Hvað mundi risahöfn í Finnafirði gera fyrir Ísland?

Um daginn var sagt frá því að Sveitafélagið Langanesbyggð, hefði gert samkomulag við "Bremenports" í Þýskalandi, en að sögn sveitastjórnarmanna - - ætlar "Bremenports" sem sérhæfir sig í rekstri hafna, að verja eigin fjármunum til að rannsaka aðstæður í Finnafirði. Til að meta kosti staðarins, fyrir hugsanlega risahöfn.

Bremerhaven - "The port of Bremerhaven is the sixteenth-largest container port in the world and the fourth-largest in Europe with 4.9 million twenty-foot equivalent units (TEU) of cargo handled in 2007. In addition, more than 1,350,000 cars are imported or exported every year via Bremerhaven. Bremerhaven imports and exports more cars than any other city in Europe except for Rotterdam, and this traffic is also growing. In 2011 a new panamax-sized lock has been opened, replacing the 1897 Kaiserschleuse, then the largest lock worldwide."

"Bremenports GmbH & Co. KG is a privately funded port management company of the Municipality of Bremen and is responsible for the development, expansion and maintenance of ports in the ports of Bremen. The tasks of the company range from the marketing of the infrastructure of the ports on the control and coordination of major projects to building maintenance."

Brimarhöfn eða Bremerhaven er ca. svipað stór borg og Reykjavík - - en ætla má að rekstrarfélag hafnarinnar "Bremenports" hafi nokkra veltu, fyrst að höfnin er 16 stærsta gámaflutningahöfn heimsins.

Bremenports til samstarfs um Finnafjörð

Landeigendur í Finnafirði ósáttir

Trúnaðarkrafa kom í veg fyrir samráð

 

Google Earth - Finnafjörður!

 

Hve miklu fyrir Ísland myndi risahöfn breyta?

Rektrarfélag Brimarhafnar er líklega ekki nægilega stórt eitt og sér, til að taka þetta dæmi að sér. Svo við skulum aðeins halda okkur á Jörðinni ennþá. Á hinn bóginn, að svo virðulegt þýskt félag fæst til að koma með sína eigin peninga, til að skoða málið nánar - - kostnaður áætlaður nokkuð hundruð milljónir. Sem rekstrarfélagið væri ekki að verja, nema það teldi hugmyndina ekki "galna."

En það má mjög vel vera, að eftir að svæðið hefur verið rannsakað frekar - - sem líklega verður ekki lokið fyrr en núverandi kjörtímabil Alþingis er lokið. Að þá, hafi rekstrarfélag Brimarhafnar framgöngu um að - afla fjárfesta til verkefnisins.

En það myndi ekki koma mér að óvörum, ef rekstrarfélagið er með hugsanlegan áhuga á að reka höfnina, ef af því verður - að reisa hana í Finnafirði.

-------------------------------

Þessi höfn ef af verður - - getur fræðilega samtímis þjónað sem "olíuhöfn" og hugsanleg stórskipahöfn fyrir flutninga yfir pólinn frá Kína.

  1. Það mundi skipta miklu máli fyrir lífskjör landsmanna allra - - ef um er að ræða tilkomu risahafnar í samhengi "pólflutninga."
  2. En málið er, að þá myndi vöruverð á landinu lækka. Hafið samt í huga að við líklega erum ekki að tala um hlut, sem verður kominn að fullu á koppinn fyrr en eftir 20 ár eða svo.
  3. Af hverju lækkar vöruverð - - þ.e. vegna þess, að ef það mun streyma gríðarlegt vörumagn í gegnum landið, þannig að Ísland verður að mikilvægri umskipunarmiðstöð varnings fyrir pólsiglingar. Þá eykst mjög samkeppnin í siglingum hingað því vegna stórfellt aukins flutningsmagns myndu mun fleiri aðilar hafa áhuga á Íslandssiglingum. Og við það myndu flutningsgjöld til og frá landinu - - fara niður. Líklega töluvert.
  4. Þetta myndi einnig leiða til þess að ísl. fyrirtæki myndu geta greitt hærri laun, því að kostnaður við innflutning rekstrarvara myndi lækka samtímis því að einnig yrði ódýrara að flytja fullunna vöru úr landi.  
  5. Hærri laun samtímis því að vörur í verslunum yrðu ódýrari!
  • Þetta væru áhrif sem allt landið myndi njóta!
  • En auk þessa, myndi svæðið þ.e. Langanesbyggð, líklega verða miklu mun fjölmennara sveitafélag en í dag. En ef við skoðum kortið að ofan, má sjá að skammt er í Þórshöfn en nokkru fyrir sunnan er annað pláss - Bakkafjörður. Flóinn sem heild kallast Bakkaflói. Finnafjörður er fjörður út frá honum.
  • Mér myndi ekki koma á óvart, ef upp byggðist í kringum slíka höfn - - byggð ca. að umfangi byggðarinnar við Akureyri.

-------------------------------

Ef Pólflutningarnir eiga sér ekki stað, en Finnafjarðarhöfn yrði miðstöð fyrir gas-/olíuvinnslu, þá væri ekki um lækkun vöruverðs í landinu.

En olíu-/gastekjur að sjálfsögðu myndu einnig lyfta upp lífskjörum Íslendinga allra.

Og það yrði einnig stórfelld uppbygging á umráðasvæði Langanesbyggðar.

-------------------------------

Svo er auðvitað fræðilegur möguleiki á báðu - - þ.e. Pólflutningar og umskipunarhöfn, og miðstöð fyrir gas- og olíuvinnslu.

Það áhugaverða er, ef sá möguleiki er íhugaður - - að hvort tveggja gæti þá verið að eiga sér stað samtímis, þ.e. að vinnsla sé að hefjast fyrir alvöru, gæti einmitt verið að eiga sér stað eftir 20 ár.

Eins og það líklega tekur vart skemmri tíma, fyrir Pólflutninga að hefjast fyrir alvöru, þannig að höfn þurfi að vera tilbúin innan þess tímaramma.

2x - - þíddi náttúrulega að Ísland yrði ekki fátækara en Noregur!

  • Ef hvort tveggja - - tja, þá gæti það átt sér stað!
  • Að NA-land yrði smám saman efnahagsleg þungamiðja Íslands.
  • Yrði mikilvægari en Faxaflóasvæðið.
  • Þó það svæði væri ólíklegt til að visna upp og deyja.
  • Myndi það þó missa spæni úr aski sínum.

Þá erum við sennilega að tala um 50 ára samhengi. En að þeim liðnum, gæti öll sú breyting verið um garð gengin. Að NA-land væri nærri því jafn fjölmennt og í dag SA-hornið á landinu er. Sennilega ríkara.


Niðurstaða

Þ.e. óhætt að segja, að tilkoma risahafnar við Finnafjörð. Gæti valdið mikilli umbyltingu á Íslandi. En rétt er að rifja upp, að það var vegna tilkomu Reykjavíkurhafnar rétt fyrir Fyrra Stríð. Sem Reykjavík fór að byggjast upp fyrir alvöru.

Önnur og enn stærri höfn, með mun meira flutningsmagni. Myndi a.m.k. ekki hafa smærri áhrif. Þannig að það má reikna með því. Að mikil fjölgun íbúa NA-land mundi eiga sér stað. Sérstaklega ef olíu- og gasvinnsla á sér einnig stað. Ef við gerum ráð fyrir því að risahöfn komi til vegna flutninga yfir pólinn.

Þó að íbúa NA-land myndu græða hlutfallslega meira, myndu allir Íslendingar þó græða stórfellt. Sérstaklega ef hvort tveggja Pólflutningar og olía-/gasvinnsla á sér stað. Ef bara annaðhvort, væri það samt mjög stór breyting. Og eiginlega það stór, að um umbyltingu væri að ræða. 

En ef hvort tveggja samtímis, þá yrði Ísland ríkt.

  • Umhverfisáhrif eru eðlilega töluverð - - en líklega í reynd smærri en af einu stykki risaálveri. Ef við erum að hugsa málið í virkjunum - sökktu landi og rafstrengjum þvert yfir landið.
  • Sérstaklega ef ekki verður af olíu-/gasvinnslu, en það kemur samt risahöfn vegna pólflutninga. Þá verða engin olíuskip á ferðinni. Einungis flutningaskip. Engin olíu-/gasvinnsla.
  • En ef hvort tveggja á sér stað. Þá væru olíuskipin einnig á fartinni innan um stóru flutningaskipin. Og líklega sett upp birgðastöðvar jafnvel vinnslustöðvar fyrir olíu-/gasvinnslu. Umhverfisáhrif af slíku eðlilega yrðu nokkur. Þó þau væru ekki mæld í sökktu landi eða eyðilögðu lífríki áa!
Þannig séð er þetta - - eitthvað annað en álver!

 

Kv.


Var ESB að drepa evruna?

Hvað á ég við? Ég er að vísa til samkomulags ESB aðildarríkja - um það hvernig farið sé með banka sem komast í vandræði. Aðferðin er seld sem leið til þess - - að forða skattgreiðendum frá tjóni. Þegar bankar lenda í vandræðum. En sannleikurinn er sá - - að þeir skattgreiðendur, sem einkum er verið að verja. Eru skattgreiðendur ríkjanna í N-Evrópu; sem með samkomulaginu eru varðir gegn því. Að þurfa að fjármagna banka-viðreisn í löndum S-Evrópu.

Samkomulagið eiginlega virðist endanlega drepa tilraunir til þess, að gera kostnaðinn við bankatjón evrulanda með einhverjum umtalverðum hætti - sameiginlegt.

EU Deal Protects Taxpayers in Bank Bailouts

EU reaches deal on failed banks

EU Pact Reached on Failing Banks

 

Kýpur aðferðin er fest í sessi!

  1. Fyrst er gengið á hluthafa, sem verður að teljast fullkomlega réttmætt.
  2. Síðan er gengið á skuldbindingar banka við 3-aðila, þær afskrifaðar.
  3. Í þriðja lagi, ef fyrri 2 skrefin duga ekki til, er gengið á innistæður þeirra sem ekki eru tryggðar þ.e. innistæður ofan við 100þ.€.
  • Skv. samkomulaginu á hvert ríki fyrir sig, að stofna "bank resolution fund" -slitasjóð- sem fjármagna skal af bönkunum sjálfum - ath - í hverju landi fyrir sig. Slíkur sjóður skal vera að umfangi sambærilegur við 1,3% af heildarumfangi banka í hverju landi fyrir sig.
  • Hugmyndin er, að greiðslur úr þessum sjóðum, sé sett mörk við 5% af heildarskuldbindingum banka, sem fái fjármögnun úr slíkum sjóðum.
  • Seðlabanki Evrópu, þarf að gefa heimild til að fé úr "slitasjóðum" sé greitt.
  • Til þess að fé fáist greitt, er regla um lágmarks "bail in" upp á 8% af heildarskuldbindingum banka.
  • Einhverjar undantekningareglur um - - vernd tiltekinna skilgreindra eigenda, hafa verið settar inn. Af kröfu sumra ríkja.

 

Hvað er svona hættulegt við þetta samkomulag?

"Schäuble said that depositors with less than €100,000 in their accounts would have nothing to worry about and that deposit guarantees would protect them not only in Germany, but also across the EU."

  1. Vandamál eitt, er það að "kerfið er áfram" fjármagnað af hverju landi fyrir sig, og þau eru afskaplega mismunandi vel eða ílla stödd. Þó svo, að komið verði á sameiginlegu eftirliti Seðlabanka Evrópu og hann hafi eftirlit með starfsemi banka og "slitasjóða" og "innistæðutryggingasjóða." Þá felur það, að hvert land fyrir sig ber ábyrgð á fjármögnun síns kerfis, í sér þá ógn. Að öryggið  sem kerfið veitir - - verður afskaplega misjafnt eftir löndum.
  2. En þ.e. mjög áhugavert, hvernig mun ganga að fjármagna "slitasjóði" í löndum S-Evrópu, þ.s. þegar er til staðar mjög erfið staða ríkissjóða og samtímis "fjármálastofnana."
  3. Að auki ætti það öllum að vera ljóst, að líkur þess að staða banka sé það alvarleg að það muni þurfa að ganga á innistæður umfram 100þ.€ eru miklu meiri í löndunum sem standa ílla, en í löndunum sem standa tiltölulega vel.
  4. Að lokum - - er ég þess reyndar fullviss, að langt - langt í frá, sé það algerlega öruggt. Að innistæðutryggingakerfi landa í efnahagsvanda sé "fullfjármagnað." Þannig að fullyrðingin þess efnis, að 100þ.€ lágmarkstryggingin veiti sömu vernd alls staðar - - er alveg örugglega, froða.

 

Hvaða áhætta fylgir ofangreindum sannleik?

  1. Ég held að þetta samkomulag, hafi stórfellt aukið hættu á fjármagnsflótta frá S-Evrópu. Næst þegar alvarleg kreppa steðjar að á evrusvæði.
  2. En innistæðueigendur í löndum sem standa ílla, hljóta nú að verða töluvert "nervusir" þegar stefnan er svo kyrfilega mörkuð, að þeirra peningar séu ekki "öruggir."
  • Þó svo að innan Björgunarsjóðs Evrusvæði sé tekið frá 60ma.€ summa sem verði unnt að fá greitt úr, ef áður er búið að skera niður eignir - skuldir og innistæður; og slitasjóður hefur greitt inn 5%.
  • Þá er rétt að muna, að á sl. ári tók Spánn ríflega summu að láni til að endurfjármagna banka á Spáni vel um helmingur þeirrar upphæðar, síðan var um 30ma.€ af björgunarláni Grikklands til bankafjármögnunar og milli 30-40ma.€ til Írlands á sínum tíma til svipaðra hluta.
  • Þannig að þetta fé, dugar einungis ef "fjármálakreppa" takmarkast við sennilega "smærri löndin."

Að auki þarf meðlimaríki sem fær fé úr þeim sjóði - að greiða á móti 20%.

Höldum til haga - - munum Kýpur, að ef það gerist. Að þessari leið er fylgt fram. Að gengið er á eignir - skuldir og innistæður í þeirri röð. Þá verður af mikið efnahagstjón fyrir viðkomandi land.

En þá tapa fyrirtæki og einstaklingar sýnu fé - - spurningin er þá hve stór sá banki var sem féll, þ.e. hvaða hlutfall af heildarinnistæðum eru í húfi í því landi.

En ef um stóran banka er að ræða með hátt hlutfall innistæðna, þá erum við að tala um mjög verulega hagkerfisbælandi áhrif; kostnaður skattgreiðenda þess lands er því verulegur.

Hann kemur þá fram í atvinnuleysi - töpuðu fé. 

  • Í þessu samhengi þarf að hugsa kröfuna um "mótframlag." 
  1. En ef eins og líklegt er - - að "slitasjóðir" eru lítt fjármagnaðir í reynd!
  2. Innistæðutryggingar líklega litlu betur staddar hvað fjármögnun varðar.
  3. Ríkið sjálft skuldum vafið - rekstur þess þungur.

Þá væri ríkið að reiða fram sitt 20% framlag, á sama tíma og bælandi áhrif hins gríðarlega peningataps fyrirtækja og einstaklinga, væri að skella á hagkerfinu.

-------------------------------

Þetta verður ekkert verulegt vandamál í betur stöddu ríkjunum þ.s. þar eru ríkissjóðir mun betur staddir. Slitasjóðir líklega verða á endanum - fullfjármagnaðir. Mun minna líklegt að það muni þurfa að ganga á innistæður þegar bankar lenda í vanda. Mótframlag ef lán væri tekið af bankanum frá Björgunarsjóði Evrusvæðis, væri líklega - vel viðráðanlegt.

 

Þetta kerfi virðist verja hagsmuni skattgreiðenda í "ríku löndunum"

  1. Engin sameiginleg innistæðutrygging - - áfram kerfi sem byggist á sjóðum söfnuðum innan hvers lands fyrir sig. Þau kerfi eru líklega vel fjármögnuð í vel stöddum löndum, en mun verr í ílla stöddum.
  2. Með því að hvert land ber áfram ábyrgð á sínu bankakerfi, vörðust betur settu ríkin - kröfunni um það, að bankakerfi ESB landa væri fært yfir á "sameiginlega ábyrgð."
  3. Það nánast eina sem er sameiginlegt - - er eftirlit með bönkum. En ríku löndin telja að eftirlit hafi verið ábótavant í fátækari löndunum - einkum. Ekki hjá sér.
  • 60ma.€ sjóðurinn innan Björgunarsjóðs Evrusvæðis er auðvitað dropi í hafið í samanburði við tuga þúsunda milljarða evra heildar skuldbindingar banka og fjármálastofnana innan ESB.

Þannig séð hefur fjármálaráðherra Þýskalands rétt fyrir sér - - að skattgreiðendur séu varðir.

En hann átti við sína eigin!

 

Niðurstaða

Nokkuð áhugaverð þróun hefur verið í gangi undanfarnar 3-4 vikur. En töluverð hækkun hefur orðið á vaxtaálagi ríkissjóða S-Evrópu. Engin veit fyrir víst hvað er að gerast. Sumir segja að þetta sé í vegna óróa almennt á mörkuðum, í kjölfar yfirlýsingar Seðlabanka Bandar. að hann ætli að minnka prentun.

En það getur vel legið önnur skýring að baki, nefnilega sú - - að markaðir séu að endurmeta stöðuna í ljósi þess. Að ekkert bólar ennþá á efnahagslegum viðsnúningi í S-Evrópu. Skuldir þeirra landa halda áfram að hrannast upp.

Síðan er Grikkland í vanda eina ferðina enn, en þar hefur komið í ljós ca. 4ma.€ fjárlagagat. Grikkjum gengur mjög ílla að selja eignir - t.d. skv. nýjustu fréttum er sala á gríska lottóinu sem er í ríkiseigu í vandræðum. Ef sú sala gengur ekki, mun þetta fjárlagagat líklega stækka frekar. Gríska ríkið þarf að standast endurskoðun fyrir lok júlí. Og engin lausn á þessum nýja vanda er enn í sjónmáli. Vart virðist vera unnt að heimta að Grikkir skeri þetta niður.

  • Þ.e. gerir þetta áhugavert - - er sú tímasetning. Að um svipað leiti kemur fram staðfesting á því, að Kýpur leiðin verði framtíðar-aðferð ESB þegar bankar lenda í vanda.
  • Hvað gerist - - ef sú hótun AGS að greiða ekki sitt framlag kemur fram? Í kjölfar þess að ríkisstjórn Grikklands með 3-sæta þingmeirihluta, ræður ekki við vandann?
  • Og það kannski blasir loks við - hrun Grikkland sem búið er að voma yfir nokkuð lengi sem möguleiki?

Auðvitað er vandinn fræðilega leysanlegur t.d. ef aðildarríkin skera summuna sem Grikkjum vantar upp á - - einfaldlega af, þ.e. afskrifa hana. En það virðist ekki sérdeilis líklegt.

En það er a.m.k. hugsanlegt að seinni hluti sumars verði áhugaverður tími á evrusvæði!

Spurning hvort innistæður í verr stöddu löndunum, fara að leita aftur í vaxandi mæli til N-Evrópu?

Spurning hvort að fleiri aðildarlönd evru neyðast til að taka upp "höft á fjármagnsflutninga"?

 

Kv.


Bloggfærslur 28. júní 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 804
  • Frá upphafi: 848195

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 775
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband