Hin nýja ríkisstjórn Líbýu virðist vera að ganga á milli bols og höfuðs á ISIS innan landsins

Ef mark er takandi á fréttum - þá hefur snögg framrás hins nýlega endurskipulagða stjórnarhers -- sókt hratt fram, og er nú barist í Sirte þ.s. ISIS hefur haft höfuðstöðvar sínar í Líbýu.

Á Kortinu er bærinn nefndur - Surt!

http://www.vidiani.com/maps/maps_of_africa/maps_of_libya/large_detailed_road_map_of_libya.jpg

Libyan forces appeal for western arms to press home Sirte gains

  1. "Brig Gen Ghasri confirmed weekend reports that pro-government forces had entered Sirte and seized the port area and several districts but said that Isis militants still controlled parts of the city."
  2. "These included the Ouagadougou conference centre, a complex of high-rise buildings where, he said, snipers had taken up positions."
  • “Our forces are inside Sirte and they are surrounding Isis who have no place to escape to by sea or land,” - “We have thousands of men surrounding the city but we need accurate long-range weapons to deal with the snipers at the Ouagadougou Centre.”
  • "He added that the jihadis were laying booby traps in the city and that his forces also needed mine detectors, body armour, night-vision kit and communication equipment."

Þetta verða að teljast snögg umskipti!

Fyrir ekki mjög mörgum vikum var ISIS enn í sókn innan Líbýu.

Skv. þessu virðist einungis hafa þurft til -- bætta samstöðu Líbýumanna sjálfra.

Þeir vilja bættan vopnabúnað - þeir eru í reynd ekki að biðja um mjög mikið, þ.e. ekki skriðdreka eða þyrlur eða herþotur.

Bandaríkin t.d. ráða yfir búnaði sem gerir þeirra hersveitum mögulegt - að sjá mjög fljótt með hárnákvæmni, hvaðan er skotið -- síðan geta þeir skotið til baka, með hárnákvæmni -- það gæti verið allt frá eldflaug yfir í sprengjukúlu úr fallbyssu, en með tölvumiði og aðstoð radara geta þær verið mjög nákvæmar.

Þess vegna lærðu auðvitað Talibanar -- að færa sig strax.
En ef ISIS heldur sér í afmörkuðum byggingum -- þá er þetta sennilega tiltölulega einfalt.

 

Niðurstaða

Það kemur sennilega flestum á óvart að hin nýja sameiningartjórn Líbýu hafi getað lagt með svo öflugum hætti upp í herför gegn ISIS innan landsins, og það með þeim hætti að sú árás hafi skilað þeim árangri - sem fréttir gefa til kynna.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.1.): 148
  • Sl. sólarhring: 211
  • Sl. viku: 384
  • Frá upphafi: 858075

Annað

  • Innlit í dag: 141
  • Innlit sl. viku: 280
  • Gestir í dag: 136
  • IP-tölur í dag: 136

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband