Ákvörðun FBI að opna að nýju rannsókn á e-mailum Hillary Clinton 11 dögum fyrir kosningar er að sjálfsögðu gjöf til Donalds Trump

Frétt ABS New: Emails Related to Clinton Case Found in Anthony Weiner Investigation.
Og frétt CNN: FBI probes newly discovered emails tied to Clinton case.

Augljóslega getur ákvörðun -Director Comey- ekki komið á viðkvæmara augnabliki!
Mun alveg örugglega duga til þess a.m.k. að minnka forskot Clintons á Trump.

Jafnvel þó ekkert nýtt komi út úr þessari nýju rannsókn!
--Mér virðist skv. frétt að litlar líkur séu reyndar á því að rannsóknin leiði fram ný markverð gögn er breyti fyrri niðurstöðu!

  1. "The FBI revealed Friday it was reviewing a new batch of emails that "appear to be pertinent" to its previous investigation into Hillary Clinton's use of a private server..."
  2. "...multiple federal officials told NBC News they were found as part of an on-going probe of disgraced former New York congressman Anthony Weiner."
  3. "The emails were found on a laptop that Weiner allegedly used to send inappropriate text messages and pictures to an underage girl,..."
  4. "Investigators also discovered Weiner's wife, Huma Abedin, had used the same laptop to send emails to Clinton and now they are checking those messages to see if there was any classified information on them, the sources said."
  5. "Abedin, who is Clinton's closest aide, is separated from Weiner."
  • "FBI director James Comey --: "In connection with an unrelated case, the FBI has learned of the existence of emails that appear to be pertinent to the investigation," - "I agreed that the FBI should take appropriate investigative steps designed to allow investigators to review these emails to determine whether they contain classified information, as well as to assess their importance to our investigation."
  • A senior law enforcement official told NBC News Friday that the Comey letter was sent to the Hill "out of an abundance of caution" and to be extra-thorough."
  • "There's no indication, the official said, that Clinton, her campaign or the State Department withheld information about the contents on Weiner's laptop."
  • Comey felt he had no choice but to tell Congress now or risk being accused of hiding relevant information before the election, law enforcement officials said in explaining the timing.

Ég hugsa að síðasti punkturinn sé trúverðug skýring - en FBI án vafa skv. lögum ber sennilega að veita bandaríska þinginu upplýsingar við þessar tilteknu aðstæður.

Þannig að Comey - hafi orðið að gefa út formlega yfirlýsingu!

Þannig að tímasetningin sé þá - fyrst og fremst fullkomlega fáránleg óheppni fyrir framboð Clinton.
--> Þ.e. auðvitað mikilvægur punktur, að FBI veiti strax upplýsingar um það, að ekkert bendi til -- saknæmrar tilraunar til að hylma yfir gögnum.

 

Skv. þessu ákvað Comey að rannsaka þessi gögn, skv. því sjónarmiði að - rannsaka alla enda til hlýtar!

Ég sé í sjálfu sér ekki ástæðu til að efast um að Comey - sé einfaldlega að þessu, til þess að tryggja svo fullkomlega öruggt sé, að allir endar hafi verið skoðaðir til hlítar.

En hann þarf þó að vera afskaplega - pólitískt litblyndur, til að átta sig ekki á að tímasetning rannsóknarinnr sé sannkallað - sprengiefni.

En það virðist að Comey sé ekki að þessu, til að vísvitandi skaða framboð Clinton!

Trump fagnaði fréttunum auðvitað - kampa kátur:

“I have great respect for the fact the FBI and the Department of Justice now have the courage to right the horrible mistake that they made. This was a grave miscarriage of justice that the American people fully understood and it is everybody’s hope that it is about to be corrected,” - “Perhaps justice will finally be done.”

Ég persónulega efa stórfellt miðað við framkomnar upplýsingar, að FBI sé að endurskoða málið út frá nokkurri annarri forsendu en þeirri - að skoða hvort ný gögn séu þess eðlis að þau skipti máli.

Líklega tekur rannsóknin það langan tíma - að ekkert verði fram komið fyrir þann 8/11 nk.
--> Á meðan verður þetta óhjákvæmilega kærkomin gjöf til framboðs Donalds Trump, síðustu 11 daga baráttunnar fyrir kjöri!

 

Niðurstaða

Ný rannsókn FBI augljóslega getur að nýju fært spennu inn í baráttu framboða Clintons og Trumps fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum er fara fram þann 8. nóvember nk. Sú rannsókn mun bersýnilega glæða nýju lífi í ásakanir Trumps um glæpsamlegt athæfi.

Hinn bóginn lauk fyrri rannsókn FBI á þeirri niðurstöðu, að málið væri ekki tækt til dóms skv. fyrirliggjandi gögnum. Ég sé enga ástæðu til að ætla að FBI hafi metið málið með röngum hætti - eins og Trump heldur fram.

Það að FBI nú hefur rannsókn að nýju í því skyni að skoða hvort ný gögn skipti máli í heildarsamhengi fyrri rannsóknar. Sé þá einfaldlega FBI - að sýna fram á að stofnunin sé fullkomlega óháð rannsóknarstofnun!

Hvorug ákörðunin hafi verið pólitísk m.ö.o. En sannarlega er Clinton herfilega óheppin, að rannsókn á fyrrum eiginmanni hennar aðstoðarkonu - sé að leiða til nýrrar rannsóknar á hennar persónulega máli akkúrat á þessari stundu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig dettur þér í hug, að halda að þetta spili í hendurnar á Trump?

Hér gildir sama regla, og um "Ukraínsku hakkara" þína.  Bull og þvaður. Ekkert af þessu, kemur nokkurn tíma til að fella Hillary Clinton eða gera hana seka á einn eða annann hátt.  Til að hún skuli geta verið felld, verður þetta að "finnast" 'hennar einkatölvu ... allt annað er bara "fals". Hvaða hálfviti sem er, getur búið til epost.  Að Hillary hafi "eytt" pósti, gerir hana "vafasaman" kandidat sem forsetaefni ... fyrst og fremst, vegna þess, að hún átti aldrei að hafa þetta á sinni einkatölvu.  Atriði sem sýnir að Ukraínsku "hakkararnir" þínir, eru bara "lygalubbar" með Ukraínskt nasistamerki á erminni.

Síðan, eitthvað sem þú augljóslega hefur engann skilning á ... þá er enginn eins "þreyttur" á bandarísku lögkerfi, og hinn almenni Bandaríkjamaður.  Lögregluofbeldi, er algengur hlutur ... réttur fólks vanvirtur, og gengið í saumana á öllu sem almenningur gerir.  Þuklað á krökkunum, á flugstöðvunum ... allt "Homeland Security" er þyrnir í augum allra í Bandaríkjunum.  Fólk er orðið svo þreytt á þessu "lögregluríki", að það hefur "jaðrað" við uppreisn innan bandaríkjanna, síðan 2008.

Vegna "þessa" mun Hillary, að öllum líkindum, sigra með stórfelldum yfirburðum.

Þegar "Trump" verður fyrir svona árás, er því trúað ... ef "kona" verður fyrir þessu, er þvi síður trúað.  Þetta heyrir undir "behavioral sciences".

En að lokum, ætla ég að benda þér á ... eins og ég hef sagt áður, þá er þetta dæmi um að Bandaríkin eru EKKI Lýðræði.  Þessi FBI maður, veit ekki einu sinni hvort þessi nýju gögn hafa eitthvað saknæmt ... áður en hann gengur með þetta út, sem "málefni".  Þetta er bara "vinagreiði".  Hvort sem greiðinn er gerður "pétri" eða "páli".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 29.10.2016 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 894
  • Frá upphafi: 849083

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 819
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband