Lækkun innlends vöruverð með gjaldalækkunum verður að vera rétt tímasett!

Margrét Kristmannsdóttir formaður Samtaka Verslunar og Þjónustu SVÞ, vill bæta kjör almennings með því að lækka tolla og gjöld á innflutta vöru, og lækkun virðisaukaskatts. Telur ekki forsendu fyrir launahækkunum.

Hið jákvæða við kjaraaukningu með þessum hætti, er sú - að þetta er í eðli sínu verðhjaðnandi.

Lækkar verðbólgu með öðrum orðum, í stað þess eins og launahækkanir alltaf gera. Að hækka verðbólgu.

Þannig að með slíkri leið verða engar hækkanir á lánum!

 

Á hinn bóginn er einn stór galli á málinu!

Það jafnvægi milli inn- og útflutnings sem er hverju sinni, hefur mikið að gera með kaupmátt þann sem til ráðstöfunar er hverju sinni.

  • Ef við lækkum vörugjöld þannig að innflutt vara sé ódýrari - - þá ætti það að skila aukningu gjaldeyrisneyslu, vegna þess að þá hefur fólk efni á að kaupa meir af því sem er tollalækkað.
  • Svipað getur gerst ef við lækkum virðisaukaskatt, þá einnig lækkar vöruverð - sem eykur kaupmátt, þannig að neysla eykst.

En ath. tollar og vaskur leggst ofan á innflutningsverð - - hver vara kostar jafn mikinn gjaldeyri burtséð frá lögðum tollum eða vaski. Þannig að fleiri keypt stykki þíðir aukin gjaldeyrisneysla.

ÞÁ ER SPURNINGIN
- - HVE RÚMUR GJALDEYRSJÖFNUÐURINN ER?

  1. En ef hann er tæpur, er hugsanlegt að gengið sígi á móti!
  2. Því skulda sinna vegna, þarf Ísland að viðhalda lágmarks gjaldeyrisafgangi svo landið sé gjaldfært.

 

Á hinn bóginn væri sú leið að lækka vask og/eða lækka vörugjöld að auki, mjög góð leið þegar við höfum efni á henni!

Ég ætla að láta liggja milli hluta í þetta sinn, að hve marki unnt er hagsmuna landbúnaðarframleiðslu vegna að lækka vörugjöld. 

Hitt er ljóst að þ.e. a.m.k. unnt að lækka vöruverð að einhverju marki með þeim hætti.

  • Að lækka virðisaukaskatt, ætti að vera mun minna umdeilt.

En sú leið getur lagað stöðu verslunar í landinu, en það er ljóst að verslun færist í sífellt auknum mæli úr landi.

Ef við lækkum vask, þá ætti það að bæta samkeppnisskilyrði verslunar í landinu, við verslunarferðir til útlanda.

Og það ætti að geta leitt til fjölgunar starfa við verslun.

Það er því - ég legg áherslu á, a.m.k. full ástæða til að lækka vaskinn, t.d. í 15%.

  1. Þetta þarf að tímasetja af varfærni - því eins og ég útskýrði.
  2. Að slík aðgerð eykur neyslu - því innflutning þ.e. gjaldeyrisneyslu landsmanna.
  3. Þannig að þetta er ekki sjálfbært mögulegt, nema nægilegt borð fyrir báru sé til staðar fyrir þeirri aukningu neyslu, sem líklega á sér stað. 
  • En um leið og borð fyrir báru hefur skapast fyrir launahækkun!
  • Þá væri snjallt að velja þá leið, að verja því borði fyrir báru - með þeim hætti, að lækka vöruverð hér innanlands, og stuðla að því samtímis að verslunarstörfin komi til baka.

 

Niðurstaða

Það sem ég er að segja. Er að næst þegar við eigum fyrir launahækkun til handa landsmönnum. Geri ráð fyrir því að einhver tekjuaukning í formi gjaldeyris sé forsendan. Þá sé snjallt að fara einmitt þá leið í það skiptið - - að lækka vöruverð hér innanlands.

Með lækkun virðisaukaskatts.

Hvort einnig á að lækka vörugjöld - þarf að ræða nánar í samvinnu með landbúnaðinum.

Hitt að lækka vaskinn er alveg borðleggjandi. Í samhengi við átak til að fjölga störfum hér innanlands, væri þetta einnig mjög gagnleg aðferð. Vegna líka á fjölgun starfa við verslun.

Tímasetningin er - mikilvægi punkturinn.

En ég legg mikla áherslu á - að við höfum alltaf efni á þeim aðgerðum sem við framkvæmum.

 

Kv.

 


Bloggfærslur 24. apríl 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 755
  • Frá upphafi: 848196

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 727
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband