1.7.2012 | 12:56
Forsetakosningarnar sýna hve hugmyndir um persónukjör eru óraunhæfar, jafnvel barnalegar!
Eitt sem vert er að hafa í huga að forsetakosningar á Íslandi, eru kosningar um persónur. Þannig, þetta er það margrómaða persónukjör sem nokkur hópur landsmanna, ekki endilega meirihluti, hefur haft svo mikinn áhuga á.
Ég hef bent á tiltekna galla - sem mér finnst afskaplega augljósir!
- Þeir sem eru þekktir fyrir hafa augljóst forskot.
- Mætir frambjóðendur, þó þeir hafi margt til málanna að leggja, eiga enga möguleika eða fjarskalega litla, ef þeir hafa ekki mikið fjármagn að baki sér.
- Yfirgnæfandi líkur eru á að, einstaklingar sem eru þekkt andlit hafi sigur. Tilvör geta þá einfaldlega verið fyrirfram æfð. Enda sjónvarpsfundir yfirleitt afskaplega klipptir og skornir. Viðkomandi þarf ekki að hafa mikið til brunns að bera. Snjalli frambjóðaninn með litla peninga, ekki fyrirfram-æfð tilsvör, er langlíklegastur til að verða undir.
- Þetta er ekki sett upp sem gagnrýni á Ólaf Ragnar, enda eins og þeir sem eru þekkt andlit t.d. leikarar, fréttamenn, sjónvarpsstjörnur; þá auðvitað hefur sytjandi forseti einnig stórt forskot fyrir - að vera eins og slíkt fólk, einnig þekktur fyrir.
- Málið er að, þjóðin getur ekki tekið mark á þeim, sem hún ekki þekkir.
- Þeir sem ekki eru þekktir fyrir, hafa það alltaf á móti sér - að þurfa fyrst að kynna sig, því reynslan sýnir og margsannar, að ekki fyrr en fólk veit af viðkomandi - fer það að veita orðum viðkomandi nokkra hina minnstu eftirtekt.
- Ég held að forsetakosningarnar sýni einmitt þessa klassísku galla persónukjörs - að hinir frambjóðendurnir, höfðu aldrei nokkurn raunhæfann möguleika.
- Það voru turnarnir tveir - þ.e. sjónvarpsstjarnan og sytjandi forseti.
- Kosningabaráttuna í gegn, var það aldrei öðruvísi.
Þessi mynd blasti við frá upphafi.
Hún breyttist ekki neitt - alveg frá upphafi og til enda!
Persónkjör yrði því óhjákvæmilega "celebrity politics."
Þ.e. hinna ríku eða frægu - eða hvort tveggja.
Einungis með því að banna auglýsingar með öllu í þjóðfélaginu á meðan kosningabarátta væri í gangi, þ.e. bann við auglýsingum allra aðila - væri unnt að kippa út áhrifum þeirra sem eiga peninga, og því næga til að auglýsa upp.
En þá yrði forskot "þekktra andlita" enn meira, hinir frægu myndu þá algerlega dóminera pólitík.
Pólitík yrði þá enn meiri egó tripp en þ.s. við erum vön í dag!
Það snerist allt um tiltekna mjög fáa vinsæla einstaklinga - stjörnurnar, leiðtogana.
Ég sé það ekki sem framför - yfir það, að baki stjórnmála standi flokkar sem hópar fólks standa að baki.
Úrslit kosninganna, eru góður sigur fyrir Ólaf Ragnar!
Lokatölur komu um 8 leitið í morgun, og ljóst er að Ólafur Ragnar Grímsson náði því sem margir telja mikilvægt, rúmlega 50% atkvæða. En það gefur sterkar líkur fyrir því að Ólafur hefði unnið einnig, ef ríkti sambærilegt fyrirkomulag t.d. við Frakkland, þ.s. eru tvær umferðir síðari milli þeirra sem fengu mest.
Það er auðvitað ekki unnt að skjóta því algerlega föstu - en forskot hans á frambjóðanda númber 2, Þóru Arnórsdóttur er það mikið, en hún fékk á landsvísu 33,16% að líkurnar virðast mjög miklar.
Kjörsókn um 69,2%. Það telst léleg kjörsókn á Íslandi.
- Norðvesturkjördæmi: 71,8%.
- Norðausturkjördæmi: 72%.
- Suðurkjördæmi: 68,3%
- Suðvesturkjördæmi: 69,9.
- Reykjavík Suður: 68,8%.
- Reykjavík Norður: 66,5%
Það virðist þó ekki rétt hjá Ólafi, að það kjörsókn sé "áberandi minnst" í Reykjavík. En mér finnst munurinn ekki það mikill, til að hann teljist umtalsverður.
Yfirlit úrslita:
Ólafur Ragnar Grímsson:
- Landið allt: 52,78%.
- Norðvesturkjördæmi: 58,16%.
- Norðausturkjördæmi: 50,61%.
- Suðurkjördæmi: 63,57%
- Suðvesturkjördæmi: 52,97.
- Reykjavík Suður: 49,55%.
- Reykjavík Norður: 46,26%
- Landið allt: 33,16%
- Norðvesturkjördæmi: 29,08%.
- Norðausturkjördæmi: 34,31%.
- Suðurkjördæmi: 23,88%.
- Suðvesturkjördæmi: 33,28%.
- Reykjavík Suður: 36,04%.
- Reykjavík Norður: 38,05%.
- Landið allt: 8,64%
- Norðvesturkjördæmi: 7,3%
- Norðausturkjördæmi: 9,18%.
- Suðurkjördæmi: 7,77%
- Suðvesturkjördæmi: 8,7%
- Reykjavík Suður: 9,05%
- Reykjavík Norður: 9,13%
- Landið allt: 2,63%.
- Norðvesturkjördæmi: 2,19%.
- Norðausturkjördæmi: 2,85%.
- Suðurkjördæmi: 2,44%.
- Suðvesturkjördæmi: 2,45%.
- Reykjavík Suður: 2,63%.
- Reykjavík Norður: 3,11%.
- Landið allt: 1,8%.
- Norðvesturkjördæmi: 1,18%.
- Norðausturkjördæmi: 1,7%.
- Suðurkjördæmi: 1,46%.
- Suðvesturkjördæmi: 1,88%.
- Reykjavík Suður: 1,95%.
- Reykjavík Norður: 2,11%.
- Landið allt: 0,98%.
- Norðvesturkjördæmi: 2,08%.
- Norðausturkjördæmi: 1,35%.
- Suðurkjördæmi: 0,88%.
- Suðvesturkjördæmi: 0,71%.
- Reykjavík Suður: 0,7%.
- Reykjavík Norður: 0,83%.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:02 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta með persónukjörið Einar það er eins og þú bendir á ekki víst að það skili okkur betur áfram. það er spurning hvernig alþingi yrði þannig, yrðu þar 63 smákóngar sem otuðu hver sínum tota, eða næst meiri og breiðari samstaða með listakosningum eins og tíðkast hér? Eitt er það sem æði mörgum fynnst skjóta skökku við í núverandi kerfi þar sem listi með nöfnum frambjóðenda viðkomandi flokks er kosinn, þá kýs fólk listann það hefur engin áhrif á það hverjir eru á listanum, síðan eftir kosningar þá hafa þingmenn gengið til liðs við aðra flokka(lista) sem kjósendur hans lista kusu ekki. Er ekki slík hegðun í raun þjófnaður á athvæðum? eru ekki núverandi reglur um þetta ranglátar? ætti ekki þingmaður sem ekki getur unnið fyrir listann sem hann var kosinn af til þings að eftirláta þingsætið til næsta manns af þeim lista og fara af þingi?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 16:36
Ég held að þingið yrði algerlega óstarfhæft, fyrir utan að mjög erfitt yrði að mynda stjórnarmeirihluta. Mig grunar að það auki spillingarhættu, en með einhverjum hætti þyrfti að kaupa til fylgilags kraðak af smáflokkum.
Kosturinn við flokka, að þá hafa þeir unnið vissa forvinnu, að ná samstöðu meðal eigin raða um vissa grunnstefnu. En ef allir væru óháðir, væri það allt eftir - auk þess að það þyrfti að ná saman meirihluta um lög, mynda stjórn.
Ólafur Ragnar sjálfur benti á, að flokkar hafa víðari skýrskotun en slíkir einstaklingar, sem myndu hver um sig standa fyrir mun þrengri hóp kjósenda eða lítið hérað. Sannarlega, eru þeir einnig þrengri en öll þjóðin.
En ég stórlega efa að það þing myndi myndast sem bjartsýnismennirnir tala um, skipaðir einstaklingum sem myndu hugsa vítt um þjóðarhag. Heldur myndu það vera svo, að héraðshöfðingjarnir - sérhagsmunahóparnir - áhugahópar af ímsu tagi, myndu fara beint milliliðalaust á þing.
Það gæti orðið virkilega skrautlegt ástand.
--------------------------------
Ég hef lengi stutt það, að kjósendur hafi möguleika til að enduraða á lista. Þannig að það hafi meira vægi en nú er.
En ég myndi ekki bjóða upp á að kosið væri þvert á lista.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.7.2012 kl. 17:32
Takk fyrir þetta Einar, það sem ég á við er það hvernig hægt er að koma í veg fyrir að þingmenn hoppi yfir í annan flokk eins og dæmin sanna á sannarlega athvæðum sem tilheyra þeim flokki sem þeir buðu sig fram fyrir, því þingmenn eru ekki kosnir persónulega heldur setjum við xið við listabókstafinn.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 18:21
Sko, grundvallaratriðið er í okkar fyrirkomulagi að atkvæðin tilheyra ekki flokknum, heldur þingmönnunum sem eru kjörnir út á þau atkvæði sem eru greidd flokkunum. Eins og núverandi stjórnarskrá er skrifuð, eru það þingmennirnir sem persónulega kjörnir út á þau atkvæði, litið svo á að flokkarnir fái þau atkvæði út á þá einstaklinga sem þeir hafa valið til framboðs, sem bjóða sig fram fyrir þeirra hönd; þannig að atkvæðin tilheyri þá þeim.
Það virðast margir ekki átta sig á þessu.
--------------
Það er auðvitað unnt að skipta um meginreglu - að hafa það eins og tíðkast yfirleitt erlendis, að litið er svo á að greidd atkvæði í hverju kjördæmi tilheyri flokkunum - það séu flokkarnir sem eru kjörnir en ekki þingmennirnir.
Það myndi aftur á móti styrkja mjög miðstýringu flokka hérlendis, gera flokkana líkara þeim evr. þ.s. foringjar geta rekið þingmenn ekki bara úr flokknum heldur þá einnig af þingi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.7.2012 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning