Áætlanir í Berlin um breytingar á stjórnun ESB, geti hindrað David Cameron í því að sækja völd til baka frá Brussel!

Þetta kemur fram í áhugaverðri fréttaskýringu Financial Times: Berlin plans to streamline EU but avoid wholesale treaty change. Að sögn fréttaskýrenda FT er það fyrirhugað í Berlín. Að fylgja fordæmi, sáttmálans um hinn nýja björgunarsjóð evrusvæðis, og einnig hins svokallaða "stöðugleikasáttmála." Og semja nýjan sáttmála framhjá regluverki ESB.

Ef þetta er framkvæmt með þeim hætti, þá mun Angela Merkel að auki, hindra áætlun David Cameron sem ætlar sér, að notfæra sér stöðu Bretlands - að hafa neitunarvald. 

En ef sáttmálabreyting fer fram skv. reglum ESB, þá hefur hvert ríki fyrir sig einmitt neitunarvald.

En Cameron hyggst nota það neitunarvald, til að þvinga fram samkomulag, sem myndi þíða að Bretland myndi fá aftur til baka nokkuð af þeim völdum, sem Bretland á árum áður samþykkti að leggja í hið sameiginlega púkk í Brussel.

En allir vita að ESB stendur frammi fyrir því, að þurfa að breyta regluverki sínu.

Ég veit ekki hvort það sé beinlínis til þess, að stöðva David Cameron, sem Merkel líklega hyggst endurtaka leikinn í þriðja sinn.

En það mun þá a.m.k. hafa þau hliðaráhrif!

Og David Cameron mun þá ekki, hafa árangur sem erfiði, í þeirri fyrirhuguðu tilraun.

Bretland líklega lenda utan ESB fyrir bragðið.

 

Áhugaverð aðferð, að einstök aðildarríki taki sig til og búi til nýja sáttmála framhjá regluverki ESB!

Ég get séð af hverju þetta höfðar til ríkisstjórnar Þýskalands. En 2011 tókst Angelu Merkel að keyra í gegn hinn svokallaða "stöðugleika sáttmála" á nokkrum mánuðum. Miðað við að sáttmálabreytingar gjarnan taka fleiri ár innan regluverks ESB - þá er þetta í reynd grundvallarbreyting. Ef halda á þeirri aðferðafræði áfram!

Framkvæmdastjórnin hefur í reynd sætt sig við að vinna undir honum, og tækla það hlutverk innan hans sem henni er ætlað. Þó hann hafi verið búinn til, algerlega á hlið við það regluverk sem til staðar er innan sáttmála ESB, og til hliðar við þá aðferðafræði um það hvernig sáttmálum ESB skal breytt.

Þ.s. er áhugavert við þessa tvo sáttmála þ.e. "stöðugleika-" og "sáttmálann sem skilgreinir hinn nýja framtíðar björgunarsjóð evrusvæðis."

Er það að - - neitunarvaldi einstakra þjóða kippt út.

  1. Sem þíðir, að ef Þýskaland kemst upp með að keyra 3-sáttmálann í gegn, sem skv. FT myndi vera ætlað að "einfalda" til muna ákvörðunartöku ferli sambandsins. Gera það til muna hraðvirkara og "skilvirkara."
  2. Þá væntanlega er um að ræða það, að neitunarvaldi einstakra þjóða sé í kippt út, og allar ákvarðanir gerðar að - vegnum meirihlutaákvörðunum.
  • Það þarf vart að taka fram, að með því - - væri áhrifavald smærri þjóða, veikt til mikilla muna.
  • Þær gerðar að "áhrifalitlum" fylgihnöttum stórþjóðanna innan sambandsins.
 

Það er rétt að halda til haga, að ríkisstjórn Þýskalands hefur sína eigin meiningu um það hvað "sameiginleg efnahagsstjórn merkir."

Hingað til hafa aðgerðir þýsku ríkisstjórnarinnar, ávallt snúist um það - að vernda þýska skattgreiðendur fyrir kostnaði.

Hingað til, hafa björgunaraðgerðir innan ESB kostað Þýskaland lítið, þ.s. gert er ráð fyrir að lánsfé verði endurgreitt að fullu. 

Þýska ríkið hefur komist upp með, að veita "ábyrgðir" frekar en að leggja fram fé, í fjölda tilvika. Þær verið metnar jafngildar fjárframlögum af mörkuðum, fram að þessu.

Samtímis, græðir Þýskaland á því að evran er mun lægra skráð en ef Þýskaland væri með ennþá sinn eigin gjaldmiðil, sem þíðir að þýskir útfl. atvinnuvegir eru mun samkeppnisfærari en ella.

Á sama tíma, hefur Þýskaland líklega aldrei notið eins hagstæðra lánskjara - - heilt yfir líklega er kostnaður Þýskaland af kreppunni. Enginn - - þegar tekið er tillit til hagnaðar.

Þýskaland nýtur ávaxtanna, að því er best verður séð - - án þess að það kosti Þýskaland heilt yfir nokkuð.

------------------------------------

  1. Allar björgunaraðgerðir svokallaðar, hafa snúist um að tryggja - - að kostnaður af kreppu viðkomandi lands, lendi á þeirri þjóð sem byggir það land sem er í kreppu, og þyggur björgunarlán.
  2. Þýskaland, hefur hingað til ekki afskrifað eina einustu evru, af fjármagni sem aðildarríki evru skulda af fé sem lagt hefur verið fram, af fulltrúum þýska ríkisins.
  3. Og er ekki líklegt, að gera það í framtíðinni - ónauðugt. 
  • Ef við skoðum meiningu Þýskalands um það, hvað "sameiginleg efnahagsstjórn er" sem fyrirbæri.
  • Þetta sést af því hvernig björgunaráætlanirnar ganga fyrir sig, hvernig "stöðugleika sáttmálinn er hugsaður, að meiningin að baki er sú - - að aðildarríki í vandræðum, afhendi lyklavöld um sína fjármálastjórnun. Yfir til sameiginlegrar stofnunar.
  • Svo að hin sameiginlega stofnun, geti gefið skipanir til viðkomandi ríkis, skv. prinsippinu að ef þjóð ræður ekki við sín mál, þá þíði það tímabundið afnám sjálfforræðis í efnahagsmálum.

Prinsippið er áfram, að því að best verður séð - - að hver þjóð borgi fyrir sín vandamál.

Ef þjóðríkið ræður ekki við "nauðsynlega ákvarðanatöku" þ.e. þann grimma niðurskurð sem talið er af yfirvöldum í Berlín, hin rétta aðferð.

Þá sé valdið fært yfir til sameiginlegrar stofnunar - sem taki þá hinar "nauðsynlegu ákvarðanir" um nægilega grimman niðurskurð útgjalda, svo að viðkomandi þjóð geti staðið við sínar skuldbindingar.

  • Það hefur einnig þau hliðaráhrif, að pólitík innan hvers lands, ræður í reynd ekki hvernig er brugðist við kreppu.
  • Þ.e. alltaf formúlan - niðurskurður, og svo enn meiri niðurskurður.
  • Ástandið er þegar orðið þannig, fyrir þau ríki sem hafa undirgengist "stöðugleika sáttmálann." 

En formúlan er orðin af landslögum, svo ríkisstjórnirnar geta ekki lengur gert annað, en að halda áfram að fylgja niðurskurðarstefnu Þjóðverja. Ef þær fara ekki eftir sáttmálanum - - þá skv. sáttmálanum getur Framkvæmdastjórn ESB stefnt viðkomandi ríkisstjórnum fyrir Evrópudómstólinn.

Þarna átti sér stað - stór valdatilfærsla.

Svo að "pro cyclical" stefnan, blívur sama hver er kosinn til valda. Sem sést t.d. á Ítalíu. Að þó svo að ríkisstjórn hafi talað um - tilslakanir á niðurskurði, á sama tíma er ljóst að þ.s. "Stöðugleika sáttmálinn" eru lög Ítalíu. Þá kemst ríkisstjórnin ekki hjá því, að fylgja honum fram - - þannig að engin stefnubreyting sé líkleg. Annað en sú, að ný ríkisstjórn muni tala beita "mýkra orðavali" þegar hún heldur áfram hinni sömu stefnu.

Þetta er einnig komið fram í Frakklandi, en þ.s. fyrri ríkisstjórn keyrði samþykki "Stöðugleika sáttmálans" í gegn, þá kemst Hollande ekki hjá því - - að mæta þeim "stöðugleika viðmiðum" skv. hinni þýsku sýn, að rétta leiðin til stöðugleika sé ávallt niðurskurður á niðurskurð ofan.

 

Geta þá ekki þjóðirnar í S-Evrópu ásamt Frakklandi staðið saman, og tekið yfir sviðið? Innan hinna sameiginlegu stofnana?

Mér virðist skorta til þess nægan vilja í S-Evrópu, meðal hinnar pólitísku yfirstéttar. Auk þess, að rétt er að muna. Að Þýskaland getur beitt þeirri hótun - - að sjálft yfirgefa evruna.

Það merkilega er, að líklega væri pólit. yfirstéttin í S-Evr. dauðhrædd við slíka hótun.

En hún myndi með réttu vita, að þá yrði verulegt gengisfall á evrunni. En málið er, að með því yrði draumurinn um það að evran - verði sterkur gjaldmiðill, drepinn endanlega.

Þ.e. líklega atriði sem evrusinnar allra landa geta ekki hugsað sér, en þ.e. ekki síst draumurinn um hinn sterka og stöðuga heimsgjaldmiðil, sem er að þeirra mati að baki "trúverðugleika" evrunnar.

Hún verði að vera sterk og stöðug, og án Þýskalands verði hún hvorugt.

-------------------------------

Málið er að mig grunar, að Merkel geti hótað að yfirgefa evruna - - ef S-Evr. ríkin gera tilraun til samblástar gegn ríkisstjórn hennar.

En líklegast er að Merkel haldi áfram sem kanslari, þ.e. hvort sem það verður svo að hennar núverandi ríkisstjórn heldur áfram, eða það verður mynduð ríkisstjórn með sósíaldemókrötum.

Við slíka hótun, líklega lippist S-evr. stjórnmálamennirnir alfarið niður.

Og líklega samþykki, áætlun Merkelar - um hið nýja ákvörðunartöku ferli ESB.

 

Hvað myndi það þíða fyrir framtíð ESB?

Ákvörðunarferlið líklega verður þá nánast "intergovernmental" milli stóru þjóðanna, þ.e. ríkisstjórnirnar semji sín á milli - - og síðan keyri þá niðurstöðu í gegn, í krafti vegins meirihluta.

Meðan skuldakreppan heldur áfram - verði Þýskaland afskaplega valdamikið en kreppan veikir stöðu Ítalíu - Spánar og Frakklands; en stefna þýsku ríkisstjórnarinnar líklega tryggir að kreppan mun halda áfram, en litlar líkur virðast á því að stefna Þýskalands muni breytast eftir þingkosningar.

En þó svo að mynduð verði "miðjustjórn" í þýsku samhengi séð, þá líklega verður hún áfram mjög íhaldsöm í fjármálastjórnun. En núverandi forysta þýskra krata, virðist standa nærri þýskum íhaldsmönnum Merkelar hvað það varðar í reynd.

Stefna Merkelar lýtur einnig almannahylli - - sem er ekki undarlegt.

Kreppan hefur ekkert bitnað á þýsku þjóðinni, nákvæmlega ekki neitt.

Hún hefur það betra nú, en fyrir kreppu!

Sú hugsun, að þjóðirnar í vanda borgi sjálfar fyrir sína kreppu, virðist njóta svo öflugs stuðning innan Þýskalands - - að líklega verður nánast engin breyting á stjórnarstefnunni.

Og þar með stefnu Þýskalands.

  • Ég bendi á að Wolfgang Schäuble nýlega, sagði um svokallað bankasamband, að rétt væri að viðhafa áfram það fyrirkomulag - - að hver þjóð borgi fyrir sína banka.
  • Þá snýst það einungis um -> samræmt eftirlit.
  • Líklega verður það niðurstaðan!
  • Þ.s. að sameiginleg innistæðutrygging, myndi óhjákvæmilega kalla fjárhagslega áhættu þýskra skattgreiðenda, og hingað til hafa þýsk stjv. algerlega "consistently" hafnað slíku.


Hvað um sameiginleg skuldabréf, gefin út af aðildarþjóðunum?

Rétt er að halda til haga, að dómur Stjórnlagadómstóls Þýskalands 2011. Sem áréttaði, að Sambandsþing Þýskalands eitt hefði rétt til að "skuldbinda þýsku þjóðina" gerir það ákaflega erfitt í framkvæmd. Að búa til slík sameiginleg skuldabréf.

Fræðileg væri það mögulegt, að gera það í gegnum prinsippin mynduð í tengslum við "björgunarferlin."

Þ.e. að sameiginleg skuldabréf, komi í stað björgunarlána - - en með sama prinsippinu að það sé "björgunarprógramm" með fyrirskipunum um niðurskurð, með mjög íþyngjandi fyrir sjálfstæði viðkomandi ríkis yfirumsjón stofnana ESB.

Ef við gerum ráð fyrir því, að ákvarðanir verði gerðar "intergovernmental" - - þá væri það ákvörðun stóru ríkjanna, að skammta slík bréf.

Sem gæti þá verið aðferðin, til að veita björgunarlán. Ferlið verði að flestu leiti það sama.

---------------------------------

Þýskaland muni sjá til þess, að Þýska Sambandsþingið geti ávallt, hafnað því að slík bréf séu veitt.

Þannig varin prinsippin sem Stjórnlagadómstóll Þýskalands setti fram.

Og í reynd þíddi það þá, að afhenda lyklavöld á fjármálastjórn sinni til Berlínar.

  • Ég sé vart ríkisstjórn Merkelar - samþykkja "evrubréf" nema á þessu formi.

Þýskaland verði þá ákaflega drottnandi innan þess nýja Evrópusambands, sem til verði.

Ef hugmyndir Merkelar um einfaldaða stjórnun nái fram að ganga!

 

Niðurstaða

Það verður sennilega ein af hinum stóru kaldhæðnu útkomum, að evran skuli vera að skila þeirri niðurstöðu. Að Þýskaland verði ákaflega svo ekki sé meir sagt, valdamikið.

En ég get skilið mjög vel, að Þýskaland vilji hanga á svo öflugu valdatæki, sem evran er að reynast valdamönnum í Þýskalandi.

Og muni áfram, keyra á því að stórfellt auka völd Þýskalands - sem verður líklega útkoman. Ef eins og líklega Merkel vill, farið verður í þriðju vegferðina að semja nýjan sáttmála um "hið sameiginlega samstarf" utan núgildandi sáttmála þess.

Hvað verður um Evrópuþingið - veit ég ekki? En mér virðist það geta orðið verulega veikari stofnun, ef þetta verður útkoman. Að völdin verði færð yfir til ríkisstjórna stóru landanna, sem þíðir að völdin færist stærstum hluta til Þýskalands meðan kreppan viðhelst í S-Evr.

Það áhugaverða er, að það getur verið Þýskalandi í hag til skamms tíma, að sú kreppa verði sem lengst.

Ef þ.e. ályktað, þá verður stefnumótun ríkisstjórnar Merkel, aglerlega rökrétt. 

Því það eru einmitt þau áhrif sem sú stefna er að hafa, að framlengja sem mest kreppu S-Evr. þjóðanna, og líklega mun hún áfram hafa þau áhrif.

  • Þýskaland deilir og drottnar í krafti kreppunnar, og ekki síst skuldsetningar þjóðanna í vanda gagnvart Þýskalandi.
  • En ekki síst, vegna þess hve ákaflega veikgeðja stjórnmálamenn Evrópu hafa reynst vera, fyrir utan Merkelu. Hún rís yfir þeim eins og risi, vegna þess hve miklir dvergar þeir eru.

------------------------------

Í mínum augum er þetta einkar óaðlaðandi samband, eins og ESB virðist ætla að þróast. Að vera nokkurs konar "Neu Deutche Mittel-Europa."

Líklega endar þó þetta með einhverskonar uppreisn kjósenda í S-Evr. Að þeir kjósi til valda, flokka sem standa utan hinnar pólitísku elítu.

það getur þó hugsanlega tekið nokkur ár til viðbótar. En þegar kjósendur sjá, að það er ekki að virka til að skapa stefnubreytingu að skipta um stjórn. Fara þeir líklega í vaxandi mæli, að sækja í flokka sem boða róttækari stefnumörkun en meginstraumsflokkarnir. Megin spurningin er þá, hversu rótækkir þeir flokkar verða, sem líklega fyrir rest komast til valda.

 

Kv.


Bloggfærslur 21. maí 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 24
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 459
  • Frá upphafi: 847106

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 435
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband