Deilan um innflutning landbúnaðarvara!

Tek fram að ég hef hingað til verið stuðningsmaður þess að vernda íslenskan landbúnað gagnvart samkeppni frá landbúnaðarframleiðslu annarra landa. Í þessu, legg ég megináherslu á að varðveita þau störf sem eru til staðar í landinu tengd framleiðslu matvæla, þá þekkingu sem það fólk býr yfir. En rétt er að benda á, að töluvert myndi kosta - að endurþjálfa allt það fólk til að sinna öðrum störfum. Rétt að nefna, að í dag er í matvælaframleiðslugeiranum fjöldi háskólamenntaðra einstaklinga. Með mörg ár í af kostnaðarsömu námi að baki. Það væri slæmur grikkur þeim gerður, ef fótunum væri kippt undan þeirra framtíð.

Rifrildið um landbúnaðarvörur hefur skotist upp nú, vegna deilu tengd skýrslu svokallaðs "Framtíðar Hóps" sem virtist leggja mesta áherslu á, að fækka störfum á landsbyggðinni!

T.d. tillögur um mjög mikla fækkun sveitarfélaga!

En tillaga um lækkun tolla var þar einnig, og um afnám tollverndar fyrir alifugla og svínarækt!

Ég ætla ekki að fjalla sérstaklega um alifugla- og svínarækt, heldur almennt um vernd landbúnaðar gagnvart innflutningi!

 

1. Fyrst er rétt að halda til haga, að vernd landbúnaðar snýst um að vernda starfsemi er fyrir í landinu!

Sumir snúa út úr með því að segja, að með sömu rökum getum við lokað landinu t.d. fyrir innflutningi á fatnaði. Til að skapa störf við fataframleiðslu. Sannarlega var hér einu sinni umfangsmikil fataframleiðsla.

En punkturinn er sá, að svo er ekki lengur - - hún er farin annað. 

Einmitt vegna þess, að landið tók upp fríverslun.

Hún stóðst ekki samkeppni við erlenda framleiðslu, lagði upp laupana og hætti.

--------------------------------

Að ætla sér að snúa því dæmi við væri mjög dýrt - - þ.e. þá þyrfti að endurreisa iðn sem þegar er farin, sem að sjálfsögðu er mun kostnaðarsamara en að vernda starfsemi sem er til staðar. Að auki kostnaður við að þjálfa starfsfólk í þekkingu sem ekki er lengur til í landinu eða nánast ekki. 

 

2. Landbúnaður sparar gjaldeyri!

Fataframleiðsla áður fyrr, var framhald af nýtingu á ull og skinnum, sem hvort sem er fellur til vegna landbúnaðarframleiðslu. En það væri mjög dýrt að ætla að snúa klukkunni við. Óhjákvæmilega myndi draga mjög mikið úr landnotkun, ef landbúnaður myndi stærstum hluta leggjast af.

  • Punkturinn er sá, að með því að nýta landið - þá verða til innlend framleiðsluverðmæti.
  • Ef framleiðslan hættir - - þarf þá að flytja sambærileg matvæli inn í staðinn.
  • Vandamálið er, að gjaldeyrir okkar er takmarkaður.
  • Þú getur ekki nýtt sama peninginn tvisvar.
  • Þannig, að þá ryður innflutningur matvæla, sem þá kemur í stað innlendrar framleiðslu, öðrum innflutningi.
  • Með öðrum orðum, það verður svokallaður "opportunity cost."

-------------------------------

Sjálfsagt bendir e-h á, að landbúnaður flytur eitt og annað inn. En það gerir einnig sjávarútvegur - og þó stendur hann undir okkar innflutningi. Þ.e. gjaldeyristekjur þær sem hann skaffar.

Sannarlega skaffar landbúnaður ekki mikið af slíkum tekjum, en það má halda til haga.

Að tæknilega er vel mögulegt, að draga úr gjaldeyrisneyslu landbúnaðar, t.d. með því að skapa hvatningu fyrir landbúnað að framleiða eigið eldsneyti. 

Má líklega tengja það við "náttúru-áherslur." Svo það standist EES samninginn.

Spurning hvort einnig væri unnt að tengja, hvatningu um notkun innlends áburðar við slíkar, en það gæti tengst einnig þeirri hugsun. Að auka sjálfbærni landbúnaðarins - nýta lífrænan áburð eingöngu.

 

3. Síðan er rétt að halda til haga, að innfluttar landbúnaðarvörur yrðu aldrei jafn ódýrar og þær eru, þegar þær eru á boðstólum í stórmörkuðum erlendis!

Sumir hafa verið með þann áróður, að afnám tolla myndi skapa sama verðlag og í Evrópu.

Málið er að það kostar mun meir almennt séð að flytja vörur til Íslands en t.d. til Danmerkur. En þar kemur til, að flutningsmagn til Íslands er ákaflega lítið - t.d. liggja flutningar frá Skandinavíu í gegnum Danmörku. Því gríðarl. flutningsmagn að flæða í gegnum Danaveldi. 

Danir græða á því með þeim hætti, að það leiðir til þess að fleiri flutningsaðilar eru um hituna, vegna þess að flutningamarkaðurinn er stór á því svæði sem inniheldur Danmörk. Það þíðir hörð samkeppni, meðan að á Íslandsflutningsmarkaðinum er fákeppni.

Að auki, er stærðarhagkvæmni í flutningum, sem Ísland tapar á vegna lítils flutningsmagns en Danir græða á í staðinn.

-----------------------------

Svo má ekki gleyma fákeppninni, í smásölumarkaðinum á Íslandi, en hér ráða mjög fáir aðilar markaðinum í smásölu á matvælum.

Vegna fákeppni, eru líkur á að aðilar í smásölu muni geta komist upp með að hirða hluta af gróðanum, af því að geta keypt ódýrar inn en þeir geta í dag. 

Þeir samt muni velja að kaupa erlendu vöruna, því þrátt fyrir innflutningskostnaðaróhagræðið líklega verður hún ódýrari um einhver prósent - sem líklega stóru verslanirnar munu grunar mig hirða hagnaðinn af a.m.k. að hluta, til að auka sinn hagnað.

  • Punkturinn er þá sá, að gróði innlenda neytenda - væri mun minni, en margir sem berjast fyrir innflutningi halda að hann yrði.
  • Þó líklega verði hann einhver.

 
4. Spurning um þróun olíuverðs í heiminum!

Það virðist afskaplega líklegt, að olíuverð muni hækka í framtíðinni. Það virðist þó líklegt að þær hækkanir er virtust yfirvofandi frestist um 15 eða 20 ár. Vegna "Oil shale" æðisins. Sem tímabundið líklega mun a.m.k. viðhalda framleiðslu á olíu í heiminum. Þannig að hún minnkar ekki þegar eldri olíulindir smám saman tæmast.

En "Oil Shale" æðið ætti ekki að endast mjög lengi. Þ.s. slík jarðlög innihalda yfirleitt ekki mjög mikið magn af olíu eða gasi.

Það ber einnig að muna, að "fracking" krefst mikils vatns - - það takmarkar hvar unnt er að beita þeirri aðferð. Svo að það líklega verður ekki mögulegt að nýta nærri öll fræðilega nýtanleg "oil shale" lög.

Heimurinn kaupir sér þó kannski tíma, þ.e. 15 eða 20 eða 25 ár.

Á endanum koma hækkanir olíuverðs, ég á von á því að það gerist innan tímaramma sem rúmast innan lífs flestra sem í dag eru á miðjum aldri. 

Með öðrum orðum, ekki langs tíma - þegar miðað er við líftíma þjóða.

  • Punkturinn er - að þegar olían fer loks að hækka fyrir alvöru, þegar framleiðslu hápunkturinn loks fram framhjá okkur, og lægðin hefst.
  • Þá verða flutningar eðlilega verulega dýrari.
  • Og því allt sem flutt verður - sérstaklega þegar um umtalsverðar vegalengdir er að ræða.

Ég vill meina að í þessari framtíð, verði ákaflega heppilegt að hafa ekki kastað frá okkur landbúnaðinum.

Og þá munum við græða vel á því, ef við á allra næstu árum, þróum landbúnað yfir í aukna sjálfbærni þ.e. eigið eldsneyti og eigin áburður.

Innlendur landbúnaður, verði þá mikilvægur þáttur í því að vernda innlend lífskjör.

 

Niðurstaða

Mín skoðun er með öðrum orðum sú. Að kasta frá okkur landbúnaðinum væri skammsýni. Aurasparnaður eins og það hét í gamla daga. Að í framtíðinni, þegar orkuverð verður orðið hátt alls staðar. Nema kannski hér.

Þá verði heimshagkerfið einnig verulega breitt miðað við daginn í dag.

Þá á ég við, að fókus þjóða verði á það að framleiða sem mest heima fyrir. Í stað þess að flytja varning þvert yfir heiminn.

Heimsverslun muni minnka mjög mikið miðað við daginn í dag.

Það þíðir ekkert endilega að það dragi úr samskiptum þjóða, en ferðalög yrðu þá einnig mun minni. Sem líklega þíðir.

Að dregur mjög úr ferðamennsku! Samskiptin verði þá mun frekar í gegnum netið, en að fólk ferðist sjálft á staðina og hittist.

Menn eigi skipti á hugmyndum og hugverkum, hlutfall slíkra viðskipta muni mjög aukast á kostnað, viðskipta með varning.

Það verður þó óhjákvæmilegur útflutningur áfram á varningi, því engin þjóð mun geta framleitt allt. En viðskipti verði mun meiri við þjóðir í tiltölulegri nálægð, en við fjarlægar þjóðir. 

Sennilega verða lestir, mjög hagkvæmur flutningsmáti í löndum þ.s. fyrir eru lestir. 

 

Kv.


Bloggfærslur 20. maí 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 465
  • Frá upphafi: 847116

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 441
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband