Er aukið persónukjör í reynd sniðug hugmynd?

Til að forðast allan misskilning, þá var ég hér á landi er hrunið átti sér stað, hef upplifað umræðuna bæði rétt fyrir hrun, rétt eftir og síðan. Ég tók snemma eftir þessum mikla áhuga á hugmyndinni um "persónukjör" sem virðist njóta mjög víðtækra vinsælda ef marka má úrslit kosningarinnar um sl. helgi.

4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum
til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?
 Nei 
 Reykjavíkurkjördæmi suður82,0%18,0% 
 Reykjavíkurkjördæmi norður83,1%16,9% 
 Suðvesturkjördæmi81,5%18,5% 
 Norðvesturkjördæmi68,5%31,5%
 Norðausturkjördæmi68,6%31,4% 
 Suðurkjördæmi73,1%26,9%
 Allt landið78,4%21,6%

Það eru nokkur dæmi um persónukjör!

  • Prófkjör flokka - en merkilega nokk, þegar umræðan um aukið persónukjör gaus upp í kringum hrunið, þá samtímis gaus upp umræða sem var mjög andvíg "prófkjörum" taldi þau spillt. Þó eru "prófkjör" þau tilvik um "persónukjör" sem mest reynsla er á hérlendis.
  • Forsetakosningar á Íslandi, hafa alltaf verið "persónukjör." Hvernig það virkar sáum við mjög vel í síðustu forsetakosningum.
  • Biskupskjör er auðvitað "persónukjör."

 

Forsetakosningar eru að sjálfsögðu, líkasta tilvikið!

  • En í pakkanum í tengslum við hugmyndir um aukið persónukjör, er yfirleitt sú hugmynd að landið sé "eitt" kjördæmi, því séu þeir viðkomandi sem séu að bjóða sig fram - að bjóða sig fram fyrir landið allt.
  • Þá er það orðið mjög sambærilegt við forsetakjör - og því fylgja mörg vandamál að bjóða sig fram á landsvísu, sem eru töluvert umfram að bjóða sig fram innan eins kjördæmis í dæminu um prófkjör tiltekins flokks.
  1. Í síðustu forsetakosningum, sáum við þ.s. ég hef alltaf bent á sem galla persónukjörs á landsvísu, nefnilega að það höfðu einungis tveir frambjóðandanna raunverulega möguleika.
  2. Almenningur einfaldlega kýs ekki þann eða þá sem hann þekkir ekki, sem þíðir að þekktir einstaklingar hafa alltaf mjög mikið forskot - hvort sem það eru einstaklingar þekktir úr þjóðlífinu, fjölmiðlum eða að þeir eru þegar í embætti.
  3. Að kynna sig, sérstaklega ef sá eða sú er lítt þekktur, er afskaplega kostnaðarsamt.
  4. Þannig, að persónukjör á landsvísu er fyrst og fremst, fyrir þá sem þegar eru ríkir fyrir eða hafa ríka bakhjarla - - nema þeir séu þegar þekktir af almenningi fyrir.
  • Það eru því þekktir úr fjölmiðlum, hugsanlega geta komið til greina einhverjir sem eru þekktir úr félagsstarfi ef það hefur nægilega verið mikið í fjölmiðlum, og ríkir eða með sterka bakhjarla.
  • Ef við ímyndum okkur, að einhvern veginn væri unnt að takmarka aðgang peninga, þá detta þeir ríku út og ríku bakhjarlarnir, eftir verða sjónvarpsstjörnur eða aðrir landsþekktir fjölmiðlamenn, eða aðrir landsþekktir sem koma nægilega títt fram í sjónvarpi, síðan þeir sem fyrir eru í embætti.
  • Þeir sem ekki eru þekktir fyrir - þeir sem ekki hafa peninga - þeir sem ekki hafa sterka bakhjarla, þeir eða þær, virðast ekki eiga raunhæfa möguleika.

Hvernig aukið persónukjör, á að stuðla að minni spillingu - - er mér hulin ráðgáta!

 

Alvarlegir galla!

Þær hugmyndir sem ég hef heyrt, snúast fyrst og fremst um að veikja núverandi stjórnmálaflokka, þ.e. svokallaðan 4 flokk. Sem menn segja spilltan, jafnvel líkja við krabbamein.

Hugmyndin, að unnt sé að kjósa í persónukjöri þvert á flokka, virðist fyrst og fremst, snúast um að leitast við að veikja jafnvel brjóta upp, þá núverandi starfandi flokka. Sem taldir eru tálmi eða hindrun.

Þetta er dálítið öfug hugsun við þá sem tíðkast á Norðurlöndum, þ.s. stjórnmálastarf innan flokkanna er álitið mjög mikilvægur þáttur í lýðræðinu - og þ.e. skv. þeirra fyrirmynd, sem flokkarnir fá ríkisstyrki.

  • Pælið aðeins í þessu - - ef þ.e. svo, að einstaklingar sem bjóða sig fram fyrir flokkana, vita af því að unnt er að velja þvert á lista.
  • Þá munu þeir, auglýsa sig upp - sjálfir persónulega.
  • Sem þíðir, að ofan á auglýsingaflóðið frá flokkunum sjálfum, rétt fyrir kosningar.
  • Mun koma annað auglýsingaflóð, frá þeim sem eru að bjóða sig fram fyrir flokkana - eru að kynna sínar eigin persónur og sjónarmið. 
  • Það mun að sjálfsögðu, auka mjög kostnað einstaklinga sem eru að bjóða sig fram, í reynd útiloka alla þá sem ekki eru í álnum persónulega - eða hafa sterka að.
  • En þ.e. í reynd gersamlega útilokað, að hindra aðila í því að auglýsa sig - með miklum kostnaði, en mjög auðvelt er að komast framhjá takmörkunum þeim sem gilda lögum skv. Tja, fáðu einfaldlega styrktaraðilann til að kaupa auglýsingar fyrir eigin reikning - þannig að sá reikningur fer aldrei í bókhald frambjóðandans. 
  • Þetta stuðlar þá að "stjörnupólitík." Eða "celebrity politics."

Ég held að pólitík fengi mun meiri elítustimpil á sig! Þvert á þ.s. margir halda!

 

Ég held að aukið persónukjör sé óþarft!

Í dag þarf sjálfsagt töluvert hugrekki til að segja þetta, miðað við kosningaúrslitin að ofan. En málið er, að ef tillagan um nýja stjórnarskrá nær fram að öðru leiti. Hefur almenningur, svo stórfellt aukin tækifæri til aðhalds að stjórnmálum, þ.e. :

  1. Getur krafist þjóðaratkvæðagreiðsla.
  2. Getur lagt mál fyrir þingið.
  3. Getur áfram, sent bænaskjöl til forseta.

Ég vil meina, að þessar 3 leiðir - séu nægilegt aðhald á milli kosninga sem áfram eru á 4 ára fresti!

Þar að auki, tel ég að það framkalli margvíslega galla! Sé í reynd ekki til bóta!

 

Niðurstaða

Mig grunar að fjölmargir hafi ekki íhugað það af mikilli dýpt, hverjir kostir vs. ókostir aukins persónukjörs eru. Líklega er mjög stór þáttur í vinsældum þessarar hugmyndar, hve stjórnmál og stjórnmálamenn eru í dag óvinsælir og njóta lítils trausts. Sú hugmynd, að unnt væri að kjósa fólk "framhjá flokksræðinu" virðist í fljótu bragði "aðlaðandi."

Þ.e. einmitt þ.s. mig grunar - að vinsældir þessarar hugmyndar markist einna helst, af óvinsældum núverandi stjórnmálamanna, frekar en því að fólk sé í alvöru að halda að sé svo sniðugt fyrirkomulag.

Kannski sú hugsun, að það geti ekki verið verra! En ég vara einmitt við slíkri hugsun - - þ.e. alltaf mögulegt að fara úr öskunni í eldinn!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðar pælingar hjá þér.

Ég held samt að þetta sé allt saman spurning um útfærslu. Ég vill fjórflokkin burt! 

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 3.11.2012 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband