Eðlilega eru allir að tala um stóra verðfallið í Kína

Það er þó mjög á huldu hversu miklu máli það verðfall skiptir. En t.d. er haft eftir kínverskum sérfræðingi - "But Xu Sitao, the chief China economist in the Beijing office of Deloitte, said in a speech in Hong Kong that the effect on the economy could be muted because equities represent only 7 percent of the overall wealth of urban Chinese households, which continue to rely very heavily on real estate in their holdings." - Sem bendir þá ekki til þess að líkur séu á miklum áhrifum á almenning í Kína.

Stock Markets Tumble as Upheaval Continues

Síðan auðvitað eru viðskiptabankar innan Kína í eigu - stjórnvalda. Þannig að ekki er víst, að þeir nálgist málefni fyrirtækja - með alveg sama hætti, og Vestrænir bankar mundu gera.

  1. Svo er áhugavert að nefna, að hlutabréfavísitalan í Sjanghæ, hefur hækkað gríðarlega sl. 12 mánuði.
  2. Þetta "comment" sá ég á vef FT.com "Shanghai was 2200~ last August. Seems to be a classic bubble and pop. Even at 3200 there could be a long way down to go."

 

Það er alveg unnt að halda því fram að áhrif hlutabréfahruns - verði sára lítil

  1. Það er vel unnt að líta einfaldlega svo á - að hækkun markaðarins í Sjanghæ, yfir 100% sl. 12 mánuði, hafi ekki haft neinn efnahagslegan veruleika til að styðja sig við.
  2. Það sé því eðlilegt að markaðurinn lækki aftur.
  • Í vestrænu hagkerfi, mundi maður óttast um það - að þegar virði fyrirtækja á markaði lækkar.
  • Þá geti það leitt til þess, að andvirði þeirra fari undir andvirði skulda þeirra.

En eins og ég benti á, þá er ekki ljóst - að kínverskir bankar fylgi alfarið sambærilegum viðmiðum, þ.e. ef fyrirtæki fer í neikvætt eigið fé - að þá sé það gert upp, eða neytt til þess að afla sér frekara hlutafjár.

Það má vel hugsa sér, að kínversk yfirvöld - til þess að róa ástandið þannig séð, hafi skipað bönkum að halda að sér höndum - > Þó svo að einhver kínv. fyrirtæki lendi í neikvæðri eiginfjárstöðu.

 

Það eru þó marvíslegar stærðir sem valda ugg

Sbr. að það virðist að Kína hafi notað meira sement síðan kreppa hófst í Evrópu 2010 heldur en Bandaríkin hafa gert sl. 100 ár. Það bendir til -epískra- byggingabóla.

En þarna virðast vera heilu borgirnar nýlega reistar, er safna ryki - enginn að nota.

Síðan hafa skuldir kínverskra einka-aðila vaxið um meir en 100% af þjóðarframleiðslu, síðan kreppa hófst í Bandaríkjunum 2008 - undirmálslánakreppan svokallaða.

Svo gríðarlega hröð aukning skuldsetningar - bendir sterklega til "rangfjárfestinga."

Mikið hefur verið gefið út af -sérkennilegum lánum- sem virðast virka nokkurn veginn þannig, að kínverskur viðskipta-banki býður út lán, sem nokkurs konar fjárfestingartækifæri, þegar nægilega margir hafa lagt inn fé í púkk; er lánað.

Viðskiptabankinn er þá eingöngu - milligönguaðili.

Þetta kvá vera stór hluti aukningar skulda fyrirtækja eftir 2008.

  1. Það sem mér virðist áhugavert við lán á þessu formi, er - að tap af þeim dreifist þá á marga aðila.
  2. Þannig gætu þau haft svipuð áhrif, og þegar undirmálslánakrísan gekk yfir, að margir aðilar er stunduðu þær lánveitingar höfðu selt þau lán frá sér -jafnharðan- og kært sig því kollótta um gæði þeirra lána - - > En þeir dreifðu þeirri áhættu yfir heimshagkerfið. Með tja - þekktum afleiðingum.
  3. Vegna þess að mikið virðist hafa verið gefið út af lánum á þessu formi í Kína - - -> Gæti efnahagskrísa, er mundi orsaka lánatöp, geta dreift þeim töpum afar víða um hagkerfið. Og ef til vill - skilað sambærilegum eitrunaráhrifum.

 

Ef kreppa er framundan í Kína, á ég ekki von á að sú verði langvarandi

Ég held það geti veruð skynsamlegt fyrir stjv. í Kína - að leyfa "fasteignabólunni" - "byggingabólunni" og "fjárfestingabólu í hluta hagkerfisins sem tengist þeim þáttum" - - > Að koðna niður í hrinu gjaldþrota.

Síðan að - afskrifa þær skuldir.

Það mundi eðlilega - hægja verulega á hagkerfinu, jafnvel ýta því í skammtíma kreppu.

En útflutningshagkerfið mundi sennilega ekki verða fyrir, neikvæðum áhrifum af þessu. Rétt að árétta þann punkt. Það gæti jafnvel styrkt stöðu sína - ef laun fara nokkuð niður aftur í Kína. Og framboð vex af vinnuafli - vegna samdráttar í öðrum geirum.

  • Ég hugsa að í kjölfar þess að slík leiðrétting fer fram.
  • Mundi kínversk stjv. geta fremur fljótt, komið hjólunum aftur í fullan gang.
  • Með því að - skipa viðskiptabönkunum, aftur að veita ofur-ódýr lán.

En þannig hefur kínverska ríkið í reynd - prentað peninga í gegnum viðskiptabankana í þess eigu.

 

Niðurstaða

Mér finnst það afar ólíklegt - að dómsdags spár um stórfellt hrun framundan eigi við rök að styðjast. En ef það hægir verulega á í Kína t.d. yfir 2-ja ára tímabil, jafnvel skammvinn kreppa. Þá eðlilega má reikna með kreppu í svokölluðum "ný-iðnvæðandi hagkerfum." Og það verða einhver neikvæð áhrif á vöxt t.d. í Evrópu.

---------------

  1. Einna stærsti taparinn gæti orðið Rússland.
  2. En það má reikna með frekari lækkunum olíuverðs.
  3. Að auki væru kínverjar líklegir til að fresta stórum fjárfestingarverkefnum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 664
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 613
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband