Styð eindregið innleiðingu "náttúrupassa"

Tek fullkomlega undir rökstuðning ráðherra: Telur náttúrupassa vera sanngjarna leið. Sammála henni, að það sé kostur við -náttúrupassa- að þá sé ekki verið að skattleggja eina tegund af ferðaþjónustu umfram aðra, heldur felist í -náttúrupassanum- almenn álagning á ferðamenn, og því að - - > Auknar tekjur af ferðmamönnum skila sér til að fjármagna uppbyggingu aðstöðu á ferðamannastöðum. Mér skilst að gjaldið eigi að renna í sameiginlegan sjóð, sem síðan fjármagni einmitt framkvæmdir á ferðamannastöðum. Rétt til að fjá fé úr þeim sjóði, eigi þá allir ferðaþjónustuaðilar - - fyrir utan þá sem viðhafa eigin gjaldtöku.

Frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, ráðherra ferðamála, um náttúrupassa var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar rétt í þessu.

Af hverju Náttúrupassa?

Þeir sem hafa ferðast erlendis hafa væntanlega veitt því athygli, að víðast hvar þarf að greiða aðgang að þekkum náttúruvættum. Mér vírðist því sá ótti, að upplifun erlendra ferðamanna mundi bíða hnekki ef aðgangur að vinsælum náttúruvættum hérlendis væri ekki lengur frír - ástæðulaus með öllu.

Það sem virðist standa að baki, sé ákveðin "frelsishugmynd" þ.e. Íslendingar hafa verið vanir því, að hér sé aðgangur frír og við getum hegðað okkur með okkar eigið land eins og okkur sínist, vafrað hvar sem er - hvenær sem er og ekki þurfa að borga nokkrum fyrir.

Á hinn bóginn, með milljón erlenda ferðamenn, þá er álagið á vinsæla staði orðið slíkt - - að mikið þarf til að kosta svo að aðstaða sé -ásættanleg, eða jafnvel, staðurinn sé ekki -lífshættulegur.

Íslenska ríkið einfaldlega ræður ekki við það verkefni, að fjármagna svo vel sé aðstöðu á ferðamannastöðum - - ég veit að tekjur eru af ferðamönnum umtalsverðar nú þegar; en hvernig sem okkur líkar, þá er ríkið í vandræðum með fjármögnun fjölmargra atriða.

  1. Við höfum öll heyrt um ástandið á sjúkrahúsum landsins, að byggingar Landspítala séu í alvarlegu ástandi, sumar jafnvel -ónítar-.
  2. Þ.e. mikil óánægja með kjör hjá starfsfólki heilbrigðiskerfisins, kröfur um bættar tekjur.
  3. Fyrir nokkrum vikum síðan, kynnti forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, að engin hafrannsóknarskip verði rekin á nk. ári, þeim öllum lagt - - > Hugsa sér, þetta er sú stofnun sem sér um að fylgjast með heilsu okkar helstu auðlindar.
  4. Landhelgissgæslan rekur nú bara eitt af þrem skipum, á ekki lengur einu sinni mannskap til að manna flr. en tvö af þeim - aðalþyrlan er mánuðum saman erlendis að sinna leiguverkefnum svo gæslan hafi enfi á að halda henni.
  5. Aðhald og niðurskurður er hvítvegna í ríkiskerfinu - - samt berst ríkið í bökkum við það að ná endum saman.

Við þessar aðstæður, þá er algerlega augljóst, að ríkið er ekki að verja fjármagni í uppbyggingu ferðamannastaða. Ekki þegar sumar byggingar Landspítalans eru að verða ónítar.

Þá er ekki um annað að ræða, en að sækja það fjármagn sem til þarf - - til ferðamannanna sjálfra.

Þessi aðferð, gjaldtaka í formi sölu á náttúrupassa, sem myndar sameiginlegan sjóð, sem aðilar í ferðaþjónustu geta fengið fé úr, svo fremi sem aðgangur að viðkomandi ferðastað er þeim takmörkunum háður að viðkomandi þarf að framvísa "náttúrupassa" til að fá aðgang - - > Virðist mér sanngjörnust.

  • Þá er ekki rukkað við inngang, einungis beðið um að framvísa passanum.
  • Passinn er þá væntanlega keyptur þegar við komuna til landsins.

Síðan fjármagna ferðamenn uppbyggingu aðstöðu við náttúruvætti sem þeir vilja sjá.

Það einmitt þykir mér eðlilegt, að þeir borgi sem vilja sjá.

Eðlilega gildir reglan um náttúrupassa fyrir alla - ég hef ekki kynnt mér nýju lögin, en ég sé ekki að nokkur önnur leið sé fær, því að á EES gildir almenn jafnræðisregla sem þíðir að öll mismunun er bönnuð.

Þá þurfa Íslendingar einnig að kaupa "náttúrupassa" ef þeir vilja fara inn á þá staði, sem njóta styrkja úr sjóð þeim sem fé fyrir náttúrupassa rennur í.

Mig grunar að það atriði, skýri að stórum hluta andstöðu, þ.e. fólk sé pyrrað yfir því að þurfa að borga aðgang, þegar það hefur svo lengi verið vant því að þurfa ekki að borga.

  1. Ég prívat og persónulega, lít á það sem hina eðlilegu og sanngjörnu aðferð.
  2. Að þeir sem vilja sjá, fjármagni aðstöðu þá sem þarf að vera, svo þeir sem vilja sjá geti farið um staðinn, án þess að vera persónulega í hættu, eða að þeir traðki viðkvæman gróður - skemmi náttúruvættið sjálft.

 

Niðurstaða

Ég er einmitt á því, að unnendur íslenskrar náttúru ættu að fagna "náttúrupassanum" því að með tilkomu þess sjóðs sem til verður, muni fjármögnun uppbyggingar nauðsynlegrar aðstöðu verða til muna tryggari. Sem ætti að leiða til þess að aðstaða á stöðum batni í framtíðinni. Þannig að þar með minnki sú hætta sem orðin er umtalsverð, að vaxandi ásókn í íslensk náttúruvætti valdi óbætanlegu tjóni einmitt á þeim náttúruvættum.

Þetta séu því góðar fréttir fyrir náttúruvernd á Íslandi.

----------------------------

Bendi á það atriði, að "náttúrupassi" er tegund af skatti sem fólk þarf ekki að borga nema það vilji skoða þá staði, þangað sem ætlast er til að fólk hafi passa. Það þíðir með öðrum orðum, að ef þú velur að skoða þá staði sem verða áfram utan þess kerfis - þá getur þú notið þeirra í staðinn og valið að sleppa við þetta gjald eða skatt.

Þetta er atriði sem gerir þessa tegund skattlagningar sanngjarnari en flest form af skattlagningu - að geta valið að borga ekki.

Önnur skattlagning sbr. gistináttagjald - gjald af flugmiðum, er þá annars eðlis. En þá hefur viðkomandi ekki val að borga það ekki - ef um erlendan aðila er að ræða sem ætlar t.d. að ferðast hingað í viðskiptaerindum, eða koma hingað til að hitta ættingja. 

Eina valið væri að - sleppa því að koma hingað.

Það síðasta sem við viljum er að fæla gestina frá - - það getur einmitt gerst ef við gerum gistingu dýrari, jafnvel flugerðir einnig. 

Náttúrupassi ætti ekki að hafa þannig fælingaráhrif. Því að hann hækkar ekki gistingarkostnað né gerir hann ferðalög hingað dýrari - - og þ.e. margs að njóta hér annars ef viðkomandi vill ekki kaupa sér náttúrupassa.

 

Kv.


Bloggfærslur 30. nóvember 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 847451

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 272
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband