Eru þeir sem vilja rafstreng til Evrópu að stefna að sölu Landsvirkjunar?

Þessi umræða um rafstreng til Evrópu gýs alltaf upp öðru hverju, nú síðast kom grein frá Jóni Steinssyni hagfræðingi. Sem vísar til hugmynda landvirkjunar sem gera ráð fyrir allt að 112ma.kr. árlegum hagnaði af LV, er hann fullyrðir að Íslendingar geti orðið ríkari en Norðmenn. Bara ef þeir breyta hugsunarhætti sínum gagnvart orkuauðlindum sínum. Eins og forsvarsmenn LV þá beinir hann sjónum að orkuverðinu, og tekur undir að lykilatriðið sé að hækka það sem mest.

Ríkari en Norðmenn?

Skýrsla sem gjarnan er vitnað í sem gerð var fyrir hönd Landsvirkjunar!

 

Af hverju getur þetta tengst hugmyndum um sölu LV?

Augljósa svarið er, að ef hagnaður LV er hækkaður mjög mikið. Þá samtímis hækkar söluandvirði LV. Og því það fé sem ríkið fræðilega getur fengið fyrir LV ef LV er selt.

Nú, Jón er einn af þeim sem hafa haldið evrunni á lofti, en til þess að geta tekið hana upp þarf m.a. að lækka skuldir ríkissjóðs niður í 60%.

Ef LV er selt eftir að framtíðarhagnaður LV hefur verið aukinn stórfellt - - þá væri unnt með sölu LV að lækka mjög verulega skuldir ríkissjóðs.

Það fer oft saman að áhugamenn um Evru eru frjálshyggjufólk, sem almennt er andvígt ríkiseign á fyrirtækjum - innan Evrópu er algengt að orkufyrirtæki séu í einkaeign. Algengara en ekki, og Framkvæmdastjórn ESB hefur frekar en hitt verið að hvetja til slíkrar einkavæðingar.

Það þarf vart að taka fram, að einkafyrirtækið LV - - myndi að sjálfsögðu selja hæstbjóðanda orkuna, sem ef Ísland væri tengt við orkunet Bretlandseyja í gegnum sæstreng. Þíddi, að þeir Evrópubúar sem hafa góða tengingu v. orkunet Bretlands, ásamt Bretum. Gætu boðið í þá orku.

Og landsmenn sem og innlendir rekstraraðilar, yrðu þá að greiða - - markaðsverð.

Þetta er alveg skv. frjálshyggjunni, hin réttmæta staða mála.

 

Ef LV heldur áfram að vera ríkisfyrirtæki, en Ísland er tengt með sæstreng!

Rétt er að benda fólki á, að álverin hafa langtímaorkusölusamninga við LV.

Andstæðingar álvera gjarnan styðja hugmyndir um sæstreng, vegna þess að þeir telja að - þau borgi of lágt orkuverð miða gjarnan við orkuverð í Evrópu en ekki t.d. í Bandar. þ.s. þ.e. miklu lægra en í Evrópu.

En einnig vegna þess, að þeir gjarnan vilja sjá þau hætta rekstri. Sem líklega yrði útkoman til lengri tíma litið.

En meðan að orkusölusamningar þeirra eru enn í gildi, er LV bundin af þeim - - ég þekki ekki til hve langs tíma þeir eru, en þetta eru "langtímasamningar" þ.e. renna ekki út á nk. 10 árum, sennilega ekki heldur nk. 20.

----------------------------

Þetta þíðir það, að sæstrengur myndi ekki hækka orkuverð til núverandi starfandi álvera, svo lengi sem þeir samningar gilda.

Og að sjálfsögðu væri þeim ekki akkur í að endursemja um þá samninga, löngu áður en þeir renna út.

  • En einhvers staðar þá frá þarf LV að sækja sér þá aukinn hagnað!

Við erum þá augljóst að tala um það, að hækkun á orkuverði myndi bitna á þeim kaupendum sem ekki hafa langtíma bindandi orkusölusamninga við LV.

Þ.e. á almenningi!

Og auðvitað þeim fyrirtækjum sem það á einnig við.

 

Að sjálfsögðu hækkar orkuverð þá til almennings!

En LV getur ekki reglum ESB skv. sem gilda hér í gegnum EES samninginn, mismunað orkukaupendum. En munum að þ.e. ríkisfyrirtæki, ef e-h er, er enn nánar fylgst með því að slík fylgi reglum.

En þá hafa kaupendur rétt á að leggja fram tilboð til LV, og LV ber þá að selja á því markaðsverði sem fram kemur.

Hefur ekki rétt, sbr. reglur um aðila með "einokun" til að selja á undirverði. En LV er einokunaraðili hérlendis augljóslega.

  • LV væri því algerlega bundin af reglum, til að selja almenningi á "markaðsverði."
  • Sem er þá það verð, sem aðrir kaupendur á því til mikilla muna stækkaða markaðssvæði, eru til í að borga fyrir rafmagnið.

Með því að stórfellt hækka rafmagnsverð til almennings, til innlendra fyrirtækja - - fyrir utan álverin sem hafa langtímaskuldbindandi samninga.

Myndi auðvitað hagnaður LV hækka töluvert!

En eftirfarandi aðilar tapa:

  1. Almenningur.
  2. Og smærri fyrirtæki.

 

En er ekki unnt að niðurgreiða verðið til almennings?

Sannarlega, en það væri þá háð ákvörðun þeirra stjórnmálamanna sem sitja í stjórn LV.

Þau stjórnarsæti yrðu í kjölfarið óskaplega eftirsóttir bitlingar, því úr þeim væri unnt að ráða "endurdreifingu" þeirra peninga, sem aukinn hagnaður LV myndi skila.

Spillingarhætta er - - augljós.

Innlend pólitík myndi stórum hluta fara að snúast um, útdeilingu auðsins.

Hópar myndu bítast um að fá sinn skerf.

---------------------------

En augljósa hættan er að, eftir því sem flr. leitast við að sækja í það fé - - að smám saman láti hagsmunir almennings undan síga.

Þannig að niðurgreiðslur myndu smám saman þynnast út. Og orkuverð, nálgast að fullu orkuverð í Evrópu. 

Þ.s. þ.e. mikið hærra en hér.

 

Afleiðing verulegt lífskjarahrun!

  1. Hærra orkuverð, orkureikningur heimilar hækkar mikið - - bitnar mest á svokölluðum köldum svæðum sem einnig kinda með rafmagni.
  2. En matvælaverð hækkar einnig - - en ég bendi fólki á að matvæli þarf að varðveita í kælum eða frystum, oft mánuðum saman áður en þau fara til neyslu. Dýrari rekstur kæla/frysta hefði töluverð áhrif á matvælaverð.
  3. Svo er það áhrif á störf, en innan LV er engin ástæða að störfum myndi fjölga. En líklega leggst af allur orkufrekur rekstur hér, sem ekki hefur tryggt sig með langtímasamningum, og afleidd störf. Að auki, verður ekki í framtíðinni grundvöllur fyrir fyrirtækjarekstri sem mun vilja nýta orkuna hérlendis. Alveg sama í reynd af hvaða tagi.

Þ.e. ekkert sérstakt sem bendir til þess, að almenningur myndi njóta framtíðar ágóða - - heldur mun líklegra að fáir útvaldir hirði hann.

En pólitísk stétt hér er fámenn, fáir sem þarf að kaupa - spilla.

Úthlutunarnefnd innflutningsleyfa á 6. áratugnum, var t.d. þekkt spillingardíki.

 

Í dag fær almenningur hagnaðinn af orkuauðlindunum!

  1. Í gegnum lægra orkuverð.
  2. Og einnig lægra matvælaverð en annars væri.
  3. Síðan í gegnum störf, sem búin eru til. Þúsundir starfa.

Lægra orkuverð - - er form af hagnaði, sem rennur til allra heimila jafnt.

Lægra matvælaverð, einnig gerir það.

Þeir sem græða á nýjum störfum, eru venjulegt fólk sem sækist eftir þeim og fær.

-------------------------------

Öll heimili græða á núverandi ástandi - - í staðinn myndu þau öll tapa.

En fáir útvaldi, græða óskaplega mikið.

 

En er ekki snjallt að gera eins og Norðmenn?

Sbr. v. Noreg er mjög villandi, en þ.s. þeir sem nefna Noreg láta vera að segja frá, er það að Noregur býr yfir gríðarlegum gasauðlindum. Norðmenn eiga miklu meira af gasi heldur en olíu. Margfalt meira.

Þetta eru þeir að nýta til gjaldeyris, með því að framleiða rafmagn í stórfellt vaxandi mæli. Í stað þess að selja gasið beint úr landi. Mikil uppbygging á gasorkuverum í gangi innan Noregs.

Mjög líklega er þetta rétt metið hjá Norðmönnum, að þeir græða miklu meir á því að selja gasið sem rafmagn, en beint sem gas.

Þeir eru að fjölga rafstrengjatengingum til annarra landa, til þess að geta selt enn meira rafmagn. Auka flutningsgetuna.

  • Í gegnum þá miklu auðlynd er sennilega það mikið fé að streyma í ríkiskassann, að norska ríkinu munar ekkert um - - að bæta landsmönnum upp hærra orkuverð í Noregi.
  • Sennilega ef það vill svo til, að gríðarlega gaslyndir finnast undir hafsbotninum Norður af Íslandi, þá má vera - - að það verði skynsamlegt að selja einnig gas sem rafmagn. Tengja því landið v. Evrópu, og þá væri líklega það mikið fé að streyma inn, að það væri yfrið nóg til skiptanna.
  • Við gætum öll verið rík, og sama um smá spillingu í LV. Í tenglum v. úthlutunarnefndina.
  • En í dag er sannleikurinn sá, að sú virkjanasúpa sem talað er um í skýrslu GAM - sjá hlekk að ofan - og LV vill að farið sé í á nk. 20 árum. Myndi mæta mjög harðri andstöðu.
  • Okkar innlendu orkulyndir, sem sæmileg sátt gæti skapast um að nýta, eru í reynd ekki svo óskaplega miklar.
  • Þær eru ekki það miklar, að það væri unnt að borga öllum sem vilja, eins og Norðmennt líklega geta.
  • Það yrði mjög harður slagur um peninginn.
  • Og almenningur líklega myndi tapa fyrir rest.

Miðað við þær auðlyndir sem við vitum að eru til hérlendis.

Og þær sem líklegt er að það geti skapast sátt um að nýta.

Er líklega svo að mun hagstæðara er fyrir almenning, að þær séu nýttar með þeirri leið sem hingað til hefur verið farin þ.e. að halda orkuverði hér lágu til þess að almenningur njóti lágs orkuverðs og unnt sé að laða hingað til lands fyrirtæki sem skapa störf sem almenningur nýtur góðs af.

Gróðanum er þá skipt milli:

  1. Almennings þ.e. lágt orkuverð, lægra matvælaverð en annars væri, flr. störf.
  2. LV fær hann að einhverju marki, en mun minna af honum en ef rafstrengur er reistur. Hagnaður LV er lítill en það hefur verið viljandi stefna að hafa það svo.
  3. Nokkur hagnaður rennur til þeirra sem reka fyrirtæki sem selja framleiddan varning úr landi. Þ.e. hagnaðarhluti sem margir sjá ofsjónum yfir. En fyrir utan nýjasta álverið Reyðarál greiða þau öll tekjuskatt, en ranglega hefur því verið haldið fram að álverin sleppi við hann. Einungis Reyðarál skuldar nægilega mikið til að geta nýtt það til lækkunar.
  4. Ríkið fær skatt af fyrirtækjunum, af launum starfsfólks - - og greiddan hagnað af LV.
Ef hagnaði álveranna er kippt í burt - landið tengt með streng, þá fræðilega hættir hagnaður að renna til eigenda þeirra. En höfum í huga, að í staðinn - - borgar almenningur mun hærra orkuverð og einnig hærra matvælaverð. Lífskjör verða því fyrir verulegum hnekki - - auk aukins atvinnuleysis.

Væri það í reynd almenningi nægileg sárabót - - að vita af því að ríkið sjálft græðir meir?
  • Ég bendi á, að það er fræðilega grundvöllur fyrir áframhaldandi aukningu fjölbreytni starfa, ef við höldum áfram að laða hingað fyrirtæki.
  • Það þurfa alls ekki endilega að vera álver.
  • Enda álver gríðarlegir orku-hákar.
  • Margar minni verksmiðjur er unnt að reisa, fyrir eitt álver.
  • Hvert nýtt fyrirtæki kemur hingað með sína þekkingu, og auðgar landið því með þeim hætti.
  1. Menn eru sumir hverjir mjög uppteknir af árangri Norðmanna!
  2. En hvað með árangur Bandaríkjanna - - sem hafa verið að keyra á stefnu líkari stefnu Íslendinga, að leggja áherslu á að skapa störf.

Orkuverð er þarlendis mun lægra en í Evrópu.

Bandaríkin, eru mjög samkeppnisfær í dag hvað orkuverð varðar.

Þau eru vísvitandi einmitt að keyra á þá stefnu - - að viðhalda lágu orkuverði, til að skapa störf.

En menn tala gjarnan niður þau störf sem verða til - - en störfum fylgir þekking þeirra sem læra þau störf. 

Þegar ný starfsemi er tekin upp hér, þá kemur um leið ný verkþekking inn í landið.

  • Ég reyndar vill síður að nýtt álver sé reist.
  • Frekar fókusa á nýjar tegundir af starfsemi, þ.e. af því tagi sem ekki er hér fyrir hendi. Til að auðga fjölbreytni starfa hérlendis. Og því fjölbreytni þekkingar. 

 

Niðurstaða

Ég hef áður fjallað um þessi málefni sbr.:

Það er punktur sá sem ég vil halda á lofti í þetta sinn. Að álverin hafa langtíma orkusölusamninga við LV. Því raskar rafstrengur ekki þeirra stöðu til skamms tíma og líklega ekki um töluverða hríð á eftir. En einhvern veginn yrði LV að greiða fyrir þann streng með auknum tekjum. Erfitt er að sjá annað en að það myndi bitna þá á þeim kaupendum öðrum sem eru háðir rafmagni frá LV þ.e. þeim sem ekki hafa langtíma bindandi samninga um orkuverð við LV.

Margir halda að stengur myndi hrekja álverin í burtu, og styðja því rafstreng. En til langs tíma litið er það líklega rétt. En lengi framan-af, væru megin áhrif hans þau - - að lækka hressilega lífskjör íslensks almennings.

Og það væri allveruleg lífskjaralækkun. Auk þess, aukið atvinnuleysi. En fá eða engin störf myndu skapast á móti hjá LV í stað starfa sem myndu tapast.

Auk þess, að það væri algerlega lokað á þann möguleika að fylgja atvinnustefnu líkri þeirri sem tíðkast í Bandaríkjunum, sem gengur út á að bjóða upp á mjög samkeppnishæfan kostnað.

Til þess að laða fyrirtæki og því störf til Bandaríkjanna. Bandaríkin eru eftir allt saman efnaðasta hagkerfi heimsins.

Þeirra árangur hefur alltaf byggst á öflugum kraftmiklum fyrirtækjum, og því að viðhalda samkeppnishæfu umhverfi fyrir þau innan Bandaríkjanna. Sem m.a. byggist á hagstæðu kostnaðarumhverfi.

  • Varðandi hugsanlega söludrauma á LV.
  • Þá hef ég veitt því athygli, að evrusinnar eru gjarnan einnig mjög hlynntir rafstreng til Evrópu.
  • Og þ.e. einföld staðreynd, að þá eykst söluverðmæti LV mikið.
  • Og sala LV við slíkar aðstæður, gæti flýtt mjög verulega evru-upptöku.
  • Því grunar mig evrusinna að vilja selja LV.

 

Kv.


Bloggfærslur 6. júní 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 802
  • Frá upphafi: 848193

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 773
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband