Að slá sig til riddara fyrir það sem þú ekki gerðir!

Svokallaður listi yfir "árangur ríkisstjórnarinnar" hefur verið að flugi um netið. Í umræðu um daginn kom einn einstaklingur með eina útgáfu af honum. Eins og sjá má hér að neðan:

1.Síðan Jóhanna tók við sem Forsætisráðherra. Hefur skuldatryggingaálag Íslenska ríkisins farið úr 1500 punktum í 150.
2. Fjárlagahalli úr 230 milljörðum niður í 3.
3. Verðbólga úr 18 % niður í 4%.
4.Vöruskiptajöfnuðurinn var neikvæður 1996 til 2008 en hefur verið hagstæður í hverjum einasta mánuði síðan Jóhanna Sigurðar dóttir tók við.
5. Gjaldeyristekjur hafa aldrei verið hærri
6. Atvinnuleysi er 4.6% stefndi í 20 % þegar Jóhanna tók við.
Verum jákvæð kjósum árangur kjósum Samfylkinguna.

  • Ég svaraði þessu í nokkru ítarlegu máli!
  • En ákveð að setja þau svör inn í eina bloggfærslu.
  • Ef einhver vill - má sá eða sú nota þau svör!

 

Skuldatryggingaálagið!

"Síðan Jóhanna tók við sem Forsætisráðherra. Hefur skuldatryggingaálag Íslenska ríkisins farið úr 1500 punktum í 150."

Skuldatryggingaálag fór niður stærstum hluta v. þess að viðskiptajöfnuður landsins snerist við - sjá ferilinn að neðan.

Eins og sjá má af ferlinum er mjög snöggur hápunktur, sem stendur mjög skamma stund. En meðaltalið vikurnar í kringum hrunið er álagið að sveiflast milli rúmlega 1000 punkta og upp í rétt rúmlega 1100 punkta eða 11%.

  • Af hverju fór það niður?
  • Fyrir tilstuðlan gengisfalls krónunnar!
  1. Hagstæður viðskiptajöfnuður þíðir að landið á fyrir skuldum.
  2. Og það skapar að sjálfsögðu traust sem eflist smám saman eftir því sem fram líður og landið heldur áfram að eiga fyrir skuldum.
  3. Ríkisstj. þurfti í reynd ekkert að gera, annað en að búa ekki til nýjar gjaldeyrisskuldir.
Sem hún reyndar bjó töluvert til af. Og barðist síðan um hæl og hnakka lengi vel sbr. Icesave málið, að stórfellt auka á þær - sem með miklu harðfylgi tókst að forða. Ég sé í reynd ekki neitt í þessu atriði sem hún getur hælt sér af. Nema að þegar hún var búin að tapa Icesave deilunni í tvö skipti. Gafst hún upp við þann verknað að auka okkar gjaldeyrisskuldir og þar með lækka okkar lífskjör. Ríkisstj. reyndi sem sagt lengi vel, að hækka sem mest skuldatryggingaálag landsins, sem að sjálfsögðu hefði verið afleiðing skuldaaukningarinnar í gegnum icesave.

Ferill yfir þróun skuldatryggingaálags Íslands!

http://www.zerohedge.com/sites/default/files/images/user5/imageroot/2011/09/pt%202.jpg

Endurfjármögnun fjármálastofnana!

Fjárlagahalli úr 230 milljörðum niður í 3.

Vandi við þessa tölu er að hallinn fyrsta starfsár ríkisstjórnarinnar var eðlilega mjög mikill, vegna þess að fyrsta árið var verið að endurreisa hrundar fjármálastofnanir - sjá t.d. eftirfarandi skýrslu: FYRIRGREIÐSLA RÍKISINS VIÐ FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI OG STOFNANIR Í KJÖLFAR BANKAHRUNSINS 

Sumt er eðlilega umdeilt, eins og SpKef, Sjóvá Almennar, Saga Capital o.flr. En menn greinir á hvort að allt þ.s. ausið var fé í það ár, var nauðsynlegt.

En stóra málið var auðvitað "endurreisn Landsbanka." Það var líklega óhjákvæmilegt að láta ríkið a.m.k. halda eftir einum af bönkunum þrem.

En punkturinn er - - að stærsti hluti hallans þetta ár, var kostnaður sem fór fram í eitt skipti.

Ekki í reynd hluti af "rekstrarvanda ríkisins."

Næsta árið, var hallinn meira en 100ma.kr. minni. Ekki vegna stórfellds árangurs í því að ráða við rekstur ríkisins.

Í reynd ætti að taka endurfjármagnanir fjármálastofnana út fyrir sviga - til að fá eðlilegan samanburð við árin á eftir, og miklu raunhæfari samanburð á "árangri ríkisstjórnarinnar" þegar kemur að rekstri ríkisins.

Að lokum, er þegar ljóst að hagvöxtur sá sem ríkið notaði sem viðmið í sl. desember þegar verið var að ganga frá fjárlögum þessa árs - eru ekki að standast. Hallinn verður því algerlega örugglega meiri en 3ma.kr. þetta ár. En engin leið að slá nokkurri tölu fastri.

Við getum verið að tala um halla upp á ma. tugi.

 

Verðbólguholfskeflan!

Verðbólga úr 18 % niður í 4%.

Verðbólga fór sannarlega í 18% þegar mest var. Og hefur lækkað í 4%. En þ.e. villandi að kalla það árangur ríkisstjórnarinnar.

En þegar gengið féll um 50% þá þíddi það að allir innflytjendur varnings þurftu að verðleggja sína vöru á ný skv. hinu nýja gengi. Þetta tók nokkurn tíma að spila sig í gegn, þ.s. lagerar ganga til þurrðar mishratt eru endurnýjaðir á misjöfnum tímum, að auki þurfti fj. fyrirtækja að hækka verð á þjónustu vegna þess að aðföng erlendis frá urðu dýrari mæld í krónum.

  1. Eftir að aðilar hafa aðlagað verð að hinu nýja gengi.
  2. Var það gersamlega óhjákvæmilegt að verðbólgan myndi jafn harðan á ný - hverfa!
  3. Ríkisstjórnin þurfti í reynd ekkert gera, annað en að gæta sín á því að búa ekki til nýja verðbólgu sjálf, með eigin aðgerðum.

Í hagkerfinu hefur verið og enn er eftir hrun - slaki, ekki þensla. Ekkert innan hagkerfisins er því að búa til verðbólgu. 

Þannig að ef ekkert heimskulegt er gert af hálfu stjórnvalda eins og t.d. að samþykkja háar innistæðulausar launahækkanir eða að setja seðlaprentvélar á útopnu. Þá gat sú verðbólga ekki annað en horfið þegar verðhækkana skriðan leið hjá.

 

Vöruskiptajöfnuðurinn!

Vöruskiptajöfnuðurinn var neikvæður 1996 til 2008 en hefur verið hagstæður í hverjum einasta mánuði síðan Jóhanna Sigurðar dóttir tók við.

Viðsnúningur vöruskiptajafnaðar Íslands var einmitt - mikilvæg hliðaráhrif gengisfalls krónunnar. Síðan 2008 hefur gengið séð um að viðhalda honum, þ.e. ýmist hækkað eða lækkað á víxl, eins og fólk væntanlega hefur tekið eftir sbr. hækkun sl. sumar þegar gjaldeyristekjur fóru upp lækkun þess sl. haust þegar þær fóru niður, hækkun aftur sem er hafin v. væntinga um auknar gjaldeyristekjur v. sumarvertíðar í ferðamennsku sem er rétt að hefjast, og örugglega lækkar hún aftur nk. haust þegar ferðamannavertíð þessa árs er búin.

Þannig gætir krónan gersamlega með sjálfvirkum hætti að jöfnuðinum - sem stjv. þurfa nákvæmlega ekki neitt að skipta sér af. Þetta er einn meginkosturinn við það að hafa eigin gjaldmiðil.

Án eigin gjaldmiðils - - þarf að stýra jöfnuðinum gagnvart útlöndum með stjv. aðgerðum, sannarlega. En ekki ef þú ert með eigin gjaldmiðil. Þá þurfa stjv. ekki neitt að skipta sér af því atriði.

 

Gjaldeyristekjur!

Gjaldeyristekjur hafa aldrei verið hærri

Önnur hliðaráhrif gengisfalls krónunnar hefur verið að hagstætt gengi hennar hefur frá hruni gert Ísland að miklu mun hagstæðara ferðamannalandi en Ísland var á sl. áratug. 

Þetta hefur skapað síðan hrun - stöðuga gjaldeyristekjuaukningu frá ferðamennsku, þetta er stigmögnun þ.e. aukning ár eftir ár eftir ár.

Ég man ekki eftir nokkrum aðgerðum ríkisins til að efla ferðaþjónustu - en það sé fyrst og fremst hagstætt gengi sem hafi skapað þá aukningu í ferðamennsku.

Ríkisstj. fékk happdrættisvinning frá móður náttúru þ.e. makrílgöngur og góð loðnuvertíð.

Til samans - hefur þetta skapað þann "hagvöxt" sem ríkisstjórnarflokkarnir eru að státa sér af.

 

Atvinnuleysi!

Atvinnuleysi er 4.6% stefndi í 20 % þegar Jóhanna tók við.

  • Þ.e. skáldskapur, atvinnuleysi var rúmlega 9% er það fór hæst.
  • Þ.e. ekkert sem bendir til þess að það hafi stefnt í 20%.

Enda ferðamennska þegar sjálfvirkt án afskipta ríkisstj. í aukningu v. hagstæðs gengis krónu.

Síðan, fékk ríkisstj. happdrættisvinning frá móður náttúru í formi - makríls og góðrar loðnuveiði.

Restina af lækkun þess, skýrist af í bland brottflutningi fólks og því að fólki í námi hefur fjölgað töluvert. Með öðrum orðum, það fækkaði á vinnumarkaði. Ég man einungis eftir einni vinnuskapandi aðgerð - eitt sumarið fékk fólk skattaafslátt til þess að kaupa verktakavinnu til að laga til heima hjá sér.

 


Niðurstaða

Ríkisstj. gerði í reynd mjög lítið til þess að skapa störf. Þvert á móti gerði hún mun meir til þess, að eyða störfum - sem atvinnulífið var að skapa. Með því að auka flækjustig skattkerfis sem eykur kostnað þeirra, þíðir að þau geta haldið færri við vinnu. Að auki, hefur mikið verið aukið á ríkiseftirlit sem þíðir aukna skriffinnsku, sem einnig þíðir aukinn kostnað. Og því færri störf. Ekki má gleyma hækkun skatta á atvinnulíf, sem einnig eykur kostnað þess og leiðir til færri starfa.

Mér sýnist ríkisstjórnin ef miðað er við þennan lista ætli sér að eigna sér meintan árangur, sem verður að segjast - að er ekki fyrir hennar tilverknað.

Flest af þessu, gerðist án þess að hún kæmi nokkuð nálægt. 

 

Kv.


Bloggfærslur 16. apríl 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 755
  • Frá upphafi: 848196

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 727
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband