Aukning samdráttar iðnframleiðslu á evrusvæði!

Komnar lokatölur fyrir mars frá fyrirtækinu MARKIT sem birtir reglulega svokallaða Pöntunarstjóra Vísitölu. En þessi vísitala er unninn þannig að pöntunarstjórar helstu fyrirtækja í tilteknum aðildarríkjum evrusvæðis. Fá mánaðarlega sendan spurningalista. Á þeim svörum eru byggðar þessar niðurstöður.

Aukning eða minnkun pantana, gefur að sjálfsögðu upplýsingar um það hvað er í gangi í atvinnulífinu.

Tölur yfir 50 er aukning / tölur undir 50 er minnkun!

 

Þetta sinn eru þetta tölur yfir pantanir iðnfyrirtækja á evrusvæði!

----------------------------------------------------

Markit Eurozone Manufacturing PMI® – final data

  • Final Eurozone Manufacturing PMI at threemonth low of 46.8 (flash: 46.6).
  • Output and new orders fall at stronger rates, driving further job losses.
  • PMIs fall in almost all countries, with modest decline in Germany accompanied by steep downturns in France, Spain and Italy.
Samdráttur í pöntunum iðnfyrirtækja á evrusvæði um 3,2%.

Countries ranked by Manufacturing PMI® (Mar.)
  1. Germany 49.0 2-month low
  2. Ireland 48.6 14-month low
  3. Austria 48.1 3-month low
  4. Netherlands 48.0 10-month low
  5. Italy 44.5 7-month low
  6. Spain 44.2 5-month low
  7. France 44.0 3-month high
  8. Greece 42.1 2-month low

----------------------------------------------------Skoðið undirhlekki með frekari upplýsingum!

Það fyrsta sem vekur athygli, er samdráttur yfir línuna. Ekkert land mælist nú í aukningu.

En um nokkurt skeið hefur verið aukning á Írlandi, samdráttur er ný þróun. Vona Íra vegna að þetta sé bara skammtímasveifla.

Áhugavert að samdráttur pantana iðnfyrirtækja í Hollandi er 2%. Spurning hvort það fari ekki að hafa áhrif á þá pólitísku sýn sem enn virðist njóta stuðnings pólit. elítunnar þar, að rétta meðalið sé niðurskurður - en Holland hefur verið mjög duglegt í útgjalda niðurskurði. Skilst að sá sé orðinn alls 7% af þjóðarframleiðslu, frá ca. 2008. Sem er töluvert! Þrátt fyrir þetta hefur þeim ekki tekist að ná ríkishalla í 3% lágmarkið. Pólit. elítan virðist enn hafa áhuga á að Holland sé fyrirmynd í útgjaldaniðurskurði.

En þetta er stefna sem getur komið Hollandi mögulega í koll, en þar kemur til að skuldsetning almennra húsnæðiseigenda er hvergi á evrusvæði hærri sem hlutfall af tekjum. Hollenska ríkið er einna minnst skuldsett af aðildarríkjum evrusvæðis. En ef efnahagssamdráttur heldur áfram, gæti skollið á húsnæðislánakreppa - sem hugsanlega gæti neytt hollenska ríkið til að aðstoða eigið fólk. Tja, hér þykja 100% lán hafa verið mjög ábyrgðalaus - - en hvað um 110% sem leyfð voru í Hollandi?

Kreppulöndin 4: Ítalía, Spánn, Frakkland og Grikkland. Þrátt fyrir samdrátt yfir línuna. Eru bersýnilega í sérflokki, með samdrátt pantana iðnfyrirtækja upp á: 5,5% - 5,8% - 6% og 7,9%.

Frakkland kemur reyndar skár út úr tölum yfir pantanir iðnfyrirtækja - en í samanburði á pöntunum þjónustufyrirtækja sem ég sá nýverið þá mældist samdráttur milli 7 og 8%.

Sem er vísbending þess, að neysla í Frakklandi sé virkilega í öflugum samdrætti.

Kannski eru pantanir erlendis frá aðeins að halda uppi frönskum iðnaði í samanburði.

 

Erlendar fréttastofur fjölluðu einnig um niðurstöður MARKIT:

Data Show Fading Euro-Zone Economy

Svo var önnur áhugaverð frétt í Financial Times:

Eurozone SMEs struggle to access finance

En skv. þeirri frétt hefur aðgangur smærri fyrirtækja á evrusvæði að fjármögnun, versnað verulega síðan kreppan hófst 2008.

Að auki - sem er önnur slæm þróun - að bilið milli vaxta sem fyrirtæki fá eftir aðildarríkjum evrusvæðis, hefur breikkað aftur eftir að það mjókkaði e-h seinni hl. sl. árs.

Skv. greiningu Deutche Bank sem vitnað er í, séu meðalvextir til fyrirtækja á Spáni og á Ítalíu um þessar mundir. Ca. 3,5% hærri en til alveg sambærilegra fyrirtækja í Þýskalandi.

Það munar verulega um þetta! Í kreppuhrjáðum löndum S-Evrópu.

  • Það er mikið vandamál fyrir peningastefnu Seðlabanka Evrópu.
  • Að það skuli að vera að þróast allt annað vaxtaumhverfi í S-Evrópu, heldur en Norður.

Það eiginlega skemmir gersamlega þau rök Mario Draghi - að "accomodative" vextir Seðlabanka Evrópu séu að hvetja til hagvaxtar.

Að auki bætist við að gengi evru er verulega hærra í ár en sl. ár - - sem er annað högg í knérunn landanna í S-Evrópu. 

En gengi skiptir verulega máli fyrir þau ríki, því þeirra framleiðsla er vanalega ódýrari. Sem þíðir að verðið á gjaldmiðlinum vigtar hlutfallslega meira. En t.d. fyrir Þýskaland.

Skv. Financial Times er Seðlabanki Evrópu þegar farinn að draga í land með fullyrðingar um - yfirvofandi viðsnúning á evrusvæði.

En þvert á móti að e-h bóli á slíku, virðist kreppan frekar en hitt vera á leiðinni í hina áttina.

 

Niðurstaða

Ég veit ekki hvað það er sem getur minnkað það vaxtabil sem er orðið viðvarandi ástand á evrusvæði. Nema að hreinlega að "ECB" hefji svokallað "QE" þ.e. eins og einn "analisti" nefndi sem FT ræddi við í frétt FT að ofan. En fræðilega ef "ECB" einbeitti sér að því að kaupa slæmar skuldir banka í S-Evr. þá gæti það stuðlað að auknu framboði lánsfjár í þeim löndum, og þar með því að vextir myndu fara niður.

En slíkt "asset purchasing" er eitur í beinum þeirra hagfræðinga sem mestu ráða í ríkjum N-Evr.

En þetta hafa "US Federal Reserve" og "Bank of England" verið að gera á fullu. Og þannig tryggt framboð af ódýru lánsfé. 

En hækkandi vaxtaumhverfi, er að sjálfsögðu mjög eitruð pilla í ríkjum þ.s. allt fer saman; efnahagssamdráttur, vaxandi atvinnuleysi, vaxandi fjöldi lánþega sem ekki ráða við sínar skuldir, vaxandi fjöldi fyrirtækja sem rúlla vegna þess að þau ráða ekki við sínar skuldir.

Það eitt að lækka verulega vaxtaumhverfið í S-Evr. Gæti slegið umtalsvert á samdráttinn í gangi í þeim hagkerfum.

-------------------------

En haukarnir meðal hagfræðinga í N-Evr. sem virðast viðhafa það prinsipp að markaðsinngrip seðlabanka séu yfirleitt af því ílla. Markaðurinn eigi að starfa án truflunar.

Eru líklegir að leggjast gegn slíkum aðgerðum. Og gera sitt besta til að blokkera aðgerðir af slíku tagi áfram.

  • En þetta leiðir til þess - að vaxtastefna "ECB" virkar ekkert í S-Evrópu.
  • Stýrivextirnir 0,75% sem Mario Draghi segir hvetja hagkerfið, virka þá bara í N-Evr.

Til að bæta gráu ofan á svart eins og ég nefndi að ofan, er gengi evru hærra en á sl. ári.

  • Ef "ECB" ætlaði að berjast við kreppuna, þá myndi hann hefja "asset purchasing program" með fókus á S-Evr. og að auki beita sér fyrir gengislækkun evrunnar.

En þetta er hvorttveggja ólíklegt að fá brautargengi, vegna andstöðu N-Evr. ríkjanna.

Meðan sýna allar tölur að S-Evrópa er föst í mýri. Án nokkurra sjáanlegra endaloka á því ástandi.

Maður veltir fyrir sér - hvenær samfélögin í S-Evr. gefast upp?

Hvenær eru er mælirinn fullur - fórnirnar ekki lengur bærilegar?

 

Kv.


Bloggfærslur 2. apríl 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 848198

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 729
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband