Ósjálfbærni Hellisheiðarvirkjunar virðist - viss áfellisdómur!

En vandi við háhitasvæði er, eins og Sveinbjörn Björnsson jarðeðlisfræðingur útskýrði í Speglinum, að þ.e. í reynd engin leið að vita nákvæmlega vinnsluþol svæðis. Nema með því að nýta það. Þú getur gert áætlanir um það þol, með rannsóknum. En sannleikurinn akkúrat hver sá er, í reynd birtist ekki fyrr - - en nýtingin sjálf fer af stað. 

Þess vegna sé skynsemi að reisa gufu-virkjanir í áföngum, og keyra upp nýtinguna í skrefum. Þ.e. þú hefur planlagt t.d. 90 megavattar virkjun - áætlar að sú orka sé til staðar, en prófar fyrst svæðið t.d. á 30 megavatta nýtingu.

Og keyrir svæðið þannig um eitthvert árabil. Má einnig hugsa sér 50% nýtingu í stað 33%.

  • Þetta auðvitað gerir "álver" ekki sérlega heppilegan orkukaupanda fyrir gufuvirkjanir.
  • Vegna þess hve óskaplega þurftafrek álver eru með rafmagn.

Smærri verksmiðjur - væru mun heppilegri orkukaupendur.

En þá má hugsa sér að 1. áfangi, keyri eina verksmiðju.

Ef eftir t.d. áratug, nýtingin hefur gengið vel. Frekari rannsóknir virðast staðfesta, að líklega þoli svæðið vel frekari nýtingu - - þá má bjóða rafmagn til nýs kaupanda þ.e. verksmiðju 2 eða þá stækkun fyrri verksmiðju.

Aftur láta það ganga segjum í áratug!

Ef vísbendingar koma fram, eins og nú hafa komið fram um Hellisheiðarvirkjun, að mun minni orka sé á Hengilssvæðinu þeim megin en áður var talið, sem þíðir að sækja þarf orku annað.

Þá auðvitað, þarf að - - keyra niður Hellisheiðarvirkjun, þangað til að nýtingin nær jafnvægi! Þ.e. svæðið hættir að dala. Þ.e. ef ekki er fundið nýtt vatn annars staðar frá.

  • Eins og Sveinbjörn Björnsson jarðeðlisfræðingur útskýrði, lenti Rvk. í þessum vanda á árum áður, þegar borað var eftir heitu vatni innan Rvk.
  • Í ljós hafi komið, að nýtingin væri ósjálfbær - þegar þrýstingur á svæðinu fór í minnkunarferli, sambærilegt við það sem er að gerast við Hellisheiðarvirkjun.
  • Lausnin hafi einmitt verið að - - bora eftir heitu vatni í næsta nágrenni við Rvk. Og minnka upptöku innan byggðarinnar sjálfrar - - við það að draga úr nýtingunni innan borgar hafi jafnvægi komist á svæðið innan borgarinnar að nýju.


Sækja vatn til Hverahlíðar!

Þetta virðist hin raunhæfa lausn. En þá væri annaðhvort hætt við virkjun þar - eða henni frestað. En eins og Sveinbjörn Björnsson jarðeðlisfræðingur útskýrði í Speglinum. Þá við það að nýta þær holur sem þegar hafa verið boraðar á svæðinu. Með því að leiða það til Hellisheiðarvirkjun. Megi hefja það ferli, að "reyna" Hverahlíðarsvæðið. Með öðrum orðum, prófa hvað það þolir. 

En ef núverandi holur þar eru nýttar með þessum hætti. Væri sú nýting á því svæði, einmitt í anda þeirrar varfærnu nýtingar sem Sveinbjörn talar fyrir. Því þá væri verið að nýta mun minna af vatni en skv. áætlunum um virkjun við Hverahlíð - þá stendur til.

Með því að dæla því yfir til Hverahlíðarvirkjunar, væri einnig fjárfestingin þar - - nýtt betur.

En ef sem annars við blasir, að á virkjuninni verði líklega á næstu árum - umtalsvert fjárhagslegt tap.

Um leið, væri þá unnt að draga úr vatnsupptöku á núverandi vinnslusvæði Hverahlíðarvirkjunar, í því skyni að endurtaka þ.s. áður var gert innan borgarlandsins, þegar úr vatnstöku var dregið þegar nýtt vatn var sókt annað. Og þannig sjálfbærni vatnstöku innan borgarlandsins - endurreist.

Þannig, væri unnt að gera Hellisheiðarvirkjun - - sjálfbæra.

Þó hún sé það ekki í dag!

Vandinn eykst stöðugt án aðgerða

Allt of geist farið

Ágeng nýtingarstefna ástæða vandræða

 

Ættum að leysa þetta án hávaða!

Ég sé enga skynsemi í hugmynd Sóleyjar Tómasdóttur, fulltrúa Vinstri Grænna í stjórn Orkuveitunnar. En hún leggst gegn flutning orku frá Hverahlíð. Vill einfaldlega - - draga niður Hellisheiðarvirkjun.

Sannarlega er það rétt, að miðað við núverandi stöðu, er ekki um annað að ræða en að minnka vatnsupptökuna á núverandi vinnslusvæði Hellisheiðarvirkjunar. 

Enda gengur ekki, að taka meir af svæðinu en það þolir - - það myndi einfaldlega þíða að svæðið myndi halda áfram að dala - - sbr. þegar fiskistofn er veiddur umfram þol.

Á hinn bóginn, gengur ekki heldur - - að draga úr orkuframleiðslu virkjunarinnar. En þá er hætt við því að hún geti ekki staðið við bindandi samninga við núverandi meginorkukaupanda þ.e. Norðurál.

Þegar við blasir að hægt er að leysa málið, myndi augljóst við blasa - skaðabótakröfur orkukaupandans. Upp á örugglega háar upphæðir, síðar meir. Ef fær lausn er ekki farin - vísvitandi.

  • Þarf einnig að muna að OR eigandi virkjunarinnar, stendur enn tæpt. Og þarf á því að halda, að virkjunin skili fullum tekjum.
  • Háar skaðabætur, líklega myndu endanlega gera út af við efnahag OR, og þá myndi allt dæmið skella á borgarsjóði.

Lausnin virðist blasa við sem Sveinbjörn Björnsson jarðeðlisfræðingur leggur til, að nota vatnið frá Hverahlíð í Hellisheiðarvirkjun.

Það kannski þíðir, að aldrei verður af sérstakri virkjun við Hverahlíð.

Það væri hugsanlegt að stækka Hellisheiðarvirkjun - eitthvað í framtíðinni. Ef ljós kemur eftir nokkur ár af nýtingu holanna við Hverahlíð, að það svæði þolir vel nokkra viðbótarnýtingu.

Þá yrði ekki af virkjun v. Hverahlíð, heldur niðurstaða að Hellisheiðarvirkjun væri nokkurs konar miðstöð fyrir nýtingu á heitu vatni til rafmagnsframleiðslu frá svæðunum í kring.

 

Niðurstaða

Fljótt á litið. Virðist útkoman af Hellisheiðarvirkjun. Vera viss líkystunagli fyrir áform um risaálver á Reykjanesi. En það virðist blasa við. Að mjög erfitt verður - - ef taka á lærdóm af því hvað gerst hefur við Hellisheiðarvirkjun, sem er þá að reisa gufuvirkjanir í áföngum. Og gefa svæðunum þann tíma sem þarf, svo vísindamenn geti lært á það - hver raunveruleg nýtingargeta svæðanna er.

Að fara í uppbyggingu 360þ.tonna álvers - í einum rykk. Það virðist við blasa. Að það sé ekki unnt að treysta á að slík nýting sé sjálfbær.

Þ.s. vinnslugeta svæðanna sem til stendur að nýta, er ekki raunverulega þekkt. Fyrr en nýtingin sjálf hefst.

Þá væri það ekki dæmi um varfærna nálgun að nýtingu. Að ætla sér að reisa þær virkjanir strax í fulla áætlaða vinnslugetu. Þegar augljós óvissa er um það, hve nærri raunveruleikanum þær áætlanir eru.

Eins og kom nú í ljós, stóðust áætlanir fyrir það svæði sem er meginnýtingarsvæði Hellisheiðarvirkjunar í dag. En svæði sem átti síðan að bæta við, til að virkjunin gæti gengið á fullum afköstum. Það hefur brugðist. Og gefur ekki nándar nærri þá orku, sem líkön sem áður voru unnin töldu að væri til staðar. Fyrir bragðið er virkjunin ósjálfbær.

Þetta getur hæglega endurtekið sig. Ef eins geyst er af stað farið í nýtingu.

Líklega er a.m.k. ekki unnt að lofa rafmagni fyrir stærra ver en ca. helmingi minna. En þá miðað við það að nýta öll sömu svæðin, en með helmingi minni afköstum. Meðan verið er að prófa þol þeirra svæða.

Það auðvitað myndi gera þær virkjanir mun minna hagkvæmar - fjárhagslega séð.

Sem myndi aftur, gera orkuverðið - - mjög krítískt atriði.

Sem aftur ber að þeim brunni sem ég nefndi áðan - - að gufuvirkjanir eru ekki sérlega heppilegar fyrir álver.

Betra að miða við - - smærri kaupendur. Sem dugar það rafmagn, sem hófleg nýting getur boðið upp á.

  • Nýtingarstefna og verndarstefna þarf ekki að vera í andstöðu.
  • Eins og nýting fiskimiðanna hefur sýnt fram á.
  • Þetta snýst um að finna þá nýtingu sem raunverulega er sjálfbær!
  • Ég líki háhitasvæðum v. fiskistofn, því inn á háhitasvæði er innstreymi af heitu vatni úr iðrum jarðar, tenging við kvikuna undir. Þannig að eins og fiskistofn - hafa þau endurnýjunargetu.
  • En með sama hætti, þarf að finna út hver sú endurnýjunargeta er.
  • Alveg eins og með fiskistofna, er nýting og verndun - - lærdómsferli.
  • Við höfum lært á nýtingu okkar fiskistofna, eftir mörg fyrri mistök.
  • Það að það hafa verið mistök gerð í tengslum við Hverahlíðarvirkjun, er með sambærilegum hætti, þá til þess að læra af því.
  • Lærdómurinn er ekki endilega sá, að nýta ekki - fremur en að ofveiði leiddi til þess, að við hættum alfarið að veiða fisk.
  • Heldur lærðum við, að veiða ekki meir - en stofnarnir þola. Þetta sama þurfum við að læra í tengslum við nýtingu á háhitasvæðum.

Nýting þarf að vera - varfærin. Eins og nýting fiskistofna þarf að vera.

Eins og með fiskistofna, er aðferðin að - hefja veiðar. En gera það í nánu samstarfi við vísindin, og eins og veiðarnar eru þróaðar eftir því sem gögn safnast fyrir um nýjan fiskistofn. 

Aðferðin hefur verið að heimila nokkrum skipum - tilraunaveiðar. Á eigin kostnað og áhættu. Undir nánu eftirliti. Ef stofn mælist í góðu veiðanlegu magni. Þá fyrst er kvóti gefinn út fyrir flotann.

Með svipuðum hætti, virðist skynsamar að hefja nýtingu háhitasvæða, á lágu tempói - - fyrsta kastið. Meðan að frekari gögnum er safnað. Þá komast menn að því, hvað svæðin raunverulega bera. Eins og menn læra á fiskistofn innan umráðasvæðis landsins - - fyrst með því að heimila mjög hóflega veiði.

 

Kv.


Bloggfærslur 11. júní 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 799
  • Frá upphafi: 848190

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 770
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband