Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hin nýja Framsókn, ef hún verður!!

Ég vil gera Framsóknarflokkinn, að miklu mun lýðræðislegri flokki, en hann hefur verið um langt skeið. Ég vil einnig minnka þátttöku hans í spillingu af öllum toga. Ég vil gera hann nútímalegri. Ég vil gera hann að umhverfisflokki.

 

Til að minnka lýðræðishalla sem mest, og einni til að fá sem mesta þátttöku í skoðanamyndun innan flokksins, vil ég að hópastarf flokksins, sé sett á netið. Ég legg þó ekki til, að hefðbundnir fundir hætti, en hægt væri að láta netumræðu og hefðbundna fundi kallast á.

Nokkrar aðferðir eru til, við notkun netsins í sambandi við mótun umræðu. Hægt er að greiða einstökum greinum, atkvæði. Það getur verið í formi stjörnugjafar. Einnig, er hægt að greiða einstaklingum atkvæði, lyfta þeim t.d. upp og niður á lista. Hægt er að nota kerfi, ekki ósvipað Wikipedia, þ.s. uppköst að hugmyndum eða stefnu, væri varpað á netið, og síðan fengju einstaklingar tækifæri til að spreita sig á að breyta og laga.

Ég held, að flokkarnir geti grætt mjög mikið á að netvæða umræðu með slíkum hætti. Það gæti í reynd blandað öllum aðferðunum saman, t.d. væri hægt að vera með svokallað 'phorum' þ.s. allur almenningur gæti skipst á skoðunum, greitt atkvæði á vef sem flokkurinn myndi láta útbúa fyrir sig, þ.s. hugmyndir um lög, eða stefnubreytingar af ímsu tagi, væru settar fram, svo fólk gæti tjáð sig um þær.

Varðandi upplýsingar, sem einhver trúnaður þyrfti að vera um, væru lokaðir vefir nauðsynlegir. Það má hugsa sér, að vefur flokksins sé lagskiptur, þannig að ímislegt verði sett á þann hluta sem allir hafa aðgang að. Síðan, geta meðlimir að flokknum, haft eitthvað nánari aðgang...sbr. rétt til að gera beinar breytingatillögur innan málefnahópa, en hugsa mætti sér, að tillögur á t.d. Wikipedia formi, væru á slíkum lokuðum vefjum. Síðan, geta verið enn þrengri vefir, þ.s. hópar sem njóta trausts fá aðgang, og hafa tækifæri til að veita einstökum þingmönnum, jafnvel ráðherrum ráðgjöf, um mál sem trúnaður verður að vera um.

Það sem flokkarnir græða á þessu, að mínu mati, er ekki einungis aukinn áhugi, meiri þátttaka, heldur einnig aðgangur að sérfræði þekkingu, sem erfitt gæti verið að njóta annars.

Internetið getur því ekki einungis, stórbætt flokkana frá lýðræðis sjónarmiði, heldur getur það stórbætt gæði þeirrar vinnu sem þar fer fram.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband