Gengi í skoðanakönnunum gæti hafa haft sitt að segja með brotthvarf Vinstri Demókrata úr ríkisstjórn Grikklands!

Ég fór aðeins að skoða þetta atriði, eftir að ég las frétt Der Spiegel: Greek Government Wobbles as Coalition Splits. En þar var bent á það atriði, að "Lýðræðislegt Vinstri" eða "Vinstri Demókratar" væru að fá mjög slæma útkomu úr nýlegum skoðanakönnunum. 

Þeir stæðu frammi fyrir algeru hruni - - sem gæti hugsast að hafi spilað rullu!

Fann þessa mynd á vefnum sem sýnir þá skoðanakönnun, sem vitnað er til af Der Spiegel!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/greek_polls.jpg

Opinion poll gives ND slim lead over SYRIZA, sees new parties emerging

  1. Nýtt Lýðræði.....................20,5%.
  2. Syriza................................19,9%.
  3. Golden Dawn.......................9,3%.
  4. PASOK.................................5,5%.
  5. Independent Greeks...............5%
  6. KKE......................................4,9%.
  7. Democratic Left...................3,7%.

OK, þessi könnun kom fram í apríl, síðan þá hafa liðið tveir mánuðir.

Ég veit ekki sosum akkúrat hvað breyttist, en Lýðræðislegt Vinstri ætlar sér skv. því sem fram kemur í Der Spiegel, að taka frekar harða afstöðu í málinu.

Hvað varðar ríkisfjölmiðil Grikklands - - en Grikkland á ekki það marga daga framundan, þ.e. til loka júlí.

Ef á að takast að "reka 2000" ríkisstarfsmenn. En góðum slurki átti á ná fram með því, að loka ríkisfjölmiðlinum og opna nýjan. Með ca. 1000 færri starfsmönnum.

Að auki, stendur ríkisstjórn Antonis Samaras frammi fyrir þeim vanda, að þ.e. enn á ný komin í ljós. Stórt gat í fjárlögum - - í þetta sinn um 4ma.€. Sem einhvern veginn þarf lausn á einnig, ef ganga á frá endurskoðun Grikklands fyrir júlílok.

Ef þetta er ekki nóg - - með brotthvarfi Lýðræðislegs Vinstri hefur stjórnin einungis 3 þingmenn í meirihluta, og spurning hve öruggt þ.e. að stjórnin í reynd hafi þingmeirihluta - þegar á reynir.

Reyndar kemur fram í Der Spiegel greininni, að einhverjir óháðir þingmenn - - veiti ríkisstjórninni stuðning. En sá fj. kom ekki fram né hverjir.

Spurning hve mikið í reynd er til í því.

 

Könnunin er samt - áhugaverð!

  1. Nýnasistar skv. henni - - eru 3. stærsti flokkur landsins. Úps.
  2. Syriza flokkur andstæðinga hnattvæðingar, flokkur róttækra vinstrimanna en ekki "komma" - er í öðru sæti. Í andstöðu við björgunarprógrammið. Þó leiðtogin hans í töluvert augljósum popúlisma, segist ekki styðja brotthvarf úr evru.
  3. Grískir kratar sannarlega mega muna fífil sinn fegurri, voru oft áður stærsti flokkur Grikklands. Nú með einungis 5,5% fylgi.
  4. Síðan kemur flokkur uppreisnarmanna, frá "Nýju Lýðræði" - megin hægri flokk Grikklands sbr.v. Sjálfstæðiflokkinn. Hægri menn, sem hafa ákveðið, að fara í eindregna andstöðu við björgunarprógramm Grikklands.

-----------------------------------

Spurning hvort að Fotis Kouvelis leiðtogi "Lýðræðislegs Vinstri" sé að veðja á það, að ríkisstjórnin falli í sumar. Og því ekki seinna að vænna. Að hverfa frá borði. Í veikri von um að endurreisa fyrra fylgi, fyrir nk. kosningar.

Sem verði þá síðsumars eða snemma í haust.

En ríkisstjórnin ásamt sínum veika þingmeirihluta - stendur frammi fyrir því, að AGS hefur hótað því að greiða ekki sinn hluta aðstoðarinnar.

Nema að lausn verði fundin á "fjárlagagati" Grikklands sem í ljós hefur komið.

Og ríkisstjórnin ásamt "Þrenningunni" hefur til loka júlí að finna þá lausn.

  • Ég á erfitt með að sjá - ríkisstjórnina geta knúið fram frekari niðurskurð, upp á slíkar upphæðir. Ofan á fyrri niðurskurð, og ofan á þann sem þegar er fyrirhugaður - skv. samþykktri áætlun.
  • Á sama tíma, á ég erfitt með að sjá - aðildarlönd ESB vera til í að lána frekara fé til Grikklands.
  • Nánast eina leiðin virðist vera - - að aðildarlöndin, afskrifi þ.s. upp á vantar.
  • En væru þau til í það?

Svo kannski var Fotis Kouvelis ekki svo vitlaus - - að yfirgefa skipið!

Ummæli þingmanns PASOK eru áhugaverð: 

"A PASOK parliamentarian, who wished to remain anonymous, explained his party's decision to stay in the Samaras government by saying: "We will either thrive together (with New Democracy) if the government succeeds, or be annihilated together if we fail.""

Það er örugglega rétt hjá honum!

 

Niðurstaða

Það er skelfilegt að sjá nýnasista sem 3-stærsta flokk Grikklands. Ef það verða kosningar á þessu ári. Þá verður það líklega í kjölfar raunverulegs hruns 3-áætlunarinnar um björgun Grikklands. Og þá er ég hræddur um, að fylgi nýnasistanna. Gæti aukist töluvert.

 

Kv.


Sýrlandsstríðið virðist stefna í hraða stigmögnun!

Síðan stjórnarher Sýrlands tók mikilvæga landamæraborg á landamærunum við Líbanon, og hefur síðan virst í öflugri gagnsókn gegn "uppreisnarmönnum." Hafa raddir um "þörf" fyrir aukna aðstoð við andstæðinga Sýrlandsstjórnar magnast stig af stigi. Um helgina, eins og hefur komið fram í fréttum, hefur verið stofnaður formlega klúbburinn "Vinir Sýrlands" sem innihalda áhugasöm ríki - - sem hafa gert samkomulag um að aðstoða sýrlenska uppreisnarmenn - af fremsta megni, í samræmi við eigin getu.

Syria rebels to get military support

Western, Arab states to step up Syrian rebel support

Saudi Arabia increases supply of arms to Syria rebels

Thousands of Shi'ites ready to fight in Syria, Iraqi says

Obama v Kerry: the new dividing line in US foreign policy

Putin warns on arming Syrian rebels as conflict widens

Bendi einnig á fyrri umfjallanir mínar um Sýrlandsstríðið:

Af hverju er ríkisstjórn Sýrlands að styrkja stöðu sína?

Sýrland er leiksoppur nágrannaríkjanna!

Samstaða með Sýrlendingum! Eina vonin um frið í Sýrlandi er að Bandaríkin semji um frið við Íran!

2 áhugaverð ummæli setja hættuna á frekari stigmögnun í áhugavert samhengi!

Ummæli írasks ráðherra - "If another attack against Shi'ites takes place similar to Deir al-Zor, or against the shrine of Sayyeda Zeinab, not only a handful of men, but thousands of Shi'ite men will go to fight alongside the regime and against al Qaeda and whoever backs al Qaeda," - "After Deir al-Zor, thousands of Shi'ite youths from Iraq and all over the world will head to fight in Syria. If 300 Lebanese Hezbollah fighters changed the equation in Syria, Iraqi young men will go to Syria to change it a hundred times over,"

Ummæli saudi arabísks aðila sem stendur nærri ríkisstjórn landsins - ”Saudi Arabia will not allow an Iranian victory in Syria,” Jamal Khashoggi, a Saudi analyst close to decision-making circles, wrote recently. ”Saudi Arabia has to do something now, even if it will do it alone. The goal now must be toppling Bashar, even if the US is not involved. If Saudi Arabia leads the way, Sunni tribes and other countries, including France, will eventually join.”

Stríðið í hratt vaxandi mæli er að verða að - - Shia vs. Sunny stríði.

Vesturveldin virðast ætla, að taka sér stöðu með ríkjum súnníta!

Meðan, að fram að þessu er einungis Rússland sem styður Íran með fremur opnum hætti, ásamt því að vera að senda Sýrlandsstjórn vopn.

  • En ég velti fyrir mér, hvaða leik Kína gæti dottið í hug að spila, en Kína hefur tekið þátt í því að blokkera ásamt Rússlandi, ályktanir innan Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna.
  • En Kína gæti mjög auðveldlega grafið undan viðskiptabanni á Íran, með því að bjóða þeim að kaupa af Íran olíu - fyrir kínverska peninga. Ef Kína sýndist svo.
  • En mér hefur virst skv. ísköldu mati, að Kína geti haft tækifæri til að auka áhrif sín á Persaflóasvæðinu, með því að "gera Íran háð Kína." Þannig hugsanlega að auki, tryggja sér einokun á írönsku olíunni - - en fyrir mér, virðist fátt vera í þeirri stöðu sem myndi ekki vera Kína í hag. Þ.s. frekari styrking Írans, veikir stöðu bandamanna Bandar. á svæðinu.
  1. Atriði sem vert er að muna, er að í dag virðist Írak nánast bandamaður Írans. Írak sé nánast á áhrifasvæði Írans, fyrir utan Kúrdasvæðin í Norðurhlutanum.
  2. Það geti verið hentugt fyrir Írani, sem í dag eru að nota hið líbanska Hesbollah til að aðstoða stjórnarher Sýrlands, að auki - beita fyrir vagn sinn. Viljugum íröskum sýtum.
  3. Það geti verið þægilegra fyrir Íran, en að beita íranska byltingaverðinum með beinum hætti innan Sýrlands, til að styðja við Sýrlandsstjórn. Kannski, að beiting þeirra sé höfð í bakhöndinni þar til síðar.
  4. Ummæli íraska ráðherrans, benda til líklegasta svarsins við auknum stuðningi vesturveldanna við andstæðinga Sýrlandsstjórnar - - að róttækir sítar frá Írak. Muni þá streyma yfir til Sýrlands frá Írak. Til að berjast við hina súnnísku skæruliða sem berjast við stjórnarher Sýrlands.

 

Ef ofangreint gerist, gæti styrjöldin ekki einungis borist inn í Lýbanon, heldur að auki inn í Írak!

En ef íraskir sítar fara að berjast innan Sýrlands í fjölda, virðist mér augljós krókur á móti bragði, hjá meginandstæðingi Írans á svæðinu - Saudi Arabíu; að dæla peningum og vopnum til íraskra súnníta. Og æsa þá til nýrrar uppreisnar, endurræsa þar með borgarastyrjöldina í Írak frá því fyrir nokkrum árum.

Það er nefnilega málið - - að þessi átök eru meginatriðum, átök Írans við Saudi Arabíu.

Saudi Arabía ásamt bandalagsríkjum m.a. Quatar á Persaflóasvæðinu, dæla peningum til sýrlenskra stjórnarandstæðinga og vopnum. 

Meðan að Íran, styður stjórnarher Sýrlands með vopnum og peningum, eftir fremsta megni. Og nýtur stuðnings við það verkefni frá Rússlandi, sem einnig styður stjórnarher Sýrlands með vopnum og peningum.

  1. Ef stigmögnunin verður slík, að stríðið fer að nálgast að vera "allsherjar súnni vs. shia" stríð.
  2. Þá getur styst í formleg vopnuð átök, milli herja Sauda og Írans. 

---------------------------------------

Það skrítna sem er - - nýtt fyrir Bandaríkin!

  • Er að þau eru eins og þriðja hjól undir vagni í þessum átökum.


Stríðsfælni Bandaríkjanna er skiljanleg!

En eins og kemur fram í fréttaskýringu að ofan, þá nýtur Obama í reynd fulls stuðnings bandar. hersins, við þá afstöðu - - að vilja ekki "annað stríð."

En bandar. herinn, hefur lært af Írak og Afganistan, hve erfitt er að - - sleppa út úr stríði innan múslimalandanna. Þegar þú á annað borð, er búinn að koma þér í það.

Að auki, er verið að skera duglega niður hernaðarútgjöld í Bandaríkjunum - herinn stendur frammi fyrir fækkun, að fjárframlög til nýrra hertóla verði smærri í sniðum á nk. árum.

Sem eykur stríðsfælni hersins.

Miðað við það, virðist líklegt - - að ríkisstjórn Bandar. muni áfram láta önnur ríki um það, að leiða stuðning við sýrlenska stjórnarandstæðinga.

Áhugavert er hve Bretar og Frakkar, ætla sér að vera þar framarlega í flokki. Við hlið arabaríkjanna við Persaflóa.

 

Niðurstaða

Ástandið í Miðausturlöndum virðist stefna hraðbyri í átt að allsherjar stríði milli súnníta og síta. Ef stríðið breiðist út fyrir Sýrland yfir til Lýbanons og Íraks að auki. Eins og virðist raunveruleg hætta á að geti gerst. 

Þá verður áhugavert að fylgjast með - - ákvörðunum Írans. En eftir því sem stríðsátökin yrðu víðfeðmari, yrði álagið á Íran - - meira.

Og Íran hefur ekki - - endalausa getu. En viðskiptabannið er að bíta. Spurning um - Kína. En mér virðist Íran eiga fræðilegt tækifæri til að selja sig til Kína. En þá að sjálfsögðu - dýru verði. 

Kannski að kínverskar her og flotastöðvar, dúkki upp við Persaflóa á nk. árum. Á írönsku landi. Meðan að Kína fengi nánast einokun á írönsku olíunni - - en Íran er enn eitt af olíuauðugustu ríkjum heims.

 

Kv.


Bloggfærslur 23. júní 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 802
  • Frá upphafi: 848193

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 773
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband