Úrslit mikilvægrar þingsatkvæðagreiðslu á Krímskaga hafi verið fölsuð!

Um er að ræða atkvæðagreiðslu sem eðlilegt virðist að tortryggja sem haldin var innan við 12 klst. eftir að rússneskir hermenn byrjuðu hernám Rússa á skaganum. En það virðist að hún hafi verið haldin undir vakri gæslu rússneskra varðliða.

En þar var skv. opinberri frásögn skipuð ríkisstjórn flokks - sem hafði í héraðskosningum á Krímskaga ekki fengið nema um 4% heildaratkvæða.

Þingið á hafa afgreitt málið með öruggum meirihluta.

Og það á að auki hafa verið nægilega margir þingmenn í salnum til þess að atkvæðagreiðslan væri lögleg.

En þ.e. full ástæða til að efast um öll atriðin.

How the separatists delivered Crimea to Moscow

 

Hrein yfirtaka!

Leonid Pilunsky - "It was all a great spectacle, a tragic spectacle," 

""I wasn't even in Simferopol but my vote was counted," said the lawmaker, who spoke on condition he not be identified, saying he had received threatening calls and text messages."

"The lawmaker said duplicate voting cards were taken from parliament's safe to allow votes to be cast in the name of people who were not present. He was aware of at least 10 votes that were cast for people who were not in the chamber."

"Let me tell you how they scared people: After the first vote was fabricated, they told us that they would open criminal cases against anyone who spoke out," he said. "Those in power are not really politicians but businessmen. It's very easy to put pressure on them. They have a lot to lose." "

---------------------------------

Það má sjálfsagt kalla þetta "valdarán" - þ.e. þinghúsið sé umkring af vopnuðum aðilum. Sem síðan taki það traustataki.

Fjölmiðlum ekki hleypt að - og því stýrt hverjir aðrir fá að fara inn.

Síðan skipar það ríkisstjórn - - bandamanna Pútíns.

  • Pútín eins og hefur komið í ljós - hefur ekki hikað við að beita "sýndarréttarhöldum" til að dæma menn seka fyrir "meinta glæpi" sem litlar líkur eru á að viðkomandi hafi framið.
  • Það virðist einfaldlega vera svo - að alltaf sé unnt að lengja dóma, bæta við flr. "meintum" sökum.

Þannig að það er líklega full ástæða til að taka alvarlega þá hótun - - að vera ákærðir fyrir glæpi.

En að vera ákærður í landi Pútíns að því er virðist, ef Pútín ákveður að refsa þér - virðist nánast það sama og vera dæmdur. En dómurinn fyrir rest virðist nánast formsatriði.

---------------------------------

Ég trúi því algerlega að þessi mikilvæga atkvæðagreiðsla hafi verið fölsuð.

En það virðist annars órökrétt að flokkur sem hingað til hefur haft svo lítinn stuðning íbúa, skuli allt í einu vera tekinn við.

Á hinn bóginn eru þeir aðilar "líklega í raun og veru ekki meira en framhlið" þ.e. þeir taki við skipunum - séu málpípur - strengjabrúður sem talið var henta að hafa að nafni til við stjórnvölinn.

  • Auðvitað þíðir þetta - - að atkvæðagreiðsla sama þings, sem enn er undir gæslu vopnaða varðliða af svipuðu tagi, þ.s. ákveðið var að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á Krím-skaga.
  • Þ.s. þjóðin skal spurð "hvort hún vill sjálfstæði" eða "sameiningu við Rússland." Sem þíðir nokkurn veginn það sama.
  • Sé sennilega ómarktæk einnig.

Það verður auðvitað fylgst eftir föngum með þessari atkvæðagreiðslu - - en ef sterkar vísbendingar um atkvæðafalsanir koma fram.

Og ef enginn óháður aðili utan úr heimi fær að fylgjast með þeim.

  • Þá má reikna með því að nánast sérhver maður á Vesturlöndum muni telja atkvæðagreiðsluna ómarktæka.

Ég held það sé mistök hjá Pútín - að framkvæma hana með ótrúverðugum hætti, því það feli í sér "sjálfsmark Pútíns" í því áróðursstríði sem er í gangi.

Trúverðug atkvæðagreiðsla gæti gefið sameiningu Krímskaga við Rússland eða sjálfstæðisyfirlýsingu Krímskaga - - einhvern trúverðugleika.

En það má vera að Pútín sé "slétt sama" hvort að Vesturlönd álíti þá atkvæðagreiðslu trúverðuga eða ekki.

Pútin telji að vesturlönd muni ekki gera Rússlandi neitt það - sem sé það óþægilegt að það sé ekki þess virði, að ná Krímskaga aftur undir rússnesk yfirráð.

 

Niðurstaða

Ég tel það algerlega trúverðugt að Rússar séu með sjónarspil í gangi, þegar þeir halda því fram að rússneskir hermenn séu að "verja" sjálfsprottna uppreisn íbúa Krímskaga, gegn ólöglegum stjórnvöldum í Kíev. Það sé ekki ástæða til að taka þeirri söguskýringu - trúanlega.

Hún sé það augljóslega ótrúverðug - - auk þess séu vísbendingar um það að atkvæðagreiðslur á héraðsþinginu eftir yfirtöku Rússa, séu líklega einnig ótrúverðugar. Líklega með fölsuðum úrslitum.

  • Ég hugsa að þrátt fyrir allt - - muni Pútín líklega komast upp með að hrifsa til sín Krímskaga.

Skv. fréttum eru aðildarríki ESB loks búin að koma sér saman um einhverjar refsiaðgerðir. 

Það verður áhugavert að sjá viðbrögð Pútíns, því hann hefur hótað sambærilegum gagn-refsiaðgerðum.

Þó að líklega bitni slík átök í formi "tit for tat" refsiaðgerða meir á rússn. almenningi, en evópskum. Þá grunar mig að Pútín muni takast að sannfæra rússn. alþýðu um, að þau vandræði séu Vesturveldum að kenna. 

Það verður forvitnilegt að sjá hvort að Evrópa mun verða fyrir neikvæðum efnahagsáhrifum, þegar haft er í huga að hagvöxtur þar er ákaflega hægur þ.e. milli 0,4-0,5% auk þess að verðbólga er ekki nema eitt efnahagsáfall frá verðhjöðnun.

 

Kv.


Bloggfærslur 13. mars 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 36
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 847358

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 272
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband