Pútín liklega búinn að því fram sem hann ætlaði - nú tekur við biðin eftir því hvort nokkuð bóli á refsiaðgerðum

Ég held að Pútín ætli ekkert að gera meir með sínum her, en að tryggja Krímskaga. Eins og komið hefur fram í fréttum. Hefur hann aflýst áður fyrirskipuðum heræfingum rússneska hersins nærri landamærum Úkraínu. Og skipað hernum að leita til búða sinna.

Í viðtali sagði Pútín, að hernaðaraðgerðir gegn Úkraínu væru síðasta úrræðið. En samtímis að hann hefði rétt til þess að grípa til aðgerða. Hann vísaði til þess að "réttmætur" forseti Úkraínu. Hefði veitt honum full umboð til þess að fást við "uppreisnarmenn."

Það gæti þó vel komið til greina að eiga samskipti við "ný lögmæt úkraínsk stjórnvöld" að afloknum kosningum í Úkraínu eftir 4. mánuði.

Putin: military force would be 'last resort' in Ukraine

Behind the West's Miscalculations in Ukraine

 

Þetta er áhugaverð mynd tekin af síðu - Wallstreet Journal:

  1. En sjá má þá staði þ.s. fámennar úkraínskar liðssveitir eru umkringdar rússneskum liðssveitum.
  2. En einnig "svörtu krossarnir" tvær varnarlínur sem rússneskar hersveitir hafa sett upp, á leiðunum inna á Krímskaga af meginlandinu.

 
Það er óvíst að mikið verði úr refsiaðgerðum gegn Rússlandi

Obama hélt því fram að Pútín hefði brotið alþjóðalög - - þ.e. í sjálfu sér rétt.

Obama: Evidence Points to Russian Violations of International Law

Á hinn bóginn eru Bandaríkin töluvert að kasta steinum úr glerhúsi.

Og Obama sjálfur hefur tekið sér þann rétt, að fyrirskipa árásir víða um heim með róbótískum flugvélum, þó það séu líklega í flestum tilvikum yfirlýstir óvinir Bandar. sem eru drepnir í þeim - - þá veit ég ekki til þess að til séu beinlínis fyrirmæli í alþjóðalögum sem heimila þær aðgerðir.

  • Þær séu því líklega í besta falli á mjög "dökk gráu" svæði lagalega séð.

Aðgerðir Rússa hafa verið án nokkurs mannfalls!

---------------------------

Pútín þarf á endanum að gera eitthvert samkomulag við Úkraínu - til að binda enda á deiluna.

Ég benti á í gær, á mögulegt útspil: Hvað ef Rússar kaupa Krímskaga af Úkraínu?

Hið alvarlega efnahagsástand í Úkraínu - - býður upp á lausn er gæti verið aðlaðandi fyrir Úkraínu.

  • Hvað refsiaðgerðir varðar - þó þær séu sannarlega mögulegar, þá samtímis væru þær töluvert tvíeggjaðar. Sérstaklega fyrir Evrópu!
  • En fyrir utan að selja 30% af náttúrugasi sem Evrópa notar, sé Rússland mikilvægur markaður fyrir fjölmörg Evrópuríki, allt frá bifreiðum yfir í matvæli og lúxusvarning.
  1. Það séu því líkur á því að refsiaðgerðir verði "bitlitlar" ef þær eru hannaðar þannig, að efnahagstjóni fyrir Evrópu sjálfa sé forðað.
  2. Fyrir utan að, refsiaðgerðir væru mjög góð afsökun fyrir Pútín, honum mundi örugglega takast að sannfæra rússneskan almenning um það, að ef lífskjör versna e-h í Rússlandi, þá sé það refsiaðgerðunum að kenna þ.e. Vesturlöndum.

Það sé lítil hætta á því að Pútin fari að kröfu ríkisstjórnar Bandaríkjanna - að skila Krímskaga.

 

Meðan á biðinni eftir hugsanlegum aðgerðum vesturvelda stendur!

Beinast sjónir líklega aftur að Úkraínu sjálfri. En uppreisnarstjórnin - - getur ekki með venjubundnum hætti talist "réttmæt" eða "legitimate." Um það er ábending Pútíns alfarið rétt.

Ég hugsa að Pútín muni fara í engu óðslega, ekki síst til þess að atburðir innan Úkraínu - komist aftur inn í kastljós fjölmiðla. En "bráðabirgðastjórn" Úkraínu stendur að sjálfsögðu afskaplega "höllum fæti" með landið blæðandi fé hægri og vinstri. 

Ríkið eingöngu nær fjármagnað með seðlaprentun, sem er bein ávísun á "óðaverðbólgu." 

Með hraðminnkandi gjaldeyrisvarasjóð, sem þegar er vitað að dugar ekki fyrir skuldbindingum ársins.

Úttektir úr bönkum hafa verið takmarkaðar, til að minnka flæði peninga úr þeim.

En ríkisstj. þarf að koma hagkerfinu aftur af stað, eftir umrótið sem mótmælunum fylgdi - svo að skatttekjur fari aftur að skila sér.

Og þ.e. einnig ljóst, að ríkisstjórnin verður að fá neyðarfjármögnun - fyrir kosningar eftir 4 mánuði. 

En líklega ætla Vesturveldi að bíða með að semja um "neyðarprógramm" eftir kosningar.

  • Líklega á það sama við, að Pútín mun ætla sér að bjóða næstu ríkisstjórn - eitthvert útspil.
  • Hvað það verður, veit enginn í dag.
  • Ég hef bara stungið upp á því hvað ég tel að væri snjall leikur.

 
Niðurstaða

Ég held að Pútín muni á næstunni taka því með ró. Enda kosningar í Úkraínu ekki fyrr en að 4 mánuðum liðnum. Hann segist hafa áhuga á að ræða við næstu stjórn, sem verði að hans mati "réttmæt." Hann viðurkenni ekki núverandi bráðabirgðastjórn.

Á meðan heldur "standoff" áfram á 5 stöðum alls á Krímskaga þ.s. fámennar liðssveitir Úkraínu, sem hafa neitað að afhenda vopn sín - eru umkringdar rússneskum liðssveitum og fá ekki að fara.

Um þær þarf að semja síðar meir, og það á eftir að koma í ljós - hverskonar útspil Pútín mun koma fram með gagnvart Úkraínu. Þegar ný stjórn tekur við völdum eftir kosningar.

Sennilega verði lítið úr refsiaðgerðum vesturvelda.

 

Kv.


Hvað ef Rússar kaupa Krímskaga af Úkraínu?

Mér datt þetta í hug, þegar ég fór að rifja upp í huga mér alla stöðuna fram að þessum degi. En áður en byltingin í Úkraínu fór fram nýverið. Hafði Pútín boðið forseta Úkraínu 15 milljarða dollara aðstoð. Þetta er nú töluverð upphæð - þó skaginn sé sennilega meira virði fyrir Rússa en það.

Þá væri það sennilega meira virði fyrir Úkraínu, að fá fjármagn frá Rússum - - heldur en að standa í langri deilu við Rússa um Krímskaga.

Þá væri það ekki lán, eins og aðstoð Pútíns við Yanukovich - heldur greiðsla án nokkurra skuldbindinga annarra en þeirrar, að með viðtöku fjármagnsins mundi Úkraína þá fallast á það að Krímskagi tilheyri Rússlandi.

Endir væri formlega bundinn á þá deilu!

Þá þyrfti að prútta um upphæð, sem gæti verið hærri en 15 milljarðar dollara.

En höfum í huga að Úkraína er nærri því gjaldþrota, þarf á neyðarfjármögnun að halda - - það mundi því koma sér mjög vel að fá digra upphæð frá Rússum:

Samkv. skýrslu "I.I.F." getur Úkraína orðið gjaldþrota fyrir lok þessa árs

 

Áróðursstríðið í fullum gangi!

Nú eru vesturlönd að fókusa á hugmyndir þess efnis, að annaðhvort knýja Rússland til að skila Krímskaga, eða að refsa Rússlandi fyrir að hafa tekið Krímskaga.

Höfum í huga hve aðgerðir Rússa hafa í reynd verið "mildar" þ.e. enginn hefur fallið, enginn svo vitað til örkumlast eða slasast alvarlega, eða slasast yfirleitt.

Þ.e. enginn vafi á því, að íbúar skagans - vilja tilheyra Rússlandi.

------------------------------

Þ.s. menn eru að deila um, er aðferðin - - að Rússar hafi tekið skagann traustataki.

Ég held að það séu engar líkur á því, að Rússar hafi nokkurn hinn minnsta áhuga á að skila skaganum aftur, en þó svo að rússnesk stjv. tali um að þau séu að "vernda rússneskumælandi íbúa svæðisins."

Þá vita allir sem vita vilja - - að í reynd snýr taka Krímskaga af hálfu Rússa, um flotastöðina og flotahöfnina í Sevastopol. Sem er langsamlega besta höfnin við Svartahaf. 

Þessi flotahöfn er meginatriði í flotauppbyggingu Rússa við Svartahaf, og auðvitað við Miðjarðarhaf.

Áhrif Rússa á því svæði - - mundu bíða verulegan hnekki, ef Rússar missa þessa mikilvægu höfn.

Og ég verð að segja eins og er, að það læðist að manni sá lúmski grunur, að baki yfirlýsingum vestrænna leiðtoga þ.s. þeir hóta Rússlandi refsiaðgerðum - liggi sú áhersla að vilja "veikja stöðu Rússlands á þessu svæði."

Dálítið sérkennileg atburðarás átti sér stað í gær, væntanlega liður í áróðurrstríðinu í gangi:

  1. "Ukraine’s defence ministry said its forces in Crimea had received an ultimatum from Russian forces to surrender to them by 5am local time on Tuesday or face military attack."
  2. "Russia’s defence dismissed the claims as ““This is utter nonsense”, a spokesman for the defence ministry told Vedomosti, a Russian broadsheet.”

Ég held að ég trúi Rússum - - því ég get með engu móti komið auga á nokkra skynsemi í því fyrir Rússa, að setja því herliði Úkraínu sem eftir er á Krímskaga úrslitakosti um að gefast upp fyrir kl. 3 í nótt. Eða það verði skotið á stöðvar þeirra af fullum þunga þangað til þeir gefast upp.

Pútín er margt - en heimskur er hann ekki.

En þetta væri algerlega úr takt við aðgerðir Rússa fram að þessu, þ.s. bersýnilega hefur þess verið gætt í hvívetna að forðast manntjón.

Enda er það einmitt - - meginstyrkur Rússa nú í áróðursstríðinu. Að aðgerðirnar hafa hingað til algerlega verið án nokkurs manntjóns.

Rússar mundu tapa stórfellt á því, að hefja hernaðarárásir af fyrra bragði - - ég held að það sé fullkomlega öruggt. Að Pútín ætlar að hanga á Krímskaga.

En að á sama tíma, ætli hann sér ekki að það verði rússneski herinn - sem fyrstur hefur skothríð.

-----------------------------------

Úkraínsk stjórnvöld hafa að sjálfsögðu ástæðu til að vilja sverta mannorð rússn. stjórnvalda.

 

Hótanir Bandaríkjanna um refsiaðgerðir hafa líklega nokkurn trúverðugleika!

  1. "President Barack Obama said on Monday that the US would take a series of diplomatic and economic steps to “isolate Russia” if it did not withdraw its military from Crimea.
  2. He warned that the intervention would be a “costly proposition for Russia” in the long term, but held open the prospect of Mr Putin defusing the crisis by accepting international monitors to ensure the security of Russians in Ukraine. “Really there are two paths Russia can take at this point,” he said."

Þarna er Obama greinilega að láta reyna á "bluff" Pútíns þess efnis, að aðgerðir rússn. hersins snúist um það, að vernda íbúa Krímskaga.

En að sjálfsögðu er það ekki - - meginástæðan.

Þó svo að Pútín sé sjálfsagt það alls ekki á móti skapi, að hafa fært ca. 3 millj. rússn. mælandi íbúa aftur undir rússn. yfirráð - - heldur snúist þetta um "flotastöðina" í Sevastopol. Það hernaðarlega mikilvægi er hún hefur.

  • En tæknilega geta Bandaríkin beitt tegund af refsiaðgerð sem hefur reynst mjög áhrifarík, þ.e. að banna fyrirtækjum sem hafa viðskipti innan Bandaríkjanna, að eiga í viðskiptum við rússnesk fyrirtæki.

Þetta hefur virkað mjög vel í tilviki Írans. En það ber að muna eftir því, að Gasprom hefur mjög mikil viðskipti við Evrópu, eins og kemur fram í frétt - sér um 30% af heildareftirspurn eftir náttúrugasi innan Evrópu: Gazprom: in the pipeline

Deilan setur Gasprom í erfiða stöðu þ.s. stærsta gasleiðslan liggur í gegnum Úkraínu.

Tæknilega getur Úkraína lokað henni - - þó ekki án þess að skapa verulega mikil óþægindi fyrir Evr.ríki eins og Pólland, Slóvakíu, Tékkland o.s.frv.

Þannig að sennilega er það ekki sérdeilis líkleg aðgerð, þ.s. Úkraína er að leita eftir fjárhags aðstoð frá ESB aðildarríkjum.

--------------------------

En Gasprom er einmitt gott dæmi um það vandamál, að beita Rússland refsiaðgerðum.

Ef þeim væri beitt, yrði að undanskilja bersýnilega "Gasprom."

 

Hótanir ESB um refsiaðgerðir virðast á sama tíma, hafa nánast ekki nokkurn trúverðugleika!

EU tells Russia to withdraw troops or face possible sanctions

Frásögn Reuters - gefur mynd af ráðherrum aðildarríkja ESB, í bölvuðum vandræðum með málið.

  • "At talks on the Ukraine crisis in Brussels, they agreed no deadlines or details about any punitive measures that could be put in place against Russia..."
  • "In Monday's talks, EU governments sought to strike a balance between pressuring Moscow and finding a way to calm the situation."
  • "Radoslaw Sikorski, the foreign minister of Poland - "The EU is saying that it will revise its relations with Russia if there is no de-escalation," he told reporters after the meeting."
  • "One possible measure mentioned by the EU ministers after their meeting was a suspension of talks on visa issues with Russia."
  • "Ministers also considered the possibility of imposing an arms embargo on Russia but after several hours of talks, no decision was taken on the issue after some governments expressed reservations."

Ég sé ekki eitt einasta atriði - sem líklegt er að láta kaldan svita renna niður bakið á Pútín.

 

Niðurstaða

Ég held að Rússland ætti að bjóða Úkraínu - - að einfaldlega kaupa Krímskaga af Úkraínu. Þ.s. Pútín þegar heldur Krímskaga. Er svigrúm Úkraínu til að prútta um verð - takmarkað. En á móti kemur, að nokkurs virði væri fyrir Pútín að fá formlega uppáskrift úkraínskra stjórnvalda og þings Úkraínu, að Krímskaga sé formlega afsalað til Rússlands.

Það væri a.m.k. held ég þess virði að borga Úkraínu 15 milljarða dollara. Þ.e. það fé sem Pútín hafði áður lofað Yanukovich.

Pútín getur sennilega boðið nokkru betur en það - ef þörf er á.

En þetta gæti verið góð lending fyrir Úkraínu, sem einmitt er í mjög alvarlegum fjárhagslegum kröggum. Og í reynd hefur alls ekki efni á því - að lenda í langvarandi deilu við Rússland.

Það mundi þá væntanlega þíða, að Pútín mundi ekki gera neinar frekari tilraunir til þess, að skapa óróa innan Úkraínu. Eða til þess að draga úr stöðugleika innan Úkraínu.

En þ.e. öruggt að ef Pútín vill, hefur hann margvíslega möguleika til þess að stuðla að innanlandsátökum í Úkraínu, milli rússneskumælandi íbúa og úkraínsku mælandi íbúa.

Úkraína mundi tel ég tapa til lengdar miklu meir á slíkum áframhaldandi átökum.

 

Kv.


Bloggfærslur 4. mars 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 23
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 263
  • Frá upphafi: 847345

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 259
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband