Sérkennileg frétt á RÚV af grískum harmleik!

Sérkennilegi hlutinn kemur bersýnilega til fyrir handvömm fréttamanns. En fréttin var lesin í kvöldfréttum RÚV á laugardag. Síđan má sjá hana og orđalagiđ sem vakti furđu á vef RÚV: Neyđarástand vegna mengunar í Grikklandi.

"Magn koltvísýrings er langt yfir hćttumörkum og nú ţegar hefur unglingsstúlka látiđ lífiđ vegna koltvísýringseitrunar."

Ţetta varđ til ţess ađ ég framkvćmdi netleit, ţar til ég fann líklegan uppruna ţessarar fréttar, ţ.e. eftirfarandi frétt frá 2. des sl.: Girl dies in Greece after inhaling makeshift heater fumes.

"A 13-year-old Serbian girl died after inhaling carbon monoxide fumes from a stove used to heat the home she shared with her unemployed mother in northern Greece, a police source said."

Ţetta passar einnig viđ mína grunn ţekkingu á lífeđlisfrćđi - - nefnilega, ađ ţ.e. aldrei talađ um CO2 eitrun. 

Heldur ef ţađ gerist, t.d. ađ einhver sofnar út frá gas loga í lokuđu rými og lćtur lífiđ, en gas brennur yfirleitt án ţess ađ kolmónoxíđ myndist, ţá er talađ um ađ viđkomandi látist af súrefnisskorti.

Aftur á móti ţegar um ófullkominn bruna er ađ rćđa, sem getur vel átt sér stađ, ţegar veriđ er ađ brenna viđi inni í vistaverum, og samtímis eru gluggar lokađir til ađ halda hita á ţeim sem eru innan veggja - - ţá getur CO eđa komlónoxíđ hlađist upp í loftinu.

Og eins og ţekkt er, ţá binst CO sterkar viđ blóđrauđa en súrefni - - ţannig ađ í reynd ţarf ekki mjög mikiđ magn af CO í hlutfalli heildarmagns af lofti í lokuđu rými, til ţess ađ kolmónoxíđiđ hindri súrefnisupptöku.

Ţá er ađ sjálfsögđu ávallt talađ um, ađ viđkomandi hafi látist af kolmónoxíđeitrun.

Ţađ kemur skýrt fram í fréttinni frá Grikklandi ađ aumingja stúlkan lést af ţannig eitrun.

--------------------------------

Síđan fann ég ađra frétt frá Grikklandi: Emergency measures unveiled to combat smog over Greek cities.

" A set of emergency measures were announced on Thursday by the government to combat the smog from fireplaces that appeared over a number of Greek cities over the past few days and poses a threat to public health."

"Health warnings from numerous experts prompted the government to issue a new set of guidelines, which were published in the Government Gazette yesterday, for days when the concentration of particulate matter suspended in the air exceeds 150 micrograms per cubic meter."

  • Ég hef nefnilega einnig grun um ađ fréttamađur RÚV hafi haft ţessa frétt til hliđsjónar.

En ţar er rćtt um mengunarský sbr. "smog" og vaxandi svifryksmengun "particulates" - - > einhvern veginn hefur ţá fréttamađurinn, sem líklega var ađ vinna ađ fréttinni í nokkrum flýti.

Og ađ auki einungis mátt hafa hana af tiltekinni lengd, bögglađ saman hugtökunum "carbon monoxide" ţannig ađ ţađ varđ ađ kolmónoxíđi, og "smog" ásamt heilsuviđvörun grískra yfirvalda til sinna borgara ţannig ađ úr varđ setningin í frétt RÚV: "Magn koltvísýrings er langt yfir hćttumörkum."

 

Ţađ sem fréttamađurinn var ađ bögglast viđ ađ koma til skila er raunverulegur harmleikur!

Ţađ er mikiđ af fólki í Grikklandi, sem ekki hefur efni á "rafmagni." Ţannig ađ lokađ hefur veriđ fyrir af rafmagnsveitunni á stađnum.

Ţ.s. ekki er heitt vatn, ţíđir ţađ ađ samtímis hafa íbúar ekki rafmagnslýsingu og hitun.

Ţ.s. ţ.e. vetur í Grikklandi, og ţađ getur veriđ kalt meira ađ segja í Aţenu. Ţá er fólk ađ berjast viđ ađ halda á sér hita veikum mćtti, hvernig sem ţađ getur.

Og eins og litla fréttin ađ ofan lýsir - - ţá geta harmleikir gerst.

  • Ein beisk stađreynd er sú, ađ loftmengun í grískum borgum hefur aukist mikiđ, bćđi mistur sbr. "smog" og mćld svifryksmengun.

Greek economic crisis leads to air pollution crisis

"The researchers, led by Constantinos Sioutas of the USC Viterbi School of Engineering, show that the concentration of fine air particles in one of Greece's economically hardest hit areas has risen 30 percent since the financial crisis began, leading to potential long-term health effects."

Ţetta sést úr gervihnöttum ađ auki. 

Af öđrum fréttum sem ég hef séđ, ţá hefur ólöglegt skógarhögg aukist mikiđ - - en fátćkir sem hafa ekki efni á rafmagni líklega hafa ekki efni á ađ kaupa eldiviđ. Svo ţeir sćkja sér hann, hvert sem ţeir geta.

Líklega verđur Grikkland í lok kreppunnar, mun berangurslegra en ţađ var fyrir kreppu.

Ţetta ţíđir auđvitađ aukna hćttu á uppblćstri! Vandamál sem viđ ţekkjum hérlendis. Og skriđuföllum, ţegar jarđvegur í hlíđum verđur lausari í sér - og ţađ mun einhvertíma rigna.

Ţađ eiga eftir ađ verđa margar tragedíur reikna ég međ í framtíđinni, vegna aukinnar hćttu á skriđum úr hlíđum í Grikklandi á nćstu árum.

 

Niđurstađa

Lestur um ástandiđ á Grikklandi er eitt af ţví sem sannfćrir mann enn betur um ţađ. Hvađ viđ eigum gott. Ađ búa á Íslandi eftir allt saman. Ţar sem rafmagn kostar almennt séđ tugum prósentum minna en í Evrópu - til heimilisnota. Ţannig ađ mun flr. hafa efni á rafmagni. Og ađ auki, ađ húshitun treystir ekki víđast hvar hérlendis á rafmagn. Og húshitun er enn - enn, hlutfallslega ódýrari hérlendis en víđast hvar í Evrópu.

Ţetta tvennt eru óskapleg hlunnyndi fyrir Íslendinga.

Og merkilegt hve margir taka lítiđ eftir ţví.

 

Kv.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hitaveitan hér ennţá minnkar, víđa á Íslandi,  eftirpurn einstaklinga eftir rafmagni sem er ekkert sérlega ódýrt  í samanburđi viđ laust ráđstöfunar reiđufé 80% ríkisborgara hér og víđa erlendis. Hér er framfćrsla miđuđ viđ hituveitukostnađ og rafmagnsveitu kostnađ , ţannig ađ margir taka vel eftir ţví hvađ er hćgt ađ skammta lítiđ reiđufé til lámarks framfćrslu.  

Júlíus Björnsson, 29.12.2013 kl. 16:08

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Smá athugasemd: án rafmagns kemur ekkert heitt vatn, heitu vatni ţarf ađ dćla og rafmagn er notađ til ţess, svo ef rafmagn hćkkar í verđi ţá hćkkar heita vatniđ óumflýjanlega einnig.

Frekar neyđarlegt hjá RUV ađ kanna ekki til hlítar ţađ sem sett er í fréttir, og fátćkt fólks ţarna er vaxandi vandamál, ég óttast ađ ţú verđir sannspár um framhaldiđ ţarna hjá Grikkjum.

Magnús Jónsson, 29.12.2013 kl. 19:56

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Magnús - "svo ef rafmagn hćkkar í verđi ţá hćkkar heita vatniđ óumflýjanlega einnig" - í einhverju lágu hlutfalli viđ rafmagnsverđshćkkunina, ţ.s. dćlur eru skilvirkar.

Já, ţetta á örugglega eftir ađ vera erfitt hjá Grikkjum í mörg ár á eftir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.12.2013 kl. 01:47

Bćta viđ athugasemd

Nauđsynlegt er ađ skrá sig inn til ađ setja inn athugasemd.

Um bloggiđ

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri fćrslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 664
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 613
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband