Erlendir kröfuhafar til í viðræður - - eins og Sigmundur Davíð hefur haldið fram!

Ég skal viðurkenna, að lítil rödd hefur nagað mig varðandi þá fullyrðingu Sigmundar Davíðs, að kröfuhafar væru óþolinmóðir, og vildu losna héðan. Þeir hefðu meira að segja verið að þrýsta á stjórnvöld hérlendis, um að hefja viðræður við þá. Þó ekkert hafi gengið.

 

Svo það er viss léttir - - þegar Financial Times segir frá viðbrögðum kröfuhafa, sem eiga 800ma.kr. krónueign hérlendis!

Iceland’s creditors braced for losses

"A person close to the creditors said: “The foreign creditors are organised, the banks have not been able to distribute their money for four years, and clearly there is a negotiation to be had between the creditors and whoever forms the new Icelandic government. The eyes of the international financial community will be on that negotiation.”"

Þessi aðvörun, er eiginlega fremur hlægileg. 

En ég bendi fólki á, að Evrópusambandið sjálft gerði mjög sambærilegan hlut fyrir rúmu ári, þegar það neyddi kröfuhafa Grikklands til að afskrifa þ.s. áætlað er 70% framreiknaðs andvirðis skulda Grikklands í eigu einka-aðila.

Evrópusambandið, lagði þá fram kröfu um 50% afskrift áður en "svokallaðar" viðræður hófust. 

Það var undirliggjandi hótun, þ.e. gjaldþrot Grikklands.

Kröfuhafar gáfu eftir, ferlið tók innan við 6 mánuði.

--------------------------------

Alþjóða samfélagið mun yppa öxlum.

Þarna er um að ræða peningalegar eignir - - sem augljóst geta ógnað gengi krónunnar, ef þeim er hleypt öllum út í einu. 

Sem einmitt þíðir, að þær eru í reynd minna virði en núverandi gengi gefur til kynna.

Már Guðmundsson, hefur einnig ítrekað áréttað nauðsyn þess að afskrifa þetta fé!

 

Haft er eftir Má Guðmundssyni: Iceland Lacks Currency for Easy Exit of Krona Creditors

"“A speedy release of those assets, e.g. in relation to composition agreements, can only take place” if creditors agree on a “considerably lower” rate than the current onshore exchange rate, he said."

Þetta er tekið úr ritinu Fjármálastöðugleiki!

  1. "Að sama skapi liggur ljóst fyrir að gjaldeyrir til að losa úr landi krónueignir gömlu bankanna og núverandi kvikar krónueignir erlendra aðila getur ekki komið af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og krefst því annars gjaldeyrisinnstreymis. "
  2. "Hröð losun þessara eigna, t.d. í tengslum við nauðasamninga, getur þannig ekki átt sér stað nema verðlagning og viðskiptagengi krónu gagnvart erlendum gjaldmiðlum feli í sér verulega lækkun frá mælingu þessara eigna nú í erlendum gjaldmiðlum miðað við bókfært verð þeirra og álandsgengi krónunnar. "
  3. "Takist vel til varðandi þetta gæti eftirleikurinn við losun fjármagnshafta orðið mun auðveldari fyrir vikið. "

 

Annað sem kemur fram í Fjármálastöðugleika:

Már Guðmundsson, er að segja okkur að gjaldeyristekjur okkar standi ekki undir núverandi gjaldeyrisskuldum!

Það þurfi að endurfjármagna þær.

Eða fara fram á nauðasamninga við eigendur þeirra skulda!

  1. "Á árunum 2014-2017 er áætlað að afborganir innlendra aðila annarra en ríkissjóðs og Seðlabankans af erlendum lánum muni á hverju ári nema að meðaltali um 5½% af landsframleiðslu."
  2. Til samanburðar má geta þess að undirliggjandi viðskiptaafgangur,
    þ.e. það sem í raun var til ráðstöfunar af tekjum þjóðarinnar til að greiða niður
    erlend lán, nam rétt liðlega 3% af landsframleiðslu á síðasta ári.
  3. "Vandinn gæti aukist við það, að
    óbreyttu, að horfur eru á því að þessi afgangur fari minnkandi á næstu árum þar sem þjóðhagslegur
    sparnaður nær ekki að halda í við aukna fjárfestingu." 
  • "...ljóst að koma þarf til endurfjármögnunar á þessum skuldum ef forðast á umtalsverðan þrýsting á gengi krónunnar."
  • "Hún fæli í sér að skuldirnar yrðu greiddar niður á lengri tíma, annaðhvort með samningum við núverandi kröfuhafa eða með nýjum og lengri lánum."

--------------------------------------

Það sem Már er að segja okkur er að staðan sé ákaflega slæm, við eigum ekki fyrir skuldunum - þegar tekjustreymið er reiknað fram.

Nema að gengið lækki verulega - - þetta er þ.s. t.d. Þorsteinn Pálsson hefur bent á, og varað við yfirvofandi lággengi krónunnar.

Boðskapurinn að baki því, var sá að það þurfi nýjan gjaldmiðil.

En ég sé þó ekki hvernig það væri lausn á þeim grunnvanda sem er í gangi, að það eru tekjurnar sjálfar sem eru ónógar.

Sigmundur Davíð hefur einmitt nefnt þörfina fyrir því að endurfjármagna skuldirnar, en vaxtabyrðin er ákaflega þung af erlendum gjaldeyrislánum.

Ef hægt væri að lækka vaxtagjöld þau sem ríkið þarf að standa straum af ár hvert, þá um leið minnkar þörf ríkisins fyrir afgang af gjaldeyri.

Sem mun minnka pressuna á gengi krónunnar.

Það þíðir einnig lægri verðbólgu - - en fólk hefur örugglega veitt því athygli hvernig gengið reis sl. sumar og lækkaði svo aftur sl. haust, en lækkun þess var örugglega v. stöðu ríkissjóðs.

En gengið getur í reynd ekki verið hærra en svo, að ríkissjóður sé ekki gjaldþrota, þannig hefur Þorsteinn á sínum Kögunarhól rétt fyrir sér að vissu marki!

 

Niðurstaða

Sannleikurinn er sá að staða Íslands er enn ákaflega þung. Þetta var einmitt hvers vegna Ísland varð að hafna Icesave. Sjálfs sín vegna. En þið sjáið nú ákaflega vel miðað við aðvaranir Seðlabankastjóra, hve fjarstæðukennt það var. Að Íslandi væri mögulegt að bæta við sig umtalsverðum viðbótar gjaldeyrisskuldum.

Við rétt svo höldum sjó - hingað til. Staðan er langt í frá vonlaus. En hún krefst nærgætni meðan verið er að sigla þessu skipi úr því brimróti sem það enn er fast í.

Einn mikilvægur þáttur verður einmitt að losa höftin, en samningar við kröfuhafa um losun eigna þeirra og afskrift sem hæst hlutfalls hinna 800ma.kr. lausafjár sem þeir eiga hérlendis. 

Verður mikilvægur þáttur í þessu.

Næsti þáttur á eftir, verður að vera að vinda sér í að endurfjármagna gjaldeyrisskuldir ríkisins.

En eins og sjá má af aðvörunum Más, er ekki möguleiki að greiða þær hratt niður -- eins og sumir vilja.

Við getum einungis gert það á lengri tíma!

--------------------------------

Ps:  Seðlabanki Evrópu lækkaði stýrivexti í 0,25% úr 0,5%.

Sjá vef Seðlabanka Evrópu: Mario Draghi, President of the ECB.

Vandi fyrir evrusvæði er að sú lækkun mun nærri því engu máli skipta.

En evrusvæði er skipt í Suður/Norður í dag. Virkar ekki sem heild. Þetta gerir ekkert fyrir þann alvarlega vanda, að vaxtakostnaður atvinnulífs í S-Evr. fer vaxandi. Kostnaður v. lánsfjármögnun er enn á uppleið í S-Evr. meðan að fyrirtæki í N-Evr. geta enn útvegað sér ódýrt lánsfé.

Þetta er örugglega stór þáttur í því, að ekkert gengur eða rekur með það að snúa kreppunni í S-Evr. við.

Sjá einnig grein Wall Street Journal: ECB Eases as Downturn in Europe Spreads

 

 

Kv.


Bloggfærslur 3. maí 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 473
  • Frá upphafi: 847124

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 449
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband