Brjóstumkennanlegar tilraunir á Kúbu til að auka fjárfestingar

Rakst á þessa skemmtilegu fréttaskýringu af nýjum lögum um fjárfestingar. Fljótt á litið virðast þau vera til mikilla bóta. Geta bent til þess að "vor sé framundan í efnahagsmálum Kúbverja" en eins og gjarnan var með lög á tímum Stalíns. Þá eru gjarnan til staðar ákvæði sem nokkrum setningum lengra, taka stórum hluta til baka - þ.s. sagt var í fyrra hlutanum. Eða a.m.k. grafa hressilega undan því.

Cuba cuts taxes for foreign investors

  1. "Foreign investors, who have weathered a difficult decade in Cuba, will see their profits tax fall from 30 per cent to 15 per cent..."
  2. "...and stop paying a labour tax and income tax under a new foreign investment law approved by the National Assembly on Saturday."
  3. "The law...waves the profits tax for the first eight years of any industrial or other major investment project."

Þetta virðist fljótt á litið - ákaflega eftirtektarvert.

En gallinn er - að sérhver fjárfesting þarf að fá heimild háttsetts aðila innan kerfisins.

  • “There are no across-the-board rules. The new investment law remains discretionary in that exceptions can be made at will and each venture needs approval at very high levels,”

Því fylgir augljós spillingaráhætta - nánast eins og hannað til að þeir sem hafa heimild til að veita slík leyfi, verði milljarðamæringar.

  1. "The new law, like the current one, allows for 100 per cent foreign owned companies and does not explicitly exclude Cubans who are citizens of other countries,..."
  2. "...but in practice authorities have in most cases insisted on 51 per cent ownership of joint ventures and have not allowed Cubans living abroad to invest."

Þá má velta fyrir sér, hvort að þeir sem hafa slíka aðstöðu - - heimta ekki að þeir verði gerðir "meðeigendur" út á að "veita leyfið."

Viðkomandi aðila er kannski alveg sama um reksturinn sem slíkan, vill bara "hagnaðinn."

Fram kemur í greininni, að þrátt fyrir tilraunir Raul Castro til að færa Kúpu í smáum skrefum - nær nútímanum. Þá hafi það ekki fram að þessu skilað "hröðum hagvexti" né "hraðri uppbyggingu."

Það gæti einmitt verið vegna regla eins og fram kemur að ofan, sem veita spilltum embættismönnum líklega tækifæri til að auðga sjálfa sig með auðveldum hætti.

Það dragi eðlilega úr áhuga hugsanlegra fjárfesta, ef hátt hlutfall af væntum framtíðar hagnaði, þarf að fara í það að borga spilltum embættismönnum. Svo þeir fái að reka sín fyrirtæki.

 

Niðurstaða

Ég held að Kúpa sé ekki á leiðinni að verða efnahagslegur tígur í bráð. Hver veit. Kannski einhveratíma. En Kúpa er vel í sveit sett, rétt undan ströndum Bandaríkjanna. Tæknilega séð er Kúpa vel staðsett, til að vera ódýr staðsetning fyrir starfsemi til að framleiða fyrir Bandar.markað.

Viðskiptabannið hindrar ekki landið í að selja vörur til Mexíkó eða Kanada eða Evrópu. Þannig að það sé dauð hönd ríkisins á Kúpu fremur en viðskiptabannið sem haldi aftur af landinu.

 

Kv.


Bloggfærslur 30. mars 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 245
  • Frá upphafi: 847359

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 242
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband