Hvað hefur orðið um - byltingarmanninn Trump?

Eins og Donald Trump talaði fyrir kosningar - óttaðist ég hið versta.
En í seinni tíð hefur Trump virst vera að taka hverja U-beygjuna á eftir annarri.

  1. Fyrir nokkrum dögum, sagði Trump NATO ekki vera úrelt. En endurtekið í gegnum kosningabaráttuna, talaði hann illa um NATO - og höfðu margir áhyggjur af því hvaða ákvarðanir um NATO Trump mundi taka ef hann næði kjöri. Þar á meðal ég!
  2. Það nýjasta er --> Að það virðist ekki stefna í átök um tollamál við Kína. En líkur virðast um að ríkisstjórn Bandaríkjanna - sætti sig við fyrirheit frá Kína, að kínversk ríkisfyrirtæki kaupi í auknum mæli bandarískar vörur; fyrirmæli sem Kína stjórn getur gefið.
    --Og að takmörkuð opnun verði fyrir bandarísk fyrirtæki á fjármálasviðinu í Kína.
  3. Hvað Mexíkó varðar - en Trump á fyrstu dögum forsetatíðar sinnar. Talaði um Mexíkó með þeim hætti, að það leit út fyrir alvarleg viðskiptaátök þar á milli.
    --En nú virðist stefna í viðskiptasamning, með einungis - minniháttar lagfæringum.
  4. Við upphaf forsetatíðar sinnar talaði Trump um Rússland með svipuðum hætti og í kosningabaráttunni, þ.e. að góð samskipti væru góð fyrir Bandaríkin.
    --En upp á síðkastið, hefur línan frá Washington harðnað til muna, og mun kaldari vindar blása nú þaðan til Rússlands og Pútíns sérstaklega.
    --Ekki má gleyma árásinni á sýrlenska flugherstöð. Sem sannarlega er stílbrot við málflutning Trumps - er hann áður talaði um samstarf við Assad gegn ISIS. En fyrir örfáum dögum - líkti Spicer Assad við Hitler.
  5. Nánast það eina sem eftir - er hótun Trump um einhliða aðgerðir gegn N-Kóreu. En þær virðast samanber tóninn sem nú kemur frá Washington, líklega verða í formi -- harðari refsiaðgerða. Frekar en að líkur séu á hernaðarárás á N-Kóreu.

 

Maður veltir fyrir sér -- hefur Washington náð stjórn á Trump?
Eða meinti Trump það sem hann áður sagði -- einfaldlega ekki?

  1. En það má ímynda sér þann möguleika, að rannsóknin á samskiptum samstarfsmanna Trumps við Pútín, og hugsanleg afskipti Pútíns af forsetakosningunum.
  2. Í raun og veru, hafi upplýsingar um Trump -- sem jafnvel mundu geta komið honum í fangelsi.

Það má þá ímynda sér það, að Trump hafi verið sagt.
Að svo lengi sem hann sé -góður strákur- verði rannsókninni ekki lokið.
Og ef hann heldur áfram að vera -góður strákur út kjörtímabil sitt- þá geti sú rannsókn lokið með þeirri ályktun - að sannanir séu ónógar.

En slíkt -blackmail- gæti auðvitað skýrt það hve fullkomlega Trump virðist vera að söðla um!

 

Niðurstaða

Hve Trump virðist vera að söðla um í mörgum málum er virkilega áhugavert. Vangaveltur mínar þurfa alls ekki að vera í samhengi við raunveruleikann. En það getur einnig verið að Trump einfaldlega hafi verið að -- leika í leikriti til að ná kjöri. En nú sé hinn eiginlegi Trump að koma fram!

  • M.ö.o. að hann hafi einfaldlega sagt hvað þurfti til að ná kjöri.
    --En nú gefi hann því fólki er kaus hann, langt nef!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Magnússon

Eitt má þó Trump eiga , hann getur gert nokkuð, sem Georg Washington gat eki.

Geir Magnússon, 14.4.2017 kl. 09:17

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Skipt um stefnu.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.4.2017 kl. 10:43

3 identicon

Rex Tillerson, kallast T.Rex ... och honum er líkt við Tyrannosaurus Rex, í því sambandi. Haldið þið, þessar kerlingablækur að hann hafi valið T.Rex í embætti útaf því að hann ætlaði að vera með pussupólitík?

Hvað gerðist núna við viðræðurnar, jú ... Trump segir að það verði friður milli Rússa og Kanans.  Tillerson fer til Rússlands og ... Rússar sprengja upp neðanjarðarbyrgi skæruliða í Idlib ... með kraftmikilli "bunker buster". Daginn eftir hittir Tillerson putin og skyndilega ... nota Bandaríkin í fyrsta skyptið MOAB og gera það sama við skæruliða í Afghanistan, og sprengja upp neðanjarðarbyrgi sem þeir höfðu þar.

Bandarikjamenn og Rússar skiptust hér á mikilvægum upplýsingum, til að lýsa yfir vilja sínum að koma á friði.

Bandaríkjamenn skutu 59 skeytum að Sýrlandi, en aðeins 23 komust á leiðarenda og gerðu lítin skaða.

Og hvað voru Rússar og Bandaríkjamenn að segja með þessu?

A. Bandaríkjamenn segja: We can make a massive effort that will penetrate your shields, without using our most advanced equipment.

B. Russar svara: We can foil your massive efforts, without using our most advanced equipment.

Rússar segja við Sýrlendinga, og aðra ... Við munum ekki fara í stríð við bandaríkin útaf ykkur. punktur. Og við Assad, "ef þú ert í raun sekur, skalltu treysta á það að við jörðum þig ... þarf ekki kanan til".

Þetta er í stórum dráttum, það sem gerðist ... skýrt fyrir "kerlingablókunum" ... hér voru menn að ræða saman, T.Rex og Lavrov ... sem eru með tilfinninga blaður í vegi fyrir því að komast að niðurstöðum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.4.2017 kl. 11:27

4 identicon

sem eru EKKI með tilfinninga blaður í vegi fyrir því að komast að niðurstöðum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.4.2017 kl. 11:29

5 identicon

Trump hefur ekki skipt um neina stefnu ... það eruð bara þið, þessar "aumingja" kerilngarblækur ... sem haldið að hann hafi verið að tala um píkur, þegar hanna sagði "grab them by the pussy". Og hélduð ennþá, að lavrov hafi líka verið tala um píkur þegar hann svaraði "... there are so many pussies ..."

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.4.2017 kl. 11:30

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Puss/pussy þýðir kisa.  Pussyfooting þýðir læðupokast eða að forðast að taka afstöðu eða láta uppi skoðun.  Varasamt að nota slangur úr ræsinu sem einu þýðinguna.

Kolbrún Hilmars, 14.4.2017 kl. 15:51

7 identicon

Hérna kemur video af því þegar Rússar sprengdu sinn "bunker buster" í Idlib héraði.

https://youtu.be/N-L1DG6S8b4

Þetta er "bunker buster", kaninn á slíkan líka ... en þeir notuðu MOAB í Afganistan í staðinn.  Afleiðingarnar eru víst hræðilegar, en hér er um að ræða að báðir aðilar hafa skipst á upplýsingum sem leitt hafa til að þeir vita af "hvar aðalstöðvar andstæðinganna" er.

Bandaríkjamenn gerðu árás á Dei Ezzor, og "að sögn" sprengdu þeir byrgi með eiturefnum, sem Sýrlendingar benda á að sé sönnun þess að ISIS sé með þessi vopn og sé "raunverulega" sá sem standi að baki. Eins og Rússar hafa bent á ... en Rússar segjast ekki geta staðfest, það sem sagt er ... svo við verðum að bíða. En hér eru upplýsingarnar, engu að síður ...

https://youtu.be/udFDxDZMO7U

https://www.youtube.com/watch?v=ph6OmWX54f0

https://www.youtube.com/watch?v=R3NcQENB4IA

https://www.youtube.com/watch?v=_U1y5FYyHsg

Bandaríkin varpa "MOAB" á Afganistan ...

https://www.youtube.com/watch?v=xwM7G7B_BYc

Og fyrir þá, sem halda að hann hafi skipt um stefnu

https://www.youtube.com/watch?v=Gha5S3fWnuA

59 skeyti, skotið að sýrlandi ...

https://www.youtube.com/watch?v=11FXElRSZ58

23 náðu marki, skaðinn lítill og flugvöllurin fyllilega nothæfur.

Hér er yfirlit Rússnesku herstjórnarinnar á málinu

https://www.youtube.com/watch?v=2xYM-yC0dtA

Hér er farið í gegnum allar skemmdir sem urðu ...

https://www.youtube.com/watch?v=w0TEJxztJKQ

Framtíðin ...

https://www.youtube.com/watch?v=bxXoGfz6kcA

https://www.rt.com/usa/384786-nuclear-bomb-test-nevada/

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.4.2017 kl. 18:45

8 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

wink Andinn, Guð er andi, að tala frá andanum er að tala frá -KJARNANUM, - sem Nikola Tesla talar um.

Andlegir hæfileikar eru gjöf frá Guði, guðlegri veru,

og ef við einbeitum huga okkar að þeim sannleika

öðlumst við samhljóm við þennan æðri mátt. - Nikola Tesla

Hér ausa menn af andanum, úr KJARNANUM.

""When Trump calls for 45% tariffs on Chinese imported goods, the geeks in Washington get out their spreadsheets and economic models. ... What they don’t understand is that for Trump, the 45% tariff is just the starting place for a negotiation.""

5.12.2016 | 00:20

Egilsstaðir, 14.04.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 14.4.2017 kl. 19:46

9 identicon

Ég ætla mér að leifa mér að setja inn þetta hér ...

https://www.youtube.com/watch?v=h0cNuPd2CDk

Hérna er Ron Paul að tala um Gas árásina í Sýrlandi ... og hlustið VEL á hvað sagt er "Assad MAY have, but that has never been proven ... but the rebels HAVE AND THAT HAS BEEN PROVEN".

Með öðrum orðum, þá eru SANNANIR fyrir því að skæruliðar hafa notað gas áður ... og, eins og Ron Paul segir hér ... þá eru einu aðilarnir sem geta fengið eitthvað út úr þessari árás ... skæriliðarnir, því Assad var að vinna.

Það eru STERKAR líkur á því, að Rússar hafi rétt fyrir sér ... STERKAR ... á ÖLLUM stöðum málana.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.4.2017 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 25
  • Sl. sólarhring: 88
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 846746

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband