið framhjá þjóðunum í kring.

http://adonis-crimea.com.ua/images/stories/galery/crimea_map/crimea_map_big/crimea_map_3.JPG

Nokkrir áhugaverðir hlekkir:

Crimea may yield trillions in oil riches for Russia and Putin

New ExxonMobil – OMV oil drilling platform in Romania

Turkey vulnerable to rising Russian power in the Black Sea

Kortið að neðan sýnir útdeilingu svæða milli alþjóðlegra olíufélaga innan lögsögu Rúmeníu!

Fram kemur í frétt NYTimes, að stjórnvöld Úkraínu höfðu verið í viðræðum við fjölda stórra olíufélaga, vegna hugsanlegs nýtingarréttar - - samningar sem eðlilega liggja niðri núna.

Ef við skoðum næstu mynd, þá blasir við eitt áhugavert atriði, nefnilega að ef "Donetsk" gengur í Rússland, þá mun Rússland þar með "eiga allt Azovshaf." Litla innhafið milli Krímskaga og Rússlands. Þar með öll hafsbotnsréttindi þar.

Ekki veit ég hvort það er rétt, að Svartahaf sé næsta "Barentshaf." En þannig virðist rætt um svæðið manna á milli, eða a.m.k. dreymir marga að undir botninum sé eins mikið af olíu og gasi, og á svæðum sem hafa búið til mikil auðæfi fyrir Noreg.

  • Þegar þetta er haft í huga, virðist a.m.k. klárt að ekki er unnt að útiloka hið minnsta, að yfirtakan á Krímskaga hafi í reynd snúist um hafsbotnréttindin sem fylgja skaganum.
  • Ekki um það að vernda rússn.mælandi íbúana þar.
  • Þó að líkur séu sannarlega um, að mikilvægi herstöðvarinnar í Sevastopol hafi verið nokkuð, var í gildi langtímasamkomulag við Úkraínu um þá herstöð. Sem litlar líkur eru á að Úkraína hefði yfirgefið, þ.s. í skiptum fyrir herstöðina fékk Úkraína "mikinn afslátt á gasi frá Rússlandi." Svo það a.m.k. blasir ekki við, að nauðsynlegt hafi verið að taka skagann yfir, til að vernda þá herstöð.
  • En aftur á móti, renna hafsbotnsréttindin klárlega til þess aðila sem á skagann. Og það getur því meir en verið, að vonin um auðlegð undir hafsbotninum, hafi ráðið úrslitum í þessu máli.
  • Ég árétta einnig, að nýleg hagþróun í Rússlandi hefur verið slæm, þ.e. hagkerfið virtist á leið í ástand kyrrstöðu, jafnvel kreppa möguleiki - - áður en Úkraínudeilan skall á. Botninn sem sagt að detta undan rússneska hagkerfinu.
  • Sem getur vel hafa skapað þrýsting um að útvega frekari auðlyndir.

 

Bæti þessu við m.a. sem svar við athugasemdum: En Rússland hefur skýrt mótív til að vilja útvega sér frekari orkuauðlyndir:

En ef þ.e. eitthvert land sem er að tapa stórt á ört vaxandi veldi Kína. Þá er það Rússland. Rússar eru á hraðri leið með að tapa þeirri einokun á gasi og olíu frá Mið-Asíu er þeir hafa haft um áratugi. En fram á síðari ár hefur olían og gasið frá Mið-Asíu flætt á Vestræna markaði "eingöngu í gegnum rússneskar olíuleiðslur" sem þíddi að Rússland hefur átt allskosti við Mið-Asíulöndin, þegar kemur að nýtingu á þeirra auðlyndum. Einungis í gegnum Rússland gátu þau komið því á markaði. Ástand sem Rússland hefur fram á seinni ár - - notfært sér "grimmilega" með því að kaupa olíuna og gasið af þeim "afskaplega ódýrt" og síðan selja það á Vestræna markaði "miklu mun dýrar."

Þannig hefur Rússland fram á seinni tíð - - hirt rjómann af gróðanum af auðlyndum Mið-Asíu.

En þetta er að breytast hratt, í hratt vaxandi mæli er þessi olía og gasið, að renna í gegnum kínverskar olíu- og gasleiðslur, þannig að þ.e. hratt vaxandi samkeppni við Kína, og Kína mjög sennilega getur "yfirborgað" þegar kemur að "verðsamkeppni" -- þessi tapaði gróði Rússa getur dugað til að skýra, af hverju hefur sl. ár hægt verulega á hagvexti í Rússlandi.

China asserts clout in Central Asia with huge Turkmen gas project

China’s Unmatched Influence in Central Asia

China Pursues New Central Asian Gas Route

Construction on third line begins for Central Asia-China Gas Pipeline 

http://fs.huntingdon.edu/jlewis/syl/ircomp/Maps/AsiaCaucasus-CentralAsia.gif

Eins og kemur fram í fréttaskýringunum hlekkjað á að ofan, er Kína langt komið með að reisa gasleiðslur með nægu flutningsmagni. Til þess að megnið af olíunni og gasinu frá Usbekistan og Turkmenistan geti flætt til Kína - sbr. að 3. - leiðslan til Turkmenistan í gegnum Uzbekistan er í smíðum.

Að auki er Kína farið að fjárfesta í nýtingu nýrra gaslinda á yfirráðasvæði Turkmenistan og í lögsögu Turkmenistan í Kaspíahafi.

Og þ.e. einungis spurning um tíma, hvenær Kína hefur náð að smíða nægar leiðslur til Kasakstan - sem einnig er olíu- og gasauðugt land. En Kína á þegar a.m.k. eina leiðslu þangað.

  • Það þarf varla að taka það fram, að þegar viðskipti þessara landa færast til Kína - - samtímis því að Kínverjar verða aðaleigendur smám saman helstu fyrirtækja í þeim löndum.
  • Þá munu þessi lönd smám saman "færast af áhrifasvæði Rússlands" - - "yfir á áhrifasvæði Kína."
  • Það verða örugglega ekki mörg ár í það, að þau lönd fari að óska eftir því, að rússneskum herstöðvum verði lokað.

Sjá einnig eldri umfjöllun mína þaðan sem ég færi ofangreind gögn: Ég tel þrátt fyrir allt að vesturlönd og Rússland, ættu eigin hagsmuna vegna að vera bandamenn

---------------------------------

Punkturinn í þessu í samhengi við Úkraínudeiluna, er sá - - að með því að svipta Rússland að stórum hluta gróðanum af Mið-Asíu olíunni og gasinu, hlýtur hagnaður Rússlands af olíu- og gasviðskipum hafa verið á "niðurleið" allra síðustu ár. Skv. nýlegum mælingum, er hagvöxtur í Rússlandi dottinn niður, blasir jafnvel kreppa við.

Það virðist blasa við - - samhengi þarna á milli þ.e. tapaðs gróða af Mið-Asíu olíu og gasi fyrir Rússland, og aðgerða Rússlands þegar Krím-skagi var tekinn yfir, og í samhengi við sérstaklega Donetsk hérað, þ.s. þá á Rússland "öll hafsbotnsréttindi við Azovshaf."

Þar með hefur Rússland - - skýrt mótíf til að útvega sér olíu og gaslyndir, sem annars hefðu runnið til Úkraínu. 

Svo má að auki ekki gleyma, að ef Luhansk fylgir með og einnig rennur í Rússland, þá mun Rússland að auki eiga alla "Donbass" lægðina þ.s. gríðarlega mikið enn er af Kolum, sem hefur verið grundvöllur iðnaðarins í Luhansk og Donetsk.

Það blasir einnig við hugsanlegt mótíf fyrir Rússland, að ná til sín Luhansk og Donetsk, því þá tilheyra kolalögin í "Donbass" Rússlandi, að auki má árétta að iðnaðurinn á "Donbass" svæðinu, er enn þann dag í dag, gíraður á Rússland, þ.e. þar er enn mikilvæg "hergagnaframleiðsla" fyrir Rússland, sem Rússland er "háð" t.d. framleiðsla á Antonov vélum, sem enn eru aðalflutningavélar rússn.hersins, en að auki framleiðsla á öðrum hergögnum eins og skriðdrekum, sem þá færist yfir til Rússlands að nýju.


Niðurstaða

Ég skal viðurkenna að mér hafði ekki dottið í hug "olíuvinkillinn" á deilunni um Krímskaga. En í kjölfar þess að ég hef nú kannað málið í krafti netleitar. Horfir málið með öðrum hætti við mér nú, að "vonin um olíu" getur hafa verið meginástæða þess að Rússar tóku Krímskaga yfir.

Í þessu samhengi er áhugavert að muna að Kína er um þessar mundir að ná í hratt vaxandi mæli árangri í því að hrifsa til sín olíuna á Miðasíusvæðinu, sem Rússland hefur fram á seinni ár einokað.

Þegar það er haft í huga, að með því að vera að glata þeirri olíu hefur Rússland örugglega tapað verulegum tekjum - sem getur skýrt af hverju hagvöxtur í Rússlandi hefur verið að nema staðar sl. ár, tekjur sem skipta ekki bara máli til nútíðar heldur einnig til framtíðar.

Þannig að þá skapast ástæða til þess að ætla, að Rússland geti verið orðið smávegis örvæntingarfullt - í því að leita að frekari olíu.

Þá styrkist maður í því að geta trúað því - að yfirtakan á Krímskaga hafi hugsanlega raunverulega snúist um olíudrauma.

 

Kv.


Bloggfærslur 19. maí 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 249
  • Frá upphafi: 847363

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 246
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband