Rússneska þingið mun ræða beiðni Krímskaga um aðild að rússneska sambandslýðveldinu á þriðjudag

Þetta kemur fram í frétt Reuters um atburði dagsins og helgarinnar. En skv. því mun vera sérstakur fundur beggja þingdeilda um málið. Sem væntanlega þíðir að Dúman getur afgreitt málið með einni "sameiginlegri" atkvæðagreiðslu. Og því afgreitt formlegt samþykki sitt á aðild Krímskaga að rússneska sambandinu þegar á þriðjudag í þessari viku.

Eins og hefur komið fram í fréttum undirritaði Pútín þegar sl. nótt yfirlýsingu um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði Krímskaga frá Úkraínu.

Skv. því er rás atburða á nokkurri hraðferð!

Spurning hvort að Pútín mun jafnvel halda athöfn þ.s. sáttmáli um aðild Krímskaga að Rússlandi mundi vera formlega undirritaður af Pútín og leiðtoga Krímskaga, bandamanni Pútíns, nk. sunnudag?

U.S., EU set sanctions as Putin recognizes Crimea "sovereignty"

  1. "Within hours, the Crimean parliament formally asked that Russia "admit the Republic of Crimea as a new subject with the status of a republic"."
  2. "President Vladimir Putin signed a decree recognizing the region as a sovereign state."
  3. "Putin will on Tuesday address a special joint session of Russia's State Duma, or parliament, which could take a decision on annexation of the majority ethnic-Russian region."

 

Á sunnudag lagði rússneska utanríkisráðuneytið fram "sáttatillögu"

Það má segja að í þeirri tillögu komi fram skilyrði Rússa fyrir því, að Úkraína fái að halda Krímskaga.

First Russian overture since crisis erupted gets short shrift

Þessum tillögum hefur þegar verið hafnað af utanríkisráðherrum Evrópuríkja. Svo að þær eru ekki inni í myndinni - - en þ.e. samt áhugavert að nefna hver voru skilyrði Rússa:

  1. Úkraína verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. Það kemur ekki á óvart. 
  2. Að sjálfstæði einstakra héraða verði aukið stórfellt þ.e. að Úkraína verði "sambandsríki" þ.s. héröð hafa mikið sjálfforræði; sbr. eigin þing, eigin ríkisstjórnir, og rétt til að ráða eigin málum að miklu leiti hvað varðar efnahagsstefnu, og jafnvel þegar kemur að samskiptum v. útlönd. Þetta hljómar reyndar meir í þá átt, að hvert hérað væri nærri "fullvalda" eining. Þannig að Úkraína væri nær fyrirbærinu "Confederation" heldur en "Federation."
  3. Rússneska og úkraínska viðurkennd sem jafnmikilvæg mál.
  4. Vesturlönd ásamt Rússlandi, áttu að skipa sameiginlega nefnd, sem skv. orðanna hljóðan mundi "leiðbeina" Úkraínu, um það verk að endurskrifa stjórnarskrá Úkraínu í þátt átt sem væri ásættanleg fyrir alla aðila. "Það virðist eiginlega vísa til hinna erlendu ríkja."
  5. Að lokum mundu þau sömu ríki ábyrgjast sjálfstæði Úkraínu.

Viðbrögð ráðherra ESB lands: "“It would be like Yalta all over again,” said one EU foreign minister, referring to the second world war conference that divided the continent."

Ég held það sé alveg rétt hjá honum, tillagan virðist snúast um það - - að stórveldin ákveði eiginlega nýja stjórnarskrá fyrir Úkraínu - - sem þau geti sætt sig við.

En að vilja íbúa Úkraínu verði vikið til hliðar.

 

Markaðir hækkuðu á mánudag - - ég get ekki skilið það með öðrum hætti, en að þeir gefi frat í refsiaðgerðir ESB og Bandaríkjanna

Wall Street climbs as Ukraine worries ease, data improves

Bulls take Crimea vote in their stride

Enda eru þær aðgerðir sem hafa verið kynnt af ríkjum ESB ekki harkalegar, né eru aðgerðir Bandar. verulega harkalegri. 

ESB aðildarríkin hafa ákveðið sameiginlega að setja 21 einstakling á bannlista, sem þíðir að þeir geta ekki ferðast til Evrópu og ekki náð í peninga sem þeir eiga á reikningum í aðildarríkjum ESB. 

Áhugavert að það bann virðist ekki ná til fyrirtækja, sem þeir aðilar eiga hlut í.

Listinn kemur fram í eftirfarandi frétt: Divisions in Europe could limit sanctions’ scope

Fyrst er listi Bandaríkjanna yfir 11 einstaklinga:

  • Andrei Klishas, viðskiptamógúll í nánum tengslum við Pútín.
  • Leonid Slutsky, þingmaður í flokki Pútíns sem situr í áhrifamikilli nefnd um málefni Evrasíu, hefur ferðast til Krímskaga meðan á deilunum hefur staðið.
  • Valentina Matviyenko, náinn bandamaður Pútíns, formaður neðri deildar Dúmunnar.
  • Sergei Glaziev, einn af nánustu ráðgjöfum Pútins.
  • Elena Mizulina, hefur verið einn helsti hvatamaður herferðarinnar gegn samkynhneigðum í Rússlandi, talin vera töluvert áhrifamikil í seinni tíð.
  • Vladislav Surkov, sennilega helsti efnahagsráðgjafi Pútíns í gegnum árin.
  • Dmitry Rogozin, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. Sennilega hæstsetti einstaklingurinn á listanum.
  • Sergey Aksyonov, leppur Pútíns - forsætisráðherra Krímskaga.
  • Vladimir Konstantinov, náinn samstarfsmaður Aksyonov, forseti þings Krímskaga.
  • Viktor Medvedchuk, leiðtogi "Vals Úkraínu" flokks Rússavina í Úkraínu - það náinn Pútín, að Pútín er guðfaðir dóttur Medvedchuk. 
  • Viktor Yanukovich, fyrrum forseti Úkraínu - nú í útlegð í Rússlandi.

Listi ESB: Fyrstu 4 eru einnig á lista Bandar. og lýst að ofan. Alls 21 einstaklingur.

  • Sergey Aksyonov.
  • Vladimir Konstantinov.
  • Andrei Klishas.
  • Leonid Slutsky.
  • Rustam Ilmirovich Temirgaliev, aðstoðarforsætisráðherra Krímskaga.
  • Deniz Valentinovich Berezovskiy, yfirmaður úkraínska flotans - -en það hefur komið fram í fréttum að hann hefur líst yfir hollustu við rússn.vinveitt stjv. Krímskaga.
  • Aleksei Mikhailovich Chaliy, nýlega skipaður borgarstjóri Sevastopol.
  • Pyotr Anatoliyovych Zima, yfirmaður öryggislögreglu Krímskaga.
  • Yuriy Zherebtsov, lögmaður forseta þings Krímskaga.
  • Sergey Pavlovych Tsekov, aðstoðar forseti þings Krímskaga.
  • Viktor Alekseevich Ozerov, formaður varnarmála- og öryggismálanefndar neðri deildar rússn. þingsins.
  • Vladimir Michailovich Dzhabarov, varaformaður alþjóðanefndar neðri deildar rússn. þingsins.
  • Nikolai Ivanovich Ryzhkov, áhrifamikill þingmaður í neðri deild rússn. þingsins.
  • Evgeni Viktorovich Bushmin, aðstoðar forseti neðri deilar rússn. þingsins.
  • Aleksandr Borisovich Totoonov, annar áhrifamikill þingmaður úr neðri deild rússn. þingsins.
  • Oleg Evgenevich Panteleev, enn annar áhrifamikill þingmaður úr neðri deild rússn. þingsins.
  • Sergei Mikhailovich Mironov, áhrifamikill þingmaður úr efri deild rússn. þingsins.
  • Sergei Vladimirovich Zheleznyak, aðstoðar forseti efri deildar rússn. þingsins.
  • Aleksandr Viktorovich Vitko, yfirmaður Svartahafsflota Rússa.
  • Anatoliy Alekseevich Sidorov, yfirmaður herafla Rússa á svokölluðu Vestur-svæði.
  • Aleksandr Galkin, yfirmaður herafla Rússa á svokölluðu Suður-svæði.

Eigum við ekki að segja að það að markaðir hækkuðu á mánudag, í kjölfar þess að aðgerðir Bandar. og ESB voru kynntar formlega á mánudag - - segi allt um það hve alvarlegar þær aðgerðir eru.

En markaðir hækkuðu í Bandaríkjunum - Evrópu og Rússlandi, og þar af náðu markaðir í Bandar. þeirri næst hæstu stöðu er þeir hafa náð þ.s. af er árinu.

 

Niðurstaða

Það verður forvitnilegt að fylgjast með deilunni áfram. En mér virðist það klárt að líkindi þess séu yfirgnæfandi að rússn. Dúman afgreiði með miklum meirihluta "Já" á þriðjudag beiðni stjv. á Krímskaga um aðild að rússn. ríkjasambandinu. Sem mun væntanlega þíða að það verður þaðan í frá líklega ekki löng bið eftir því, að Pútín haldi sína formlegu athöfn í Moskvu þ.s. væntanlega mun fara fram formleg sameiginleg undirritun sáttmála um aðild Krímskaga að Rússlandi af hálfu leppa Pútíns nú við stjórn á Krímskaga og Pútíns sjálfs.

Mér hefur dottið í hug nk. helgi - - en kannski vill Pútín það stóra athöfn, að lengri tíma tekur að undirbúa herlegheitin.

Tregðan innan Evrópu til þess að ákveða alvarlegar efnahagsaðgerðir er augljós - - t.d. hafnaði fulltrúi Finnlands að 4. nöfnum væri bætt við til viðbótar, kemur fram í frétt Financial Times. Sem Pólverjar lögðu til. En í kjölfar hruns Nokia - - er sagt í fréttinni að Finnland sé verulega háð að nýju viðskiptum við Rússland.

Eitthvað líklega stórt þyrfti að gerast - til þess að Evrópa geri meira. Líklega dugar ekki "formal annexation of the Crimea Peninsula" til. 

Þannig að líkur virðast yfirgnæfandi á því að Pútín komist upp með málið. 

-----------------------------------------

PS: Eins og komið hefur fram í fréttum hefur Pútín þegar undirritað samkomulag við "leiðtoga" Krímskaga um sameiningu við Rússland. Og einnig hefur komið fram að Pútín hvetur Dúmuna sem hittist að sögn frétta í dag á sameinuðum fundi deilda - til þess að staðfesta gerninginn.

Vladimir Putin signs treaty to annex Crimea 

Heldur betur ætlar Pútín að hreyfa sig hratt!

Gerningurinn með er þá kláraður í dag, að Krímskagi tilheyri fullveldis yfirráðum Rússlands.

Heldur betur er Pútín að rétta fram fingurinn framan í mótmæli Vesturvelda!

 

Kv.


Þá hafa íbúar Krímskaga kosið að gerast hluti af rússneska sambandslýðveldinu

Það er algerlega trúverðugt tel ég að meirihluti íbúa skagans hafi sagt "já" - við spurningunni um að verða hluti af Rússlandi að nýju. Á hinn bóginn finnst mér ekki endilega trúverðugt að svo hátt hlutfall kjósenda sem 95,5% með 83% þátttöku, hafi sagt "já." Einfaldlega vegna þess að þó meirihluti íbúa skagans séu Rússar þá búa þar einnig svokallaðir Krím tatarar og eru rúmlega 20% íbúa. Meðal þeirra virðist hafa verið víðtæk andstaða við þá tilhugsun, að verða að nýju hluti af Rússlandi. Sem þíðir ekki endilega að algerlega útilokað sé samt að þeir hafi ákveðið - að fylgja meirihlutanum. Kannski af ótta við afleiðingar síðar meir - að hafa ekki stutt ákvörðun meirihlutans. Hver veit.

Þannig að úrslitin geta a.m.k. verið algerlega sönn eins og sagt er frá þeim af yfirvöldum.

Crimea poll leaves Moscow isolated

Crimeans vote over 90 percent to quit Ukraine for Russia

Early Results: Crimeans Vote to Join Russia

"With over half the votes counted, 95.5 percent had chosen the option of annexation by Moscow, the head of the referendum commission, Mikhail Malyshev, said two hours after polls closed. Turnout was 83 percent, he added..."

  • Eins og við mátti búast, þá sagði Hvíta húsið og stjórnarráð ráðamanna víða um hinn vestræna heim, að ekkert væri að marka þessi úrslit.
  • Að kosningin væri ógild.
  • Jafnvel brot á alþjóðalögum.

Mér finnst það reyndar - - stór fullyrðing, um brot á alþjóðalögum.

En þ.e. sjálfsagt rétt að skv. stjórnarskrá Úkraínu - - líklega er hún ólögleg. Og því lagalega séð, ógild.

  1. En ég held að það séu örugglega fá dæmi um það í heimssögunni, að þegar "landshluti" ákveður að segja skilið við það land er "áður réð yfir því" að það hafi verið gert í sátt og samlindi við það land.
  2. Eða að brotthvarf þess landshluta, hafi verið í samræmi við lög þess lands.
  • Þegar Ísland einhliða ákvað að vera fullvalda 1944, þá var það sannarlega í óþökk Dana.

En vilji Íslendinga til fulls sjálfstæðis var líka einbeittur og ákveðinn, eins og fram kom í niðurstöðu þjóðaratkvæðis um hina nýju Lýðveldis-stjórnarskrá, er fékk samþykki einni mjög yfirgnæfandi meirihluta ísl. þjóðarinnar.

Það er líka rétt að halda til haga, að ákvarðanir Íslendinga í þorskastríðunum - - voru án nokkurs vafa. Brot á alþjóðalögum þess tíma. Þó síðar meir, hefði það farið svo, að aðrar þjóðir tóku líka ákvörðun. Og alþjóðalögum var breytt.

  • Ég hef því nokkra samúð með "vilja" meirihluta íbúa Krímskaga, þó sú ákvörðun sé alveg örugglega ólögleg - frá lagalegu sjónarmiði.
  • Ég aftur á móti tel, að Pútín sé ekki að standa í þessari baráttu, vegna Rússanna er byggja Krím-skaga, heldur vegna flotahafnarinnar í Sevastopol.
  • Aftur á móti sé pólit. hentugt, að baða sig í því ljósi - að hann sé að vernda réttindi hluta af rússn. þjóð.


Eru vesturlönd að berjast fyrir réttindum Úkraínu? Eða er tilgangurinn sá að veikja Rússland?

Það sem oft villir um sýn - - er að aðgerðir geta þjónað fleira en einu markmiði samtímis, þess vegna mörgum á sama tíma.

Þannig t.d. - - er meginmarkmið Pútíns örugglega að tryggja að flotahöfnin í Sevastopol komist undir fullveldis yfirráð Rússlands. En það þíðir ekki að það markmið, að tryggja öryggi íbúa meirihluta af rússn. bergi - - skipti ekki máli. Eða að það geti ekki verið flr. markmið í gangi samtímis.

Sama um vesturveldi: Ég er eiginlega algerlega viss um, að barátta fyrir lýðræði í Úkraínu - - þó verið geti að það sé "eitt af markmiðum" þarf ekki að vera svo að það markmið sé það mikilvægasta. En mótmælin við yfirtöku Rússlands á Krím-skaga, grunar mig að standi einmitt í samhengi við það mikilvæga "strategíska markmið" sem flotastöðin í Sevastopol er. En ef Rússland hefði tapað henni, þá hefði þar með flotaveldi Rússa við Svartahaf og Miðjarðarhaf veikst umtalsvert. Og auðvitað hefðu vesturlönd séð gróða af veiktri stöðu Rússlands á þeim svæðum - - t.d. í Sýrlandi. En á sama tíma, sjálfsagt sjá vesturlönd langtíma hagnað af því, að fá Úkraínu til liðs við sig. Burtséð frá Krímskaga.

  • En meginauðlynd Úkraínu er án vafa, að þar er að finna besta landbúnaðarland Evrópu.
  • Og matvælaframleiðsla skiptir gríðarlega miklu máli.
  • Landið er ekki kallað "brauðkarfa Evrópu" af ástæðulausu.
  • Það hafa komið ár þegar nær 1/3 hveitis í heiminum hefur verið framleitt þar.

Ég veit að menn tala gjarnan um lýðræði sem málið - - en ég er töluvert viss um, að þó þau séu ekki rædd þau markmið.

  1. Þá skipti máli að án Úkraínu er Rússland veikara. 
  2. Og ef það tækist, að svipta Rússland Krímskaga, þá mundi Rússland veikjast frekar.

En það þíðir ekki - - að uppbygging stöðugs lýðræðislegs stjórnarfars, sé ekki með í farteskinu sem markmið, sem hafi ekki endilega lítið mikilvægi.

Og það hentar auðvitað að - - tala mest um það markmið.

Eins og það hentar Pútín, að tala um aumingja rússn. íbúana á Krímskaga.

 

Það verður síðan að koma í ljós hvernig fer með Úkraínu sjálfa!

Það eru nú við völd töluvert róttækir þjóðernissinnar. Það verður að koma í ljós hversu róttækur Svoboda flokkurinn raunverulega er. Hvort þ.e. bara áróður að þeir séu ný nasistar. Eða fasistar. Eða hvort þeir eru einungis róttækir þjóðernissinnar. A.m.k. eru þeir það.

En landið mun á næstunni, ef allt gengur skv. áætlun - - hefja vegferð inn í "dæmigert" björgunarprógramm á vegum AGS.

Líklegt virðist að Bandaríkin og ESB, ásamt AGS - - muni veita sameiginlegt neyðarlán.

En enn eru a.m.k. 3-mánuðir til kosninga í Úkraínu. Og það er a.m.k. hugsanlegt að Pútín komi með útspil í millitíðinni. 

Að auki hefur hann margvíslega möguleika til að beita flugumönnum á vegum rússn. ríkisins, til að skapa óróa í héröðum Úkraínu þ.s. rússn.mælandi fólk er fjölmennt. Jafnvel í meirihluta.

Og ekki síst, hann getur beitt Úkraínu - - "efnahagsþvingunum" ef hann vill auka sem mest á þann kostnað sem Vesturlönd munu þurfa að taka á sig, til að halda Úkraínu á floti.

En hagkerfi Úkraínu er enn - - stórum hluta gírað inn á Rússland, bæði útflutningsmegin og innflutnings.

Pútín getur því refsað Úkraínu - - harkalega með efnahagsþvingunum ef hann velur að gera svo.

 

Svo eru það refsiaðgerðir vesturvelda á Rússland!

Það virðist ekki líklegt að þær verði mjög grimmar - vegna þess hve kostnaðarsamar alvarlegar efnahagsaðgerðir mundu vera fyrir Evrópu sjálfa.

Markets on edge as Crimea votes to quit Ukraine

Einhver óróleiki virðist hafinn á mörkuðum út af þessu, en á móti áhættunni sem vesturlönd taka efnahagslega séð - - þarf einnig að vega og meta spurninguna um "trúverðugleika."

En vesturlönd fyrir um 20 árum, lofuðu um að ábyrgjast "territorial integrity of Ukraine" þegar samið var við stjv. Úkraínu þá, um að Úkraína afsalaði sé þeimkjarnavopnum - er höfðu endað á landi Úkraínu er Úkraína varð sjálfstæð við hrun Sovétríkjanna.

Það kemur í ljós á næstu dögum - - hvort vesturlönd tala sig upp í alvarlegri aðgerðir, en þær bitlausu sem fram að þessu hafa verið kynntar.

  • Hvað Pútín varðar - - tel ég ólíklegt að hann geri tilraunir til að gleypa frekara landsvæði af Úkraínu.
  • En hann gæti ákveðið að beita rússn.mælandi íbúum Úkraínu fyrir vagn sinn á næstunni, þegar áróðursstríðið milli Rússl. og Vesturlanda mun ná hámarki á næstu vikum.

 
Niðurstaða

Líklega hlotnast íbúum Krímskaga það sem þeir virðast hafa óskað sér fljótlega á næstunni. En ég reikna með því að Pútín muni ganga sköruglega til verks. Um að formlega innlima Krímskaga inn í rússneska sambandslýðveldið. En í kjölfar atkvæðagreiðslunnar má reikna með því að hin nýju rússl. vinveittu stjórnvöld Krímskaga. Muni formlega fara þess á leit við Rússland. Að Krimskagi gangi inn í rússneska sambandið. Og í kjölfar þess, má eiga von á því að rússneska Dúman muni í með drjúgum meirihluta formlega samþykkja af sinni hálfu, ósk Úkraínu um inngöngu í Rússland. Síðan væntanlega mun "leiðtogi" Krímskaga mæta á einhverja mjög formlega framsetta athöfn í Moskvu. Þ.s. öllu verður líklega tjaldað til - í formlegheitum, pomp og prakt. Þ.s. forseti rússneska sambandslýðveldisins mun formlega undirrita sáttmála milli Úkraínu og Rússneska sambandslýðveldisins um inngöngu Úkraínu.

Þessu gæti verið lokið áður en kosið verður til þings í Úkraínu eftir rúmlega 3 mánuði.

--------------------------------

Á meðan munu Vesturlönd horfa á og verða sífellt reiðari.

Spurning hvort þau tala sig upp í alvarlegar efnahagsaðgerðir fyrir rest?

 

Kv.


Bloggfærslur 17. mars 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 267
  • Frá upphafi: 847349

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 263
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband