Gleðilegar kosningar!

Þá verður kjördagurinn runninn upp þegar flestir lesa þessa færslu. Rétt er í því samhengi að rifja upp úrslit kosninga vorið 2009 því að nú virðast ætla að eiga sér stað á ný umbrotakosningar. Með öðrum orðum - stór fylgissveifla:

 

Kosningarnar 2009

  1. Samfylking................29,8%.......20 þingmenn.
  2. Sjálfstæðisflokkur.......23,7%.......16 þingmenn.
  3. Vinstri-Grænir............21,7%.......14 þingmenn.
  4. Framsóknarflokkurinn..14,8%........9 þingmenn.
  5. Borgarahreyfingin.........7,2%........4 þingmenn.

 

Könnun Capacent Gallup á föstudag

  1. Sjálfstæðisflokkur.......27,9%
  2. Framsóknarflokkur......24,7%
  3. Samfylking.................14,6%
  4. Vinstri Grænir.............10%.
  5. Björt Framtíð................6,6%
  6. Pírata..........................6,1%
  7. Lýðræðisvaktin.............2,8%
  8. Hægri Grænir...............2,6%
  9. Dögun.........................2,6%
  10. Flokkur Heimilanna........1,3%
  11. Önnur framboð innan v. 1%.

 

Tíðindi kosninganna geta verið þau að Bjarni Ben haldi velli!

Þetta virðist blasa við ef úrslitin eru í takt við könnun Gallup. En þá er Sjálfstæðisflokkurinn skv. því að bæta aðeins við sig fylgi miðað við kosningarnar 2009. 

BB mun líklega beita fyrir sig frasanum "varnarsigur."

Ég er búinn að vera um nokkra hríð, nærri því sannfærður að BB falli eftir kosningar, en ef flokkurinn bætir smávegis við sig fylgi á kjördag.

Getur það vel farið svo, að BB takist að klóra sig áfram á formannsstóli.

------------------------------

Síðan er það mikil fylgisaukning Framsóknarflokksins er virðist blasa við, og ef Framsókn endar í ca. 25% eða jafnvel rétt rúmlega 25% þá hefur flokkurinn bætt við sig liðlega 10%.

Sem ætti að teljast í flestu eðlilegu samhengi - fínn kosningasigur.

Eftir að BB sagðist vera að íhuga að hætta, kynnti síðan á fundi með flokksfélögum laugardaginn eftir að hann ætlaði sér að vera áfram formaður og leiða flokkinn til sigurs - - - hefur BB að því er best verður séð tekist að sækja til baka þá Sjálfstæðismenn sem um tíma, voru komnir yfir á Framsókn.

Sumir hafa verið að halda því fram að öll fylgisaukning Framsóknar væri frá Sjálfstæðisflokknum komin, en ég er handviss um að það er ekki rétt.

Heldur sé Framsókn að sækja sér heilmikið fylgi til vinstri flokkanna - sem þeir hafa tapað.

Enda sést að þeir tapa miklu fylgi. Eitthvert fer það fylgi.

Að auki slurk af þeim sem áður voru í hóp óákveðinna, sem hafa ákveðið að kjósa Framsókn út á það loforð, að standa sig fyrir heimilin í landinu.

------------------------------

Þriðji megintíðindin eru að sjálfsögðu, mikið afhroð stjórnarflokkanna. Sem eins og sést af samanburði við úrslitin 2009, stefnir í að tapi meir en 10% hvor flokkur.

Líklega er þó slurkur af því flóttafylgi Samfylkingar farið yfir á Bjarta Framtíð, en þó geti einnig verið að Lýðræðisvaktin sé auk þessa einnig að fá flóttafylgi frá Samfylkingu.

Líklega er Framsókn að fá töluvert af landsbyggðarfylgi Vinstri Grænna, þá þeirra sem kusu VG 2009 út af loforðinu þess efnis, að VG ætlaði að verða sérstakur verndari landsins gegn ESB aðild.

En kjörfylgi VG var þá sögulegur toppur sem mjög ólíklegt er að VG endurtaki nokkru sinni.

------------------------------

Fjórðu megin tíðindin er að það virðist einungis líta út fyrir að Píratar fari inn af nýju framboðunum. En ég lít á BF sem fyrst og fremst mótmælaframboð við Samfylkingu. Snjall leikur þannig séð. Enda augljóst fyrir margt löngu að tækifæri væri einmitt fyrir slíkt framboð - að ná á þing með því að stela fylgi af Samfylkingu. Magnað hve lengi vel forysta Samfylkingar virtist vera blind á það hvað Guðmundur Steingrímsson í reynd var að gera - þ.e. að stinga undan Samfylkingu.

 

Ef einungis Píratar fara inn!

Þá líklega falla óvenju mörg atkvæði dauð - sem getur skapað undarlega útkomu. Þá að fræðilega verði unnt að mynda meirihluta stjórn þingmanna án þess að baki henni sé meirihluti kjósenda.

Slík stjórn hefði þó augljóslega mjög veikt umboð - - ef sú yrði niðurstaðan.

 

Niðurstaða

Það verður spennandi að fylgjast með kosningunum. En 2-atriði skapa spennu sýnist mér. Hvort verður Framsókn eða Sjálfstæðisflokkur stærri. Síðan, ná einhver litlu framboðanna inn? Það er einhver þeirra sem skv. Gallup eru á milli 2-3% í fylgi?

Þetta getur orðið áhugaverð kosninganótt.

Eitt er þó víst að sigur Framsóknar blasir við - einungis ekki ljóst hve stór sá sigur verður. En það myndi koma mér virkilega mjög á óvart ef fylgið fer undir 20%. Mér finnst líklegt miðað við kannanir þessarar viku og þeirrar síðustu. Að fylgið verði nærri 25%.

Sjáumst á kosninganótt!

 

Kv.


Það má alls ekki gerast, að lagður verði rafstrengur til Evrópu!

Ég tók eftir ummælum formanns Bjartrar Framtíðar í gærkveldi á Stöð2. En hann ásamt formanni Pírata flokks. Talaði um nauðsyn þess - að hækka orkuverð til stóriðju. Hann vitnaði í það að Landsvirkjun hefði verið með áhugaverða stefnumótun á því sviði. Birgitta tók ekki undir seinna atriðið, en mótmælti því ekki heldur.

Það er fjöldi fólks sem er í reynd andsnúið þeim stóriðjuverum sem eru til staðar hérlendis.

Sem raunverlega virðist halda það, að góð hugmynd væri að tengja orkukerfi Íslands við orkukerfi Evrópu.

En það hefði ákaflega alvarlegar afleiðingar fyrir landsmenn - - sem ég einfaldlega efast um að margt af því fólki sem styður þær hugmyndir geri sér fyllilega grein fyrir.

Maður heyrir frasa eins og - - við fáum ekkert fyrir auðlindirnar okkar?

Þetta er síendurtekinn frasi - - raunverulega lítt rökstuddur!

  • En að sjálfsögðu felur það í sér umtalsverða óbeina arðgreiðslu til almennings - að búa við mun lægra orkuverð en tíðkast í Evrópu.

Ég hef áður fjallað um þetta atriði:

Tenging Íslands við orkunet Evrópu með sæstreng væri stórhættulegt tilræði við framtíðar lífskjör og uppbyggingu á Íslandi!

 

Tenging við orkunet Evrópu er sennilega allra versta hugmyndin í umræðunni hérlendis!

  1. Það er alveg af og frá, að það borgi sig að leggja streng til Evrópu, samkvæmt þeirri hugmynd að nota einungis afgangsrafmagn - - en þetta er nefnt af Landsvirkjun. En það þarf að halda til haga, að þetta væri lengsti sæorkustrengur heims. Ég hef því augljósar efasemdir um kostnaðartölur nefndar hjá LV. En þegar verið er að gera nýja og áður óþekkta hluti - kemur alltaf verulegur viðbótar kostnaður. Það þarf ekki að efa - - að slíkur sæstrengur yrði mjög dýr! Og til þess að hann borgaði sig, þyrfti að virkja mun meir en nú hefur þegar verið gert, líklega a.m.k. þ.s. áformað hefur verið að virkja vegna hugsanlegra viðbóta álvera fyrir Norðan og við Helguvík. En mig grunar, að í reynd þyrfti enn meira til.
  2. Síðan þarf að árétta það, að með tengingu við orkunet Evrópu færi rafmagnsverð hérlendis í það að vera hið sama og í Evrópu - þ.s. verð á rafmagni er með því allra hæsta sem gerist í heiminum. Ég hef heyrt fólk kvarta yfir því að dýrt sé að kinda hús á köldum svæðum þ.s. ekki er heitt vatn og þarf að kinda með rafmagni. En hvernig væri ástandið þar ef þar væri það rafmagnsverð sem tíðkast á meginlandi Evrópu? Ekki gleyma því, að stórfelld hækkun rafmagnsverðs til almennings - myndi lækka lífskjör almennings einnig um lands allt. En þetta myndi koma þó harðast niður á köldu svæðunum.
  3. Auk þessa þarf að nefna hækkun matvælaverðs hérlendis - - en flestar matvörur þarf að varðveita í frystum eða kælum þangað til að þær fara til neytenda. Sumar vörur eru varðveittar jafnvel allt að því ár. T.d. mjólk þarf vart að nefna, að hana þarf að kæla á öllum stigum vinnslu, en einnig í verslunum. Þetta auðvitað mun einnig lækka lífskjör hérlendis.
  4. Síðan, töpuð störf - - en með 3-földun orkuverðs. Þá leggst af allur orkufrekur iðnaður hérlendis þegar samningar langtímaorkukaupenda við LV renna út, og fer t.d. yfir til Bandaríkjanna þ.s. orkuverð er einnig lágt eins og hér tíðkast. (Mér skilst reyndar að það sé mjög svipað því sem tíðkast hérlendis. Sem setur fullyrðingar um það að við fáum ekkert fyrir orkuna í áhugavert samhengi.) En einnig leggst af öll gróðurhúsaræktun hérlendis - sem treystir á lýsingu árið um kring. En það væri ekki möguleiki að hún geti borið sig á 3-földu orkuverði. Að auki má nefna, að öll vinnsla af öðru tagi sem treystir á lágt orkuverð, fer þá einnig í súginn - sbr. málmblendi, kísilmálmverksmiðjur o.s.frv. Að sjálfsögðu tapast að auki öll afleidd störf sem tengjast beint eða óbeint allri þessari starfsemi - þ.e. þau þjónustufyrirtæki sem þjóna þessum greinum.
  5. Kostnaður eykst fyrir allar innlendar greinar er nýta rafmagn, en það má einnig nefna að fiskvinnsla nota mikið af kælum og frystum, á hinum ýmsu stigum vinnslu, og einnig við það að varðveita tilbúna vöru. Áður en henni er skipað til flutnings úr landi. Þarna versnar því afkoma landvinnslu.

 

Hver græðir?

  1. Ekki almenningur - - en hækkun orkuverðs bitnar á almenningi með beinum hætti í gegnum dýrari rafmagnsreikning, en einnig í gegnum hækkað matvælaverð, og ekki síst í gegnum umtalsvert aukið atvinnuleysi.
  2. Atvinnulífið stórfellt tapar - - en öll starfsemi sem nýtir rafmagn, verður fyrir meiri kostnaði. Nokkrar greinar munu leggjast af með öllu. En t.d. landvinnsla fiskvinnslu verður minna hagkvæm og því fyrir bragðið mun verða að lækka laun.
  3. Ekki græðir umhverfið, því það yrði að virkja nánast allt virkjanlegt á sviði vatnsafls og að auki líklega nánast alla virkjanlega gufuorku.
  4. En Landsvirkjun, já þar myndast óskaplegur gróði.

 

Spillingarhætta!

Það getur verið að hluti af hinni pólitísku stétt - sjái gróðavon. En Landsvirkjun hefur pólitískt kjörna stjórn. Sú mun verða óskaplega pólitískt mikilvæg ef af rafstreng verður.

En leitast verður líklega við það að selja þessa hugmynd - í gegnum það að endurdreifa hagnaðinum a.m.k. að einhverju leiti til baka, til almennings.

  1. En fræðilega, er mögulegt að niðurgreiða kostnað til almanna veitna - þannig minnka þá kostnaðarhækkun og því lífskjaraskerðingu er verður.
  2. Að auki. Væri fræðilega unnt einnig að niðurgreiða kostnað til landbúnaðar með sama hætti, til að draga úr þeirri hækkun sem yrði á matvælaverði.
  • Punkturinn er sá - - að það yrði óhjákvæmilega mikil togstreita um þessa endurdreifingu.
  • Pólitísk umræða - færi meira eða minna að snúast um, reipitog um þessa peninga milli hópa.
  • Megin kosningamál - getur verið einmitt, að færa til milli hópa.

Ég þarf vart að nefna, að spillingarhætta í slíku samhengi meðal hinna kjörnu fulltrúa í stjórninni - væri óskapleg.

Þetta gæti orðið eins slæmt, og úthlutunarnefnd innflutningsleyfa á tímum innflutningshaftanna á 6. áratugnum.

En í eðli sínu væri hin pólitíska stjórn einmitt - úthlutunarnefnd.

Stór hluti þjóðarinnar - - yrði að nokkurs konar ómögum. 

Sem væru að rífast um - rífast um, næstu úthlutun.

 

Það sem ég vil gera, er að skapa útflutningsstörf!

  1. Fullvinnsla áls! En ef við framleiðum úr álinu sem er flutt út héðan. Þá er með því unnt að búa til mun verðmætari vöru. Með þeim hætti, fá meira fyrir rafmagnið - en þ.e. eftir allt saman grundvöllur þess að það sé til staðar ál. Og að auki skapa verðmæt störf, sem krefjast munu þekkingar. Í því samhengi vil ég efla verkmenntaskóla. Sé fyrir mér, atvinnusvæði í kringum hvert álver, þ.e. þau 3-sem þegar eru til. Og ef einu til er bætt við, þá við það einnig. Þetta ímynda ég mér að geti skapað þúsundir starfa fyrir rest. Og stórfellt aukið útflutningstekjur okkar.
  2. Ný stóriðja, þ.e. ylrækt í stórum stíl. En þetta er ekkert útilokað af möguleika 1. En það er möguleiki til staðar á því að stórfellt auka við gróðurhúsa ræktun hérlendis. Gera hana að starfsemi sem veitir meir en þúsund störf, jafnvel 2 eða 3 þúsund. Kannski jafnvel enn fleiri en það. Ylrækt þarf ekki háhita - heldur duga svokölluð lághitasvæði. Reynd er hún því möguleg hvar sem til er nóg af heitu vatni þ.e. því sama og notað er til húshitunar. Í þessu samhengi þyrfti að efla menntun á því sviði, en þegar er til ágætur skóli - á Hvanneyri. Hann þarf þá að stækka verulega.
  • Báðir þessir möguleikar eru fullkomlega útilokaðir ef Ísland væri tengt við Evrópu með rafstreng.
  1. En með því að skapa verðmæt störf.
  2. Væri að sjálfsögðu gróðinn, færður til almennings.

 

Niðurstaða

Ég skil ekki af hverju formaður Bjartar Framtíðar tekur undir hugmyndir Landsvirkjunar um rafstreng. En rafstrengur er algerlega út úr kú, miðað við tal BF um svokallaða "Græna stefnumótun." 

En þær virkjanir sem nauðsynlegt væri að hrinda í framkvæmd. Eru slíks eðlis. Að líklega má treysta því fullkomlega að ekki sé raunhæfur möguleiki á því að hrinda þessu í framkvæmd.

Það ágæta fólk sem sumt hvert aðhyllist þessa hugmynd, af andstöðu við stóriðju. Held ég að geri sér engan veginn grein fyrir því - hve óskaplega slæm þessi hugmynd er.

Sannarlega myndu stóriðjuverin fara - en vart er unnt að segja að heilt séð sé rafstrengur "græn lausn."

  • En ef t.d. er mynduð stjórn Hægri-Vinstri þ.e. Sjálfstæðisflokks og Samfó/BF.
  • Þá getur verið, að þessi hugmynd fari lengra en að vera á hugmyndastigi eingöngu.

Ef hún fer að nálgast framkvæmdastig, þá er fullkomlega ljóst - að þetta yrði að stöðva með öllum tiltækum ráðum.

 

Kv.


Bloggfærslur 26. apríl 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 756
  • Frá upphafi: 848197

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 728
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband