Bloggfærslur mánaðarins, október 2015
31.10.2015 | 15:25
Nýjar leyndarreglur í Rússlandi, sem mér virðist hindra alla rannsóknarblaðamennsku
Pælið í þessu - ef sett væru lög hér á landi þar sem það gilti um allar óbirtar upplýsingar í eigu opinbers rekstrar eða stofnana, að gögn er ekki hefðu enn fengið opinbera birtingu; væru undir leyndarhjúp.
Það væru viðurlög gegn því, að birta upplýsingar er tengjast opinberum stofnunum eða opinberum rekstri -sem hefðu ekki fengið opinbera birtingu.
- Þetta ætti við allar upplýsingar um fyrirtæki eða stofnanir í eigu hins opinbera.
Blaðamenn, yrðu formlega að óska heimildar yfirvalda fyrir því, að birta tiltekin gögn.
Þeir yrðu þá að láta uppi allar upplýsingar um það, hvernig þeir komust yfir þau.
Russia considers stronger secrecy laws
Lög til að vernda spillingu?
Það er vart unnt að sjá hverjir aðrir græða á þessu - en innanbúðarmenn, sem vilja ekki að óþægilegar upplýsingar sjái dagsins ljós.
"This is a law for the hiding of corruption schemes, said Denis Primakov, chief lawyer at Transparency International Russia."
Það er einmitt það hvað mér virðist.
Erlend fyrirtæki t.d. sem telja að brotið hafi verið á sér - geta ekki lengur þá notfært sér þá aðferð, að kæra málið á erlendri grundu.
If implemented, this would bar Russian citizens and in particular Russian lawyers from testifying in foreign courts,
Þá er einnig lokað á þá glufu - að beita erlendum dómstólum.
Það er einnig bent á að þetta geti dregið úr skilvirkni - viðskiptahindrana NATO landa á Rússland, sem fela það í sér að strangt til tekið er ekki Rússland sjálft undir banni; heldur tilteknir einstaklingar er tilheyra innsta valdahring klíkunnar í Kreml.
- Það er einnig lagt til að setja leyndarhjúp yfir - skráningu á opiberra eigna:
"This month the government proposed barring public access to the state property registry..." - Þegar síðan er bætt við, banni á að birta allar - óbirtar upplýsingar í eigu opinberra aðila, nema gegn sérstakri heimild.
Þá getur sennilega orðið mjög erfitt að fylgjast með því - - hvernig valdaklíkan í Kreml, fer með þær eignir sem hún stjórnar.
En málið er - að valdaklíkan í Kreml -> Hegðar sér með rússneskan opinberan rekstur; sem um væri að ræða - fyrirtæki í þeirra persónulegu eigu.
Það er gjarnan af aðdáendum Pútíns -> Talað um það, hvernig hann hafi náð til baka yfir til ríkisins, eignum er voru - einkavæddar gjarnan undir vafasömum formerkjum í tíð fyrri forseta.
Vandinn er, að það virðist ekki hafa tekið neitt betra við -> Þ.e. að núverandi stjórnendur virðast a.m.k. ekki minna spilltir - sennilega meir, og þeir virðast notfæra sér það ástand að reksturinn telst í opinberri eigu; þannig að það þíði að þeir hafi einnig nær óheftan aðgang að sameiginlegum sjóðum landsmanna.
- Þeir m.ö.o. sitja beggja vegna borðs.
- Einræði -sögulega séð- verða spilltari með tímanum.
- Mig grunar að slík þróun sé einmitt í gangi innan Rússlands.
Eftir að með lagabreytingum - - er með öllu hindrað að unnt sé að grafast fyrir um spillingu innan stofnana og fyrirtækja í eigu hins opinbera.
Þá að sjálfsögðu, verður kerfislæg spilling þar með rökrétt séð, gersamlega hömlulaus.
Niðurstaða
Rússland virðist á stöðugum kúrsi inn í sífellt yfirgripsmeiri leyndarhjúp. Rétt að nefna að á sl. ári, t.d. var sett bann ásamt viðurlögun -utan um upplýsingar um mannfall rússneska hersins á erlendri grundu á friðartímum.
Þannig að ef fjölskylda er ósátt við opinberar skýringar á láti hermanns, þá er unnt að henda fjölskyldumeðlimum í fangelsi, ef þeir gera tilraun til þess að rannsaka lát viðkomandi sjálf.
Þessar nýjustu lagabreytingar virðast í sama tón.
Þær virðast hindra alla möguleika á því, að utanaðkomandi aðilar - geti rannsakað söguskýringar yfirvalda, meðferð opinberra eigna eða á rekstri í eigu hins opinbera, og það að því er virðist - nær yfir allt sem telst til opinbers rekstrar.
- Eins og ég sagði, virðist mér slík lög loka á alla möguleika til þess að ástunda rannsóknarblaðamennsku í Rússlandi - í framtíðinni.
Elítan í Kreml er þá að tryggja að enginn möguleiki sé á að afhjúpa þær lygar sem aðilar meðal hennar, kjósa að halda á lofti um meðferð þeirra á opinberum eignum eða rekstri.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.10.2015 | 23:21
Bandaríkin senda hóp af sérsveitarmönnum til Norður hluta Sýrlands, til að starfa með Kúrdum og uppreisnarmönnum
Ég tel það trúverðugt að fókus þessara sérsveitarmanna - sé á aðgerðir gegn ISIS. Enda er það ISIS og eingöngu ISIS, sem hefur ráðist að Kúrdum - fyrir utan loftárásir tyrkneska flughersins. Og ISIS er einnig umtalsverð hætta fyrir uppreisnarmenn.
U.S. to send special forces to Syria
Obama Sends Special Operations Forces to Help Fight ISIS in Syria
US to send special forces to fight on the ground in Syria
Þetta kort gefur góða mynd af stöðu mála þann 8/10 sl.
Stjörnurnar eru loftárásir Rússa þann dag.
ISIS hefur undanfarið - samtímis og íranskur her, ásamt bandamönnum Írans, og sýrlenskum hermönnum - hefur ráðist að Aleppo; leitast við að sækja fram inn á yfirráðasvæði uppreisnarmanna meðfram landamærunum við Tyrkland.
Sú sókn meðfram landamærunum er augljós ógn við uppreisnarmenn, því vopnaflutningar til uppreisnarmanna liggja í gegnum Tyrkland - uppreisnarmenn þurfa því að ráða því lykilsvæði á landamærunum þ.s. mikilvægir vegir liggja.
- Það virðist að sérsveitarmennirnir, eigi að - tryggja að vopn berist til uppreisnarmanna eða kúrda, hvort sem á við.
- Og eiga að starfa með hvorum tveggja, við það að skipuleggja aðgerðir gegn ISIS.
M.ö.o. séu sérsveitarmönnunum ekki ætlað að starfa á svæðum þ.s. uppreisnarmenn og hersveitir er styðja stjórnvöld í Damascus - takast á.
Mér virðist aðgerð Bandaríkjanna hafa hluta til svipaðan tilgang og aðgerðir Rússa
- Aðgerðir Rússa hafi hafist þegar sókn uppreisnarmanna inn á umráðasvæði Assad stjórnarinnar, hafi verið orðin alvarleg ógn við sjálfa tilvist stjórnarinnar í Damascus - - sé m.ö.o. ætlað að tryggja áframhaldandi tilvist stjórnarinnar í Damascus.
- Bandaríkin séu að leitast við að tryggja, að ISIS geti ekki ógnað - sjálfri tilvist uppreisnarmanna, og samtímis að styrkja sveitir Kúrda gegn ISIS.
Ef ISIS mundi takast að ná svæðunum á landamærunum - sem innihalda mikilvæga vegi.
Þá gæti víggstaða uppreisnarmanna í Idlib og Hama héraði.Sennilega hrunið á skömmum tíma.
Það væru góðar líkur sennilega á - að ISIS yrði sá aðili er mest græddi á þeirri útkomu.
Niðurstaða
Þetta virðist afar lítil aðgerð af hálfu stjórnvalda í Washington. Sem ég er á að sé sennilega akkúrat eins og sagt er, ætlað að styrkja uppreisnarmenn í Norður hluta Sýrlands og Kúrda í Norður hluta Sýrlands - í baráttu þeirra við ISIS.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2015 | 23:00
Vísindamönnum tekst að smíða nýtt batterý, er fræðilega getur gefið rafbílum sama drægi og bensín eða dísilbílum
Um virðist að ræða - svokallað "lithium/air" batterý. Sem fræðilega getur verið a.m.k. 10 falt skilvirkara en núverandi "lithium/ion" batterý.
Málið er að "lithium/air" batterý - anda, þ.e. taka hvarfann beint úr loftinu.
Það þíði að unnt sé að pakka "lithium" mun þéttar þ.s. ekki þarf að hafa rými fyrir hvarfa - sem þíði tvennt; 1)mun léttari batterý og 2)orkuþéttni getur verið til muna meiri.
- Hingað til hafa allar tilraunir með "lithium/air" batterý - mistekist.
- Því að auka-afurðir hvarfsins safnast fyrir, og gera batterýin óstarfhæf - eftir fáeinar hleðslur.
- En vísindamönnum í Cambridge, tókst að komast í kringum þetta vandamál.
- Og hefur tekist að keyra sitt tilrauna-batterý í gegnum 2000 hleðslur.
Það hefur þó þann galla - að það starfar einungis með þeim hætti.
Ef notast er við 100% súrefni - annars skapist of mikið af auka-afurðum efnahvarfsins.
Þetta er samt stórmerkilegur áfangi.
Að það hafi tekist að keyra tilrauna-batterý af þessari týpu í gegnum 2000 hleðslur.
Gefur aukna von um að, unnt sé að gera þessa tegund batterýa - praktíska á nk. árum.
Lithium-Air battery research shows potential paths to next-gen batteries
Breathing battery advance holds promise for long-range electric cars
Scientists announce progress toward better battery to power cars
- En sjálfsagt má alveg hugsa sér að hafa súrefnistank, sem fyllt væri á samtímis og hlaðið væri á rafmagn.
Það kostar þó orku að framkalla alveg hreint súrefni - en ekki nærri eins mikla þó, að búa til vetni.
- En ef tekst að fullþróa þessa tækni, þá þíðir það - rafbílar með mun meira drægi en áður.
- En samtímis, kostnaðarminni batterý -líklega- og léttari.
- Þar með, léttari rafbíla, sem einnig sparar orku - eykur drægi.
Niðurstaða
Vísindamennirnir sjálfir telja áratug af rannsóknum enn framundan, áður en unnt er að markaðssetja "lithium/air" batterý. En félagarnir í Cambridge skóla - virðast a.m.k. hafa fundið ljósið á enda ganganna. Áður hafi margir verið orðnir vonlitlir um að mundi takast að gera "lithium/air" batterý praktísk. En með uppgötvun félaganna í Cambridge, virðist loks - raunveruleg von hafa glæðst um að slík geti orðið raunhæf innan ekki mjög margra ára.
Sem mundi líklega leiða til þess - að rafbíllinn mundi fullkomlega taka yfir markaðinn fyrir bifreiðar.
- Spurning fyrir olíuríki - - þið eigið kannski bara eftir 10 ár!
- Hvað ætlar Rússland að gera?
- Hvað ætlar Saudi Arabía?
Kv.
28.10.2015 | 23:02
Fljótt á litið virðist niðurstaðan af slitum þrotabúa föllnu bankanna - framar vonum
Eins og kemur fram í greiningu Seðlabanka Íslands: Uppgjör fallinna fjármálafyrirtækja á grundvelli stöðugleikaskilyrða.
- Batnar gjaldeyrisstaða Seðlabankans um 40 milljarða, við slit þrotabúanna.
- Gjaldeyrisskuldir þjóðarbúsins lækka um 360 milljarða, og fara niður í einungis 10% af þjóðarframleiðslu. Sem verður að teljast harla gott í sögulegu samhengi.
- Sú staða geti þó batnað enn frekar - þegar útboð á aflandskrónum fara fram á nk. ári, að sögn Seðlabanka Íslands. En í ljósi útkomu uppgjörs bankanna, þá ætti verð aflandskróna að hækka verulega; þannig gengismunur sá sem verið hefur - minnka eða jafnvel hverfa.
- Stöðugleikaframlag kröfuhafa leggist á 491 milljarð - upphæð sem ríkissjóður fær og forsætisráðherra segir fara til lækkunar skulda, en sú upphæð gæti orðið hærri - ef eignir eru selda á hærra verði en nú er talið líklegast.
Þetta hefur eðlilega margvísleg jákvæð áhrif svo sem:
- Bætt vaxtakjör ríkisins.
- En samtímis ætti bætt staða ríkissjóðs, einnig að hafa jákvæð áhrif á traust erlendra aðila sérstaklega til innlendra fjármálafyrirtækja - en þekkt er t.d. í evrukrísunni ca. 2012 þegar minnkandi traust á ríkissjóð, leiddi fram minnkandi traust á bönkum, og það gat einnig virkað á hinn veginn að tapað traust á bönkum leiddi fram minnkandi traust á stöðu ríkissjóðs.
Nú með betri stöðu ríkissjóðs Íslands og þjóðarbúsins - ættu slík víxlverkandi áhrif að virka í hina áttina. - Augljóst - batna horfur fyrir Landsvirkjun, að fjármagna dýrar framkvæmdir, en staða ríkisins að sjálfsögðu víxlverkar einnig við stöðu LV. Þetta er atriði sem verður örugglega rætt.
- Á hinn bóginn, getur verið - að megin áhersla stjórnvalda ætti frekar að vera í þá átt, restina af kjörtímabilinu -- að forðast ofhitnun hagkerfisins.
- Þannig að síður ætti að fara í nýjar risaframkvæmdir.
- Og ríkið ætti samtímis, síður að nota bætta möguleika sína til að fjármagna framkvæmdir, til þess að fara í verulega aukningu á ný framkvæmdum.
Ég skil á hinn bóginn - þá freystingu sem verið getur til staðar.
Að leitast við að auka sem mest - fá sem mest af ný-fjárfestingum.
Auka framkvæmdir - - stuðla að því að LV hefji nýtt stórverkenfni.
- En það hafa verið gríðarlegar launahækkanir - og þær eiga eftir einnig að detta inn á nk. ári, og að auki - kosningaárið sjálft.
- Það gæti reynt á stöðu viskiptajafnaðar landsins gagnvart útlöndum.
Ef það kemur ekki á móti - - umtalsverð ný gjaldeyris-innspýting.
En þá geta menn verið að taka áhættu af ofhitnun.
Nú verða menn að vega og meta, hvort er varasamara:
- Möguleikinn á gengisfellingu, vegna þess að launahækkanir leiði til neyslu aukningar umfram það hvað gjaldeyristekjustaða hagkerfisins ræður við - - þannig að gengur á forðann.
- Eða hættuna á hættulegri ofhitnun hagkerfisins, neyði til nýrra bólumyndana innan landsins, sem gæti leitt fram aðra bólusprengingu í framtíðinni.
Niðurstaða
Mér virðist blasa við, að það sé sennilegt að það takist að losa höft fyrir lok nk. árs.
En í kjölfar útkomu samkomulags Seðlabankans við kröfuhafa föllnu bankanna, þá virðist staða landsins batna það mikið - - að sennilega verður útboð Seðlabankans á aflandskrónum á nk. ári alls ekki að vandamáli.
Heldur gæti það gerst, að verðmunur sá er verið hefur - hverfi að nærri öllu leiti.
- Megin ógnin virðist vera niðurstaða kjarasamninga þeirra sem landsmenn hafa gert á þessu ári og því síðast liðna. Sem leiða til launahækkana langt umfram þ.s. a.m.k. hingað til í Íslands sögunni hefur gengið - án gengisfellingar.
- Það verður risastór freysting fyrir ríkisstjórnina, að gera allt í sínu valdi til að forða þeirri útkomu, að af slíkri gengisfellingu verði. M.ö.o. að keyrt verði á fullu í öflun nýrra erlendra fjárfestinga - til að fá inn nýjar innspýtingar á gjaldeyri.
- Eins og ég benti á, þá gæti slík sókn - miðað við núverandi efnahags aðstæður - leitt fram hættu á nýjum verðbólu myndunum innan ísl. hagkerfisins, og hugsanlega sett fram farveg er leiði fram nýja bólusprengingu í ekki fjarlægri framtíð.
Það verður forvitnilegt að sjá - hvernig ríkisstjórnin glýmir við þá ógn, sem útkoma kjarasamninga klárlega er fyrir stöðugleika hér - - út kjörtímabilið.
Má ekki gleyma, að ofhitnun er ekki síður ógn.
Kv.
27.10.2015 | 23:20
Það getur vart annað komið til greina en að B-3 sprengjuvélinni sé beint gegn Kína
Skv. fréttum hefur formlega verið gengið frá samningi við Northrop fyrirtækið um 50 milljarða Dollara þróunarsamning, á B-3 "next generation stealth bomber." Tja, eins og hugmyndin á sínum tíma var, þegar B-2 Spirit vélin var þróuð - dýrasta flugvél heimssögunnar; þá átti hún að skipta út eldri vélum svo sem B-52 og B-1 Lancer.
Höfum í huga að B-2 Spirit var þróuð í bláendann á Kalda Stríðinu. Hún var hluti af tækni kapphlaupinu í lok þess.
Þegar Kalda Stríðinu síðan lýkur - þá vakna Bandaríkin upp með það, að þau vantar andstæðing af því tagi, sem réttlætir vél svo fullkomna sem B-2 Spirit.
Í stað þess að framleiða þær 132 sem voru fyrirhugaðar, var lokum framleiðslu hætt eftir 21 hafði verið smíðuð.
Og haldið var áfram að nota B-52 sem flaug fyrst 1955.
Og B-1 Lancer sem var þróuð á 8. áratugnum.
- En gömlu vélarnar eru til mikilla muna ódýrari í rekstri.
- Þannig að til þess, að réttlæta nýja kynslóð -torséðra sprengjuvéla- þá augljóslega þurfa menn að hafa í huga, hugsanlegan óvin - er ræður yfir mjög góðri tækni.
Það nánast kemur ekkert annað til greina - en Kína.
Aftur, eins og þegar B-2 Spirit var þróuð, stendur til að B-3 leysi af hólmi B-1 og B-52.
Ég held það sé sæmilega trúverðugt að sennilega verði loks af því, að a.m.k. B-52 verði lagt, þ.s. eftir 10 ár þegar má vera að þessi nýja vél sé að verða fullþróuð; þá verða elstu B-52 vélarnar að nálgast 7-tugt.
B-1 verða þá orðnar ca. mið-aldra.
Northrop wins $55bn bomber contract
Northrop Grumman Wins Air Force's Long Range Strike Bomber Contract
Long Range Strike Bomber: Northrop Grumman wins contract for new stealth aircraft
Nýja vélin á að sjálfsögðu að vera fullkomnari!
- "The project has gained urgency because of the US's recognition of the growing sophistication of the air defences of potential opponents...which are designed to keep hostile forces at least 800 nautical miles away from their borders."
- "Advocates of the bomber successfully argued that the bomber would be a more effective and cheaper means of achieving air superiority in a battle than launching cruise missiles, which cost around $1.5m each."
Ég hef heyrt því haldið fram - að sjálf tilvist slíkrar vélar, muni hafa veruleg áhrif á hugsanlegan andstæðing - - > Þannig að án þess að vélunum væri beitt, hefðu þær áhrif.
Hugsanlegur andstæðingur, mundi taka tillit til þess, að Bandaríkin réðu yfir svo fullkomnum vélum með þetta mikinn eyðilegginarmátt - -> Sem mundi hafa fælandi áhrif á slíkan andstæðing.
Þetta hafi verið hluti af þeim rökum, sem færð voru fyrir því að Bandaríkin þyrftu á svona vél að halda. Sú hugmynd, að tilvist slíkra véla hefði fælingarmátt - og gæti því beinlínis komið í veg fyrir átök.
- Þetta getur meira að segja verið rétt mat, ef maður gefur sér það - að þessar vélar væru það fullkomnar og með það góða -radar huliðs eiginleika- að þær hefðu alltaf góða möguleika á að ljúka sínu verki.
En eins og fram kemur í umfjöllun, mundu þær vera, reglulega uppfærðar eftir þörfum.
Þær mundu geta borið hvort tveggja - venjulegar sprengjur, sem kjarnasprengjur.
- Það að Bandaríkin ákveði að hafja formlega þróun næstu kynslóðar torséðrar sprengjuvélar - - > Grunar mig að sé einmitt vegna þess, að Bandaríkjunum standi vaxandi stuggur af vaxandi hernaðarmætti Kína.
Eða ég get ekki séð að Rússland t.d. sé næg ógn, til að réttlæta tilvist B-3.
Niðurstaða
Það má hugsanlega líta á ákvörðun Bandaríkjanna að hefja formlega þróun á næstu kynslóð torséðra sprengjuvéla - sem nýja vísbendingu þess að næsta Kalda Stríð sé í nánd.
En B-2 vélin var þróuð rétt fyrir lok síðasta Kalda Stríðs. Endalok þess, urðu til þess að mun færri af þeim vélum voru smíðaðar en stóð til.
En mun sennilegar virðist að í þetta sinn, verði af því að torséð sprengjuvél verði framleidd í fyrirhuguðum fjölda. Þannig að gömlu B-1 og B-52 verði loks skipt út, eftir 10-15 ár, þegar reikna má með að B-3 verði tilbúin til notkunar.
En þá verða B-52 vélarnar komnar á 7-tugs aldur, B-1 að nálgast 5-tugt.
Gömlu vélarnar gengu upp, meðan að Kanar voru að fást við lág tæknivædda andstæðinga. En þær eiga ekkert erindi - ef andstæðingur verður búinn nærri jafn góðri tækni og Bandaríkin sjálf.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.10.2015 | 02:29
Bandaríkin ætla vísvitandi á næstunni storka kröfum Kína um eignarhald á Suður-Kína hafi með reglulegum siglingum herskipa
Eins og ég hef áður sagt frá, þá er Kína að halda fram eign á Suður-Kínahafi, eins og það leggur sig - þar með nánar tiltekið skerja þyrpingu er nefnist, Spratly eyjar. Eins og ég sagði frá: Kínverjar að "smíða" tvær eyjar í S-Kínahafi, til þess að tryggja yfirráð sín þar - þvert gegn vilja nágrannaríkja.
Þá hefur Kína verið að smíða eyjar í klasanum, sem er fyrst og fremst þyrping mis smárra skerja og boða - þ.s. aldrei hefur nokkur búið.
En þetta nær yfir töluvert hafsvæði, og ef Kína kemst upp með þetta; þá gætu afleiðingarnar orðið áhugaverðar.
- Rétt að ítreka þ.s. ég hef áður bent á, að nágranna lönd Kína, einnig telja sig eiga þennan klasa af skerjum og boðum, og þau lönd eru verulega nær Spratly eyjum en Kína.
- Eins og sést, eru Spratly eyjar landfræðilega næst hluta Filipseyja, og Malasíu.
- Auk þess, telur Indónesía og Víetnam sig eiga söguleg réttindi, og auðvitað réttindi sem nærstatt strandríki skv. Hafréttarsáttmálanum.
- Eins og vel sést, er strönd Kína - langt í burtu.
En það ætti að vera augljóst - að flotastöðvar á smíðuðum eyjum á svæðinu.
Geta drottnað algerlega yfir því hafsvæði.
Sérstaklega þegar haft er í huga, að Kína hefur þegar smíðað einn flugvöll, með einni 3000 metra flugbraut. Sem dugar vel fyrir herflugvélar.
Kína segir einfaldlega að Spratly eyjar tilheyri Kína
Og hefur ekki sínt nokkurn áhuga á að ræða við nágrannalöndin.
Og nú þegar Kína er að ljúka smíði eyja á strategískt völdum stöðum, þá er Kína að reyna að verja - - 12 mílna lögsögu umhverfis þær smíðuðu eyjar.
- Og það er um það atriði, sem Bandaríkin storka Kína.
- Um rétt Kína til að taka sér 12 mílna lögsögu um eyjar, sem ekki eru náttúrulegar nema að mjög litlu leiti, þ.e. búnar til með því að fylla upp á milli nokkurra skerja og boða, sem áður var fullkomlega óhæft til mannvistar.
U.S. Navy destroyer nears islands built by China in South China Sea
Challenging Chinese Claims, U.S. Sends Warship Near Artificial Island Chain
US Navy tests Beijing on South China Sea claims
En hvaða þíðingu hefur það ef Kína kemst upp með þetta?
Höfum í huga að Kína hefur áhuga á að verða - sjóveldi, með flota er getur athafnað sig á opnu hafi, þess vegna hvar sem er á heims höfunum.
- En punkturinn er sá, að á Kyrrahafi er fullt af kóral skerjum, sem eru langt frá nokkru ríki, eða tilheyra ríki sem ekki hefur nokkur tök á að verja það svæði. En á Kyrrahafi er fjöldi dverg eyríkja sem mörg ná yfir umtalsvert hafsvæði, en hafa mjög fáa íbúa.
- Hvað mundi stoppa Kína í framtíðinni - - > Að setja upp samskonar aðstöðu á smíðuðum eyjum ofan á kóral rifjum, hér og þar um Kyrrahaf?
- Þetta var hugsun sem laust í mig, þegar ég las þessar fréttir.
Að kannski eru Bandaríkin, með því að verja prinsippið - að ekki sé unnt að verja lögsögu utan um smíðaðar eyjar.
Ekki einungis að verja það prinsipp - út frá deilu um Spratly eyjar á S-Kína hafi.
Hvað haldið þið?
En tæknilega sé ég engan raunverulegan mun á því, að smíða eyjar hundruð mílna fjarlægð frá Kína, eða - - þúsundir mílna frá ströndum Kína.
- Um leið og Kína, hefur tekist að komast upp með að verja 12 mílna lögsögu utan um slíkar, sem það hefur slegið eignarhaldi á.
- Þá geti Kína endurtekið slíkt, víða um heimshöfin - þ.s. til staðar eru kóral rif eða sker og boðar, og aðstæður eru með þeim hætti að strandríki sem nær eru stödd eru ófær um að verjast þeirri ásælni Kína.
Niðurstaða
Spurning hvort að hugdedda mín þess efnis, að mikilvægi deilunnar um smíðaðar eyjar Kína í Spratly klasanum í S-Kína -> Sé mun meira en fyrst við blasir, sé rétt?
En ef ég er með ca. réttan skilning á raunverulegu mikilvægi þess, sem Kína er að gera.
Þá ef til vill, skilst betur - af hverju Bandaríkin eru að beita sér með þeim hætti sem þau gera.
Auðvitað í leiðinni, þá er Kína að stíga á sína granna - og má alveg reikna með því, að með aðgerðum sínum séu Bandaríkin einnig að vonast eftir því, að græða þegar kemur að samskiptum við þau lönd. Kannski, að græða framtíðar bandamenn.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.10.2015 | 00:00
VG-vill viðskiptabann á Ísrael, og slit á stjórnmálasambandi! Gott og vel, á hinn bóginn tel ég að málstaður Palestínumanna sé þegar búinn að tapa
Málið er að ég get ekki ímyndað mér neitt form af þrístingi sem mundi geta knúið Ísraela til þess að gefa eftir Vesturbakkann, úr því sem komið er. En gæta þarf varúðar við að notast við dæmi S-Afríku. Þó sannarlega séu þættir sem eru svipaðir, er nóg af ósvipuðum þáttum einnig.
Hugmyndin um viðskiptabann og slit stjórnmálasambands, er að knýja fram stefnubreytingu í Ísrael!
Menn hafa til hliðsjónar S-Afríku, þ.s. á enda, varð stefnubreyting meðal "Búa" sem höfðu farið með stjórn mála í landinu, og viðhaft aðskilnaðarstefnu - skipulega haldið meirihluta landsmanna frá völdum.
Sl. 25 ár eða ca. svo, hafa Ísraelar skipulega, fjölgað byggðum gyðingar á Vesturbakkanum.
En þ.e. vart unnt að líta málið öðrum hætti en, að um algerlega vísvitandi stefnu sé að ræða, um yfirtöku lands - með byggðum gyðinga.
Þetta sé þannig orðið í dag, að nokkur hundruð þúsund Gyðinga lifa á þeim svæðum, og teljast til - ólöglegra byggða.
Skv. ályktunum SÞ sem í dag eru ærið gamlar orðnar, um það - hvaða land telst til landsvæða Palestínumanna.
Ástæða þess að ég sé ekki að unnt sé að knýja Ísraela með þrýstingi, er að sú hugmynd að þetta snúist um -að lifa af- eða "survival" virðist ríkjandi meðal Ísraela í dag.
Í hvert sinn sem átök verða, t.d. þau sem í dag eru í gangi, tilviljanakenndar árásir palestínskra ungmenna á ísraelska borgara, styrkjast þessi sjónarmið í sessi.
Sú hugmynd - - þetta lið hatar okkur. Þess vegna megum við ekki gefa neitt eftir.
Ákveðinn -absolutism- virðist til staðar.
Að allar eftirgjafir, verði einungis hvatning til þeirra sem vilja drepa gyðinga.
Að ef Gyðingar gefa það eftir handa Palestínumönnum sem Palestínumenn vilja, þíddi það einungis - að til yrði óvinaríki er nær tafalaust tæki sig til við að skipulega að valda gyðingum eins miklu tjóni og hugsast.
Á árum áður voru þetta jaðarhugmyndir.
En á seinni árum virðast þær hafa orðið -meginstraums- eða "mainstream."
Það er ærið sérstakt, að öfgaskoðanir - sem slíkar, njóti almanna fylgis.
Það sem við mundum álíta heilbrigð viðhorf -séu orðnar jaðarskoðanir, fámennra hópa.
Punkturinn er sá
Að mig grunar að þrýstingur af því tagi sem menn hafa í huga, sé afar ólíklegur til þess að skila þeirri grunn stefnubreytingu innan Ísraels, sem menn hafa í huga.
En þegar -absolútískar hugmyndir ríkja- og eru lítt gagnrýndar.
- M.ö.o. - þegar öfgaviðhorf eru meginstraums.
En höfum í huga, að þrátt fyrir allt - var S-Afríka alrdrei öfgakennd í þeim mæli sem Ísrael virðist orðið í dag.
- En mig grunar - að absolútisminn leiði til þess, að landsmenn fari frekar í dýpri öfgar, en að leita til baka.
- Þá verða menn að íhuga kjarnavopn Ísraela.
- Ég er að benda á, að Ísrael á nægilegt magn kjarnavopna, til að búa til hnattrænan kjarnorkuvetur.
- Ísrael þarf ekki að sprengja umfram svæði í Mið-Austurlöndum, til þess að búa til slíkan.
M.ö.o. er ég að segja, að það sé of mikil hætta á að -hættulegir öfgamenn komist til valda í Ísrael, ef menn fara að beita Ísrael nægum þrýstingi til þess, að verulega fari að sverfa að.
Rétt að benda á að Jeríkó III flaugar Ísraela draga ekki einungis alls staðar innan Mið-Austurlanda, heldur að auki víðast hvar innan Evrópu.
Hvað er ég þá að segja? Það að málstaður Palestínumanna, sé búinn að tapa.
Niðurstaða
Ég hef fulla samúð með vanda Palestínumanna. En vandinn sé sá, að þeir búa í því landi sem ég lít á sem sennilega -hættulegasta kjarnorkuveldi heimsins. Ég hef þannig séð haft visst gaman af tali Ísraela um hættuna af Íran. En þvert á móti, ef ég leita að landi þar sem trúaröfgar hafa mikil áhrif á landstjórnmál. Þar sem að auki trúaröfgar eru hluti af ríkisstjórn lands. Þá á það hvort tveggja við Ísrael. Og ég er langt í frá sannfærður um, að þær hreyfingar öfgamanna sem í dag hafa umtalsverð pólitísk áhrif í ríki Gyðinga. Séu minna varasamar, heldur en - þekktar Súnní Íslam jihadista hreyfingar, þegar -ISIS- er sleppt.
Það sé of mikil hætta á að hættulegir öfgamenn, komist yfir þau völd sem þarf til að stjórna gikknum -til þess að ég telji það óhætt, að beita Ísrael þannig þrýstingi sem sumir vilja beita svo að það sverfi virkilega að Ísrael.
Ég er í reynd að segja - að við þurfum að íhuga okkar eigin tilvist.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.10.2015 | 18:39
Pútín með tilboð til hins -Frjálsa sýrlenska hers- um vernd, samtímis og rússnesk stjórnvöld tala um þörf fyrir nýjar kosningar í Sýrlandi
Augljósa neikvæða túlkunin á tilboðinu til hins -Frjálsa sýrlenska her- er: Pútín sé að gera tilraun til að deila og drottna. M.ö.o. tilraun til þess að kljúfa upp samstöðu uppreisnarmanna. En í dag tekur hinn -Frjálsi sýrlenski her- þátt í bandalagi nokkurra uppreisnarhópa, um svokallaðan "Army of Conquest."
Það má auðvitað túlka þetta á hinn veginn - að Pútín óttist að festast í langframa átökum í Sýrlandi, þannig að hann sé nú raunverulega allt í einu tilbúinn til málamiðlana við hófsamari hluta uppreisnarhópa; þó hann hafi fram að þessu - neitað að gera greinarmun á uppreisnarmönnum, og að loftárásir Pútíns unfanfarnar vikur - hafi ekkert síður beinst að stöðvum herflokka undir regnhlíf hins -Frjálsa sýrlenska hers- fremur en öðrum róttækari hópum meðal uppreisnarmanna.
- T.d. hafa allar tilkynningar stjórnvalda í Moskvu, sagt frá árásum með þeim hætti - að verið væri að ráðast að hryðjuverka-öflum.
Spurning hvort að NATO og Rússland séu að nálgast samkomulag um Sýrland?
Russia says wants Syria elections, ready to help Free Syrian Army
Russia calls for fresh elections in Syria
- "Lavrov said Russia now stood ready to provide air support to the Free Syrian Army if the United States would help it identify where it was."
- "Lavrov said he wanted Egypt, Jordan, Qatar and the United Arab Emirates to be included as well as Iran, and spoke of the need for the European Union to start to play a bigger role too. "
- "Sergei Lavrov said the Kremlin wanted Syria to prepare for parliamentary and presidential elections"
- "Moscow says Assad must be part of any transition and that the Syrian people will decide who rules them."
- "Washington has said it could tolerate Assad during a short transition period, but that he would then have to exit the political stage. "
_________________
En eðlilegt væri að sjálfsögðu að - kosningar fari fram í kjölfar víðtæks samkomulags.
Á hinn bóginn, mundu kosningar á þeim 20% landsins -eingöngu- sem enn eru undir stjórn sýrl. stjv. - ekki leysa nokkurn hlut.
En eftir allt saman, hafa þegar í eitt skipti síðan stríðið hófst, farið fram kosningar - sem einskoruðust við svæði undir stjórn stjórnvalda.
Þannig að meira en helmingur landsmanna átti litla sem enga möguleika til þátttöku.
Ef Rússlandi er alvara með það að láta kosningar fara fram, þannig að íbúar sjálfir ráði niðurstöðu
Þá þarf auðvitað að heimila Sýrlendingum í flóttamannabúðum í Lýbanon, Tyrklandi og Jórdaniu þ.s. samtals kringum 3 milljónir Sýrlendinga eru - að kjósa.
Og það þarf að ná fram samkomulagi um vopnahlé -reikna ekki að ISIS verði hluti af slíku samkomulagi- milli stuðningsmanna stjórnvalda og stjórnvalda annars vegar og hins vegar hópa uppreisnarmanna.Kosningar fari einnig fram á svæðum uppreisnarmanna.
Það má alveg hugsa sér - - að friðargæsluliðar SÞ-gæti kjörstaða í landinu, þ.s. kosningar fara fram.
Enda sterkar líkur annars á tortryggni varðandi niðurstöður.
Síðan fari talning fram undir yfirumsjón SÞ.
- Það sé hluti samkomulags að Assad sitji þangað til að í ljós kemur hver er kjörinn nýr forseti landsins.
Það má hugsa sér að nokkur ár í framhaldinu - verði til staðar fjölmennt lið á vegum SÞ.
Rússar mega að sjálfsögðu þá taka þátt með bláa hjálma á höfðinu.
En lúta yfirumsjón hershöfðingja sem skipaður væri af SÞ.
Lið SÞ verð annars í bland skipað sveitum frá Arabalöndunum - Rússlandi - kannski Íran einnig - og hinum ímsu NATO löndum.
Öll þátttöku löndin sendi eftirlitsmenn sem mundu fylgjast með öllu ferlinu.
Niðurstaða
Það verður að koma í ljós hvaða alvara er að baki því sem Lavrov sagði um kosningar innan Sýrlands.
En það væri algerlega án tilgangs að halda slíkar kosningar, ef þær fara eingöngu fram á svæðum sem í dag lúta stjórnarhernum eða sveitum í bandalagi við Íran.
Slíkt hefur þegar verið reynt í eitt skipti.
- Ef Rússlandi er alvara.
- Þá mundi ég reikna með því, að hætt verði fljótlega við árás á Aleppo.
- Árásum á uppreisnarmenn í Hama héraði verði einnig hætt.
- Sem of loftárásum Rússa á uppreisnarmenn - aðra en ISIS.
- Og fljótlega í kjölfarið verði leitað hófana um vopnahlé.
Ef aftur á móti atlagan að Aleppo heldur áfram á krafti - sem og atlagan að stöðvum uppreisnarmanna í Hama héraði og loftárásir á stöðvar uppreisnarmanna annarra en ISIS.
Verður erfitt að taka orð Lavrov hátíðlega.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2015 | 23:35
Mesti fellibylur sögunnar að skella á Mexíkó - 325km. vindhraði skv. fréttum
Það sem virðist vera að skella á Mexíkó á föstudagskvöld, virðast flokkast undir meiriháttar náttúruhamfarir. En styrkur fellibylsins Patricia virðist slá öll fyrri met yfir bellibylji sem hafa gengið á land.
Patricia telst af styrk 5 eða flokki 5.
M.ö.o. hæsta styrkleikaflokki fellibylja.
Mexico hunkers down for Patricia, 'the most dangerous storm in history'
Mexico braced for Patricia, the worst hurricane ever
Patricia, one of strongest ever hurricanes, set to slam Mexico
Hurricane Patricia Nears Mexico
Hurricane Patricia: What You Need to Know
Sá öflugasti sem hingað til hefur skollið á fjölmennum byggðum, skall á Filipseyjum 2013, ívið minna öflugur en samt mældur með vindstyrk yfir 300km./klst.
- "Patricia's intensity is comparable to Typhoon Haiyan, which hit the Philippines in 2013, the World Meteorological Organization tweeted. More than 6,000 people died in Haiyan, due largely to enormous storm surges that rushed through coastal areas. Haiyan had 195 mph sustained winds when it made landfall, while Typhoon Tip was at 190 mph (and had a slightly lower pressure reading of 870 millibars) in 1979."
Eðlilega er mikil hræðsla þegar Patricia gengur yfir strönd Mexíkó.
Flestir reikna með miklum skemmdum - og einhverju umtalsverðu manntjóni.
En forseti Mexíkó hafði lýst yfir neyðarástandi, og fyrirskipað brottflutning af svæðum talin í mestri hættu.
En ólíklegt sé að nærri allir fari.
Að sjálfsögðu veit enginn enn hvert tjónið verður eða mannfall.
Eins og kemur fram í þessari fréttaskýringu - þá eru þetta fullkomnar hamfarir:
- Gríðarlegur vindstyrkur.
- Sá vindur þrýstir sjónum upp að ströndinni, sem orsakar gríðarlegt sjávarflóð.
- Ofan í þetta bætist - virkilega hrikaleg úrkoma.
Allt fer saman - gríðarlegur vindur, stórfellt sjávarflóð og óhemju úrkoma.
Og reikna má með því að stór svæði verði undir vatni - dögum jafnvel vikum saman, eins og sást í New Orleans í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum - - > Þegar annar fellibylur gekk yfir.
En sá var þó ekki eins öflugur.
Niðurstaða
Patricia mun sennilega efla enn frekar umræðuna um gróðurhúsa-áhrif. En það er eins og til staðar sé stígandi í fellibyljum. Þessi er ívið öflugari en hamfarirnar í Filipseyjum 2013. Sá hamfarafellibylur var öflugari en hamfarafellibylurinn er gekk yfir New Orleans.
------------------
PS: Ef marka má fréttir dagsins í dag, slapp Mexíkó með skrekkinn: Hurricane in Mexico Downgraded to Tropical Storm Patricia
Tjón virðist ekki nærri eins mikið og óttast var, flóð innan viðráðanlegra marka, stormurinn virðist hafa misst hratt niður styrk sinn - - þegar hann kom yfir fjalllendi fyrir ofan strandbyggðina á ströndinni sem Patricia kom inn yfir.
Hálent landslagið sem tók við þegar svæðunum næst ströndinni sleppti, hafi hratt tekið mesta vindinn úr storminum - sem nú telst hitabeltislægð.
Með meðalvindstyrk fallinn úr 325km. í 80km./kls.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 24.10.2015 kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2015 | 23:29
Sumir halda því fram að órökrétt sé af vesturveldum að styðja uppreisnarmenn í Sýrlandi, en hvað ef sú stefna er einmitt rökrétt?
Til þess að átta sig á þessu, er sennilega best að velta upp sviðsmyndum.
A)Sigri Írana + Rússa, sem vilja a.m.k. enn halda í Assad.
B)Sigri uppreisnarmanna.
Sumir setja þetta fram sem val milli - - ISIS og Assads.
En það er falskur samanburður, þ.s. eftir allt saman - hingað til, hafa megin orrustur stríðsins verið milli, uppreisnarmanna annars vegar og stjórnarsinna hins vegar.
Punkturinn er auðvitað sá, að uppreisnarmenn - eru raunverulegur valkostur.
Tja, ef þeir eru það ekki, við hverja eru þá hersveitir Írana - Hesbollah og stjórnarinna, þá að berjast?
Einmitt, þeir eru ekki að berjast við ISIS, heldur margvíslega hópa uppreisnarmanna sem sannarlega eru flestir Súnní Íslamistar - en þó andstæðingar ISIS.
Harðir bardagar hafa undanfarið verið í Hama héraði, gegn her uppreisnarmanna - og það virðist hafin atlaga gegn borginni Aleppo a.m.k. hálfu leiti undir yfirráðum fylkinga uppreisnarmanna, í Idlib héraði.
Höfum í huga, að Íran beitir sveitum úr "Lýðveldis-verðinum" sem er Shíta íslamista hreyfing, samtímis virðast nú streyma að hópar Shíta íslamista frá Írak, og Íran beitir einnig Hesbollah annar Shíta íslamista hópur.
Á móti standa uppreisnarmenn, þá er ég ekki að tala um ISIS, sem flestir eru Íslamistar, þó ekki alveg allir - og eru Súnní íslam trúar.
Svo eru það hermenn Sýrlandsstjórnar, sem í dag eru líklega flestir Alavar, sem er minnihluta trúarhópur í Sýrlandi - sem í reynd hefur stjórnað landinu.
Punkturinn er auðvitað hið mikla hatur sem hefur byggst upp, vegna óskaplegrar grimmdarverka
- Stuðningsmenn stjórnarinnar, Shíta hópar í landinu sem barist hafa með stjórnvöldum eða Hesbollah - munu sennilega reikna með "blóðhefndum" ef uppreisnarmenn Súnní Araba hafa sigur.
- Mig grunar að sama skapi, þá sé sennilegt að óttí Súnní Araba sem búa á svæðum undir stjórn uppreisnarmanna, sé sennilega litlu minni - gagnvart hugsanlegum sigri hersveita Shíta íslamista og stjórnarsinna.
Ég held að flestir reikni með því - ef uppreisnarmenn mundu sigra, þá yrði mikill fjöldaflótti íbúa sem af svæðum þ.s. stjórnin hefur notið umtalsverðs stuðnings, og íbúar hafa mannað hersveitir stjórnarsinna.
En ég held að það sama eigi einnig við, á hinni hliðinni - að ef hersveitir Shíta íslamista og í bland hersveitir þær sem Assad ræður enn yfir, hefðu sigur - þá væru afleiðingarnar svipaðar þ.e. fjöldaflótti - vegna ótta við hrannmorð.
- Þetta snýr einmitt að punktinum þess efnis - - > Hver er rökréttasta stefna Vesturlanda.
- Ef ef við ímyndum okkur að rökrétt sé sú stefna er miðar að því, að lágmarka fjölda flóttamanna frá Sýrlandi.
- Þá gæti hin rökrétta stefna verið einmitt sú, að tryggja - - pattstöðu í stríðinu.
ÞAð gæti einmitt verið raunveruleg stefna Vesturlanda.
Pælið í þessu, ef það verður flóttamanna bylgja í báðum tilvikum.
Og þú vilt í lengstu lög forða þeirri útkomu.
Þá getur einmitt verið að stefna Vesturlanda í Sýrlandi - þvert á að vera mistök, sé einmitt úthugsuð.
Sumir kvarta yfir að hún sé ekki hugsuð til enda - en það grunar mig að sé einmitt ómögulegt.
En ef menn pæla aðeins í því hvað Vesturlönd hafa verið að gera
Þá hafa uppreisnarmenn sannarlega fengið stuðning.
En ekki nægan stuðning til að hafa sigur.
Ef maður ímyndar sér, að stefnan sé sú - að tryggja að uppreisnarmenn haldi velli.
En samtímis, að þeir hafi ekki heldur endilega sigur.
Þá er einmitt rökrétt að - þeim sé veitt meiri aðstoð, ef á þá virðist halla.
En dregið sé úr henni, þegar þeir sækja fram.
Þannig sé reynt að viðhalda sæmilega stöðugri pattstöðu.
_______________
Er þetta ekki einmitt það sem Vesturlönd hafa verið að gera?
Niðurstaða
Kannski er aðferðin í meintu brjálæði Vesturvelda sú, að leitast við að forða í lengstu lög þeim útkomum er leiða sennilega til nýrrar stórfelldrar bylgju flóttamanna frá Sýrlandi.
En ég tel sennilegt, að hvort tveggja ef uppreisnarmenn hafa sigur - eða ef þeir eru sigraðir af herjum á vegum Írana í bland við leyfar stjórnarhers Sýrlands.
Þá mundi hvor tveggja slíkra sigurs sviðsmynda - leiða fram stóra nýja flóttamanna bylgju.
Auk þess, væri að auki -tel ég- aukin hætta á að stríðið breiddist út frekar, ef af slíkri flóttamanna bylgju mundi verða.
Þannig að rökrétt stefna sé þá sú - að leitast við að tryggja ástand sem næst pattstöðu.
Meðan að tilraunir eru gerðar öðru hvoru - til að fá aðila að sáttaborði, til að enda átökin með samkomulagi.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 23.10.2015 kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Nýjustu athugasemdir
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Einar, getur þú sagt okkur hver efnahagsstefna Harris var? 8.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: 1: USA geta alveg verið sjálfu sér næg um allt, ef þau vilja. ... 8.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Sammála þér Einar en það mætti bæta við að Trump er algjör meis... 7.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Grímur Kjartansson , nema að Trump fer akkúrat öfugt að -- tala... 6.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Þú hefur heyrt um speak softly and carry a big stick Ef sölu... 6.11.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.11.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 677
- Frá upphafi: 855956
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 629
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar