Vilja íbúar Luhansk og Donetsk, virkilega sjálfstæði sinna héraða? Svo virðist ekki vera, ef marka má óháða nýlega könnun. Virða uppreisnarmenn ekki vilja eigin landsmanna?

Ein góð spurning - - er virkilega stuðningur fyrir "klofningi" Úkraínu? En deilur um trúverðugleika atkvæðagreiðslnanna í Donetsk og Luhansk héröðum eru óhjákvæmilegar nú.

Á hinn bóginn, er til "óháð skoðanakönnun" sem einmitt var kynnt nýlega, sem mælir afstöðu íbúa Úkraínu til þess, hvort landið á að vera saman - - eða klofna. 

Þ.e. könnun PewReseach:

Despite Concerns about Governance, Ukrainians Want to Remain One Country

Á Úkraína að "vera sameinuð" eða "á að heimila einstökum héröðum að fara?

.......................................Vera sameinuð.....Heimila klofning.....Veit ekki.

Vestur Úkraína..........................93%......................4%................2%

Austur Úkraína..........................70%.....................18%...............13%

Rússn.mælandi.........................58%.....................27%...............15%

Krím Skagi...............................12%.....................54%...............34%

 

  • Takið eftir að skv. þessari könnun, sem tekin var fyrr í vor, birt nú í maí, vilja 58% rússn.mælandi Úkraínumanna, að Úkraína sé áfram - eitt sameinað ríki.
  • Skv. því, er meirihluti rússn.mælandi íbúanna, andvígur klofningi Úkraínu.
  • Og því, í reynd sennilega - - andvígur þeirri sjálfstæðisyfirlýsingum, sem komu fram á mánudag frá fulltrúum uppreisnarmanna, í Luhansk og Donetsk héruðum.

Það sem líklega skýrir málið, er hve "afskaplega loðin spurningin var": þ.e. mjög vel var mögulegt að skilja "já" sem einungis "áskorun um aukið sjálfforræði innan Úkraínu."

  • Do you support the act of state self-rule of the Donetsk People’s Republic?
  • Spurningin hafi verið svipað hljóðandi í Luhansk.

Þ.e. afskaplega líklegt, að meirihluti rússn.mælandi íbúa hafi einmitt viljað þetta, þ.e. aukið sjálfforræði.

Takið eftir - - að kjörkassarnir eru "gegnsæir" - sem að sjálfsögðu gengur gegn prinsippinu um leynilega kosningu.

Það kemur fram í mjög áhugaverðri frétt NYTimes, að þannig hafi þetta verið víðast hvar - - sem eiginlega þíðir, að "kosningin var alls ekki leynileg" því hver sem var á kjörstað við borðið, eða nærri því, gat séð hvað hver og einn "kaus."

Þetta er að sjálfsögðu, gersamlega óásættanlegt fyrirkomulag - - í reynd næg ástæða til að ógilda kosninguna, tja - t.d. skv. ísl. kosningareglum. Og auðvitað skv. öllum viðurkenndum slíkum reglum.

Ukraine Vote on Separation Held in Chaos

En slíkt fyrirkomulag, setur auðvitað "óásættanlegan" þrísting á þá sem eru að kjósa, tja - maður getur ímyndað sér, miðað við það andrúmsloft sem var til staðar, að hver sá sem hefði ætlað að kjósa "nei" hefði hugsanlega getað sett sig í hættu.

  • Líkur því yfirgnæfandi á, að ef þú varst ekki sammála, þá mundir þú halda þig heima.
  • Sem aftur setur stórt spurningamerki um þátttöku - - sem er sögð hafa verið rúmlega 70%. 
  • "...89 percent of voters in the Donetsk region and 97.5 percent in neighboring Luhansk voted for greater autonomy,...."  
  • Þátttaka eins og ég sagði skv. fréttum rúml. 70%.

Takið eftir að skv. því - hafa nær allir rússn.mælandi íbúar Luhansk héraðs þurft að mæta, þ.s. 74,9% eru rússn.mælandi, og eiginlega þurft að vera mjög nálægt 100% mæting allra rússn.mælandi íbúa á kosningaaldri í Donetsk, þ.s. rússn.mælandi eru 68,8%, til að mögulegt sé að uppgefnar kosningatölur gangi upp.

Þá væri það að sjálfsögðu algerlega einstakur atburður í sögu kosninga ef mæting rússn.mælandi íbúa væri 100%. Ég held að Ísland hafi náð hæsta mælda hlutfallinu í kosningum 1944 um Lýðveldisstjórnarskrána, 95%.

Einungis 1% var andvígur.

Skv. þessu er mjög erfitt að trúa "fyllilega" niðurstöðunni.

  • Ég á ekki við, að hlutfall þeirra sem kusu "Já," sé endilega ótrúverðugt.
  • Heldur sé þátttakan það!

Fyrir utan þann alvarlega galla "að kosningin virðist ekki hafa verið leynileg" var skv. fréttum mögulegt að "kjósa á flr. en einum kjörstað."

Gallar á framkvæmd kosningar augljóslega eru "alvarlegir."

 

Athygli vekur að Rússland hefur ekki líst yfir stuðningi við úrslit kosninganna

NYTimes vekur athygli á þessu í annarri frétt:

Russia Stops Short of Recognizing East Ukraine Secession Vote

  1. "the Kremlin issued a statement saying only that it “respects the will of the population of the Donetsk and Luhansk regions,”...
  2. ...and that the outcome should be reached through dialogue between representatives of the easterners and of the national government in Kiev, according to a translation provided by the Interfax news agency."
  • Takið eftir orðalaginu - - ber virðingu fyrir "vilja íbúa Luhansk og Donetsk."
  • Síðan, að Utanríkisráðuneyti Rússlands, hvetur til viðræðna milli fulltrúa uppreisnarmanna og stjórnvalda í Kíev, um "aukið sjálfforræði."

Eins og sjá má að ofan í könnun Phew - - > Vill almenningur ekki frekari klofning Úkraínu.

Þannig að "Já" ber sennilega að túlka sem vilja til aukins sjálfforræðis innan Úkraínu - - > ekki sem, skýr stuðningur við nýtt sjálfstætt Luhansk eða Donetsk. Eða sameinað, Nuovo-Rossia, eitt sameinað ríki þeirra tveggja.

  • Þannig að sjálfstæðisyfirlýsing fulltrúa uppreisnarmanna, sé sennilega ekki í samræmi við þann vilja íbúa, sem fram kom á sunnudag.
  • Og það má vera, að stjórnvöld í Rússlandi, átti sig á þessu.

Eða, að þau óttast að ef Rússland virðist styðja sjálfstæði þeirra héraða, að þá verði refsiaðgerðir Vesturlanda hertar, og það til muna. En það hafa einmitt verið fundir milli fulltrúa Vesturlanda, þ.s. unnið hefur verið að samkomulagi um einmitt verulega hertar aðgerðir, ef Rússland virðist vera frekar að stuðla að klofningi Úkraínu - eða hindra að fyrirhugaðar forsetakosningar í Úkraínu þann 25. nk. fari fram í öllum héröðum landsins.

Nú, uppreisnarmenn sögðu á mánudag, að sú kosning mundi ekki fara fram í Luhansk og Donetsk, ef þeir fengu nokkru um það ráðið.

Athygli vekja ummæli sjálfskipaðs foringja "Alþýðulýðveldis Donetsk" eins og "samtökin kalla sig" og í dag óskaði sá ágæti maður eftir því, að Donetsk hérað væri innlimað í Rússland.

Ukraine Separatists Ask to Join Russia

  1. Denis Pushilin..."Given the stated wishes of the population of the Donetsk People's Republic and the need for the restoration of historical justice, we ask the Russian Federation to consider including the Donetsk People's Republic as part of the Russian Federation,"
  2. "Mr. Pushilin also vowed to prevent Ukraine's scheduled May 25 presidential election from taking place in the Donetsk region."
  3. "Igor Strelkov, the Donetsk People's Republic top commander...issued an order Monday demanding that all military and police structures in the region hand over their arms and report to him." 
  4. "In an interview with Russian state television, Mr. Pushilin vowed to push out authorities loyal to Kiev and liberate districts still under their yoke. He vowed to create a full army for the Donetsk People's Republic "to get rid of the occupiers of our motherland.""

Ekki neinn sveigjanleiki í ummælum fulltrúa þeirra samtaka sem virðast að mestu hafa tekið stjórn mála í Donetsk héraði.

Ef marka má orð Pushilin og Strelkov, þá mun sennilega færast "aukin harka í átökin í Donetsk."

-------------------------------

Ef alvara er að baki orðalagi tilkynningar rússneska utanríkisráðuneytisins, þá ætla rússnesk stjórnvöld nú að skapa aukna fjarlægð milli sín, og aðgerða "uppreisnarmanna" í Luhansk og Donetsk.

En þ.e. öruggt, að "volgur stuðningur Rússa" eða "hikandi" mun hleypa kapp í kinn stjórnarhers Úkraínu, en menn hafa óttast það að fjölmennur rússn.her nærri landamærunum, gæti haldið innreið sína í héröðin 2-þá og þegar.

En miðað við núverandi stefnu, ef tilkynningin er lýsandi fyrir hana, þá má vera að Rússland sé komið í "damage control" þ.e. að leitast sé við að "draga úr tjóni." Eigin tjóni Rússlands - nánar tiltekið.

Þá getur það vel verið, að á sama tíma og það virðist að uppreisnarmenn ætli að láta stál mæta stáli, þá muni stjórnarherinn - - ekki láta sitt eftir liggja.

Svo að útkoman getur verið, eða má einnig segja, verður sennilega - - aukin harka í átökum stríðandi fylkinga.

 

Niðurstaða

Það er nefnilega það áhugaverða. Að meira að segja rússneskumælandi íbúar Úkraínu. Vilja fremur en hitt, að þjóðríkið Úkraína haldist áfram sem ein heild.

Styðja með öðrum orðum ekki - sundrung Úkraínu.

Þannig að útkomuna í kosningum sunnudagsins í Luhansk og Donetsk, ber sennilega "ekki að skoða sem stuðning við fullt sjálfstæði" - "heldur sem krafa íbúa sem þátt tóku í þeim kosningu um aukið sjálfforræði innan Úkraínu."

Í því ljósi er tilkynning Utanríkisráðuneytis Rússlands, eðlileg viðbrögð. Lísir ef til vill, þekkingu á málinu.

Á meðan að það virðist að uppreisnarmenn, hafi hlaupið á sig - - nema auðvitað, að "þeir hafi í reynd sjálfir aldrei ætlað að virða afstöðu eigin landsmanna."

Sem auðvitað getur vel verið.

 

Kv.


Bloggfærslur 12. maí 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 258
  • Frá upphafi: 847372

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 255
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband