Gjarnan kvartað yfir fábreyttu atvinnulífi á Íslandi, hvað segir það um stjórnendur Rússlands og Venesúela að svipað ástand ríki þar?

Rússland hefur 143 milljón íbúa, Venesúela 30 milljónir. Bæðir ríkin eru olíuríki - skv. fréttum Vestrænna fjölmiðla sl. 2 vikur. Blasa við áhugaverðar staðreyndir:

  1. ca. 70% útflutningstekna Rússlands, koma frá olíu og gasi.
  2. ca. 90% útflutningstekna Venesúela, koma frá olíu og gasi.

Ísland, hefur í dag 3-megin undirstöður, gjaldeyristekjur virðast í dag nokkuð jafnskiptar milli þessara 3-ja greina:

  1. Sjávarútvegur.
  2. Orkufrek stóryðja.
  3. Ferðamennska.

Samanlagt skaffa þessar greinar ca. 90% gjaldeyristekna.

 

Ólíkt Rússlandi og Venesúela, hefur Ísland - gilda afsökun

Ég er að tala um - smæð Íslands. Að vera einungis 300þ. manns. En það þíðir að ekki er grundvöllur fyrir mikið af starfsemi, sem getur -tæknilega- blómgast í fjölmennum löndum. Vegna þess að -stór heimamarkaður- skapar grundvöll fyrir þá starfsemi.

Þó eru íslenskir stjórnmálamenn gjarnan skammaðir fyrir þá meintu "skammsýni" að atvinnulíf á Íslandi, sé ekki fjölbreyttara en það er.

  • Það þarf að horfa á, að Ísland er örrýki - það virkilega þíðir, að afar erfitt er að skapa grundvöll fyrir mikið af framleiðslustarfsemi.

En ég get ekki séð, að Rússland hafi "gilda afsökun" - staða Rússlands, að 70% útfl.tekna komi frá olíu og gasi - - lísir sér í að mörgu leiti sambærilegum óstöðugleika Rúblunnar og hefur verið til staðar, á íslensku krónunni.

  1. Þessi staða, hlýtur að vera mjög stórfelldur - áfellisdómur á stjórnendur landsins.
  2. Að þeim skuli ekki hafa takast, að efla fjölbreytni útfl. atvinnuvega landsins.

Rúblan virðist vera að -gengisfalla af sömu ástæðu og krónan oft hefur gengisfellið- sérstaklega á árum áður er -sjávarútvegur var 70% útfl. tekna.- þá fór gengi krónunnar eftir þörfum sjávarútvegs.

Með öðrum orðum, gengi rúblunnar - virðist fara stórum hluta eftir þörfum gas- og olíuvinnslu.

  1. Síðan hefur verið stefnan, að efla aðrar útflutningsgreinar en sjávarveg.
  2. Sem hefur skilað þeim árangri, að nú eru 2-viðbótar gjaldeyrisskapandi greinar, sem í dag standa jafnfætis ca. sjávarútvegi. Landið stendur því á 3-súlum. Í stað einnar.
  3. Þetta mun hafa minnkað gjaldmiðilssóstöðugleika á Íslandi.

En ég get ekki séð merki þess, að stjórnendur Rússlands - hafi alvarlega gert tilraun sl. 20 ár, til þess að draga úr þvi ástandi, hve efnahagsur Rússlands sé háður - > Olíu og gasi.

Með því að efla aðrar gjaldeyrisskapandi greinar.

  • Það er ekki fyrr en núna, er Rússland er skollið í alvarlega kreppu.
  • Að Pútín, talar um þörf fyrir að "auka fjölbreytni framleiðslu til útflutning."

Ég skal alls ekki segja, að það sé ómögulegt fyrir Rússland að auka fjölbreytni framleiðslu.

Ég get bent á það þegar - Japan hóf uppbyggingu á 6. áratugnum, eða þegar S-Kórea hóf sína á 7. áratugnum, eða er Kina hóf sína á 9. áratugnum.

  • Ef við miðum við Kína - þá hefur það tekið landið nærri 30 ár að ná núverandi stöðu.
  • Þ.e. ekkert sem fær mig til að trúa því, að það taki Rússland skemmri tíma en 20 ár. Að skapa fjölbreytta framleiðsluatvinnuvegi, á fjölbreyttum hátæknigrunni.

Ég bendi á að Pútín hefur stjórnað í 20 ár.

Ég því eðlilega vantrúaður á þetta átak, þó það sé tæknilega mögulegt, því að -sömu stjórnendur Rússlands- sem hafa svo herfilega klúðrað málum þar, þykjast ætla að gera betur á nk. árum.

Mig grunar frekar, að þessar yfirlýsingar þeirra, séu til þess - að dreifa gagnrýni á þeirra óstjórn árin á undan, frekar en að þeim sé veruleg alvara með það, að hefja slíka uppbyggingu.

--------------------

Venesúela - hefur verið dæmi um aðeins aðra tegund af óstjórn en Rússland. En óstjórn Venesúela hefur verið "vísvitandi" þ.e. sósíalistaflokkur Venesúela hefur -skipulega- lagt í rúst nánast alla aðra starfsemi í landinu, heldur en útflutning á olíu og gasi.

Og þeim atvinnuvegi, er herfilega stjórnað - einnig. Þ.e. of lítið fé lagt í þróun nýtingar þeirrar auðlyndar. Nánast allt fé sem fæst sé lagt til ríkisins.

  1. Það hefur verið hugsunin, endurdreifa auðnum.
  2. Án þess að skapa nýjan.
  3. Í því skyni, hefur nánast allt einka-hagkerfið verið þjóðnýtt, til þess að endurdreifa auðnum.
  4. Og þau fyrirtæki lögð í hendur flokksdindla, með vafasama þekkingu á rekstri. Það má líkja þessu við stjórnun Robert Mugabe í Zimbabve. Svo slæmt hafi þetta verið.
  • Niðurstaðan er sú, að Vensúela hafi nánast ekki neitt hagkerfi annað en, útflutning á olíu og gasi sbr. rúml. 90% gjaldeyristekna.

 

Niðurstaða

Ég get ekki sagt annað, en að það sé gríðarlegur áfellidsómur á stjórnendur Rússlands og Venesúela, að í Rússlandi séu 70% gjaldeyristekna frá olíu og gasi, og hinsvegar að fyrir Venezúela gildi að þar komi rúmlega 90% gjaldeyristekna frá sömu áttum.

Í samanburði, hafa stjórnendur Íslands - afsökun að atvinnulíf hér sé ekki fjölbreyttara en það er, þ.e. örsmæð landsins.

Sérstaklega er kemur að stjórnendum Rússlands, þ.e. Pútín og co., - sé ég ekki að þeir hafi nokkra gilda afsökun fyrir því, að hafa ekki sl. 20 ár skipulega fylgt þeirri stefnu að efla fjölbreytni atvinnulífs.

En þ.e. ekki eins og ekki hafi blasað við þeim, dæmi um velheppnaða slíka uppbyggingu -hringinn í kringum þá, sömu ár. Þ.e. þeir hafa orðið vitni að uppbyggingu fyrrum A-tjalds ríkja er gengið hafa í náið efnahagssamtarf við Vesturlönd.

Á A-landamærum, hefur við þeim blasað, tilraun Kína sem heppnast hefur vel, við það að byggja upp fjölbreytt og vel heppnað atvinnulíf.

  1. Þ.e. ekki fyrr en núna, er allt er líklega of seint, þegar landið er dottið í djúpa kreppu.
  2. Sem sömu stjórnendur er bera ábyrgð á þeirri óstjórn, tala um að auka fjölbreytni atvinnulífs.

Ég verð að segja, að mér finnast þær yfirlísingar skorta trúverðugleika, er þær koma frá þeim sem hefur ráðið landinu í 20 ár - og fram að þessu, augljóslega ekkert gert til þess að efla aðra starfsemi í Rússlandi en olíu og gas.

Grunar að hann sé frekar, að dreifa gagnrýni - en að það beri að taka yfirlísingar nýverið fram komnar, alvarlega.

Þetta er einnig ábending til aðdáenda Pútíns, að hann sé ekki aðdáunarverður stjórnandi, alls ekki snillingur - - heldur sé ástand Rússlands vottur um afar herfilegt klúður af hans hálfu.

 

Kv.


Bloggfærslur 21. desember 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 436
  • Frá upphafi: 847083

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 413
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband