Dularfullur kínverskur kaupsýslumaður hyggst reisa skipaskurð í gegnum Nigaragua

Ég rakst á frétt um málið í dag, sjá: China's 'ordinary' billionaire behind grand Nicaragua canal plan. Wang Jing, virðist um margt minna á Huang Nubo, sem við Íslendingar komumst í kynni við um árið og hugðist reisa risastórt ferðamannahótel nærri Grímsstöðum á Fjöllum. Ein og með Huang Nubo, þegar Wang Jing er nánar skoðaður, virðist í reynd mörg hans umsvif vera smærri í sniðum - þegar nánar er skoðað - en haldið er fram á vef hans eigin fyrirtækis:

Spotty record for Chinese executive Wang Jing with Nicaragua canal dream.

Við skulum segja, að miðað við hans umsvif fram að þessu, sé mjög djarft svo meir sé ekki sagt, að hann sé að ráðast í eitt stærsta verkfræðiafrek, sem framkvæmt hefur verið á þessari plánetu.

En skipaskurður í gegnum Nígaragúa, væri 3-falt lengri en Panamaskurðurinn. Að auki á hann að vera það breiður og djúpur, að allt að 200þ.tonna skip geti siglt í gegn.

Við erum því að tala um skurð, sem er mun stærri, en 3-föld lengd eingöngu gefur til kynna.

Áætlaður kostnaður a.m.k. 40milljarðar.USD.

  • Þess vegna vaknar eðlilega grunur þess efnis, að Wang Jing sé "framhlið" þ.e. að baki honum sé í reynd, kínverska alþýðulýðveldið.
  • En Kína hefur áður ástundað slíkt, að nota kaupsýslumenn "sem þægilegar framhliðar" fyrir opinber verkefni, t.d. keypti Kína 70þ.tonna flugmóðurskip af Úkraínu, sem smíðað var á lokaárum Sovétríkjanna "en aldrei klárað." Sá sem keypti var "kaupsýslumaður og uppgefin ástæða var sú að til stæði að breyta skipinu í fljótandi spilavíti" - en við komuna til Kína, var það að sjálfsögðu tekið yfir af sjóhernum, en fyrst þurfti að verja miklu fé til að gera það "nothæft" er það ekki nema að á sl. ári sem fleyið komst í notkun sem þjálfunarskip fyrir flotann. Grunað að Kína sé með a.m.k. 3-flugmóðurskip í smíðum.

http://prebenormen.com/wp-content/uploads//2013/07/Nicaragua_Canal_620.jpg?c39e6e
Væri það slæmt fyrir Nígaragúa að gerast kínversk leppríki?

Ég er nefnilega ekki endilega viss að það væri slæm framtíð fyrir íbúa landsins, en hafa ber í huga að landið er bláfátækt. Þegar framkvæmdir hefjast, þá er umfangið líklega það mikið - að landsframleiðsla 2-faldast á meðan. Sem dæmi var "Kárahnjúkaframkvæmdin" aldrei þetta hlutfallslega risastór fyrir Ísland. Kína er örugglega ágætlega sátt við það, að Ortega forseti verði til lífstíðar. En hann hefur breytt lögum og stjórnarskrá þannig, að hún heimilar honum í dag - að halda stöðugt áfram kjörtímabil eftir kjörtímabil þess vegna eins lengi og hann lifir.

Eins og kemur fram á Wiki síðu, þá hefur Nígaragúa hátt á annan áratug, gert tilraunir til að fá hina og þessa, til að íhuga að gera þennan skipaskurð - - en hugmyndir um skurð í gegnum landið komu fyrst fram fyrir meir en 100 árum: Nicaragua Canal

Ef við íhugum mikilvægi Panamaskurðarins fyrir Bandaríkin, þá hefur hann í 100 ár a.m.k. verið gríðarlega mikilvægur "flotaveldi" Bandaríkjanna, vegna þess að hann stórfellt auðveldar Bandar. að beita flota sínum til skiptis á Kyrrahafi og á Atlantshafi.

Við skulum segja, að það spari stórfellt í skipakosti, þ.s. þeir geta tiltölulega fljótt sent skipin á milli hafanna eftir þörfum, einnig skiptir það miklu máli að geta verið mun fljótari en ella - að senda flotann á hugsanlegar átakaslóðir. 

Í Síðari Heimsstyrjöld, þá ætluðu Japanir að gera árás á skurðinn, höfðu sérsmíðað sérstaka kafbáta til þess og sérstaka flugvél sem gat verið um borð í þeirri gerð kafbáta - - Aichi M6A - - I-400-class submarine.

Fyrir utan að vera gríðarlega mikilvægur fyrir flotaveldi Bandar, er Panamaskurðurinn mjög efnahagslega mikilvægur fyrir þau, með því einmitt að stytta gríðarlega siglingaleiðina frá Karabíska hafinu til t.d. Kaliforníu.

  • Kína hefur augljóslega "langtíma metnað" til þess, að ná Bandaríkjunum að völdum og áhrifum í heiminum, ætlar örugglega að verða meiriháttar flotaveldi.
  • En ef Kína á að spila jöfnuð við Bandar., þá þarf Kína að geta staðið jafnhliða Bandar. einnig sem flotaveldi, því án þess að geta sjálft varið sínar kaupsiglingar - er það "tæknilega" í hættu á því, að á þær siglingar verði hugsanlega ráðist, ef landið lendir í deilum við annað flotaveldi. En Kína er ekki sjálfu sér nógt, þarf stöðugt að flytja inn margvíslega hrávöru, það væri því "tæknilega" mögulegt að beita hafnbanni, og neyða það til eftirgjafar.
  • Flota-uppbygging er því grundvallaratriði, ef Kína ætlar sér að vera eins valdamikið land, og mig grunar að hinn nýi skurður, verði augljóslega ekki bara fyrir kaupsiglingar. Heldur í framtíðinni verði þarna kínv. flotastöðvar, og aðstaða fyrir kínv. flotann að beita sér jafnt á Kyrrahafi sem á Atlantshafi.
  1. Hvað íbúa Nígaragúa varðar, þá sé ég marga augljósa efnahagslega möguleika, en með skipaskurði yrði landið að einni mikilvægustu flutningaleið fyrir varning í heiminum.
  2. Lönd sem verða miðlæg með þessum hætti, sögulega séð hafa nær alltaf grætt á því.
  3. En fyrir utan beinar tekjur af skurðinum, ætti umferðin í gegnum landið, gera það hagkvæmt að setja þar upp margvíslega framleiðslu, sem ætlað væri beint á heimsmarkaði.
  4. En þetta er láglaunaland, meira að segja sbr.v. Kína. Ég held að það sé ekki óraunhæft, að ætla að landið geti orðið að áhugaverðum stað, fyrir framleiðslu á margvíslegum ódýrum varningi, sem mundi geta farið beint um borð í skip er eiga leið um.

Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að landið yrði á endanum "vel stætt."

Á móti líklega "eftirláta þeir raunverulegt sjálfstæði sitt að mestu til Kína."

Landið yrði líkega í eigu Kína, með mjög nærri því sama hætti, og Panama hefur verið í eigu Bandar. Sem þíddi líklega, að Kína mundi tryggja að sér þægir mundu stjórna í innanlandsmálum. En Daneil Ortega er örugglega raunsær nægilega, til að skilja hverskonar "díl" hann er að gera.

Það er ekki eins og að Bandaríkin hafi gert eitthvað stórfellt fyrir Nígaragúa í gegnum tíðina.

 

Niðurstaða

Ég veit ekki hver viðbrögð Bandaríkjanna verða, en sjálfsagt er ekki síst þessi aðferð notuð, að beita kaupsýslumanni fyrir vagninn sem framhlið, til að leitast við að draga úr tortryggni Bandaríkjanna. Sérstaklega þegar verkefnið er ekki enn hafið, þó það sé sagt muni hefjast fyrir árslok 2014.

En það gæti vel hugsast, að Bandar. mundu álíta skurðinn "threat" - en á hinn bóginn, þarf kínv. flotinn ekki beint að koma sér þar fyrir á allra næstu árum, Kína getur fyrst gefið sér góðan tíma til að koma sér vel efnahagslega fyrir í landinu, t.d. auk skipaskurðarins gætu það verið kínv. aðilar er einnig ættu margvíslega samsetningarverksmiðjur er mundu starfa í landinu í kjölfar tilkomu skurðarins.

Þannig mundu þá Kínverjar gersamlega efnahagslega drottna innan landsins, með alveg sama hætti og bandar. fyrirtæki áratugum saman áttu og drottnuðu yfir "Mið Ameríku."

Þegar sú efnahagslega drottnun væri alger orðin, væri líklega það orðið um seinan fyrir Bandaríkin, að gera nokkuð í því að losa það traustatak á landinu sem Kína væri þá komið með, ef þá fyrst mundi koma í ljós - - að fyrirhugað væri að reisa stórar flotastöðvar fyrir kínv. flotann svo hann geti einnig verið með aðstöðu við Karabíska hafið.

Mig grunar að Kína sé að hugsa þetta mál mörg ár fram í tímann.

--------------------------------

Skurðurinn hefur töluvert verið gagnrýndur af "umhverfisverndarmönnum" en ég á ekki von á því, að mikið verði hlustað á þá gagnrýni, þegar svo stórir efnahagslegir hagsmunir eru í spilum:

Nicaragua in thrall of canal dream; worries remain

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband