Vopnamálið - stormur í tebolla, eða alvarlegt mál?

Mín prívat afstaða er - stormur í tebolla. Ég hef ekkert annað en fjölmiðla að miða við. En skv. því sem fram hefur komið, voru vopnin komin til landsins þegar í febrúar sl. Þau virðast hafa verið fengin af Landhelgisgæslunni hingað til lands. Síðan bendir fátt til þess að hún hafi látið ráðherra vita af því. Þau hafi verið varðveitt mánuðum saman í læstri hirslu á Kefló sem Landhelgisgæslan á.

Skv. Verdens Gang sbr. umfjöllun Eyjunnar - Verdens Gang: Byssumál lögreglunnar getur orðið ríkisstjórninni að falli -- á norski herinn verulegt magn af MP5 byssum - Heckler & Koch MP5. Norska lögreglan hafi t.d. keypt fyrir slikk nokkur hundruð nýlega, sem um hafi verið nokkur umræða í Noregi. 

Þetta þykja ekki merkileg vopn í dag, svokölluð "submachine gun" sem skítur sambærilegum skotum og notaðar eru af handbyssum. Því hafa þær verið vinsælar oft af lögreglu, sem á þá einnig gjarnan frá Hekler&Koch handbyssu sem notar sömu skothylki.

Þá notar lögreglan bara eina tegund af skothylkjum. Þykir hagkvæmt.

Gallinn þ.s. þetta eru ekki "öflug skot" er að þau ráða ekki við "kevlar vesti" eða þaðan af öflugari hlífðarbúnað, ef andstæðingur er búinn slíkum. Þess vegna eftir þekktan skotbardaga í Bandar. þá hefur bandar. lögreglan tekið öflugari "hríðskota riffla" í notkun í staðinn: North Hollywood shootout

  • Það virðist síðan gerast nýverið að "Innanríkisráðherra" heimilar ísl. lögreglunni, að taka við 150 MP byssum, sem þá þíðir væntanlega að "Landhelgisgæslan" heldur eftir 100.
  • Ekki hef ég hugmynd um, hvað "Landhelgisgæslan" hyggst fyrir með þau vopn. En tæknilega séð má hugsa sér gæslumenn hafa vopn um borð í skipunum í læstum skápum. Til hugsanlegrar notkunar við töku landhelgisbrjóta.

 

Er ástæða að ætla að það sé hættulegt fyrir borgarana að lögreglan sé vopnuð?

Ég held að "eðlilegra" sé að miða við reynslu Norðmanna - - en þ.e. eftir norskri fyrirmynd sem er farið. Í blaðagrein sem ég sá vitnað til í af netverja, má sjá eftirfarandi upplýsingar:

  1. Rogaland--- "Tre ganger avfyrte norsk politi sine våpen i fjor – det samme som året før." - "To av de tre skuddene traff og skadet mennesker. Det tredje var et varselskudd." - "Norsk politi har ikke drept noen siden 2006."
  2. Síðan má nefna að Víkingasveitin hefur skotið einn einstakling, eftir að sá skaut lögreglumann í höfuð af stuttu færi hlífðarfatnaður sem betur fer tók það skot en lögreglumaður féll aftur fyrir sig niður stiga sennilega vissi sá sem skaut manninn ekki líðan hans er hann tók það skot - - þetta er eina skiptið sem ég veit til þess að "Víkingasveitin hafi beitt vopnum sínum á vettvangi" öll árin sem hún hefur verið til.

Svo má nefna málið á "Hnífsdal" fyrir nokkrum árum: Sérsveit lögreglu yfirbugaði byssumann á Hnífsdal í nótt  ---  Sér­sveit lög­regl­unn­ar kölluð út vegna vopnaðs manns í Hnífs­dal

  • Gallinn við það að búa við það, að einungis Víkingasveit hefur vopn, er auðvitað sá að þá er eins gott að - - enginn brjóti af sér meðan veðrið er vont.
  • En Víkingasveitin er kannski 2-3 tíma að mæta á staðinn, við bestu aðstæður. Ef veðrið er vont - - getur verið að ómögulegt sé fyrir hana að mæta. Vegna þess að flugvellir eru lokaðir.
  1. Eigum við ekki að segja - - að spurningin með vopnin sé einmitt varðandi stór undantekningatilvik. Ef lögreglan hefur vopn t.d. á stöðinni í næsta bæjarfélagi í læstri hirslu. Þá er a.m.k. unnt að nálgast þau í skilgreindu neyðartilviki.
  2. Ef vopnin eru í bifreiðum - - eru þau "heldur aðgengilegri" og kannski því fyrir bragðið "líklegri til að vera notuð" en ef þau eru læst inni á lögreglustöð. Auðvitað kemur á móti, að sums staðar úti á landi er langt til næstu stöðvar kannski 200km. Það gæti alveg tekið töluveðran tíma að sækja vopn.

Þetta verðum við að vega og meta skv. líkum.

Skv. reynslu norsku lögreglunnar þ.s. vopn eru höfð í bílunum læst í sérstökum kistli í skottinu, þá eins og fram kemur að ofan, var vopni beitt í 3-skipti sl. ár og 3-skipti árið á undan. 

Enginn verið skotinn síðan 2006. Noregur er auðvitað rúmlega 10-falt fjölmennara land. Taka þarf tillit til þess, þannig skv. því - - má alveg hafa þau tilvik í huga í hlutfallinu 1/10.

  • Það gæti þítt, að vopni sé beitt þriðja til fjórða hvert ár t.d. 

Ef vopnin eru ekki í bílunum heldur á næstu stöð, þá getur tíðnin verið enn lægri.

Mig grunar að ótti sumra um stigmögnun í vopnaeign sé ástæðulítill. En það virðist ekki reynsla Norðmanna að slíkt sé í gangi.

 

Niðurstaða

Ég læt liggja milli hluta - hvort lögreglan á að þiggja þessi vopn. Í annan stað virðist þörfin ekki svakaleg þ.s. ekkert alvarlegt hefur hingað til gerst. Bendi þó á, að það að ekkert alvarlegt hafi hingað til gerst - segir í reynd ekkert um líkur. Það getur t.d. heppni hafa ráðið í tilvikum. Einstaklingar í rugli hvort sem þeir eru fullir eða á einhverju verra - geta verið frekar óútreiknanlegir.

Á hinn bóginn, bendir reynsla Norðmanna ekki til þess, að tilvist vopna með þeim hætti sem venja hefur verið um í Noregi. Skapi mikla tíðni vopnanotkunar af hálfu lögreglunnar, eins og má ætla af ótta sumra sem hafa verið að ræða málið í fjölmiðlum. Það má því segja - - að ótti við lögregluna sé "ástæðulítill."

Mín ályktun er þá sú, að ef lögreglan vill þessi vopn. Þá má hún fá þau - ég óttast ekki að ísl. lögreglan misbeiti þeim frekar en sú norska. Mér virðist reynsla norsku lögreglunnar ekki styðja ótta sumra um að lögregla sé að beita vopnum í tíma og ótíma. Á sama tíma, ef niðurstaðan er sú að hún þiggur þau ekki. Þá er ég alveg rólegur yfir þeirri útkomu - - ég treysti með öðrum orðum mati lögreglunnar á því, hvort hún þarf þau eða ekki. Ef hún þiggur þau ekki, þá væntanlega væri það mat hennar að þörfin sé ekki brýn.

Stormur í tebolla!

 

Kv.


Bloggfærslur 25. október 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 34
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 520
  • Frá upphafi: 847175

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 495
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband