Áhugavert að malasíska vélin gæti hugsanlega hafa flogið alla leið til Sómalíu

Skv. nýjustu fréttum af um hið tíndu flugvél, þá benda gögn nú til þess að hún hafi flogið í allt að 6 tíma - - náið þessu - eftir að fjarskipti hættu við hana er hún var stödd yfir S-Kínahafi. Höfum í huga að þessar vélar fljúga á í kringum 900km/klst. Sem þíðir að ef þ.e. hagstæður meðvindur. Gætum við verið að tala um allt að 6000km. Sem þíðir að "tæknilega" ef eldsneyti leifir, getur hún hafa flogið yfir Indlandshaf.

  • Ætli að sómalskir sjóræningjar, séu nú búnir að bæta við nýrri tegund rána - flugránum?

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/f/f8/Indian_Ocean_Earthquake2004.png Eins og sést á myndinni að neðan - - þá hafa blaðamenn Wallstreet Journal teiknað inn 2.200 sjómílna radíus á kortið. Sem er þ.s. vélin gat hafa tæknilega flogið á 4-tímum. 

En nú segja nýjustu fréttir - - að um nærri því 6 tíma flug sé að ræða. 

Þá getum við í huganum stækkað radíusinn nokkuð. 

Og þá kannski er strönd Sómalíu kominn inn fyrir línu.

Tracking the Flight

Missing airliner ‘tracked for almost six hours’

"The aircraft is believed to have continued west over the Andaman and Nicobar Islands into the Indian Ocean before apparently turning south before all contact was lost."

"The US is now preparing to start searching an area of the Indian Ocean, helped by the Indian navy."

Ef við horfum á stóra kortið - þá eru Andaman eyjar sjáanlegar A-af Malakkaskaga. SA-læg stefna gæti tekið vélina suður fyrir Indland, síðan áfram í Austur.

Þá eru auðvitað Maldív eyjar orðnar að mögulegum ákvörðunarstað.

En þær virðast ca. á mörkum 2.200 sjómílna radíussins, síðan getur hún hafa flogið meir en 1.500km. lengra í Austur. Það gæti verið afskaplega tæpt að hún nái þangað alla leið yfir - þó að Boeing 777 200ER vélar hafi yfir 13þ.km. flugþol. Gæti verið tæpt að hún hafi eldsneyti fyrir 6000km. flug. Þó að fyrirhuguð flugleið hafi verið um 4300km.

Spurning hve drjúgt "safety margin" hefur verið höfð á tönkunum.

Þannig séð, gæti hún hafa farið niður fyrir rest - áður en hún náði áfangastað sem "ræningjarnir" ætluðu sér á.

Investigators focus on foul play behind missing plane: sources

"That course - headed into the Andaman Sea and towards the Bay of Bengal in the Indian Ocean - could only have been set deliberately, either by flying the Boeing 777-200ER jet manually or by programming the auto-pilot."

""What we can say is we are looking at sabotage, with hijack still on the cards," said the source, a senior Malaysian police official."

Nú þegar menn eru alvarlega að skoða flugráns "sviðsmyndina" - koma náttúrulega upp spurningar um það - hverjir voru að verki?

Ég veit það ekki frekar en þeir - - en a.m.k. er ljóst að sómalskir ránflokkar hafa verið að fremja mjög bíræf sjórán. 

Kannski voru þeir að verki, hafa ákveðið að víkka út sinn "bissness."

  • Þetta hefur þurft að vera afskaplega vel skipulögð aðgerð - - ekki síst að það þarf að vera til staðar einhver sem kann að fljúga stórri flugvél með nútíma stjórnbúnaði.


Niðurstaða

Þ.e. útlit fyrir að flugráns viðsmyndin sé í vaxandi mæli farin að virðast sú líklegasta, þegar kemur að því að skýra hvarf flugs MH370 frá Kúala Lúmpúr til Peking. Það virðist a.m.k. fræðilegur möguleiki að fólkið sé enn á lífi. Ef þetta eru sómalskir ræningjar. Og vélin náði að lenda þar heilu og höldnu. Þá eru sómalskir ræningjar ekki þekktir fyrir að myrða þá sem þeir ræna - þ.e. ekki almennt þeirra stíll. 

Þeir virðast líta á rán sem bissness. Ekkert persónulegt.



Kv.

Dularfulla malasíska flugvélin! Ný gögn benda til flugleiðar yfir Indlandshaf

Eftir því sem maður les meir um flugvélahvarfið - því skrítnara verður það. Að það skuli geta gerst að risaflugvél Boeing 777 geti horfið gersamlega sporlaust í 5-heila sólarhringa. Á öld gervihnatta - GSM síma og GPS.

--------------------------------- 

Ný gögn hafa komið fram sem benda til þess að sjálfvirk kerfi í vélinni, hafi náð sambandi við gerfvihnetti, og komið til gervihnattanna gögnum um - hraða, stefnu og flughæð.

Skv. því var flugvélin stödd yfir Indlandshafi þegar síðast fréttist af henni - - víðsfjarri upphaflegri áætlaðri flugleið. 

----------------------------------- 

Boeing 777: Þetta er gríðarlega stór vél - - með allt að 70 metra langan skrokk, 60 metra vænghaf  og um 19 metra hæð frá jörðu. Getur mest vegið tæp 350 tonn. Og borið allt að 550 farþega - ef sætaskipan er höfð sú þéttasta í boði. 

Hunt for missing aircraft shifts to Indian Ocean

U.S. Investigators Suspect Missing Malaysia Airlines Plane Flew On for Hours

Malaysia jet sent 'pings' after going missing, sources say

 

Nú hefur leitin verið víkkuð alla leið til "Indlandshafs"

En það eru vísbendingar um að vélin hafi verið á lofti í allt að 4klst. eftir að síðast var vitað um hana með vissu. 

Á 4 tímum getur slík vél flogið nærri um 4.000km á dæmigerðum "krjús" hraða ca. 900km.

En upplýsingar hafa borist um að "sjálfvirk" kerfi í vélinni, hafi ítrekað gert tilraun til að tengja sig við næsta gervihnött - til að senda frá sér gögn. 

Skv. glænýjum upplýsingum náðu kerfin sambandi við þá hnetti og flugleiðin er vituð a.m.k. í 4 klst.

Upplýsingarnar að neðan er þ.s. kom fram í gær! 

Þetta er að breytast dag frá degi! Eins og í spennusögu eftir Alistair McLean!

"Throughout the roughly four hours after the jet dropped from civilian radar screens, these people said, the link operated in a kind of standby mode and sought to establish contact with a satellite or satellites. These transmissions did not include data, they said, but the periodic contacts indicate to investigators that the plane was still intact and believed to be flying."

Enginn veit þó í hvaða átt eða hvaða hæð. (Nú virðist hvort tveggja vitað)

  • Þ.s. virðist vitað með vissu er að slökkt var á svokölluðum "transponder" sem er tæki sem sendir gögn frá flugvélinni sem radarstöðvar nema - - þannig að radarstöðvar geta þá birt á skjá gögn um hraða vélar, stefnu, hraða o.s.frv.
  • Það að "transponder" hættir að senda, þíðir ekki að vél verði ósýnileg á radar. Heldur það eitt, að þá hættir gagnastreymið - þannig að vélin verður að minna áberandi depli á radarnum.

Eftir á er unnt að greina radargögn, og komast að því hver hraðinn - stefnan - flughæðin; var.

En með því að slökkva á "transponder" þá er alveg hugsanlegt að flugumferðarstjórar, taki ekki eftir blettinum sem sýnir engin gögn.

-----------------------------

Þetta er þ.s. þeir sem flugu á "turnana tvo" gerðu - þeir slökktu á "transpondernum" sem dugði til þess, að líklega seinka því að flugumferðar yfirvöld áttuðu sig á því - hvað flugvélarnar voru að gera.

Þ.e. einmitt orðin ein af mörgum kenningum undir skoðun - hvort að vélinni var rænt?

Tæknilega getur henni hafa verið lent einhvers staðar - þannig að jafnvel ekki víst að hún hafi farist. En á hinn bóginn, gæti dæmið líka hafa endað illa - sbr. 3. flugvélina í Bandar. sem flaug í jörðina.

  • Svo má velta upp þeim möguleika, hvort það kom upp reykur um borð, sem gerði áhöfnina meðvitundarlausa - - eða það voru lofttegundir eitraðar sem gerðu fólkið meðvitundarlaust.
  • Þannig að vélin flaug sjálf þar til að eldsneytið kláraðist.

Þetta er orðin að spennandi framhaldssögu í fjölmiðlum.

Maður situr límdur við skjáinn - að sjá næstu frétt.

 

Niðurstaða

Ef vélinni var rænt - hvers vegna hefur enginn komið fram og krafist lausnargjalds? Eða nokkur hryðjuverkahópur líst sig seka? 

Það virðist engin kenning sem hent er á loft - án vandamála. Eiginlega virðist enginn hafa hugmynd um það yfirhöfuð, hvað kom fyrir eða hvar í veröldinni hún eða leifar hennar geta verið að finna.

Ég man ekki eftir sambærilegu flugvélarhvarfi.

----------------------------------------

PS: Magnaðar nýjar upplýsingarSatellite Data Reveal Route of Missing Malaysia Airlines Plane

  1. Það er nú verið að segja - - að flugvélin hafi náð sambandi við þá gervihnetti sem sjálfvirk kerfi höfðu samband við. 
  2. Og að slóð flugvélarinnar komi fram í þeim gögnum - þangað til að skilaboðin hætta allt í einu, kannski vegna þess að einhver um borð hafi slökkt á boðkerfinu.
  3. Þetta bendi til flugleiðar yfir Indlandshaf.
  • Kannski er þetta flugrán eftir allt saman - - en hvert var þá för heitið?
"Malaysia Airlines 3786.KU +2.13% ' missing jet transmitted its location repeatedly to satellites over the course of five hours after it disappeared from radar, people briefed on the matter said, as searchers zeroed in on new target areas hundreds of miles west of the plane's original course."
  1. "The satellites also received speed and altitude information about the plane from its intermittent "pings," the people said." 
  2. "The final ping was sent from over water, at what one of these people called a normal cruising altitude. They added that it was unclear why the pings stopped."
  3. "One of the people, an industry official, said it was possible that the system sending them had been disabled by someone on board." 

 

Kv.


Bloggfærslur 14. mars 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 247
  • Frá upphafi: 847361

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 244
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband