Ný ríkisstjórn verður að hefja verk á umfangsmiklum björgunaraðgerðum!

Þetta er í reynd sannleikurinn að baki þjóðsögunni um hinn meinta árangur ríkisstjórnarinnar. En skv. nýlega útkomnu riti Seðlabanka Fjármálastöðugleiki þá stöndum við Íslendingar frammi fyrir mjög krefjandi verkefni.

Sem er það - - að koma í veg fyrir yfirvofandi lífskjarahrun!

En það er yfirvofandi - - nema að ný ríkisstjórn taki til hendinni, svo um munar.

  • Takið eftir - - framreiknaður kostnaður af skuldum er 5½%, en áætlaður gjaldeyrisafgangur yfir sama tímabil, einungis 3%.
  • Þetta þíðir einfaldlega að öllu óbreyttu, að gengisfall er yfirvofandi og þar með lækkun lífskjara. 

Á hinn bóginn er enn tími til stefnu. En ekki mikill tími.

Þann tíma þarf að nota vel - - þ.e. að semja um þær skuldir.

Nokkurs konar nauðasamningaleið, eða slá ný lán til að borga upp gömul sem hefðu hagstæðari kjör.

 

Tekið úr ritinu Fjármálastöðugleiki:
  1. "Á árunum 2014-2017 er áætlað að afborganir innlendra aðila annarra en ríkissjóðs og Seðlabankans af erlendum lánum muni á hverju ári nema að meðaltali um 5½% af landsframleiðslu."
  2. Til samanburðar má geta þess að undirliggjandi viðskiptaafgangur,
    þ.e. það sem í raun var til ráðstöfunar af tekjum þjóðarinnar til að greiða niður
    erlend lán, nam rétt liðlega 3% af landsframleiðslu á síðasta ári.
  3. "Vandinn gæti aukist við það, að
    óbreyttu, að horfur eru á því að þessi afgangur fari minnkandi á næstu árum þar sem þjóðhagslegur
    sparnaður nær ekki að halda í við aukna fjárfestingu." 
  • "...ljóst að koma þarf til endurfjármögnunar á þessum skuldum ef forðast á umtalsverðan þrýsting á gengi krónunnar."
  • "Hún fæli í sér að skuldirnar yrðu greiddar niður á lengri tíma, annaðhvort með samningum við núverandi kröfuhafa eða með nýjum og lengri lánum."

 

Svo má líka álykta það, að Seðlabanki Ísland sé að segja - - Landsbanka Íslands Hf í reynd vera ógjaldfæran?

En ef ekki er nægur gjaldeyrir fyrir hvort tveggja í senn ríkið og Landsbanka, þá auðvitað tryggir ríkið sjálft sig. Lætur LB sitja eftir.

Það getur því vel verið, að LB geti ekki tryggt sér nægan gjaldeyri til að standa undir þeirri skuld.

Atriði sem þingmenn Framsóknarfl. bentu á í nokkur skipti á umliðnu kjörtímabili - - man ég.

Sem betur fer, eru neyðarlögin enn í gildi, þannig ef allt fer á versta veg - getur ríkið látið FME taka LB yfir, og ríkið getur þá sjálft séð um að endursemja um það lán.

Enda fellur það hvort sem er á ríkið, ef LB fer í þrot. Sem raunverulega virðist ástæða að ætla að geti gerst.

 

Tekið úr ritinu Fjármálastöðugleiki:

  1. Áætlaðar afborganir fara úr 87 ma.kr. árið 2014 í 128 ma.kr. árið 2015 þegar afborganir af skuldabréfum milli gamla og nýja Landsbankans hefjast af fullum þunga.
  2. Til samanburðar er áætlað að undirliggjandi viðskiptaafgangur ársins 2012 hafi verið 52 ma.kr.
  3. Verði viðskiptaafgangur á næstu árum svipaður og hann hefur verið á sl. árum, um 3-3,5% af landsframleiðslu, þurfa aðrir aðilar en ríkissjóður og Seðlabanki að endurfjármagna sem nemur um 265 ma.kr. fram til ársins 2018.
  • Afborgunarferill skuldabréfa Landsbankans er of þungur fyrir hagkerfið í heild.
  • Lengja verður í bréfunum eða endurfjármagna þau.
  • Án lengingar eða umtalsverðrar endurfjármögnunar er ljóst að ekkert svigrúm er til þess að nýta viðskiptaafgang í því skyni að hleypa út krónueignum erlendra aðila á næstu árum.
  • Samspil losunar hafta og endurgreiðslna á erlendum lánum er helsta áhættan í kerfinu.

 

Þetta ástand sýnir einnig hve brjáluð hugmynd það var, að ætlast til að Ísland borgaði Icesave.

En ekki síst, færir það okkur heim sanninn um - - popúlisma ríkisstjórnarinnar.

Því var einfaldlega trekk í trekk, þverneitað að nokkuð væri að óttast - - fyrirspurnum þingmanna Framsóknarfl. t.d. um stöðu Landsbanka, var ávallt svarað á þá leið. 

Að staða LB væri traust.

Ég tek þó fram, að ofangreindur sannleikur hefur ekkert verið falinn í þeim skilningi að enginn hafi vitað af honum, þeir sem fylgdust vel með. Vissu af þessu.

Hafa vitað þetta aum töluverðan tíma.

En vandinn er sá, að almenningur veit þetta ekki - - hefur verið fylltur af ranghugmyndum um stöðuna. Og því, röngum væntingum um framvindu mála næstu misserin.

Það er yfirvofandi, að mikið verði þrýst á hækkun lífskjara - - en á sama tíma, er algerlega augljóst skv. tölum Seðlabanka, að engin - alls engin, forsenda ennþá er fyrir slíkri hækkun.

Í reynd, þ.s. ný ríkisstjórn þarf að fara í, er hrein varnaraðgerð.

Til þess að verja núverandi stöðu!

 

Niðurstaða

Staðan er mjög dökk. En hún er ekki vonlaus. Ný ríkisstjórn stendur frammi fyrir mjög krefjandi verkefni. Sem er það, að semja um lækkun greiðslubyrði erlendra gjaldeyrislána.

Þá þarf að taka með í reikninginn, gjaldeyrisþörf allra aðila sem tengjast ríkinu eða hinu opinbera beint eða óbeint, þá á ég við aðila eins og LB og OR.

OR er í gjörgæslu Reykjavíkurborgar, en ríkið þarf í reynd að taka á vanda LB samtímis því, að það tekst á við sinn eigin.

Það á ekki að hika við að taka LB yfir, ef það gerir leiðina að markmiðinu greiðfærari.

----------------------

Hvað með loforðið um lækkun lána? Ég held að ljóst sé að bíða þurfi með að greiða út til lánþega það fé sem hugsanlega semst við eigendur 800ma.kr. lausafjár hérlendis að afskrifa, þar til í ljós kemur hvernig gengur að semja um endurfjármögnun lána ríkisins.

Á hinn bóginn liggur á að afgreiða öll þessi mál - - rétt að stefna að því að klára þau öll á fyrsta starfsárinu.

En ef tekst vel til, verður unnt að afnema höft - án umtalsverðra boðafalla.

Þá ætti vel vera hægt, að greiða út það fé sem lagt verður væntanlega inn á lán einstaklinga sem til stendur, að lækka að hlutfalli.

  • Málið er einnig að þegar höftin verða komin af, þá er svo margt í því framhaldi sem verður mögulegt.
  • Sú aðgerð er eiginlega forsenda þeirrar atvinnu-uppbyggingar sem ný stjv. þurfa að ráðast í.

 

Kv.


Bloggfærslur 6. maí 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 465
  • Frá upphafi: 847116

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 441
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband